Vikan


Vikan - 05.06.1952, Blaðsíða 11

Vikan - 05.06.1952, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 22, 1952 M SAKAMÁLASAGA Framhaldssaga: Bftír MIGNON G. EBERHART 22 hljóp þungum skrefum, svo allt nötraði, gegnum borðstofuna. Gegnum hávaðann greindi Sue ann- að hljóð. Hún var viss um að bakdyrnar lokuð- ust hægt og hljóðlega. „Krisy," æpti hún, „gættu þín, þú mátt ekki koma hingað inn. Það er einhver . . ." „Hjálp — morð — hjálp," æpti Krisy." Það var kveikt í anddyrinu. Raddir heyrð- ust frá hesthúsinu. Krisy hljóp að símanum og kallaði: „Lögreglan — hjálp — morð — lög- regla." Hún hafði kolaskófluna úr borðstofunni í annarri hendi. Systir Britehes nálgaðist alveg óð. Woody kom hlaupandi inn í stofuna með skammbyssu I hendinni. Karólína kom lafmóð á eftir og Systir Britches hljóp ýlfrandi um. Sue hrópaði til þeirra: „Hann var í amddyrinu. Hann fór út um bakdyrnar. Woody, þú mátt ekki fara út . . ." en Woody var horfinn. Karólína reyndi að ná simanum af Krisy, sem ekki vildi sleppa honum, og hrópaði stöðugt: „Lögregla — morð." Útihurðin skelltist. Ekkert þeirra hafði heyrt í bíl Fitz, en hann heyrði nú til þeirra og kom hlaupandi gegnum ánddyriS. Hann kom aftur á ró og reglu. Hann tók sim- ann af Krisy, rétti Systur Britches löðrung, sem Karólina mótmælti ekki einu sinni, en veitti Systur Britches taugaáfall. Hún settist niður, starði á Fitz og hætti að ýlfra af undrun. Æst rödd heyrðist í símanum en Fitz stöðvaði hana: „Já, það veit ég, en morðinginn var hér fyrir fimm minútum. Sendið bíl með útvarps- tæki hingað strax. Þér verðið að ná í hann. Það er satt og lögreglustjórinn flær yður lifandi, ef þér látið þetta tækifæri ganga úr greipum yðar." Hann lagði tólið á. „Lögreglan er á Ludd- ington setrinu. Ég veit ekki hvort þessi maður gerir nokkuð. Hvar er Woody?" Bakdyrnar opnuðust og Woody kom hlaupandi inn: „Fitz, ég sá ljósin á bílnum þínum. Komdu með mér. Hann er hérna einhvers staðar nálægt. Hefurðu skammbyssu?" En Fitz svaraði ekki. Þau*stóðu nú öll í and- dyrinu og störðu á eitthvað, sem lá á gólfinu. Það var löng, mjó og sterk leðurreim. Hún var bundin í lykkju, sem mátti draga saman. Karólína greip andann á lofti og varð að styðja sig við vegginn. Krisy leiddi hana að legubekkn- um. „Nei, láttu hana vera," hrópaði Woody, þegar Fitz tók reimina upp. „Það geta verið fingraför á henni." Fitz anzaði honum ekki. Hann vafði reiminni saman og stakk henni í vasann, en tók skamm- byssu upp úr hinum vasanum og rétti Krisy hana. „Hún er hlaðin, haltu svona á henni." Hann lagði svartan, sterkan vísifingur Krisyar á gikkinn. Svo hljóp hann út með Woody. Þeir vissu auðvitað báðir, að það var of seint, en þeir urðu að reyna. Reveller hljóp með þeim, en sýndi engan áhuga á eltingarleiknum. Hann kom fljótlega aftur og settist geispandi við dyrn- ar. Varir Karólínu voru bláar: „Þetta er nú varðhundur, sem við þurfum á að halda," sagði hún reið, en augnaráð hennar varð blíðlegt þeg- ar Systir Britches kom inn til hennar. Þeir fundu engan. Sá sem hafði verið þar, hlaut að hafa smogið inn í þétta runnana, því Woody og Karólína höfðu komið upp götuna frá hesthúsinu. Það var svo auðvelt, að sleppa frá húsinu án þess að það sæist, hlaupa frá einum runnanum til annars og fela sig í skóginum eða ílýja yfir akrana. „Það eru ótal leiðir," sagði Woody. „Ég vildi að lögreglan væri hér." En lögreglan var ekki komin og hún hafði ekki einu sinni hringt til að fá nánari fréttir. Það kom seinna í ljós, að lögregluþjónninn, sem var á verði, hafði komizt aS þeirri niðurstöSu, að þetta væri nýtt gabb, til að leiða athyglina frá Sue. Auk þess voru Henley og hinir lögreglu- þjónarnir í Luddingtonskóginum. „Þeir hefðu ekki getað gert neitt, þó þeir hefðu komið," sagði Fitz. Woody samþykkti þetta gramur. „Þeir hefðu ekki trúað okkur. Krisy, sást þú alls ekkert?" Krisy hristi höfuðið. Ekkert nema reimin sýndi, að þarna hafði einhver verið. Woody rétti hana að Systur Britches, sem lyktaði áhugalaust af henni. Hún horfði undirgefin á Fitz, manninn, sem hafði slegið hana og flaðraði smeðjulega upp um hann. Reveller, andaði djúpt undir legubekkn- um og teygði sig. „Til hvers hefurðu eiginlega þessa hunda, Karó- lína frænka?" spurði Woody uppgefinn og jafn- vel Karólína horfði ásakandi á Systur Britches: „Ef það hefði verið kanína . . ." en svo þagnaði hún. „Getum við ekki hringt aftur í lögregluna," spurði Woody, en Fitz svaraði: „Þeir eru allir í Luddirigton-skóginum. Þú veizt víst ekki . . ." og svo sagði hann frá öllu sem hann vissi um Bronson: Nokkrir þjónar höfðu fundið hann seint um riaginn I Luddingtonskóginum. Hann hafði verið skotinn gegnum höfuðið. Eftir því sem Fitz bezt vissi, hafði skammbyssan ekki fund- izt og kúlunni ekki verið náð út. Ef til vill var hún það ekki. Að áliti sérfræðings voru nokkrir dagar siðan hann dó. Wat hafði hringt í Fitz, sem strax hafði ekið til Luddington-set- ursins. Jed var þar og hafði verið þar allan eftirmiðdaginn. Lögreglan hafði spurt Wat og Ruby, en þau vissu ekkert. Það var farið að yfirheyra þjónustufólkið, þegar Fitz fór. Líkið hefði getað legið þarna í mörg ár og það fannst ekki langt frá læknum, sem Sue hafði farið yfir á leiðinni til dr. Luddingtons, þegar hún sá veiði- manninn. Lögregluforinginn hafði beðið þjónana um að reyna að finna hófspor á lækjarbakkanum og ef þeir fyndu eitthvað, þá að láta taka mót af því. Þeir höfðu ekki fundið nógu greinileg hóf- spor, sem hægt væri að bera saman við hin (og lögregluforinginn hafði sagt að sporin í Furuskógi væru of ógreinileg til að þekkja þau, sagði Fitz), en þeir höfðu fundið Sam Bronson — hann var enn í reiðbuxum og peysu með há- mu kraga, en augun voru ekki lengur vakandi og: athugul. Það var næstum komið myrkur þegar þeir fundu hann. Krisy sat þarna og. vaggaði stórum líkama sínum í bláa baðmullar kjólnum fram og aftur. Woody var fölur af geðshræringu: „Hann hef- ur skotið sig sjálfur," hrópaði hann. „Hann hef- ur gert þetta, Fitz. Hann skaut Ernestínu og dr. Luddington — hann hefur vafalaust haldið að Sue hafi þekkt hann niður við lækninn. Hann hefur farið í veiðifrakka, því að það var auðveld- ara . . . hann hélt að Sue þekkti sig, reyndi að drepa hana og gafst svo upp og skaut sig." Fitz hreyfði vasann, þar sem hann hélt um mjóa, sterka og samanrúllaða reim. Woody steinþagði. Krisy breiddi svuntuna upp fyrir höfuð og fór að gráta. Aftur tók Fitz málið í sínar hendur. Hann lét Krisy fara með Karólínu upp að hátta. Sue, Woody og Fitz rannsökuðu allt húsið, læstu dyr- um, lokuðu gluggum og tíndu upp hnifa, gaffta og skæri, sem lágu um allt gólf í borðstofunni. Lögreglan var enn ekki komin, svo þau gáfust upp á biðinni. Fitz gekk út, lokaði bílnum og slökkti ljósin á honum. Hann ætlaSi að vera kyrr. Woody hefði talað alla nóttina, ef Fitz hefði ekki sent hann í rúmið. „Ég kalla á þig klukkan þrjú," sagði hann. „Þú mátt trúa því, að við getum ekkert gert núna." „Viltu byssuna mtna?.M „Nei, hafðu hana sjálfur. Ég hefi mína." Krisy hafði lagt hana varlega á borðið. „Ég aetla að vaka með þér," sagði Sue. Hún bjóst við mótmælum, en Fitz sagði: „Já, gerðu það." Þau töluðu saman langt fram á nðtt. Sue lá á gamla legubekknum í stofu Karólínu og Fitz sat í hægindastól. Langt frá litu þau út eins og róleg fjölskylda — með einni undantekningu: Skammbyssu Fitz sem lá gljáandi í skini lamp- ans, sem stóð á borðinu við hlið hans. En hann sagðist vera viss um, að ekki þyrfti að vakta húsið í nótt. Sá, sem hafði verið þar, myndi ekki reyna aftur. Sue fannst hún örugg, fyrst og fremst vegna nærveru Fitz, vanga hans bar við ljósið og reykinn lagði frá vind'linum hans. Hann hélt, að lögreglan liti á dauða Sam Bronson sem sjálfsmorð — og það var það eí' til vill. En skotið í Furuskógi og ókunni mað- urinn, sem var í anddyrinu í kvöld bentu á að Sam Bronson væri ekki morðinginn — hann lá dauður úti í skógi. Reveller hraut hátt undir legubekknum og Fitz kveikti í nýjum vindli. „Sjáðu til, við getum ekki yfirheyrt hvern ein- stakan til að komast að hvar þeir voru þegar morðin áttu sér stað — þau myndu ekki svara, ef það hentaði þeim. Auk þess hefur lögreglan fengið skýrslu um alla, að minnsta kosti þegiar fyrsta morðið var framið og er i þann veginn að' . gera það varðandi seinna morðið — þeir hafa að minnsta kosti tekið fjarverusönnun mína gilda vegna Sepsons dómara, og Jed segir að þeir hafi líka spurt, hvort hann hafi verið heima — og ég veit að þeir hafa rannsakað hvar Wat og Ruby voru. Wat var í Middleburg og þeir vita hvern hann talaði við þar og hvenær, en Ruby var á hestbaki og þeir hafa spurt hana hvert hún fór og hvort hún hafi heilsað einhverjum. Þetta get ég ekki gert, enda verður það gert sæmilega vel. En mér datt í hug í kvöld, að við gætum rannsakað tímabilin undan og eftir morð- in. Og það kom í Ijós, að ég gat aHs ekki . . ." hann dró öskubakka til sín. „Hvar var Sam Bronson, þegar þú komst út úr húsinu, eftir að hafa fundið Ernestinu dána? Hvar var hann, hvar var Jed, hvað sagðir þú og hvað sögðu þeir ? Hver kom fyrstur inn til Ernestínu? Þetta vissi hún nákvæmlega. „Það leit út fyrir að Bronson kæmi frá hesthúslnu — yfir sléttuna meðfram ytri hliðinni á garðsveggnum." „Og Jéd?" „Hann kom upp stíginn frá bílnum. Hann var mjög nærri dyrunum, en Sam Bronson var enn nær. Eg sagði Bronson, að Ernestina hefði verið skotin. Hann hljóp inn I húsið. Jed sá mig og kom hlaupandi að dyrunum." „Svo Bronson kom inn í garðstofuna á undan þér." „Já, en engu var breytt þar inni. Hann stóð álútur yfir Ernestínu. Hann hafði ekki tíma til

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.