Vikan


Vikan - 05.06.1952, Blaðsíða 5

Vikan - 05.06.1952, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 22, 1952 Framhaldssaga: 14 Konkvest skerst í leikinn Eftir BERKELEY GRAY aka á, stökk maðurinn út úr vagni sínum og gekk i áttina til hinnar fögru ástæðu fyrir breytni sinni. „Jæja, hver þremillinn! Heimurinn er lítill," sagði hann glaðlega. „Við sáumst víst síðast í Cannes Poppy. Hvernig gengur það?" „Viltu ekki bara koma með mér, Buppy, yndið mitt. Þá skal ég segja þér frá því öllu," svar- aði unga konan. „Lífið hefur verið voðalega við- bjöðslegt og það var svei mér heppilegt að hitta mann eins og þig til að hughreysta mig. Stökktu upp í." „Ekki skal standa á mér," sagði Buppy, sem var maður á fertugsaldri, með velgreitt dökkt hár og þykkar varir munaðarseggsins. „Ég skyldi aka hvert sem vildi með þér, fagra kona." „Aðeins augnablik!" kallaði Joy þyrkingslega. Það var eitthvað í rödd hennar, sem fékk Buppy til að líta við með furðusvip. Fyrir fram- an hann stóð smávaxinn, bálreiður kvenmaður; honum fannst augun næstum skjóta neistum. „Hver er þessi vinstúlka þin, Buppy?" spurði skrautklædda stúlkan. „Og meðal annarra orða, hvað ætlarðu að gera af bílnum þínum? Þú get- ur ekki látið hann standa hérna á Piccadilly." „Mér er illa við að blanda mér í þessa forn- vinafundi, en ég ætlaði að tilkynna yður, djöfuls ökuníðingurinn, að þér voruð nærri búinn að drepa Vnig fyrir hálfri minútu," sagði Joy og fór að skæla af gremju. „Ég hef aldrei séð eins fanta- legt og freklegt brot á umferðareglunum . . ." „Ég skil — ég skil," tók Buppy fram í og virti hana fyrir sér með aðdáun munaðarseggsins. „Ég biðst afsökunar. En það var sameinuð fegurð ykkar beggja, sem hreyf mig svo, að ég stein- gleymdi umferðareglunum. Gæti ekki komið til mála, að þér vilduð þiggja bílinn minn sem dá- litla sárabót fyrir skelkinn." „Hvað eigið þér við? Ég var ekki skelkuð," svaraði Joy af ákafa. „En ef þér haldið að mér falli vel að hoppa og hlaupa um fjölfarnar göt- ur . . . Sögðuð þér hvort ég vildi þiggja bílinn yðar? Hér er enginn staður eða stund til að vera með heimskulega fyndni." „Við skulum vera kvitt," sagði Buppy kæru- leysislega. „Ég veitti yður banatilræði. Ég vil bæta fyrir það með því að gefa yður bílinn minn. Jafnar það ekki reikningana? Er unnt að sýna meiri sanngirni?" „Þér eigið við hvort hægt sé að koma fram með fíflalegra boð en þetta?" sagði Joy gremju- lega, því henni mislikaði mjög hið gíruga og lostafulla augnatillit mannsins; fannst eins og hann væri að afklæða hana með augunum . . . „Ég ætti að ná í lögregluþjón . . ." „1 guðs bænum settu bílskrjóðinn af stað, Foppy," greip Buppy fram í og sneri sér frá Joy og að stúlkunni við stýrið. „Ég vil fyrir engan mun lenda í illindum." „Eins og þér þóknast, stóri drengur." Joy til mikillar undrunar eetti fina stúlkan gangskiftinn í tengsl og bíllinn brunaði af stað. Joy stóð ein þarna eftir á götunni hjá lysti- vagninum — sem, ef trúa mátti orðum Buppys, var nú hennar eign. Hreinasta heimska, auðvitað . . . En hún var í standandi vandræðum í þetta sinn. Hún bjóst hálfpartinn við að skötuhjúin kæmu þá og þegar til baka til að gera gys að sér. Hún sá að eitthvað af fólki hafði stanzað og virti hana forvitnislega fyrir sér. Hún fór hjá sér og varð hálffeimin. Hún sá það seinast til bíls Poppy, að hann brunaði í áttina að Hyde Park Corner og hvarf henni að lokum í um- lerðarþvöguna. „Jæja, ég er alveg steinhissa," tautaði hún við sjálfa sig. Hún leit nú nánar á hinn skrautlega lystibil, sem henni hafði verið sagt að hún ætti. Það var Alvis-vagn — sama gerð og bíll þeirra hjóna, hinn vandaðasti og dýrasti gripur. Virtist alveg nýr, að sjá. „Píflaskapur var rétta orðið, eins og ég sagði áðan," tautaði hún. Hún var hálft í hvoru að hugsa um að skilja bílinn þarna eftir, en við nánari umhugsun breytti hún skoðun. Hún settist í ökumannssætið og fann þá í fyrsta sinn hvernig er að vera bílþjófur. Henni fannst allra augu hvila á sér og bjóst hálfapartinn við að einhver lögregluþjónn kæmi og stöðvaði sig og spyrði "kvað hún væri að haf- ast að. En enginn skipti sér af henni, þegar hún ók af stað. Hún gerði það skynsamlegasta sem hægt var að gera, eftir ástæðum. Hún ók bílnum beint á Scotland Yord lögreglustöðina og afhenti ein- kennisbúnum lögregluforingja bilinn, og gerði þar næst boð fyrir Williams yfirforingja. „Við skulum gæta að bílnúmerinu, frú Kon- kvest," sagði lögregluforinginn, sem var kunn- ugur Joy. „Náunginn hefur að líkindum verið svinkaður eða eitthvað ruglaður í kollinum." Joy hafði ekki séð Bill Williams síðan kvöldið sem Matthew Ólífant var myrtur, í íbúðinni í Wigmorestræti. Hann tók hjartanlega á móti henni, þegar henni var vísað inn í skrifstofu hans. „Gaman að sjá þig, Joy," sagði hann um leið og hann rétti henni hönd sem líktist hrammi. „Hvar er Konkvest? Ekki með þér?" „Mér finnst einhver háðshreimur í rödd þinni, Bill. Hversvegna gæti Norman ekki verið með mér?" „Það ætti þér nú að vera kunnugra en mér," sagði hann um leið og hann settist aftur við skrifborðið. „En það er vitað, að hann er ekki í borginni." „Hefurðu látið sporhunda þína vera að snuðra kringum Konkvest Court, til að njósna um okk- ur," spurði Joy hissa. Mér finnst það ganga nokk- uð langt Williams . . ." Hann tók fram í fyrir henni. „Nei, við höfum nauðsynlegri verkefni fyrir menn okkar en þess háttar störf. Þar að auki mundi það nægt verk- efni fyrir hundrað manns að hafa gætur á eins sleipum bragðaref og Konkvest. Nei, við sóum ekki mannafla okkar í það og enginn okkar manna er nokkursstaðar í námunda við Konkvest Court Mér datt þetta bara í hug." Hann breytti umræðuefninu. „Hefurðu séð eða heyrt nokkuð af ungfrú Ólífant síðan við jarðarförina." „Veiztu ekki, að hún er gift?" „Nú þegar? Það var svei mér fljótt." „Hún dvaldist hjá okkur vikutíma — þangað til eftir útförina — en þá talaði Norman við pilt- inn hennar hann Gillespie og ráðlagði honum að fara á hjónabandsskrifstofuna og fá sérstakt leyfisbréf og vinda bráðan bug að þessu." Mild- ur klökkvasvipur kom í augu Joy. „Þau voru fallegt par, Bill . . ." Hún breytti um svip. „Hvað gat stúlkan líka annað gert? Hún átti engin skyldmenni, sem hún gæti farið til, svo hafði hún líka erft einhver ósköp, og . . ." „Og þú áleizt það líka bezt, allra hluta vegna, að fá hana sem fyrst í burt, ekki sízt af því að hún er falleg og ljóshærð, hvað?" sagði Will- iams glottandi. „Ég lái þér það hreint ekki, góða mín. Maðurinn þinn er dálítið veikur fyrir, þegar þær ljóshærðu eru annars vegar, — er það ekki? Jæja, mér þykir vænt um að heyra, að hún hef- ur fengið góðan samastað. Meðal annarra orða — yfirheyrzlur Cardews eru að hefjast . . ." „Ég kom ekki hingað til að ræða um, Cardew," tók hún fram i. „Hann lendir í snörunni, eins og faðir hans . . . Einhver fábjánaræfill gaf mér bilinn sinn á Piccadilly núna rétt áðan, og mér fannst réttast að koma með hann hingað." „Einhver gaf þér bílinn sinn?" endurtók Will- iams og glápti á hana. „Hvað áttu við ¦— gaf hann þér bílinn sinn? Pólk gefur ekki bílana sína nú á dögum." „Þessi gerði það." Hún skýrði honum frá málavöxtum . . . og eftir nokkra stund vottaði fyrir skilningi i svip yfirforingjans. „Já, auðvitað. Ég gleymdi þessu í augnablik- , inu. Þetta er sá fjórði eða fimmti," sagði hann og hleypti brúnum. „Þú ert heppin, ef svo mætti segja. Vagninn er áreiðanlega þín eign. En við íáum nánari vitneskju innan stundar. Þeir ætl- uðu að gæta að númerinu, var það ekki?" Síminn hringdi á næsta augnabliki, eins og til að svara srforningunni. Hann hlustaði nokkur augnablik, kinkaði kolli og lagði heyrnartólið frá sér. Svo hallaði hann sér aftur á bak og fnæsti. „Af hverju varð ég ekki fyrir þessu?" spurði hann gremjulega. ,,Ég hefði not fyrir svona bíl — þó ekki væri til annars en selja hann og stinga á mig kaupverðinu. Þú hefur enga þörf fyrir bílskömmina." „En ég á ekki bílinn, Bill." „Vist áttu hann . . ." Hann þagnaði og starði fast á hana skritinn á svip . . . „Vissirðu ekki ? ti „Vissi ég ekki hvað?" „Hver þessi „Buppy" er?" „Hvernig í skollanum ætti ég að vita það . . . Hvað er á seyði — hvers vegna ertu með þessi dulmæli?" spurði hún snögglega. „Af hverju horfir þú svona skritilega á mig." „Buppy er enginn annar en Everdon lávarður — og ég bjóst við að þér þætti gaman að heyra þ&ð." „Everdon lávarður," endurtók Joy og kipptist við. „Mér fannst eitthvað kunnuglegt við þrjót- inn . . . En þegar maður hittir fólk í fyrsta sinn þekkir maður það sjaldan af blaðaljósmyndum. Jæja, ég er alveg ringluð! Svo þetta er Everdon viðbjóðurinn! Mér ætti að hafa skilizt það af því hvernig hann færði mig úr fllkunum." „Ha — hvað gerði hann?" spurði Williams og hnykkti við. „Beraði, Bill — bókstaflega beraði mig," sagði hún með hrolli. „Hugarfarslega, auðvitað." ,Æ, nú skil ég," sagði Williams og létti sýni- lega „Það er ekki hægt að misskilja það, þegar karl- maður horfir á mann sllkum girndaraugum, eins og hann œtli að gleypa mann," hélt hún áfram. „Þið karlmennirnir sjáið þetta ekki. En við kon-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.