Vikan


Vikan - 05.06.1952, Blaðsíða 2

Vikan - 05.06.1952, Blaðsíða 2
VIKAN, nr. 22, 1952; PÓSTURINN Undir forsíðumynd á tbl. 19, þar sem birtust myndir úr Islandsklukk- unni, stóð, að Vignir og Pétur Thom- sen hefðu tekið myndirnar. En það var ekki rétt. Allar myndirnar, bæði á forsíðu sem og á þriðju síðu, eru gerðar af VIGNI. Eru báðir aðilar beðnir velvirðingar á þessu. 4. Skriftin er ágæt en skipti er skrifað með p-i. P.S. Auður biður um heimilisfang Alberts Guðmundssonar. ViS vitum ekki húsnúmerið, en hann er frægur maður í þorpinu, svo það mun nægja að skrifa: Albert Guðmundsson, Avenue Docteur Darin, Chaville PARIS PRANCE John Garfield Svar til Gunnu: John Garfield dó af hjartaslagi í New York fyrir nokkrum dögum. Hann er fæddur í New York 4. marz 1913 og stundaði nám við beztu leikskóla þar í borg. Hann lék í níu ár í leik- húsunum á Broad- way og 1938 sneri hann sér að kvik- myndunum. 1 kvikmyndum leik- ur hann oftast ungan mann, sem glímir við mikla erfiðleika og hefir lent á villigötum. Nokkrar af síð- ustu myndum hans eru: Pósturinn hringir alltaf tvisvar, Humoresque, Gentlemans Agreement og Body and Soul. John Garfield var 5 fet og 9 þuml- ungar að stærð, hafði dökkbrúnt hár og dökk augu. Halló Vika! Þetta er í fyrsta skipti sem ég skrifa þér og ég vona að þú leysir úr þessum spurningum fyrir mig. 1. Hverri er Albert Guðmundsson giftur, hvað er hann gamall og hvar á hann heima? 2. Ég er dökkhærð með brún augu og dökk i andliti, hvaða litir fara mér bezt? 3. Ég er 15 ára og 160 cm á lengd. Hvað á ég að vera þung? 4. Hvernig er skriftin og réttrit- unin? P.S. Vohast eftir svari sem fyrst. Þín Sigga-Vigga Svar tíl Siggu-Viggu: 1. Albert Gu3mundsson, knatt- spyrnumaður er giftur Brynhildi Jó- hannsdóttur. Hann keppir fyrir franska knattspyrnufélagið Racing og býr í Chaville, litlu þorpi rétt utan við París. Hann mun vera um 27 ára gamall. 2. Skærir litir og hlýir fara þér vel. T. d. rauðir og gulir litir. Þú skalt forðast blátt. 3. Þú átt að vega 57.60 kg. | Tímaritið SAMTIÐIN j E Flytur snjallar sögur, fróðlegar j 5 greinar, bráðsmellnar skopsögur, : 5 iðnaðar- og tækniþátt o. m. fl. : ¦ 10 hefti árlega fyrir aðeins 35 kr. : ¦ Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. : : Askriftarsími 2526. Pósthólf 75. ; Gunna segir frá .. ... Ég er ekki beint myrkfælin, en ég hefi aldrei verið hrifin af því, þegar karlmaður fær allt í einu þá flugu í höfuðið, að slökkva loftljósið og ég veit vel, að það er ekki ein- göngu gert með tilliti til rafmagns- reikningsins. En það er dálítið öðru máli að gegna með Pétur, því að hann er svo elskulegur piltur og auk þess vissi ég, að pabbi og mamma sátu í næstu stofu, svo ég gat ógnað með því að kalla á þau, ef í nauðirnar ræki. Þessvegna leyfði ég honum að slökkva ljósið og þegar hann spurði hvort hann mætti líka slökkva á lampanum, kinkaði ég kolli. En þeg- ar hann gekk yfir að glugganum og dró rúllugardinuna niður, varð ég dá- lítið hrædd. Það var koldimmt í her- berginu og ég varð taugaóstyrk. Pét- ur settist hjá mér á legubekkinn. Ég ákvað að kalla bæði á pabba, mömmu og brunaliðið, ef hann kyssti mig of ákaft. En hann kyssti mig alls ekki, þessi bjáni. Hann rétti bara fram höndina og spurði ákafur „Hvernig finnst þér nýja, s-jálflýsandi úrið mitt?" FRSMERKI OG FRÍMERKJASÖFNUN „Motiv"-safnarar. 1 siðustu grein minni í Vikunni nr. 19, minntist ég á þessa safnara, þ. e. a. s. þá sem safna frímerkjum með einhverjum sérstökum myhdum, cn byggja ekki söfn sín upp eftir lóndum. Þá gat ég sérstaklega um þá sem safna frímerkjum með mynd- um af iþróttum og íþróttamönnum. Þessi ,,motiv"-söfnun fer stöðugt i vóxt, það er orðið erfitt að eignast heil söfn frá nokkru landi og þá íara menn að sníða sér þrengri stakk í þessum efnum. Ég þekki talsvert marga islenzka ménn sem safna frí- merkjum með myndum af einhverju sérstöku eða sérstökum mönnum og hirða ekki um að safna öðrum frí- merkjum, t. d. safna sumir merkj- um með myndum af stjórnmálamönn- um og einkum viroist mér þeir hafa haft áhuga fyrir Roosevelt, Stalin og Hitler. Einnig veit ég um einn söngmann sem safnar frímerkjum með myndum af tónskáldum eða til minningar um tónskáld, en engum öðrum. Þá eru margir sem safna þeim frí- merkjum sem gefin voru út á 75 ára afmæli alþjóðapóstsambandsins árið 1949, en nú er orðið nokkuð dýrt að eignast þau „komplett" einkum vegna þess að nokkuð kvað að brask- útgáfu í sambandi við þennan at- burð. Nokkur ríki sáu sér leik á borði að seilast niður í vasa frímerkja- safnaranna, og gáfu út hágild og dýr merki í litlum upplögum. Hér á eftir ætla ég að gefa söfnurum sem kynnu að vilja byrja að safna einhverjum sérstökum fyrirmyndum nokkurt yf- irlit yfir það sem „motiv"-safnarar sækjast eftir og er það þó engan veginn tæmandi. Átt er við myndirn- ar á frímerkjunum í upptalningunni: AtvinnUvegir, Börn, Bílar, Brýr, Bækur, Dýr, Flugvélar, Guðir og goð, Hernaður, Kirkjur, Landabréf, Landslag, Listaverk, Loftför, Lækn- ar, Listamenn, Rithöfundar, Rauða- krossfrímerki, Skátar, Tónskáld, o. s. frv. Eins og tekið var fram er þetta engan veginn tæmandi upptalning, en getur gefið ykkur nokkra hliðsjón af því hve fjölbreytt „motiv"-söfn- unin getur verið. Jón Agnars. DREKKIÐ œa* IS-KALT Frimerk japakkar: 100 teg. Franskar nýlendur .. kr. 14.00 300 — Austurríki .................... — 24.00 300 — Austurríki .................... — 21.00 200 — Bandaríkin ................ — 41.00 •Tóii Agnars, Frímerkjaverzlun, P. O. Box 356, Reykjavík. Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Odd Grönbeck og Þórarinn Guðlaugsson, d/s Kong Tryggve D.S.N.D., Prinsengt. 1, Oslo. Guðrún Bergsdóttir og Jórunn Þorgerður Bergsdóttir (við pilta 18—22 ára, mynd fylgi), báð- ar að Hofi, öræfum, A-Skaftafells- sýslu. Dóra S. Tryggvadóttir (við fólk 16 ára og eldra, mynd fylgi), Ytra- Hóli, Kaupangssveit, Eyjafirði. Elisabet Guðjónsdóttir (við ungt fólk 14—16 ára, mynd fylgi), Kjörvogi, Strandasýslu. Vilborg Jóhannsdóttir (14—16 ára, mynd fylgi), Gíslabala, Stranda- sýslu. Guðný Egilsdóttir (við ungt fólk 15 —20 ára), Þórisdal, Lóni, Horna- firði. LJÓSAKRÓNUR VEGGLAMPAR BORÐLAMPAR STRAUJÁRN með hitastilli, 2 gerðir BRAUÐRISTAR HRAÐSUÐUKATLAR VOLTMÆLAR, 220 volt, f. riðstr. og rakstr. AMPEREMÆLAR, 10 — 15 — 25 — 40 — 60 100 Ampere FLUORESCENTLAMPAR FLUORESCENTPERUR. Fyrir bila: STRAUMLOKUR (Cutouts) HASPENNUKEFU fyrir ýmsar teg. bíla LJÓSASKIPTARAR (fótskiptar) STARTHNAPPAR LYKILSVISSAR ROFAR f. inniljós AMPEREMÆLAR, 2 gerðir VIFTUREIMAR fyrir ýmsa bíla. Ennfremur startarar og dynamóar í ýmsar tegundir bíla. Raftækjaverzlun Halldórs Ólafssonar Rauöarárstíg 20 Sími 4775 Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.