Vikan


Vikan - 05.06.1952, Blaðsíða 4

Vikan - 05.06.1952, Blaðsíða 4
VIKAN, nr. 22, 1952 SKUGGAR ÁSTARINNAR eftir JENS ANKER. HANN gekk eftir breiðum fáförnum götum, þar sem bifreiðarnar skriðu gegnum dimma kvöldþokuna og flautuðu stöðugt, eða eftir af- skekktum stígum, sem voru svo kyrrlátir að hann heyrði vatníð drjúpa af svörtum greinunum. Hér var landslagij orðið sveitalegt, — en hann veitti því litla athygli — og þokan var enn þétt- ari. Hvar var hann eiginlega staddur? Æi, honum var alveg sama. Hann hafði átt að hitta Önnu og þau ætluðu saman í bíó; en hann hafði ekki verij í skapi til þess og hætt við það, án þess að tala við hana — frúin á matsölunni hafði lofað í símanum, að skrifa miða til hennar. Og nú flæktist hann hérna, hann James Murray 27 ára gamall, algengur skrif- stofumaður og óvenjulega óhamingjusamur. Hvernig mundi þetta enda — þetta viðvíkj- andi önnu — þetta sem ekki var enn byrjað. Hann hafði aldrei -haft hugrekki til að segja henni hvers virði hún var honum. Hún var svo snör í snuningum, svo gneistandi gafuð og han.i var svo þunglamalegur. Hann ætti það á hættu, að hún hlægi að honum, þó hann héldi að henni þætti vænt um sig . . . James Murray skálmaði áfram. Alltaf þegar hann var í þungu skapi gekk hann um göturn- ar. Það hressti hann og kom jafnvægi á málin. En í kvöld lét jafnvægið bíða eftir sér. Því meir sem hann hugsaði um þetta þeim mun ísjár- verðara varð það. Hann var mjög ástfanginn af henni — en það var þessi frændi hennar, Hugh Brown, „Ame- ríkaninn" eins og þau kölluðu hann, vegna þess hvernig hann hegðaði sér . . . James var hrædd- ur við Brown og hann vissi að hann gat hvorki hegðað sér eins vel né boðið henni upp á jafn ríkulegar skemmtanir. Og Anna var því miður mjög hreykin af honum. „Ef þú gætir líkzt Hugh," hafði hún sagt síð- ast þegar þau voru saman og hún skildi ekki hvað það tók hann sárt. Afbrýðissemin, sem hann hafði lengi fundið til, var nú orðin að ljósum logum. Hann hafði orðið mjög gramur. Og það sem verra var: hann hafði'ekki getað hugsað um annað allan daginn. Hvað eftir annað þurfti að leiðrétta hann á skrifstofunni og hann hafði verið æstur og ókurteis við fólk sem hann þurfti að tala við. Þessi fjandans frændi! En nú hafði hann gengið um í einn klukku- tíma og yrði að fara að komast heim. Hann leit i kringum sig. Hann hafði beygt af nokkurs konar bílastæði inn í gegnum hlið — hann hafði aldrei séð það áður — og var nú á stíg, sem virtist enda á litlu torgi með trjám. Báðumegin við stiginn voru stórir garðar, en hann gat ekki séð nema eitt íbúðarhús, sem stóð nokkra metra frá götunni, uppi við torgið. Hann gekk einmitt nú fram hj'á húsinu og virti það fyrir sér. Það var þakið vafnings- viði og gul silkigluggatjöld héngu fyrir einum af háu gluggunum á neðstu hæðinni. Glugginn var opinn og hann heyrði, áður en hann var kominn alveg að húsinu, að einhverjir voru að rífast þar inni! Það voru tvær fágaðar raddir sem voru mjög æstar, önnur ung en hin gömul. Hann stanzaði ósjálfrátt — það var alls staðar dauðaþögn. „Ég endurtek það sem ég hefi sagt," hvæsti gamli maðurinn, „ég vil ekki kvenfólk inn á mitt heimili." „Mundu hverja þú ert að tala um pabbi." „Það geri ég einmitt," sagði sá gamli háðsk- ur, „dóttur rétts og slétts svikara." „Hún getur ekkert gertj að því þó faðir hennar hafi svikið þig." „Það getur rétt verið. En hún er engu að siður dóttir hans og mitt hús er lokað fyrir henni." „Er þetta þitt siðasta orð, pabbi?" Rödd unga mannsins var örvæntingarfull. „Já, mitt síðasta orð." Það varð dálitil þögn. Svo sagði sonurinn: ,,Ég þar að játa nokkuð fyrir þér. Þú heldur auðvitað, að ég hafi alltaf elskað þig og virt, er það ekki?" „Auðvitað geri ég það. Ég hefi ekki haft neina ástæðu til annars." Rödd gamla mannsins var drembin. Unga rödd- in var aftur á móti einkennilega auðmjúk þegar bann svaraði: „Að einu leyti hefur þú rétt fyrir þér, pabbi. Þú hefur alltaf komið vel fram við mig. En samt sem áður — hvort sem þú trúir því eða ekki — hefi ég séð fyrir þessa deilu í mörg ár. Ég hefi vitað, að þú mundir einn góðan veður- dag setja þig á ruddalegan hátt á móti því, sem ég áliti hamingju mína. örlög mömmu létu mig sjá þetta fyrir. Þú ert harðstjóri, pabbi og þú verður að kúga einhvern — og nú er það ég, heldurðu." „Svo ég held það aðeins," svaraði gamli mað- urinn háðslega. „Veiztu hvað ég er að hugsa um," hélt sonur- inn áfram þjáðri en mjög rólegri röddu. „Við erum einir heima í kvöld, og það er þétt þoka úti. Hefði ég ekki getað fengið mér kvöldgöngu fyrir hálftíma? Og þegar ég kom heim hefði ég getað fundið þig — drepinn. Slíkt kemur fyrir. Við búum mjög úr þjóðleið og það eru margir sem vilja ná i peningana þína. Allir vita að þú ert ríkur maður — og ég veit hvar þú geymir pen- ingana. Ég gæti tekið þá og stungið þeim í eldstóna — það verður nóg fyrir mig þegar þú ert dauður. Og þannig verða öll spor þurrkuð út og ástæðan verður augljós. Einhver hafði læðzt hér inn, drepið þig og stolið peningunum þínum. Þetta kemur allt heim. Reikningsdæmið gengur upp. Þetta gæti ég gert og það yrði ekki annað en endurgreiðsla. Þetta ætla ég að gera, svo þú vitir það . . . Burt frá simanum," æpti hann allt í einu. „Svo þú ætlar að drepa mig," stundi gamli maðurinn. „Veiztu hvað það getur kostað?" „Auðvitað veit ég það. Það verður dýrt, ef VEIZTU -? _;__^£<0'". '*'-'¦." 1. 1 Kyrrahafi er mesta dýpi sem fundizt hefur. Hvað er það mikið? 2. Kvensaman ég karl einn sá, klæðlausan sem spýtu, hold þeim voru engin á, oft þó niðri í matnum lá, sköllóttur með skeggi eða stríi hvítu. Hver er sá karl? 3. Hver léku aðalhutverk í • kvikmyndinni Gasljós ? 4. Eftir hvern er leikritið Alfhóll? 5. Hver varð ástfanginn af sjálfum sér? 6. Hvernig er heyið, þegar það er liskr- ótt? 7. Eftir hvern er kvæðið Sandy Bar? 8. Hver er elzt allra lista? 9. Hver hefur verið nefndur faðir sagn- f ræðínnar ? 10. Hvenær var leikritið Lukkulegt skip- brot fyrst sýnt? Sjá svör á bls. 14. Mannlýsing úr íslenzku fornriti: „.....var maður sjálfhælinn, en húsfreyju hans þótti það illt. Hann var skyggn og skjótur á fæti." Hvaða maður var þetta og hvar stend- ur lýsingin? Svar á bls. 14. það kemst upp. En þetta kemst ekki upp . . . Farðu frá símanum," æpti hann aftur. James Murray heyrði að þeir hlupu um og stól var velt um. Svo heyrði hann gamla manninn stynja: „Lofaðu mér að lifa, lofaðu mér að lifa. Ég skal gera hvað sem þú biður um." ,,Þú afhendir mig lögreglunni undir eins og ég sleppi takinu," hvæsti ungi maðurinn, „en þér skal ekki verða kápan úr því klæðinu." . Það heyrðist hávaði, stuttur og ákafur bar- dagi og hræðilegar, hásar stunur: „Hjálp, hjálp! ég dey!" James Murray stóð sem lamaður. Hvað átti hann að gera ? Þessir tveir menn voru einir i húsinu. Ef hann hlypi upp og hringdi, mundi hann þá ekki verða lokaður inni, gamli maðurinn yrði auk þess áreiðanlega dauður — hann ætti það á hættu að verða ásakaður um morð. Að lokum gat hann hreyft sig og litið í kring- um sig. En það var alveg eins dimmt, einmana- legt og blautt og áður. Hann starði niður að torginu. Ef til vill fyndi hann lögreglusíma þar eða einhversstaðar, eða hann hitti einhvern sem gæti hjálpað honum að handtaka morðingjann. Hann fór að hlaupa, þó fætur hans neituðu að hlýða. Áhrifin af bardaganum og þessu hræði- lega morði rugluðu hann alveg. Sonurinn hafði kyrkt föður sinn. Hann hljóp og skimaði til hægri og vinstri. Torgið greindist í þrjár götur og hann valdi þá sem lá lengst til hægri. Hér var heldur eng- inn lögreglusími eða yfirleitt nokkur hlutur á sjá. Ljósin voru dauf og honum virtist þokan vera enn þéttari. Nú komst hann út á þvergötu og aftur á aðra og nú sá hann eitthvað sem líktist skápnum, sem hann leitaði að. Það var rétt við hornið og hann heyrði ekki í bifreiðinni, sem kom þjótandi — en skyndilega fann hann eitthvað rekast á sig og honum var kastað upp í loftið og svo leið yfir hann. Þegar hann kom til meðvitundar lá hann í sjúkrarúmi og Anna grét við hliðina á honum. Hann rauk upp æstur, en féll strax aftur á bak. Það var eins og öll bein væru brotin í honum. Hann kveinkaði sér og stundi: „Hvað á þetta að þýða?" „Svona, svona," huggaði hún hann. „Liggðu nú kyrr. Þú varðst undir bíl og fékkst heiia- hristing, en nú ertu á batavegi. Annar fóturinn er brotinn og þú ert mikið meiddur, en það vildi þér til lífs að þú kastaðist út á gras. Hvernig gaztu líka farið svo óvarlega í þoku. Og hvað varstu að gera þarna? Ég fékk ekki skilaboðin frá þér fyrr en of seint, svo ég stóð fyrir utan bíóið og beið eftir þér, en þegar þú komst ekki fór ég ein inn." „Hver ók yfir mig?" spurði hann. „Við vitum það ekki. Hann hefur ekki gefið sig fram. En þú hefur verið meðvitundarlaus í tvo daga." „1 tvo daga?" Hann reis aftur upp, en seig niður í rúmið aftur og stundi af sársauka. „Svo þá er hann kominn veg allrar veraldar." ,,Hver er kominn veg allrar veraldar?" spurði Anna. „Morðinginn auðvitað, þessi sem drap föður sinn." „Ég veit ekki hvað þú ert að tala um," sagði Anna og hristi höfuðið. „Það hefur ekkert morð verið framið hér í bænum síðan þú fannst. Ann- ars hefði það staðið í blöðunum." „Ég næstum heyrði hann fremja það," mót- Framhald á bls. 10.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.