Vikan


Vikan - 26.06.1952, Blaðsíða 2

Vikan - 26.06.1952, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 26, 1952 MINNINGARDRÐ um Jón H. Guðmundsson, ritstjóra Vikunnar. Vikan kveður nú hinztu kveðju þann mann, sem lengst og mest hefur starfað að útgáfu hennar, Jón H. Guðmundsson, ritstjóra. Jón hafði legið í sjúkrahúsi frá því í nóvemberlok í fyrra og haft örlitla fótavist öðru hverju, en varð bráðkvadd- ur fimmtudaginn 12. júní. Banameinið var hjartabilun. Jón var f æddur í Reykjavík 21. júlí, 1906, og var í föðurkyn kominn af hinni nafn- kunnu Víkingslækjarætt, faðir hans var Guðmundur Jónsson, trésmiður, Ólafsson- ar bónda að Snotru í Þykkvabæ, og móðir hans Margrét Ásmundsdóttir, Eyjólfsson- ar bónda á Rima í Mjóafirði eystra. Föður sinn missti Jón þegar hann var 12 ára. Hann ólst upp í Reykjavík og hóf prent- nám 17 ára gamall í prentsmiðjunni Gut- enberg og vann þar í tíu ár. 1 Herberts- prenti vann hann sem vélsetjari í fimm ár. Árið 1938 stofnaði hann eigin prentsmiðju, en starfrækti hana aðeins í eitt ár. Þá réðst hann í Steindórsprent og vann þar sem setjari, unz hann tók við ritstjórn Vikunnar í apríl 1940. Því starfi gegndi hann óslitið, unz hann veiktist síðastliðið haust. Jón var tvíkvæntur. Fyrri konu sinni, Guðnýju Magnúsdóttur, kvæntist hann 1929 og eignuðust þau einn son, Guðmund Magnús, sem nú er um tvítugt. Þau slitu samvistum 1939. Árið 1941 gekk Jón að eiga Guðrúnu Halldórsdóttur frá Arngerðareyri við Isafjarðardjúp og lifir hún mann sinn ásamt fósturdóttur þeirra, Sigrúnu, fjögra ára gamalli. Jón fékkst allmikið við skáldskap, bæði í bundnu og óbundnu máli. Smásögur eftir hann hafa birzt víða í blöðum og tímarit- um. Þessar bækur hafa komið út eftir hann: Frá liðnum kvöldum, smásagnasafn, kom út 1937; Vildi ég um Vesturland, — kvæði og ferðasaga, kom út 1943; Sam- ferðamenn og fleiri sögur, smásagnasafn, kom út 1944, Vippasögur, sögur handa börnum, kom út 1946 og Snorri Snorrason, skáldsaga, kom út 1946. Þessi þurra upptalning segir að vísu nokkra sögu, en hún er þó aðeins beina- grind í annarri og meiri sögu, sem mig langar til að segja eftir því sem ég hef kunnugleik og getu til. Það er saga reyk- vísks drengs, sem elzt upp í fátækt — „í Skuggahverfinu" eins og hann orðaði það oft sjálfur. Hann missir föður sinn ungur, og móðirin verður að vinna erfið störf utan heimilisins tólf stundir sólarhringsins til þess að sjá sér og bömum sínum þrem farborða. Hún getur ekki sinnt uppeldi þeirra eins og hún hefði kosið. Þau verða að sjá um sig sjálf á daginn. En á kvöld- in fær hún einhvernveginn tóm til að miðla þeim af þeim nægtabrunni ljóða og sagna, sem hún hefur lesið og lært. Þessi ljóð og þessar sögur finna hljómgrunn hjá drengnum og af þeim kviknar neisti, sem á eftir að ráða miklu um örlög hans. Tólf ára gamall byrjar hann að vinna sjálfur, en hann finnur sér einnig tóm til að sinna hugðarefnum sínum þrátt fyrir alllangan vinnudag og náttúrlega þörf drengs til ærsla og leikja. Hann er svo lánssamur að eignast nokkra góða félaga, sem hann kemst í sálufélag við. Þeir stofna með sér málfundafélag, æfa sig í mælskulist og skrifa blað, sem lesið er upp á fundum. í blaðið skrifar hver eftir því sem hann hefur hneigð til. I huga drengsins bergmála ljóð og sögur móð- urinnar, og hann finnur hjá sér þörf á að tjá sig á sama hátt. Hann verður skáldið í hópnum. En leiðir félaganna liggja ekki allar saman. Nokkrir þeirra höfðu haft aðstöðu til að ganga menntaveginn. Þeir höfðu farið í Menntaskólann, og drengurinn hefði ekkert kosið fremur en að geta fylgzt með þeim, en til þess skorti efni. 1 stað þess byrjar hann prentnám 17 ára gamall. 1 iðnskólanum fær hann nokkra kennslu í erlendum málum og eykur hana með sjálfs- námi. Islenzkukennari hans er Þórbergur Þórðarson rithöfundur, og hjá honum fær hann sér aukakennslu í íslenzku. Meðal námsbræðra sinna í prentiðninni skapar hann sér sömu skilyrði til að sinna hugðarefnum sínum og í málfundafélag- inu. Hann er, ásamt einum námsbróður sínum, frumkvöðull að stofnun Prentnema- félags. Það heldur fundi og gefur út blað, og hann starfar af lífi og sál við hvoru- tveggja. Um sömu mundir gerist hann einn af stofnendum Féalgs ungra jafnaðarmanna og er í fyrstu stjórn þess. Þar kemur þjálf- un hans í málfundafélaginu að góðu haldi. Hann er orðinn ágætlega máli farinn, fylginn sér í kappræðum og er sýnt um að setja fram skoðanir sínar í ljósu og gagn- orðju máli. Á þessum árum gengur hann einnig i félagsskap esperantista og lærir esperanto til hlítar. Vorið 1928, að nýloknu prent- námi, brýzt hann félxtill í að sigla til út- landa að sækja alþjóðaþing esperantista í Antwerpen. Það verður þriggja mánaða ferðalag, um Norðurlönd og víðar, og má teljast til tíðinda, því að utanfarir ungra, félítilla manna voru á þeim árum næsta fátíðar. Hér lýkur sögu drengsins, en við tekur alvara fullorðinsáranna. Hann stofnar heimili 1929, og árið 1933 brýzt hann fé- lítill í að byggja sér hús utan við bæinn og tekur þar talsvert land til ræktxmar, einkum hefur hann hug á að koma þar upp trjágróðri. En þrátt fyrir annir, sem þessu hljóta að vera samfara, gleymir hann ekki hugðarefnum sínum. Hann byrj- ar á því 1929, ásamt nokknim félögum, að gefa út tímarit, sem hann nefnir Litla tímaritið. Það lætur lítið yfir sér, en efnið er ósvikið: þýðingar á smásögum eftir önd- vegishöfunda heimsbókmenntanna og örfá- ar frumsamdar sögur, þar á meðal eftir Jón. En tímaritið varð skammlíft, eins og mörg góð tímarit hafa orðið á Islandi, enda ekki fjársterkir menn, sem að því stóðu. Árið 1930 er Jóni falin ritstjóm Prentarans, tímarits Hins íslenzka prent- arafélags, og aftur árin 1936—38. Hann er kosinn af bæjarstjóm í skólanefnd Laug- amesskólans 1936 og er í henni fram til 1942. Þing Alþýðusambands Islands situr hann sem fulltrúi Prentarafélagsins 1937, og í Stjóm Menningar- og fræðslusam- bands alþýðu er hann 1937—38. Hann stofnar eigin prentsmiðju 1938, en rekstur hennar gengur ekki að vonum, hann verð- ur að hætta eftir eitt ár, jafnframt neyðist hann til að selja húsið, og um sömu mundir slíta þau hjónin samvistum. Hann stendur því í raun réttri í sömu sporum og tíu áram áður, þegar hann hóf starfsferil sinn að loknu námi. Að vísu auðugri að reynslu og ámm, en fyrir hon- xnn liggur ekki annað en að byrja lífið á nýjxun grxmni. Það er einmitt á þessum tímamótum í lífi Jóns, sem ég kynnist honxim. Hann er nýtekinn við ritstjóm Vikunnar og ég ræðst sem aðstoðarmaður til hans. Það er haft á orði, að menn eignist sjaldan vini eftir að þeir hafi náð fullorðinsárum. Sé það rétt, þá hefur mér fallið það sjald- gæfa lán í skaut. Með okkur Jóni tókst þegar einlæg vinátta. Ef til vill höfum við báðir haft þörf fyrir stuðning einlægs vin- ar. Aðstaða okkar var ekki ósvipuð, ég var að hefja starf eftir nokkurra ára aðgerð- arleysi vegna veikinda, og hann var í raun réttri að byrja nýtt líf. Við vorum samstarfsmenn í tvö ár og hefði ég engan frekar kosið mér til samstarfs. En þótt ég hyrfi frá Vikunni og tæki að mér rit- stjórn Úrvals, var alla tíð náin samvinna milli okkar, við leituðum ráða og aðstoðar hvor hjá öðram næstum að segja daglega. Það er svo ljóst sem verða má af þessu ævisöguágripi, að rauði þráðurinn í lífi Jóns var frá upphafi löngun til ritstarfa og til að starfa að hverskonar menningar- málum. Öll hans störf að loknu dagsverki, allt frá æskuáranum, era helguð þeim málum, og það er eftirtektarvert hve áhugi hans á þeim finnur sér víða verkefni á æskuáranum. En með árunum er sem þessi áhugi fái ekki með öllu notið sín, brauð- strit og áhyggjur lama hann, og eftir að hann tekur við Vikunni heimtar hún starfs- þrek hans allt að heita má. Jóni var þetta vel ljóst, þar var hinn leyndi harmur í lífi hans, að hann fékk ekki afrekað það á bókmenntasviðinu, sem hugur hans stóð til í æsku. Þess má raunar geta, að beztu smásögur Jóns eru þannig, að íslenzkar bókmenntir væru að mun fátækari, ef hann hefði aldrei skrifað þær, en það breytir ekki þeirri staðreynd, sem hinn leyndi harmur var í lífi Jóns. Ég ætla ekki að reyna að leiða getum að því hverjar voru orsakir þess að æskudraumurinn rættist ekki, þær voru sjálfsagt margar, en sín áhrif hefur vafalaust haft, að þótt Jón væri ákafamaður og ör í lund, var hann barnslega viðkvæmur, og hefur því marg- ur andbyr orðið honum þyngri í skauti heldur en ef hann hefði kunnað að brynja sig gegn hörku lífsins, en barnslundin lærði aldrei að brynja sig. Jón kvæntist seinni konu sinni, Guð- rúnu Halldórsdóttur, árið 1941, og var hún honum ómetanleg stoð, einmitt þegar honum reið mikið á stuðningi. Hún hafði til að bera þá festu og jafnvægi, sem Jón skorti, og bætti hann að því leyti upp. Jón tók miklu ástfóstri við fæðingarsveit konu sinnar, og raunar allan Vestfjarðarkjálk- ann. Ferðaðist hann mikið um Vestfirði, mest fótgangandi, og keypti sér þar jörð, sem hann dreymdi um að nytja einhvem- tíma þegar hann fengi tóm til. Þau hjónin tóku fárra vikna stúlku- bam í fóstur haustið 1947, yndislegt bam, sem varð bjartur sólargeisli í lxfi Jóns síðustu f jögur árin. Hann unni þessu bami af heitri, bamslegri einlægni, og undi sér aldrei betur en í leik við það. Hugurinn leitar til ástvinanna, sem eiga um sárt að binda við fráfall vinar míns: eiginkonu og dóttur, sonar, aldraðrar móð- ur og systur. Þeirra harmur er sár og það er ekki á mínu valdi að mæla þau orð sem hugga, en ég veit, að það mildar sorg- ina að vita, að þau gráta góðan dreng, sem margir sakna í vinar stað. Gísli Ólafsson. Utgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Erlingur Halldórsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.