Vikan


Vikan - 26.06.1952, Blaðsíða 4

Vikan - 26.06.1952, Blaðsíða 4
4 ENDURFUNDUR eftir GUY DE MAUPASSANT. ETTA var ekkert annað en slys. Þetta um- rædda kvöld voru herbergi prinsessunnar opin og þau voru skuggaleg eftir velupplýstan veizlusalinn, þegar Etraille barón, sem var orð- inn þreyttur á að standa, reikaði af tilviljun þangað inn. Hann svipaðist um eftir stól, sem hann gæti blundað i, því hann vissi að konan hans mundi ekki vilja fara fyrr en undir morgun. Þegar hann gat vanizt birtunni i herberginu, gat hann greint stórt rúm með bláum og gylltum tjöldum, sem stóð í miðju herberginu. Það leit út eins og lík- börur ástarinnar, því prinsessan var ekki lengur ung. Stór, ijós bakgrunnur þess leit í fjarlægð út eins og vatn. Þetta var stór spegill með dökk- um tjöldum, fyrir hæversku sakir, en þau voru mjög sjaldan dregin fyrir, svo spegillinn virtist horfa á rúmið, sem fór svo vel við hann. Maður gat næstum ímyndað sér að hann væri niður- sokkinn í minningarnar og í honum sæist falleg- ur konulíkami og hreyfing ástfanginna arma. Baróninn stanzaði brosandi á þröskuldinum, og fann næstum til viðkvæmni í þessu herbergi, sem virtist svo helgað ástinni. En allt i einu hreyfðist eitthvað í speglinum, eins og hann hefði vakið upp vofu. Maður og kona, sem höfðu setið óséð á lágum sófa í skugganum, risu nú á fætur og tært yfirborðið, sem endurkastaði mynd þeirra, sýndi hvernig þau kyssust áður en þau skildu. Etraille barón þekkti þar konu sina og Servigné markgreifa. Hann sneri við og gekk á brott, eins og maður, sem hefur algera stjóm á sér og beið dögunar, áður en hann fór heim með konu sina; en hann langaði ekki lengur til að sofa. Þegar þau voru orðin ein, sagði hann: ,,Ég sá þig í kvöld í herbergi Raynar prins- essu; ég þarf ekki að segja neitt frekar og ég hefi ímugust á mótmælum, ofbeldi eða athlægi. Þar sem ég vil forðast allt slikt, munum við skilja að borði og sæng án nokkurs hneykslis. Lögfræð- ingur okkar mun gæta hagsmuna þinna eftir mínum skipunum. Þú getur lifað eftir þínu höfði, eftir að þú býrð ekki lengur undir mínu þaki; en þar sem þú heldur áfram að bera mitt nafn, verð ég að aðvara þig. Ef þú veldur hneyksii, verð ég harður í horn að taka.“ Hún reyndi að segja eitthvað, en hann stöðv- aði hana, hneigði sig og yfirgaf herbergið. Hann var fremur undrandi og hryggur en óham- ingjusamur. Hann hafði elskað hana mikið fyrstu ár hjúskapar þeirra; en ákafi hans hafði minnk- að og nú skemmti hann sér annarsstaðar, annað- hvort í leikhúsinu eða samkvæmislífinu, þó hon- um þætti alltaf, að vissu leyti, dálítið vænt um barónsfrúna. Hún var mjög ung, tæplega tuttugu og fjög- urra ára gömul, lítil og grönn — of grönn — og mjög ljóshærð. Hún var regluleg Parísar- brúða: slungin, spillt, glæsileg, ástleitin, fyndin og fremur aðlaðandi en falleg. Hann var van- ur að segja í trúnaði við bróður sinn, þegar hann talaði um hana: „Konan mín er aðlaðandi og glæsileg, en — hún er ekkert til að byggja á. Hún er eins og kampavínsglas, ekkert nema froðan; þegar þú nærð í vínið er það gott, en þvi miður of lítið af því.“ Hann gekk æstur fram og aftur um herbergið og hugsaði um ótal smáatriði. Eitt augnablikið var hann fjúkandi reiður og langaði til að gefa markgreifanum ráðningu eða slá hann í andlitið á almannafæri, t. d. i klúbbnum. En hann komst að þeirri niðurstöðu, að það þýddi ekkert, það væri ekki góð aðferð; menn mundu hlæja að honum, en ekki keppinaut hans og það særði metnaðargirnd hans. Svo fór hann að hátta, en gat ekki sofið. París fékk að vita nokkrum dög- um seinna, að Etraille barón og kona hans hefðu ákveðið að skilja með vinsemd vegna ósamriman- legs skaplyndis. Engan grunaði neitt, enginn' hló og enginn varð undrandi. Til að forðast konu sina, fór baróninn í eins árs ferðalag, eyddi einu sumri við ströndina, fór á veiðar um haustið og kom til Parísar um veturinn. Hann hitti barónsfrúna aldrei. Hann vissi ekki einu sinni hvað fólk sagði um hana. Hún gætti þess að minnsta kosti, að láta allt líta vel út og það var það eina sem hann krafðist af henni. Hann varð hræðilega leiður á lífinu, ferðaðist meira, gerði við kastala sinn í Villebose, það tók hann tvö ár. Því næst skemmti hann sér þar með vinum sínum í rúm tvö ár, þangað til hann leiður á hinum svokölluðu skemmtunum, sneri aftur til húss síns við Lillegötuna í París, sex árum eftir skilnaðinn við konuna. Hann var nú 45 ára gamall, með mikið grátt hár, fremur þrekinn og þunglyndislegur á svip- inn, en það er einkenni þeirra manna, sem hafa verið glæsilegir, eftirsóttir og virtir, en fer aft- ur með hverjum deginum. Einum mánuði eftir komu sina til Parísar, fékk hann svo slæmt kvef, þegar hann kom úr klúbbn- um sínum, að læknirinn skipaði honum, að fara til Nissa og dveljast þar það sem eftir væri vetrar. Hann kom á stöðina á mánudagskveldi rétt áður en lestin lagði af stað og hafði tæplega tíma til að komast inn í klefa, þar sem fyrir var aðeins elnn farþegi, svo vafinn í loðfeldi, að hann gat ekki einu sinni séð, hvort það var kona eða maður. Þegar hann hafði fullvissað sig um að hann gæti ekki komizt að hvort heldur væri, fór hann í ferðafrakkann sinn, vafði sig inn í teppi og kom sér þægilega fyrir á bekknum til að sofa. Hann vaknaði ekki fyrr en um dögun og leit strax á ferðafélaga sinn, sem ekki hafði hreyft sig alla nóttina og virtist enn sofa vært. Etraille notaði tækifærið til að bursta hár sitt og skegg, og reyndi að laga sig svolítið til, þvi næturferð bætir ekki útlitið, þegar menn hafa náð vissum aldri. Mikið skáld sagði: „Meðan við erum ungir hrósum við sigri á morgnana." Þá vöknum við með svalt hörund, glampandi augu og gljáandi hár. Þegar við eldumst vöknum við í öðru ásigkomu- lagi. Dauf augu, rauðar og bólgnar kinnar, þurr- ijiiiiiiiMiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin I VEIZTU -? | 1.1 Trójustriðinu var barizt í tíu ár. Or- = sök striðsins var sú, að drottningu | einni var rænt. Hvað hét hún? | 2. Hvað þýðir orðið maldur, sbr. setn- : inguna „élið endaði með smámaldri"? | l 3. Hver var Cora Sandel? § | 4. Við hvaða ár miðuðu Forn-Grikkir I 1 timatal sitt? = I 5. Upp úr öskustó hún arkar há og mjó. I Tróðan var svo tindilfætt : hún teygði sig og hló. I Hver er það ? j : 6. Er músarindillinn félagslyndur ? : 7. Er1 aðeins til ein Paris? \ 8. Hvað þýðir tyrkneski titillinn Pasha? | I 9. Hvað hét eiginkona Rembrandts? \ 10. Hvenær brann Karþagó? Sjá svör á bls. 14. í <iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiIiiIiiI|iiiI|iiIiiIiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii VIKAN, nr. 26, 1952 Mannlýsing úr íslenzku fornriti: .........var manna ljótastur, og var það þó mest fyrir, hversu illa hann var limaður: hann hafði hendur miklar og ljótar, en fætur hafði hann miklu fer- legri.“ Hvaða maður var þetta og hvar stend- ur lýsingin? Sjá svar á bls. 14. ar varir, og hár og skegg í óreiðu, allt þetta gerir andlitið gamalt, þreytt og slitið. Baróninn opnaði snyrtitöskuna sína og bætt.i útlit sitt eftir föngum. Vélin blés, lestin stöðvaðist og ferðafélagi hans hreyfði sig. Hann var vafalaust vakandi. Aftur var lagt af stað, sólargeisli skein inn i vagninn og á sofandi farþegann, sem hreyfði sig aftur og hristi frá teppin svo andlitið kom I ljós. Þetta var ung, ljóshærð, falleg og þrekin kona og baróninn horfði agndofa á hana. Hann vissi. ekki hvað hann átti að halda. Hann hefði getað svarið að þetta væri konan sin, en hún hafði breyzt aðdáanlega til batnaðar: þreknari — hún var orðin eins þrekin og hann, en það fór henni bara miklu betur en honum. Hún horfði róleg á hann, virtist ekki þekkja hann og lagði teppin mjúklega til hliðar. Hún var örugg og róleg í framkomu, eins og kona sem hefur fullt sjálfstraust og er viss um feg- urð sína og ferskleik um leið og hún vaknar. Baróninn var reglulega taugaóstyrkur. Var þetta konan hans, eða var hún eins lik henni og systir ? Honum gat missýnzt, þar sem hann hafði ekki séð hana í sex ár. Hún geispaði og það kom upp um hana. Hún sneri sér við, leit á hann, rólega og áhugalaust, eins og hún sæi hann varla. Því næst leit hún aftur út um gluggann. Hann var æstur og vandræðalegur og hélt áfram að stara á vanga hennar. Jú, þetta var konan hans. Hvernig gat hann efazt um það ? Það gat ekki veriö til annað svona nef og þúsund smáeinkenni þutu gegnum huga hans. Hann fann, að víma ástarinnar læddist yfir hann, og hann mintist sæts ilmsins af húð hennar,,bross hennar þegar hún lagði handleggina um axlir hans og virðulegrar en lokkandi fram- komu hennar. En hvað hún hafði breytzt og tekið miklum framförum. Þetta var hún og þó ekki hún. Hún virtist þroskaðri, kvenlegri, meira lokkandi og girnilegri, aðdáanlega girnileg. Og þessi einkennilega ókunna kona, sem hann hafði hitt af tilviljun í járnbrautarvagni, til- heyrði honum; hann þurfti aðeins segja: „Eg krefzt þín.“ Hann hafði áður fyrr sofið I örmum hennar, aðeins lifað fyrir ást hennar og nú hafði hann vissulega fundið hana aftur, en svo breytta, að hann þekkti hana varla. Hún hafði fæðzt og þroskazt síðan hann yfirgaf hana. Þetta var áreiðanlega hún; hún, sem hann hafði elskað, og sem brosti nú örugglegar og hafði meira sjálfstraust. Þetta voru tvær konur í einni, svo hið nýja og óþekkta blandaðist gömlum og góð- um endurminningum. Þetta var einkennilegt, truflandi og æsandi — leyndardómsfull ást blönd- uð dásamlegri óreiðu. Þarna var konan hans I nýrri mynd og hann hafði aldrei þrýst varir hennar. Og hann hugsaði um það, að við breytumst algerlega á nokkrum árum; útlitið er það eina sem er þekkjanlegt og jafnvel það getur horfið. Blóðið, hárið og húðin breytist og endurnýjast og, þegar fólk hefur ekki sézt lengi, finnur það allt aðra manneskju, sem þó er sú sama og ber sama nafn. Og hjartað breytist líka. Hugmyndirnar um- myndast og endurnýjast, svo að á fjörutíu árum getum við með stöðugri og hægfara breytingu, verið fjórar eða fimm nýjar og ólíkar manneskj- ur- Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.