Vikan


Vikan - 26.06.1952, Blaðsíða 9

Vikan - 26.06.1952, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 26, 1952 9 FRÉTTAMYNDIR Það er engin furða þó Patricia Ann Mullarkey, tuttugú ára göm- ul, brosi til myndatökumannanna. Hún var útnefnd „Baðmullarstúlk- an 1952“ í Memphis í Bandaríkj- unum. Pat sem er háskólanem- andi, vann bíl, fullan klæðaskáp og sex mánaða ferð um 40 borgir. Tólf stjörnur tóku þátt í keppn- inni, sem haldin var á vegum baðmullariðnaðarins. Stuðningsmenn Eisenhowers eru mjög hrifnir af þessum kjól. Hann var fyrst sýndur í hinni frægu páskaskrúðgöngu 5. strætis í New York. Á honum stendur: „Mér geðjast að Ike“, en það er gælu- nafn Eisenhowers. Lögreglumaður tekur skýrslu af Eduardo Charriez á götu- horni í New York. Eduardo hafði stúngið 15 ára gamla stúlku til bana og reynt að drepa sjálfan sig á eftir. Hann er giftur og segir að stúlkan hafi sagt sér að drepa þau bæði, svo ekkert gæti skilið þau. 1 marzmánuði rigndi mikið i Kaliforniu. Hér sést stór hluti af aðalbraut nr. 101 þar í landi eftir að hún þrýsti til hliðar nýreist- um varnargarði. Á tveimur stöðum stóð vatnið í tveggja feta hæð á veginum og stöðvaði umferðina. Kigningin heldur áfram að valda flóðum og fella skriður. Lögreglumenn og hjúkrunarmenn rannsaka þriggja ára gamlan dreng, sem fallið hefir út um giugga á fimmtu hæð niður í steinlagðan húsgarð. Móðir drengsins stendur til vinstri, utan við sig eftir áfallið. Drengurinn var fluttur á spítala, örkumla fyrir lífstíð. Margar fjölskyldur yfirgáfu heimili sin í Iowa í Bandaríkjunum þegar Missouri-áin flæddi yfir bakka sína. Slíkt flóð hefir ekki komið í 71 ár. Stór landsvæði í Iowa og Nebraska lágu undir vatni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.