Vikan


Vikan - 26.06.1952, Blaðsíða 11

Vikan - 26.06.1952, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 26, 1952 11 .1 veiðum SAKAMÁLASAGA Framhaldssaga: eftir MIGNON G. EBERHART 25 Henley herti upp hugann og forðaðist að líta á Sue. Hann horfði niður á stígvélin sín og sagði: ,,j£g hefi handtökuskipun, skrifaða á yðar nafn, ungfrú Poore. Mér þykir það leitt að svona skyldi fara . . .“ ,,Leitt,“ sagði Wilkins gramur. „Þessi stúlka hefur framið morð.“ ,,Ég var ekki búinn að segja allt, sem ég ætl- aði, hr. Wilkins," sagði Fitz. „Ég . . . Ruby,“ hann tók upp úr vasa sínum vindlingahylkið með speglinum og lagði það á borðið, svo ljósið skein á það — Ruby leit niður og fór að gráta: „Ég sagði alltaf að betra væri að segja sannleikann,“ sagði hún snöktandi. „Ég sagði það — ég sagði það — og nú get ég ekki þagað lengur.“ Andlit Wats með stóru nefinu var náfölt og innfallið. Hann gekk til hennar og lagði hendina á berar axlir hennar, svo lyfti hann höfðinu: „Nú skal ég segja það, Ruby,“ sagði hann: „Þvi er þannig varið," hann ræskti sig, „að ég hef hegðað mér heimskulega. Ég hegðaði mér eins og fífl. Og Ruby komst að því og . . .“ „Nei, láttu mig skýra frá þvi,“ tók Ruby fram í og þurrkaði augun. „Þetta var allt Ernestínu að kenna. Hún vildi fá Wat -— hún vildi ná í hann. Hún gat ekki látið hann í friði. Hún kró- aði hann inni í horni og lét hann tala um skiln- að — skilnað við mig,“ kjökraði Ruby. „Hann er maðurinn minn og ég elska hann.“ Wilkins hafði risið skelkaður á fætur og Woody, Henley og Wat töluðu allir í einu. „Bið- ið augnablik," sagði Fitz skipandi. „Ruby,“ sagði hann blíðlega. „Þú sagðir Ernestínu, að nú væri nóg komið, var það ekki? Þú sagðir henni að þú myndir koma og tala við hana? Þú varst viti þínu fjær . . .“ „Ég var fjúkandi reið," sagði Ruby og stóru augun hennar skutu gneistum: „Ég man ekki ná- kvæmlega hvað ég sagði. Ég sagði henni i sím- anum að ég kæmi yfir að Duvalsetrinu undir eins. Ég ógnaði henni, ég sagðist ætla að drepa hana . . .“ Hún þagnaði skyndilega og horfði hrædd á lögregluþjónana. „Mér var ekki alvara. Ég drap hana ekki. Hún var með skammbyss- una." „Ruby, Ruby,“ kjökraði Wat. „Nei, auðvitað var þér ekki alvara," sagði Fitz. „En þú varst reið, þú ætlaðir að stöðva Ernestínu . . .“ „Já, það ætlaði ég að gera,“ sagði Ruby æst. „Hún ætlaði að taka sér margt fyrir hendur. Hún ætlaði að búa í Washington eða ferðast um allan heiminn, þegar henni hentaði og ýta Wat áfram svo hann yrði mikill stjórnmálamaður — og hún hafði næstum fengið hann til að trúa, að hann gæti það. Og þetta ætlaði hún allt að gera fyrir mína peninga. Mína peninga," endur- tók Ruby og hélt fast í borðið með demant- skreyttum höndunum. „Hvemig," spurði Fitz lágt. Og skýringin var algjörlega tillitslaus og í samræmi við skapgerðir Ernestínu og Rubyar, afleiðingin af margra ára samkeppni milli þess- ara tv.eggja kvenna. Ruby leit upp og andlit hennar var vott af tárum, þegar hún næstum hrópaði: „Með því að láta mig sækja um skiln- að við Wat.“ Fitz skildi þetta ekki vel. Og það gerðu hinir auðsjáanlega ekki heldur. „Ég átti að skilja við hann og ég átti að borga. Hún vissi að ég myndi öeyja ef Wat skildi við mig og allir segðu að hún hefði tekið hann frá mér.“ Svo þetta var sannleikurinn. Ernesttna átti það á hættu að þessi ráðagerð misheppnaðist og hún hafði mistekizt. Og þetta voru skilyrði Eme- stínu, Auðsjáanlega trúði enginn, þessu algerlega nema Sue. „Ég hefði aldrei skilið við þig,“ sagði Wat. „Ég hefi aldrei elskað hana — ekki á sama hátt og ég elska þig. Ég hegðaði mér heimskulega, en ég hefði aldrei skilið við þig. Þar að auki hefði ég ekki getað það. Þú hefur aldrei gefið mér neina ástæðu til þess,“ bætti hann við. Augu Rubyar skutu gneistum. „Það hefði kramið hjarta mitt, ef þú hefðir minnst á það. Það veiztu, Wat. Og það vissi Ernestína líka, en henni var alveg sama því það vildi hún ein- mitt. Ég hefði orðið alveg niðurbrotin og það hefði niðurlægt mig svo, ef þú hefðir gert mér þetta — ég hefði blátt áfram gefið henni allt sem hún fór fram á, aðeins svo fólk fengi ekki að vita, að hún hafði tekið þig frá mér. Og þetta vissi Ernestína." Wilkins hristi höfuðið alveg úrræðalaus. Það var eins og hann væri nýkominn úr baði og væri að hrista vatnið úr eyrunum. Henley stóð hreyf- ingarlaus. Woody sagði hughreystandi: „Wat hefði aldrei yfirgefið þig, hann elskar þig . . .“ „Þegiðu, Woody Poore," sagði Ruby og hvessti á hann augun. „Hún hafði líka hremmt þig. Ernestína . . .“ „Þú fórst þangað riðandi til að tala við Erne- stínu," sagði Fitz. „Þú sagðir henni að þú ætlað- ir að| koma. Þú sagðir henni að þú myndir drepa hana, ef . . .“ „Mér var ekki alvara," sagði Ruby og tók andköf. „Það er að segja, ef til vill var mér al- vara þegar ég sagði það.“ „Ruby!“ sagði Wat og stöðvaði hana. „Þú reiðst stökkhestinum," sagði Fitz. „Þú reiðst yfir engin, meðan Wat sótti Kamillu og ók henni til mín. Til að forðast aðalinngangiin léztu hestinn stökkva yfir girðinguna cg batzt hann utan við blómagarðinn. Þú gekkA inn húsið úr garðinum og Ernestína var þar . . .“ „Og hún var með skammbyssu í hendinni," sagði Ruby. Aftur töluðu fjórir í einu, en rödd Fitz bar hæzt: „Hvað gerði hún við hana?“ spurði hann. „Hún sagði að ég skyldi ekki ógna sér, þvi hún væri ekki hrædd við mig. Hún sagði, að ef ég yrði æst og reyndi að gera henni illt, mundi hún skjóta mig og að hún mundi aldrei sleppa Wat. Hún sagði, að ég væri heppin að þau giftu sig ekki undir eins, en ef ég tæki þessu skyn- samlega — skynsamlega," endurtók hún með fyrirlitningarsvip, sem'ekkert gaf Wilkins eftir. „Ef ég tæki þessu skynsamlega, gætum við Wat skipt eigum mínum. Hún skyldi flytja héðan. Hún ætlaði að skilja við Jed, en ekki undir eins, ekki fyrr en að svo löngum tíma liðnum, að fólk áliti að ég hefði farið frá Wat, en ekki hann frá mér. Það var þetta sem ég ekki gat afborið, að Ernestína gæti gifzt Wat, einhverntíma þegar henni sjálfri hentaði." Hún leit á Wat og sagði: „Það hefði drepið mig,“ pg svo fór hún aftur að gráta. Wat klappaði á axlir hennar og muldraði eitt- hvað. Woody gekk fram og aftur um gólfið. Sue ætlaði að fara að hugga Ruby, sem var yfir- komin af geðshræringu, þegar Wilkins strauk ruglaður og örvæntingarfullur yfir ennið og sagði: „Þetta breytir málinu ekkert. Ég ráðlegg þér að ljúka þessu af og framkvæma skipan- irnar." „Þið getið ekki tekið Sue fasta," hrópaði Woody, „Fitz þú verður að hindra það.“ Rödd Jeds heyrðist frá svölunum. „Opnaðu gluggann, Woody.“ Hann hlaut að hafa heyrt allt. Henley sneri sér reiður að glugganum. Woody tók lokuna frá, Jed ýtti glugganum upp og kom inn. Wilkins horfði illskulega á Jed, síðan sneri hann sér að Henley og sagði: „Taktu hana fasta og komdu því í verk, áður en allt bannsett fólkið ryðst hér inn.“ „Ég skaut Ernestínu. Sue gerði það ekki. Ef þið svo mikið sem snertið við henni . . . ég skaut Ernestinu," sagði Jed og reigði höfuðið. „Þetta gagnar ekki,“ sagði Henley. „Yður var sleppt." „Sá er riddaralegur," sagði Wilkins með fyrir- litningu. „Förum nú með hana.“ Ruby kjökraði: „Ég gerði það ekki. Ég var með vindlingaveskið, sem læknirinn gaf mér í afmælisgjöf, svo hann vissi að ég átti það. Ég reyndi að vera róleg — það gerði ég í raun og veru, Wat ■— tók sígarettu og svo lagði ég veskið á borðið í garðstofimni og gleymdi því þar. Hann fann það og vissi auðvitað að ég átti það. Eftir það vissi ég ekki hvað hafði orðið af því. Ég bjóst alltaf við þvi að lögreglan fyndi það. All- an veturinn, — en hann hafði fundið það og faldi það, til að vemda mig og Wat. Og ég held að Ernestína hafi sagt honum áður en hún dó, að ég hafi verið þar og hversvegna og hann hefur álitið að ég hafi skotið hana, en það gerði ég ekki. Ég gerði það ekki — og svo var læknirinn drepinn og þetta hræðilega vindlingaveski lá á borðinu hans. Ég missti algerlega stjóm á mér. Ég vicsi ekki mitt rjúkandi ráð og þessvegna falc’i cg veskið. Seinna þorði ég ekki að sækja þacn ég drap hann ckki — ég drap hann ekki." Skyndilcga cag.Ti Fitz lágt við Woody: ..r>cttu clána. íyrir.“ V 'oody Uýtti cér z J Iccsa hurðinni og svo gekk haun yiir að glugganum, en kom of seint. Kam- illa gekk inn og gulur kjóllinn bylgjaðist um hana. Hún leit á Sue, sem stóð við hliðina á Fitz, svo sneri hún sér að Henley lögregluforingja og sagði kuldalega og rödd hennar skalf af reiði: „Það er skylda mín að segja yður dálítið, sem ég veit.“ 23. KAFLI. Hljómsveitin lék léttan vals. Eitt augnablik mynnti lagið á ljósa dansandi kjóla og rauða veiðifrakka. Einhverjir gengu fram hjá hurðinni, það var karlmaður og ung stúlka. Hann muldr- aði eitthvað og hún hló hátt. Allt í einu töluCu allir i einu. „Ef þú átt við deiluna sem ég átti við Erne- stínu, skal ég sjálfur skýra frá því. Það getur ekki gert mér eða Sue neitt mein núna." „Elsku Ruby, auðvitað drapstu hann ekki," sagði Wat. Henley hrópaði eitthvað reiðilega til Jeds, en Wilkins stóð upp og sagði: „Framkvæmdu skip- unina." „Seldirðu veiðihestinn þess vegna?" sagði Fitz við Ruby. Woody var skyndilega kominn með skammbyssu. Fitz hlýtur að hafa fengið hon- um hana, hugsaði Sue undrandi. Ég fann að hann hreyfði handlegginn við bakjið á mér meðan Woody læsti hurðinni. „Já, auðvitað var það ástæðan, það er enginn

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.