Vikan


Vikan - 26.06.1952, Blaðsíða 14

Vikan - 26.06.1952, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 26, 1952 ENDURFUNDUR Framhald af hls. 7. Hún svaraði jafn rólega og áður: „Alveg eins og þú vilt.“ Þá þagnaði hann og vissi ekki hvað hann átti að segja; en þar sem hann var fullur sjálfs- trausts, settist hann í mitt sætið og sagði: „Jæja, ég sé að ég verð að vera riddaralegur við þig; það er ágætt. Það er mér i raun og veru til ánægju, því þú ert aðlaðandi. Þú getur ekki ímyndað þér hve miklum framförum þú hefur tekið síðustu sex árin. Ég þekki enga konu, sem getur vakið eins ánægjulegar tilfinningar hjá mér og þú áðan, þegar þú komst undan teppun- um. Ég hefði ekki trúað því, að önnur eins breyt- ing væri möguleg." Án þess að hreyfa höfuðið eða líta á hann, sagði hún: „Ég get ekki sagt það sama við þig; þér hefur vissulega farið aftur." Hann roðnaði, varð ruglaður og sagði svo með uppgjafar brosi: „Þú ert frekar hörð.“ „Hvers vegna?" svaráði hún. „Ég segi a-tf- eins sannleikann. Ég býst ekki við því, að þú ætlir að bjóða mér ást þína ? Svo þér hlýtur að vera alveg sama hvað mér finnst um þig. En ég skil að þetta er særandi umræðuefni, svo við skulum tala um eitthvað annað, Hvað hefur þú haft fyrir stafni, síðan ég sá þig síðast?" Hann varð feiminn og stamaði: „Ég? Ég hefi ferðast, farið á veiðar og orðið gamall eins og þú sérð. En þú?“ Hún svaraði rólega: „Ég hefi gætt velsæmis eins og þú skipaðir mér.“ Hann var að því kominn að svara ruddalega, en áttaði sig og kyssti á hönd konu sinnar. „Og ég þakka þér fyrir það.“ Hún varð undrandi. Hann var kurteis og hafði alltaf stjórn á sér. Hann hélt áfram: „Þar sem þú hefur fallizt á fyrri tillögu mína, eigum við þá ekki að tala saman beiskjulaust ?“ Hún hreyfði sig dálítið undrandi: „Beiskjulaust? Ég finn ekki til neinnar beiskju; þú ert mér al- gerlega ókunnur; ég er aðeins að reyna að halda uppi erfiðum samræðum." Hann horfði hrifinn á hana, þrátt fyrir hörku hennar og hann fann til ruddalegrar löngunar, löngunar eigandans. Þegar hún varð vör við að hún hafði hært til1 finningar hans, sagði hún: „Hvað ertu gamall? Ég hélt að þú værir yngri en þú lítur út fyrir að vera.“ „Ég er fjörutíu og fimm ára,“ og svo bætti hann við. „Ég gleymdi að spyrja um Reynes prinséssu. Eruð þið enn jafn miklar vinkonur?" Hún leit á hann eins og hún hataði hann: „Já, það erum við vissulega. Henni líður mjög vel þakka þér fyrir.“ Þau sátu hlið við hlið, æst og taugaóstyrk. Allt í einu sagði hann: „Kæra Bertha, ég hefi skipt um skoðun. Þú ert konan mín og ég ætlast til þess að þú komir með mér í dag. Þú hefur, held ég, tekið miklum andlegum og líkamlegum fram- íörum og ég ætla að taka við þér aftur. Ég er maðurinn þinn og hefi rétt til að gera það.“ Hún var agndofa og horfði á hann til að reyna að gera sér grein fyrir hugsunum hans; en svip- ur hans var ákveðinn og óútreiknanlegur. „Mér þykir það leiðinlegt,“ sagði hún, „en ég hefi aðrar ákvarðanir.“ „Þeim mun verra fyrir þig“ var svarið. „Lögin veita mér rétt, sem ég hefi í hyggju að nota.“ Þau nálguðust Marseille og lestin blés og dró úr hraðanum. Barónsfrúin stóð upp, braut vand- lega saman teppin og sagði um leið og hún sneri •sér að manni sínum: „Góði Raymond, notaðu þér ekki þessar einka- samræður, sem ég hef vandlega undirbúið. Ég vildi gera varúðarráðstafanir, samkvæmt ráð- leggingum þínum, svo ég þyrfti ekkert að óttast 628. KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1. skömm. — 4. við- bit. — 8. iþrótt. — 12. mannsnafn, þf. — 13. þrír samstæðir. — 14. ;styrk. — 15. vinnuvél. — 16. rifna flik. — 18. jsól. — 20. dugleg. — 21. ílát. — 23. skart- gripur. — 24. dvelja. — 26. með slæma sam- vizku. — 30.; mannsnafn, þf. — 32. skemmd. — 33. í hús. — 34'. líkams- hluti. — 36. sýður. — 38. færði úr skorðum. — 40. þverslá, — 41. kvendýr. — 42. þruma. — 46. verkfæri. — 49. liti. — 50. eyktarmark. — 51. tegund. — 52. biblíunafn, þf. — andlegur eiginleiki. 57. gróðurreitur. gyðja. — 59. — 62. fiskmeti. drepa. —- 66. alda. — 68. gagnleg. — 69. skipun. — 70. kven- mansnafn. — 71. bendingar. — 72. leysa af hendi. — 73. óveður. — 74. mannsnafn. Lóðrétt skýring: 1. sonur Óðins. — 2. keyra. — 3. mið. — 4. klaka. — 5. gaurar. •— 6. á kafi í snjó. — 7. skyldmenni. — 9. rífast. — 10. smádýr. — 11. hljóð. — 17. framkoma. — 19. neitunarorð. — 20. starf. — 22. hlaðið. — 24. mannsnafn, þgf. — 25. sjúkdómur. — 27. húsdýra. — 28. greinir. — 29. ungviði. — 30. svarkur. — 31. frumbyggi í Nýja Sjálandi. — 34. bein. — 35. hljóðfæri. — 37. bættu við. — 39. deilur. — 43. slungin. - 44. það að stara. — 45. hrygga. — 46. verkur. — 47. slungin.----48, lokuð vík. —- 53. tíni. — 54. tunga. — 55. afleiðsluending. — 56. eldfjall. — 57. undirstaða. — 60. þvottaefni. — 61. lögur. — 63. horf. — 64. fljót. — 65. æði. •— '67. stein- efni. Lausn á 627. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. sýp. — 4. skóband. — 10. gap. — 13. Ólaf. — 15. slúta. — 16. mura. — 17. ritum. — 19. mát. — 20. rósih- — 21. rasað. -— 23. satan. ■— 25. randaflugan. — 29. át. — 31. nn. — 32. FAO. — 33. nr. — 34. sr. — 35. táa. —- 37. sól. — 39. Fía. —- 41. óku. — 42. úrtaka. — 43. arðsöm. — 44. nit. — 45. ara. — 47. Ærö. — 48. ill. — 49. in. — 50. að. — 51. nót. — 53. kg. — 55. la. — 56. skinnbrækur. — 60. rakna. — 61. rumar. — 63. sútun. — 64. vit. — 66. rakar. — 68. emír. — 69. línan. — 71. risi. — 72. man. — 73. pontuna. — 74. nam. frá þér eða öðrum, hvað sem kynni að koma fyrir. Þú ert á leiðinni til Nissa, er það ekki?“ „Ég fer þangað sem þú ferð.“ „Alls' ekki; hlustaðu á mig fyrst og ég er viss um að þú lætur mig í friði. Eftir nokkur augna- blik, þegar við komum að næstu stöð, sérðu Raynes prinsessu og Henriot greifafrú taka á móti mér ásamt eiginmönnum þeirra. Ég vildi að þau sæju okkur og vissu að við hefðum eytt nótt saman í járnbrautarvagni. Vertu ekki hissa; þau munu segja öllum þessa einkennilegu frétt. Ég sagði þér áðan, að ég hefði fylgt ráðleggingu þinni mjög vandlega og gætt velsæmis. Ekkert annað skiptir máli, eða er það ? Jæja, til að gera það, vildi ég láta sjá mig með þér. Þú sagð- ir mér að forðast hneyksli og það er ég að gera, því ég er hrædd um — ég er hrædd —“ Hún beið eftir því að lestin stoppaði og vinir hennar hlypu að vagndyrunum, áður en hún sagði hikandi: „Ég er hrædd um — ég eigi von á barni:“ Prinsessan breiddi út faðminn til að faðma hana og barónsfrúin sagði um leið og hún benti á baróninn, sem var orðlaus af undrun og var að reyna að átta sig: „Þið þekkið Reymond ekki aftur? Hann hefur vissulega breytzt og hann ákvað að koma með mér svo ég þyrfti ekki að ferðast ein. Við för- um öðru hvoru í slík ferðalög saman, eins og góð- ir vinir sem geta ekki búið saman. Við ætlum að skilja hér. Hann er þegar búinn að fá nóg af mér.“ Lóðrétt: 1. sór. — 2. ýlir. — 3. patar. — 5. ks. — 6. ólm. — 7. búálfa. — 8. att. — 9. na. — 10. gusan. — 11. arin. — 12. Pan. — 14. Fusan. — 16. mótar. — 18. mannskaðinn. — 20. ragnarökkur. — 22. ðd. — 23. SU. — 24. látún- ið. — 26. afl. — 27. lof. — 28. krumlan. — 30. tárin. — 34. sköll. — 36. att. — 38. óar. — 40. íar. — 41. ósi. —- 46. ann. — 47. ætr. — 50. akkur. — 52. óbeint. — 54. gumar. — 56. sat- ín. — 57. na. — 58. ær. — 59. rakin. — 60. rúma. — 62. rasa. — 63. sem. — 64. vin. — 65. tau. — 67. rim. — 69. lo. — 70. nn. Hún rétti fram höndina, en hann tók vélrænt í hana og svo stökk hún niður á stöðvarpallinn til vina sinna, sem biðu eftir henni. Baróninn lokaði hurðinni í skyndi, þvi honum var of brugðið til að koma upp orði eða taka ákvörðun. Hann heyrði rödd konu sinnar og glað- væran hlátur þeirra, þegar þau gengu burtu. 9 Hann sá hana aldrei framar. Hann komst held- ur aldrei að því, hvort hún hafði logið að hon- um eða sagt sannleikann. Svar við mannlýsingu á bls. 4: Þórarinn Nefljótsson. í Þórarins þætti Nefljótssonar. Svör við „Veiztu —?“ á bls. 4: 1. Hún hét Helena og var drottning Menelaus- ar konungs í Spörtu. París konungssonur í Trójuborg rændi henni. 2. Það þýðir ofankafald, þegar snjórinn fellur dreift. 3. Norsk skáldkona, fædd 1880. 4. Þeir miðuðu það við árið 776 f. Kr., en þá voru fyrst skráð nöfn hinna ólympsku sig- urvegara. 5. Blossinn. 6. Nei, hann er harla ófélagslyndur, fer ein- förum, eða tveir til þrír saman. 7. Ónei! 1 Ameríku eru 22 borgir, sem heita París, svo að alls verða þær 23 í heiminum. 8. Pasha þýðir fótur konungsins. 9. Hún hét Saskia. 10. Árið 146 f. Kr.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.