Vikan


Vikan - 03.07.1952, Qupperneq 3

Vikan - 03.07.1952, Qupperneq 3
"VIKAN, nr. 26, 1952 3 STIGINN eftir fransfca rithöfundinn JULES RENARD. Þegar Jóhanna gamla hafði selt krána sína, ákvað hún að flytja ein. Hún fór margar ferðir gangandi, enda átti hún ekki mörg húsgögn. Hún setti fyrst þrjá kassa, borðið sitt og diskana á handvagn- inn og lagði svo af stað með það að hús- iríu, sem hún hafði keypt til þess að búa í því, það sem eftir var æfinnar. Hún þurfti svo lítið húsnæði, að hún leigði Rósu frænku herbergið á neðri hæðinni og ætlaði sjálf að búa í herberg- inu á efri hæðinni. , Þessar tvær konur, sem voru á svipuð- um aldri, mundu nú lifa rólegu lífi, hvor út af fyrir sig eða saman, eftir því sem þær vildu. Þegar Jóhanna gamla var búin að koma með kommóðuna sína, sængurfötin og að lokum rúmið og dínuna, sagði hún við Rósu frænku. „Nú er ekkert annað eftir en að bera það upp á loft.“ ,,Já, það er ekkert annað eftir,“ sagði Rósa frænka. „Það þarf sterkt reipi,“ „Stiginn hlýtur að vera nógu breiður,“ sagði Jóhanna gamla. „Ég lét taka hann burtu,“ sagði Rósa frænka. „Ég þurfti ekki að nota hann.“ „Hvað ertu að blaðra?“ sagði Jóhanna gamla. „Ég er hvorki að blaðra né gera að gamni mínu,“ sagði Rósa frænka. „Ég bý í neðra herberginu, sem þú leigir mér og ég nota aldrei stigann. Þessvegna lét ég taka hann, svo við byggjum hvor út af fyrir sig.“ „Og ég,“ sagði Jóhanna gamla, „ég á vafalaust að ganga inn og út um glugg- ann?“ „Því ræður þú. Þú ætlast þó ekki til þess, að ég láti þig ganga í gegn hjá mér JULES RENARD var sorgbitið barn, stjórn- að með harðri hendi af einbeittri móður og látinn afskiptalaus af auðnulausum föður. Eftir menntaskólanám í Nevers, fór hann til Parísar og vann fyrst við flutningafirma og síðan gegndi hann herþjónustu. Faðir hans hætti að senda honum peninga, svo hann þurfti að fara að vinna fyrir sér. Hann reyndi að fá vinnu við lögfræðistörf og var jafnvel að hugsa um að fara til nýlendnanna. 22 ára gamall skrifaði hann sitt fyrsta verk og 24 ára gamall gifti hann sig, að síðustu var hann hamingjusamur. „Ég á Marinette og nú krefst ég einskis framar.“ Hann umlukti börn- in sín tvö þeirri ástúð, sem hann hafði aldrei hlotið. Jules Renard hafði þá náð fullu valdi yfir ritlist sinni: þurrum og nákvæmum stíl. Hann byrjaði að skrifa blað sitt, sem hann hélt á- fram að skrifa, þar til hann dó 1910. Renard fyrirgaf foreldrum sinum aldrei fullkomlega óhamingjusama æsku sína. hvenær sem er, allan daginn, alla þína ævi. Ég gæti eins vel búið á kirkjutorg- inu. Ég þakka nú bara fyrir. Ég borga nógu háa leigu til að vera í friði. Láttu nú undan og við skulum svo reyna að koma okkur saman.“ „Þá vil ég heldur klifra upp vegginn," sagði Jóhanna gamla æst. „Vertu sæl, elskan mín,“ sagði Rósa frænka, og hún lokaði hurðinni við nefið á Jóhönnu, sem leit ráðleysislega í kring- um sig. „Svona er það,“ sagþi hún. „I morgun átti ég tvö heimili: krána mína þarna niður frá á árbakkanum og eitt herbergi hérna í mínu eigin húsi og í kvöld á ég hvergi heima.“ „Reyndu að skilja þetta ef þú getur,“ sagði hún við snikkarann, sem gekk fram hjá og stanzaði. „En svona er það; ég á hvergi heima lengur.“ „Rósa frænka er að gera að gamni sínu,“ sagði hann. „Hún opnar fyrir þér.“ En Rósa frænka opnaði ekki. Hún lét ekki einu sinni sjá sig og nágrannakon- urnar börðu árangurslaust að dyrum hjá henni. „Hún heldur að hún hafi yfirhöndina,“ sagði Jóhanna gamla skyndilega: „en ég skal fá hana til að láta undan. Þó hún sé þrá, þá er ég það líka.“ „Farðu aftur í krána,“ sögðu menn, „eða komdu heim með okkur, því nú fer að dimma.“ „Nei, þegar maður á hvergi heima, sefur maður úti. Ég ætla að sofa úti, fyr- ir framan dyrnar hennar og undir glugg- anum mínum. Við skulum sjá hvor er ill- kvittnari." „Þær eru báðar vitlausar," sagði snikk- arinn; „þetta er þeim líkt.“ „Þið haldið að ég sé að gera að gamni mínu?“ sagði Jóhanna gamla við hann. „Hjálpaðu mér undir eins við að setja upp rúmið mitt, og svo get ég komið mér fyrir.“ Allir hjálpuðu henni fúslega. Rúmið var rétt sett upp, tveir fætur vinstra meg- inn við rennusteininn og tveir fætur hægra megin. Hún' kveikti á lampanum sínum vegna bílanna. „Til að lesa blöðin," sögðu menn. En hún kunni ekki að lesa. Hún snerist eins og húsmóðir innan um húsgögnin sín, alveg eins og í stóru og rúmgóðu herbergi. Það vantaði ekkert nema veggina. „En hvað það er leiðinlegt, að himin- inn er að verða skýjaður,“ sagði snikk- arinn. „Annars hefðirðu haft fallegt tunglskin." „Ég fengi bara glýju í augun,“ sagði Jóhanna gamla. Menn buðu henni hlæjandi góða nótt. Hún svaraði án þess að hlæja: „Ég býð ykkur líka góða nótt.“ Hún hristi koddann sinn og sængina, signdi sig og var þegar komin upp í rúm, þegar Rósa frænka birtist í dyrunum. Framhald á bls. 7. Frá hátíðhöldum Reykvíkinga 17. júní Myndin lengst til vinstri er tekin á lóð Hótel lslands og sér inn í Austurstræti. Klukkan er um eittleýtið og fólkið að dansa. Mannfjöldinn var svo mikill að erfitt var að flytjast úr stað sökum þrengsla. Þó var dansað á þremur stöðum: á lóð Hótel Islands, á Lækjartorgi og I Lækjargötu, ennfremur var mikill grúi dreifður um Arnarhól og Menntaskólatúnið. Elztu menn mundu ekki annan eins fjölda! — Myndin í miðið er tekin við styttu Jóns Sigurðssonar. Jón Pálmason (lengst til vinstri) hefur nýlágt blómsveig við fótstallinn. Forsætisráðherra og forseti Hæstaréttar standa álengdar og tvær stúdínur, brottskráðar í vor. — Myndin til hægri er tekin á Austurvelli, meðan guðsþjónusta stóð yfir. Mannfjöldinn hópast um- hverfis völlinn, skátar standa heiðursvörð. Neðst á myndinni situr Lúðrasveit Reykjavíkur. Myndirnar tók Hjálmar R. Bárðarson.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.