Vikan


Vikan - 03.07.1952, Síða 12

Vikan - 03.07.1952, Síða 12
12 VIKAN, nr. 26, 1952 trúði því. Ef það var Wat sem sat í vagninum, hvar varst þú þá?“ Það kom undrunarsvipur á andlit Jeds. Hann sló út hendinni og hitti skrifborðið. Augnablik leit hann niður og kom auga á símann. Síminn! Þarna stóð hann svartur og gljáandi á skrifborði umsjónarmannsins. Varir hans sveigðust niður á við. Reiðin breidd- ist yfir andlit hans eins og skyndilegur storm- ur. (Hafði hann horft svona á Ernestínu?) „Litli lygarinn þinn . . . svo þetta er gildra! En þú skalt ekki hafa betra af þessu. Ég hefði átt að gera þig óskaðlega fyrir löngu. Ég reyndi þáð, og nú skaltu ekki sleppa ..." 1 einu stökki var hann við hlið hennar og þrýsti höndunum að hálsi hennar. Wilkins var fljótari en nokkur hinna. Hann stökk fyrstur gegnum gluggann. Hann hafði lagt á ráðin í skyndi, þegar það rann upp fyrir hon- um, hver gæti verið aðalmaðurinn í frásögn Fitz. Þegar þeir komu fram, hafði hann spurt Wat nokkurra spurninga og sent hann inn aftur til að segja Sue sannleikan — að maðurinn, sem sat í vagni Jed, klæddur eins og hann, hafi ekki verið Jed. Svo komu Wilkins og Fitz sér þannig fyrir að þeir gætu heyrt hvað Sue og Jed segðu. Þeir vissu að strax og Sue skildi mis- tök sín, myndi hún leggja spurningu fyrir Jed og svar hans myndi annaðhvort dæma hann sek- an eða saklausan. Á næsta augnabliki varð Sue vör við hávaða og ringulreið í kringum sig, en svo varð allt kyrrt. Hún stóð frammi á gangi og Woody var hjá henni. Heitt, rakt loftið frá eldhúsinu lagði að vitum hennar. Þjónn stjakaði við henni um leið og hann hljóp framhjá. Þau gengu út á sval- irnar. Þau gengu niður steinþrepin að litlum bar. Þar stóð einmana þjónn í hvítum jakka og flaut- aði. „Gefið okkur tvö koníaksglös," sagði Woody. „Það er einhver að spyrja eftir yður uppi.“ „Jæja“ það birti yfir andliti þjónsins. Glösin voru látin á borðið og þjónninn flýtti sér burt, „Það var gott að þetta fór svona, Sue. Hann hefði getað . . „Nei, þú mátt ekki . . .“ „Nei, en skilurðu þetta ekki?“ „Jú, jú,“ hún var farin að gera sér grein fyrir mörgu, en allan tímann sá hún fyrir sér ótt- ann, í gerfi svarts hests, sem hleypur með reið- manninn að gili, þaðan sem hann á aldrei aftur- kvæmt. „Jed hélt að þú hefðir búið til fjarverusönnun fyrir sig. Hann hélt að þú lygir af því þú elsk- aðir hann. Þegar þú sagðir að þú elskaðir hann ekki og vildir ekki giftast honum, varð hann hræddur um að hann gæti ekki treyst þér. Hann óttaðist að þú segðír sannleikann og frá því augnabliki var hann ákveðinn i að drepa þig. Frá því augnabliki sem Jed fór að trúa því, að henni væri alvara með það sem hún sagði — - Tæpum tveim tímum síðar hafði skotið komið úr Furuskógi. „Þú vilt ef til vill helzt vera laus við að tala um það,“ sagði Woody. Þau sátu lengi þögul meðan valsinum lauk i danssalnum. Það var klappað, svo var byrjað að spila aftur og einhver söng. Söngnum lauk líka og tveim í viðbót, áður en Fitz kom. „Viltu þennan," sagði Woody og rétti honum ósnert koníakið sitt. Fitz settist. Hann leit á Sue og tók hönd hennar í sína. „Hamingjan góða, Sue,“ sagði Woody. „Þú elskar hann ekki og hefur.aldrei gert það. Hann er þorpari og . . .“ „Hún kennir í brjósti um hann,“ sagði Fitz. „Kennir í brjósti um hanr«;,“ rödd Woodys varð reiðileg. Fitz leit aðvarandi á hann, en Woody gat ekki stillt sig. Hann sagði samt dálítið mýkri á manninn: „Þegar ég hugsa um að hann var næstum búinn að drepa þig . . .“ „Ruby og Wat fóru heim með Kamillu," sagði Fitz. „Vesalings Wat. Það hlýtur að vera hræði- legt fyrir hann að hugsa um, að ef hann hefði strax sagt sannleikann, hefði faðir hans ekki .. .“ „Það hefði ef til vill ekkert gagnað,“ sagði Fitz. „Auk þess var hann ekki viss um að það væri Jed. Hann vissi bara að fjarverusönnunin, sem Sue gaf Jed, var ekki rétt." „Fitz,“ Woody beigði sig ákafur yfir borðið, „reiðmaðurinn, sem um eftirmiðdaginn . . .“ „Það var Jed.“ „Já, en bíddu augnablik. Læknirinn hringdi til hans. Hann hélt að Jed væri saklaus og Ruby hefði . . .“ „Hann hélt að Jed elskaði Sue og ætti þess- vegna heimtingu á að vita það. En Jed hélt, að það væri ógnun, fór í reiðföt, hringdi til Sue, breitti röddinni og beið þangað til hann var viss um að hún væri komin þangað — og beið næst- um of lengi." „Hann hélt vafalaust að hún myndi aka þang- að. Því næst þaut hann heim skipti um föt og kom til baka . . .“ Woody þagnaði augnablik: „Hvers vegna? Ó, já, hann óttaðist að Sue myndi ekki vernda hann, ef læknirinn væri ,í hættu. Hann vildi blanda henni svo í málið, að hún skildi að það væri bezt fyrir hana að halda sig hans megin í málinu." „Jed var í hættulegri aðstöðu. Hann varð ein- hvern veginn að fjötra hana, helzt með hjóna- bandi. Og ef það heppnaðist ekki . . . eftir skot- ið var hann utan við sig af hræðslu við að Sue hefði séð hann eða getið sér þess til að það væri hann. En svo komst hann að því, að það hafði hún ekki gert. Hún var alveg eins og áð- ur. Hann leiddi athygli að Sam Bronson til að koma i veg fyrir grun, borðstofuglugginn, Jere- my og bréfið . . . Hann hlýtur að hafa álitið Sue svo ástfangna í sér, að hún myndi aldrei koma upp um hann.“ „Ég sagði honum þó að ég væri það ekki,“ sagði Sue. „Ég . . .“ hún þagnaði skyndilega. „En þú reyndir samt að koma honum burt frá húsi Luddingtons. Það hélt hann að væri, af því þú vildir vernda hann." „Nú, og svo reið Jed yfir um, til að komast að raun um hvað skeð hafði. Hann sá Jeremy, leysti hann og særði -— ég veit ekki með hverju, einhverju úr vagninum, svo það liti svo út, að einhver hefði riðið honum. Svo ók hann bílnum að dyrunum og gekk beint inn . . . Fitz, grun- aði þig Jed?“ „Nei, ekki til að byrja með að minnsta kosti, ekki fyrr en skotið var . . . En þá byrjaði ég að spyrja?" „Spyrja?" „Ég spurði sjálfan mig hver biði mest tjón, ef Sue breytti framburði sínum. Fyrir hvern það skipti mestu máli, ef Sue hefði skipt um skoðun. Þá skildi ég, hve þýðingarmikið það var fyrir Jed, ef hann væri morðinginn, að Sue giftist honum. En samt sem áður . . .“ „Samt sem áður voru nokkrar hindranir, sem þú varðst að vinna bug á. Bronson hlýtur að hafa ógnað honum." ,, Auðs jáanlega. “ „Var það Jed, sem var í skóginum í dag?“ sagði Sue. „Já, það held ég, en ég gat ekki séð hann greinilega." „Hvað . . .“ byrjaði Woody, en Fitz sagði: „Það er margt, sem við fáum aldrei að vita, Woody. En ég býst við þvi, að Henley og Wilk- ins skýri þetta fyrir okkur í höfuðdráttum. Við skulum ekki tala um þetta núna. Sue .. .“ Sue lyfti höfðinu og leit á hann. „Við erum komin yfir fjöllin og gegnum skóg- inn, Sue,“ sagði hann. Woody nuddaði saman höndum, dálítið vand- ræðalegur: „Ef þið viljið heldur vera ein . . .“ „Við verðum ein svo mikið sem okkur lystir, það sem eftir er æfinnar," sagði Fitz. Woody varð strax mjög hátíðlegur á svipinn — og mjög barnalegur: „Þú hefur mitt sam- þykki," sagði hann. „Við sækjum portvínið hans Willy frænda, strax og við komum heirn." „Karólína!" sagði Sue og stóð upp. Framhald á bls. 14. Neðan til vinstri: Albatrosinn er stærstur allra sjófugla. Hann hefur stærra vænghaf en nokkur annar fugl, sém nú þekkist, og flýgur langar leiðir, þó að hann verpi eingöngu á Tristan da Cunha og þar í námunda. Hann verpir aðeins einu eggi i senn. — Ofan í miðju: Mynd þessi er af hrúti af sauðakyni nokkru í Nepal, Asíu. Eins og sjá má eru horn hans geysilöng og vindast saman í endann. Þau eru meira en helmingur af lengd hrútsins. — Ofan t.il vinstri: Drepur DDT kóresku búklúsina, sem ber taugaveiki milli hermanna í Kóreu? Svar: Nei, lúsin nærist á DDT!

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.