Vikan


Vikan - 03.07.1952, Side 13

Vikan - 03.07.1952, Side 13
VIKAN, nr. 26, 1952 13 Engisprettuplága frá Níl- ardalnum komin til akra Indlands. FAO segir engisprettunum stríð á hendur. Engisprettuplágan, sem við á norð- urslóðum þekkjum aðeins úr bibli- unni, er kaldur veruleiki í mörgum löndum. 1 fyrsta skipti í sögunni hef- ur fjöldi landa nú tekið upp sameig- inlega baráttu gegn þessum óvini, en á fundi Matvæla- og landbúnaðar- stofnunar S. Þ., FAO, í Rómaborg fyrir skömmu, var rætt um ráð og leiðir til að útrýma plágunni. Fyrir nokkrum mánuðum var engi- sprettuplágan, aðeins á takmörkuðum GULLKORNIÐ „Þú skalt ekki morö fremja.“ Hófsemin. — (Hófsemin hellir tæru lífsvatni á elda ástríðunnar og græðginnar um leið og hún treður þá undir lótum sér.) svæðum í Austur-Afríku, en nú hef- ur hún breiðzt eins og eldur í sinu yfir alla Litlu-Asíu og austur á leið til Indlands. Þessar fregnir hafa vak- ið óhug manna. Með skjótum aðgerð- um hefur verið hafizt handa, því að mikið er í húfi. 1 skýrslu, sem aðalstöðvum FAO í Róm, en þaðan er baráttunni stjórn- að, hefur borizt, segir að innan skamms megi búast við því að ara- grúi af engisprettum steypi sér yfir akrana í Nílardalnum í vestri til hrísgrjónaakra Indlands í austri. Þetta er ekki einungis hætta fyrir þau landssvæði, sem verða fyrir að- sókninni, og það fólk, sem þar býr, heldur einnig ógnun við aðrar þjóðir heims. Þrír fjórðu hluttar íbúa jarð- arinnar geta ekki lifað í öryggi, ef fjórðungur íbúanna á á hættu að svelta. Samtímis því, sem margar hinna ungu þjóða í Litlu-Asíu og Asíu vinna að því að byggja upp og hafa full not þeirrar aðstoðar, sem þeim er veitt til þess að skapa traustan grundvöll undir efnahag þeirra og stuðla að stórkostlegum tæknilegum framförum og heilbrigðu atvinnulífi, er allri tilveru þeirra stofnað í voða af engisprettunum frá Austur- Afríku. FAO hefur fyrst um sinn lagt fram hálfa milljón dollara til baráttunnar gegn engisprettunum, og ríki, sem aðild eiga að FAO, og þá einkum Bretland, hafa lagt fram mikla að- stoð. Mörg önnur lönd hafa sent skordýraeitur og flugvélar. Rússar hafa til dæmis sent 10 flugvélar ásamt sérfræðingum til Iran, en þar eru stór svæði allt frá landamærum Iraks austur til Pakistan smituð með engisprettueggjum. Frá Indlandi hafa einnig verið sendar flugvélar og þegar er búið að hreinsa 60 þúsund hektara lands, en víðáttumikil svæði eru enn á valdi engisprettnanna. Verður hægt að eyðileggja eggin eða koma nýir skarar yfir akra Irans og halda áfram á braut eyðileggingar- innar austur til Indlands? Eins og stendur vinnst ekki timi til að svara spurningunni. Hver mínúta er dýr- niæt. Alþjóðlegt samkomulag um veðurskip á Norður-Atlanzhafi. 25 veðurskip, sem halda sig á 10 stöðum, sem valdir eru eftir mikil- vægi þeirra fyrir veðurþjónustuna, gegna varðstöðu fyrir alþjóðlegar flugferðir milli Evrópu og Norður- Ameríku. Nú hefur verið ákveðið að starfsemi þeirra skuli haldið áfram enn um skeið, eða fram í júní, 1954. Alþjóðasamningur um þetta hef- ur nýlega verið undirritaður í Montreal af fulltrúum átta ríkja, þeirra á meðal Noregs og Svíþjóðar, en Danmörk og ísland munu undir- rita samninginn innan skamms. Úr ýmsum áttum — Póstmaður, sem vegur 75 kg. og gengur á hverjum degi í 10 tíma ber- andi pósttösku, sem vegur 10 kg, hann framkvæmir vinnu, sem, mæld í hinum venjulegu einingum, nefni- 1. mynd: Jesús sagði: Þér hafið heyrt sagt við íorfeðurna: Þú skalt ekki morð fremja, en hver sem morð fremur, verður sekur fyrir dómin- um; en ég segi yður, að hver sem reiðist bróður sinum, verður sekur fyrir dóminum. 2. mynd: Lærisveinarnir spurðu: ,,Hver er mestur í himnaríki ?“ Og Jesús kallaði til sin lítið barn, setti það á meðal þeirra og sagði: „Sann- arlega segi ég yður: nema þér snú- ið við og verðið eins og börnin, kom- izt þér alls ekki inn í himnaríki. lega kílógrammmetrum, verður 150 þús. kílógrammmetrar. Eitt hestafl er 75 kílógrammmetrar á sek., og póst- maðurinn framkvæmir því vinnu, sem svarar til 2040 hestöflum — það er að segja, ef póstmaðurinn fram- kvæmdi alla vinnu sína á einni sek. Fátækur Persíubúi spurði spá- mann, hvort Satan ætti eiginkonu. Spámaðurinn fullvissaði hann um að svo væri ekki. „Hvað er að heyra," sagði mað- urinn. „Hver er ég, að ég skuli hljóta þyngri refsingu en Satan sjálfur.“ „Skólaspeki“: Biblían er á móti framhjátökum, því að skrifað stendur: enginn getur tveimur herrum þjónað. 3. mynd: Og líkþrár maður fellur á kné fyrir honum og segir við hann: „Ef þú vilt getur þú hreinsað mig“. Kristur rétti út höndina, snart hann og jafnskjótt hvarf af honum lik- þráin. 4. mynd: Þegar Samverjar veittu Jesús ekki viðtöku, sögðu Jakob og Jóhannes: „Viltu herra, að vér bjóð- um að eldur skuli falla niður af himni og tortími þeim.“ En hann snerist við og ávitaði þá. BIBLlUMYNDIR s KRADDARINN FRÆKNI Þegar risinn þreyttist og lagði tréð frá sér, neytti skraddarinn fráleika síns, stökk niður og þóttist hafa borið það með honum. „Jasei,“ sagði risinn, „þú ert mikil hetja, og nú vil ég bjóða þér að gista hjá mér í nótt.“ Skraddarinn þakkaði fyr- ir sig, og síðan héldu þeir af stað til hellis risans. Rúmið, sem skraddarinn svaf í, var allt of stórt fyrir hann.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.