Vikan


Vikan - 03.07.1952, Blaðsíða 14

Vikan - 03.07.1952, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 26, 1952 Hundrað ára afmœlið. Framhald af bls. 4. ingunum frá mér og fara í bæinn til að kaupa tóbak fyrir þá alla. Já, þessir drengir verða aldrei fullorðnir ...“ Anna andvarpaði þreytt. Ungfrú Hólm lokaði kassanum. „Sofðu nú vel, Anna.“ „Maddama," leiðrétti Anna. „Takk sömuleiðis." Hátíðisdagurinn rann upp. Anna gamla sat með stafla af púðum uppi í rúminu, hvít, hrein og ljómandi og tók við heillaóskum frá öllum á elli- heimilinu. Yfirlæknirinn kom fyrst með stóran blómvönd og kona hans með fallega súkkulaði- öskju. „Varamaðurinn", eins og hann var kallaður, kom með portvínsflösku í rassvasanum. Hjúkrunarkonurnar gáfu kransaköku og elli- heimilið gaf öllum hátiðarmat. Anna gamla ijómaði af ánægju, hún sveiflaði portvínsglasinu, og hellti úr því á lökin — en i dag nöldraði engin skapvond hjúkrunarkona yfir því — augu hennar skinu af barnslegri ró, þegar yfirlæknirinn drakk hennar skál og allir hrópuðu húrra. Drengirnir líka — ungfrúrnar Hólm og Lára höfðu loks komið þeim í skilning um, að þeim bæri að vera viðstaddir á slíkum merkis- degi í lífi móður þeirra. Réttara sagt, þeir höfðu skilið að eitthvað yrði þar gott að borða og drekka. Þeir höfðu komið í býtið um morguninn og sátu enn með hátíðarsvip við rúm móður sinnar. Og einmitt á því augnabliki sem Anna gamla sveiflaði portvinsglasinu, kom mesti viðburður dagsins. Það kom skeyti — drengur í bláum einkennis- búningi stóð frammi á gangi. Til allrar hamingju var ungfrú Hólm þar á sama augnabliki, svo hún gat séð um að hátíðisdagur Önnu yrði enn hátíð- legri. Hún lét drenginn fara inn og afhenda önnu sjálfri símskeytið. „Varamaðurinn" bjargaði glasi önnu frá því að detta, þegar hún greip áköf samanbrotinn bréf- miðann. „Ég get það ekki,“ stamaði hún. „Ég get það ekki,“ og hún barðist við að ná rauða lakkinu af. „Vill ekki einhver ... ?“ Yfirlæknirinn opnaði skeytið og las heillaóskir hans hátignar. Tárin runnu niður kinnar Önnu gömlu og á því augnabliki óttaðist „Varamaðurinn", sem horfði á hana meðan yfirlæknirinn las, að hún myndi gefa upp öndina. Svo áköf var gleði hennar, og hann hugsaði: „En hvað það hefði verið gott, ef svo hefði farið." En það fór ekki svo. Anna gamla náði sér og með gleðitárin enn á skorpnuðum kinnunum greip hún fyrst um hálsinn á Hans, síðan á Pétri og þrýsti þeim að barmi sér. „Að ég skyldi lifa svo hamingjurikan dag með elsku drengjunum minum," sagði hún. Japlandi öldungarnir við hlið hennar kinkuðu kolli. Þeir störðu gráðugír á siðasta kökubitann á fatinu. „Nú held ég að frú Mortensen verði að hvíla sig,“ sagði yfirlæknirinn. „Mega drengirnir verða eftir?" Anna hélt í hendur þeirra og horfði biðjandi á lækninn. „Já, í tilefni þessa hátíðlega dags,“ sagði hann brosandi. „Annars getum við ekki leyft herra- heimsóknir hjá dömunum eða er það?“ Allar gömlu konurnar, ásamt önnu, hlógu að fyndni yfirlæknisins .... Dagurinn leið. Það voru engar misfellur á þess- ari hátíð. Anna gamla var eins hamingjusöm og hiegt er að vera. ;,ög að drengirnir mínir skuli sitja hjá mér all- an daginn," endurtók hún mörgum sinnum. Að visu hellti Pétur sósu niður á hvitu skyrt- una sína og Anna gamla varð að áminna hann móðurlega og skamma hann svolítið, því eins og 629. KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1. bókmenntagrein. — 6. óteljandi. — 9. vinda. — 10. skemmd. — 11. hægfara. — 13. trjá- gróður. — 15. eggjárn. — 17. æða. — 18. slétt grund. — 20. teinar. — 24. kvendi. — 25. viljug- ur. — 27. gælunafn. — 29. heyrðist hljóð. — — 31. horfir. — 32. verzlun. — 33. get sjálf- ur. —- 35. gælunafn. — 37. talar. — 40. auk. — 41. til þessa. — 43. norskt staðarheiti, þf. — 46. bruni. — 48. grípa. — 49. hagur. — 50. nautn. — 51. festir. — 52. margt manna til um- ráða. Lóðrétt skýring: 1. ijósmyndastofa. — 2. varnarlaus. — 3. flutningatæki. — 4. birta. — 5. mál. — 6. heyrist hljóð. — 7. fugl. — 8. eitraðir. — 12. ganga. — 16. furða. — 19. kaup. — 14. stórskornu. 21. gera loftkennt. — 22. stórum og feitum manni. — 23. hráefni. — 26. spara. — 28. bleðil. — 29. pokinn. — 30. líkamshluti. — 31. spjátrung (slanguryrði). — 34. ósjúk. — 36. kjarni. — 38. kvenmannsnafn. — 39. drabbað. — 42. höfðum yndi. — 44. eggja. — 45. lykt. — 47. tímabil. Lausn á 628. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. vamm. — 4.ídýfa. — 8. skák. — 12. Áka. — 13. tsr. — 14. efl. — 15. ýta. — 16. larf. — 18. sunna. — 20. ötul. — 21. kar. — 23. men. — 24. una. — 26. sakbitinn. — 30. Sám. — 32. fúa. — 33. inn. — 34. rif. — 36. kraumar. — 38. raskaði. — 40. oka. — 41. tík. — 42. skrugga. — 46. skefill. — 49. sæi. — 50. nón. — 51. tæi. — 52. Nóa. — 53. langminni. — 57. beð. — 58. Rán. — 59. ins. — 62. tros. — 64. sálga. — 66. gára. — 68. nýt. — 69. boð. — 70. Una. — 71. pat. — 72. anna. — 73. garri. — 74. Rafn. hún sagði sjálf, maður er skyldugur til að ala drengina upp. Annars leið dagurinn án allra óhappa. Þegar klukkan var orðin sjö og aftur var farið að þvo gömlu konunum undir svefninn, lá Anna gamla dauðþreytt og hamingjusöm í rúminu sínu og fylgdi hverjum blómvendi, sem borinn var út fyrir nóttina, með ánægjulegu augnaráði.... Að lokum var hún tilbúin til að fara að sofa. Ungfrú Hólm stóð við rúmið og hélt í hendina á henni. „Og svo óska ég þér enn einu sinni til hamingju með daginn," sagði hún, „hann hefur sannarlega heppnazt vel, er það ekki?" „Jú, og nú óska ég þess að ég vakni dáin á morgun," sagði Anna gamla og andvarpaði þreytt og ánægð. Ungfrú Hólm klappaði enn einu sinni á hönd hennar og ætlaði að fara, en Anna hélt í hana. Það var eitthvað, sem hún þurfti að trúa henni fyrir. Ungfrú Hólm beygði sig yfir gömlu konuna og heyrði hana hvisla: „Ég vil að þú vitir það, ungfrú Hólm. 100 krón- urnar eru ekki lengur í kassanum. Mér er alveg sama um jarðarförina, úr því að ég hef lifað slíkan dag. Engin jarðarför getur verið fallegri. Ég lét drengina fá peningana, svo þeir geti farið út og skemmt sér í kvöld. Móðir þeirra verður ekki hundrað ára á hverjum degi.“ A VEIÐUM Framhald af bls. 12. „Ég skal tala við hana,“ sagði Woody og stóð líka upp. En Fitz leit á Sue og sagði: „Við förum öll inn.“ Lóðrétt: 1. Váli. — 2. aka. 3. mark. •— 4. íss. — 5. druinbar. — 6. fenntir. — 7. afa. — 9. kýta. — 10. átu. — 11. kall. — 16. fas. -— 19. nei. — 20. önn. — 22. rafmagnað. — 24. Unnsteini. — 25. fár. — 27. kúa. — 28. ina. -— 29. kið. — 30. skass. — 31. Maori. — 34. rak- in. — 35. fiðla. — 37. uku. — 39. kif. — 43. kæn. — 44. gón. — 45. angráða. — 46. stingur. . — 47. kæn. — 48. lón. — 53. les. — 54. mál. — 55. ing. — 56. Etna. — 57. botn. — 60. sápa. — 61. vatn. — 63. rýn. — 64. Sog. — 65. ani. — 67. raf. Sue gekk fyrst. Hvíti, síði kjóllinn bylgjaðist um hana og litlu rauðu skórnir smullu við tröpp- urnar. Þau stönzuðu i salardyrunum, dálítið rugluð. Dansinn sveiflaði rauðum veiðijökkum, berum öxlum og ljósum kjólum framhjá. Karólína, sem dansaði éms vel og hún reið hesti, sveif um gólf- ið með ungum manni, sem leit út fyrir að hafa jafnmikla ánægju af dansinum og dömunni sinni. Karólína kom auga á þau og veifaði glaðlega. „Við segjum henni ekkert núna," sagði Fitz. „Geturðu gert það fyrir hana, Sue?“ Fitz lagði handlegginn utan um hana og þau svifu yfir gólfið. ENDIR Svör við „Veiztu —T á bls. 4: 1. 1 vötnum Indlands. 2. Cellini, frægur myndhöggvari og gullsmið- ur; Giorgione, ítalskur málari; Gorgonzola, ostur (ítalskur líka); Edam, ostur. 3. 1 Vínarborg, um það bil 1880. 4. Hann sá hest drekka úr bæjarlæknum. 5. I júní 1940. 6. Líklega mundi f júka í þig, því að sörli þýð- ir sóði. 7. Höfundarnir eru þessir: Knut Hamsun, Krist- mann Guðmundsson og Ernest Hemming- way. 8. Hún er fædd 1915. 9. 1897, það var Sögur og kvæði. 10. Sex hænur verpa þá tuttugu og fjórum eggj- um. — Ef hálf önnur hæna verpir hálfu öðru eggi á hálfum öðrum degi, þá verpa þrjár hænur þremur eggjum á sama tíma. Þess vegna verpa sex hænur sex eggjum á hálfum öðrum degi, tólf eggjum á þremu dögum, tuttugu og fjórum eggjum á sex dögum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.