Vikan


Vikan - 07.08.1952, Blaðsíða 5

Vikan - 07.08.1952, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 30, 1952 Ný framhaidssaga: 4 H E F N D I N ÁSTARSAGA eftir Elizabeth Peterson Nú kom tækifærið. Meg gamla gekk yfir að skápnum með eitthvað af borðbúnaðinum. Á sama augnabliki stökk Anna upp og þaut út um gluggann. Hún hljóp lotin niður fyrir klettabrúnina. Hún þorði ekki að fara eftir stígnum, því að þá gat Mikael séð hana. Klettarnir voru brattir en ekki alveg lóðréttir. Hún myndi áreiðanlega finna fótfestu. Hún lét sig renna út fyrir brúnina og klifraði varlega af stað. Nú sást hún að minnsta kosti ekki frá húsinu. Þó þau söknuðu hennar, gæti liðið langur tími þangað til þau fyndu hana. Hún var komin þriðjung af leiðinni, þegar hún rann til á steini. Hún hékk örvæntingarfull í lausu lofti þangað til hún náði aftur fótfestu. En þetta hafði verið hræðile'gt augnablik. Máf- arnir flugu skrækjandi kringum hana, og nú heyrði hún annað hljóð — hást, veinandi hljóð Meg gömlu. Svo heyrðist fótatak — fótatak karlmanns á hörðum klettunum — og muldrandi rödd hans: Hamingjan góða, ef hún hefur þegar reynt .... Anna þrýsti sér í örvæntingu upp að kletta- veggnum, eins og til að fella sig inn i hann. En nú .heyrðist fótatakið beint yfir henni, þegar Mikael nálgaðist klettabrúnina. Hann beygði sig fram og koma auga á hana. „Vertu kyrr þarna," hrópaði hann til hennar. „Skilurðu það? Þú kemst aldrei lifandi niður. Ég skal kasta niður reipi og draga þig upp." Hann hvarf aftur. 1 stað þess að hlýða, hélt Anna áfram að klifra niður. Hún taldi sér trú um, að ef hún kæmist að stóra steininum þarna niðri, gæti hún falið sig, og hún herti ferðina eins og hún gat. En skyndilega rann hún aftur. Allur þungi hennar hvíldi nú á höndunum. Hún fann enga fótfestu. Brátt gæti hún ekki haldið sér lengur. Hún horfði skelfd upp á brúnina og nú sá hún Mikael þar af tur. En nú gagnaði ekkert að kasta reipi til hennar. Hún gat hvoruga höndina los- að til að grípa í það. En svo sá hún að hann kom sjálfur niður með reipið bundið um mittið. Hann hlaut að hafa fest það í eitthvað þarna uppi. Líklega í klett, sem slútti fram. Hann hreyfði sig hratt og með meira öryggi en hún. Augnabliki siðar fannhún handlegg hans leggjast um mittið á sér. „Hreyfðu þig ekki," sagði hann. „Ef þú reyn- ir það, slæ ég þig í rot og flyt þig upp á þann hátt. Haltu í reipið." Hún gerði það sem hann sagði henni. Það var það eina, sem hún gat gert — bara að gera eins og hann sagði henni, hún átti einskis annars úr- kosta. Hún vissi ekkert hvað gerðist þangað til hann dró hana upp yfir brúnina, þar sem Meg gamla stóð með opinn munninn og starandi augnaráð. Mikael hjálpaði Önnu að rísa á fætur og leiddi hana upp að húsinu. Hann hélt hratt áfram upp. tröppurnar og dró Önnu með sér. „Heldurðu að þú getir haft svona heimsku- pör í frammi hér?" sagði hann á leiðinni. „Þú hefðir hálsbrotið þig, ef þú hefðir farið miklu lengra, og hvað þá? Ætlarðu að reyna að synda yfir, þrátt fyrir það sem ' ég sagði um straum- inn? Vildirðu sogast til hafs eða upp að klett- unum? Ég hefði að visu ekki fellt tár yfir þér," bætti hann við. Nú voru þau komin upp tröppurnar og Anna ríghélt sér í handriðið, en hann losaði hendur hennar og hélt áfram með hana. „Manstu hvað ég sagðist ætla að gera, ef þú værir svo barnaleg að reyna að flýja? Þú get- ur verið viss um að ég var ekkl að gera að gamni mínu. Ég ætla að sjá um að þú reynir þetta ekki aftur. Hér inn." Hann dró hana gegn- um dyr sem lágu inn i svefnherbergi hans. „Ég held það liggi inniskór hér." Hún svaraði ekki, en hélt áfram að berjast um. En hann lyfti henni upp og settist niður með hana og á næsta augnabliki lá hún yfir hné hans eins og barn. Hann meiddi hana ekki, þvi hann sló ekki fast. En þó hann hefði meitt hana, hefði hún ekki fundið það í æðislegri reiði sinni. Sár auðmýktin var það eina, sem hún fann nú til. Að lokum veitti hann henni aukahögg með inni- skónum og lét hana renna niður af hnjám sínum. Hún sat á gólfinu, orðlaus, móð og með glamp- andi augu. Hann reis upp, kastaði inniskónum út i horn, hneigði sig og dró hana á fætur. „Láttu þér svo þetta að kenningu verða?" sagði hann með daufu brosi. Þetta bros fyllti mælirinn og kom blóði hennar til að ólga; lét logann blossa upp og það sem gerðist var búið áður en hún vissi af því. Hún greip hönd hans og.beit þangað til tennurnar námu við beinið. Anna áttaði sig við volgt blóðbragðið. Hún strauk sér dauðskelkuð um munninn og leit á hann. Hann starði á hana undrandi augnaráði og höndin hékk máttlaus niður með hliðinni. Hann hristi hana eins og til að losna við blóðið, en hélt áfram að stara á Önnu. Hún stökk á fætur og hörfaði undan honum, örmagna af skelfingu. Hamingjan góða! Þessa lætur hann mig gjalda, hugsaði hún. En hann sneri sér skyndilega við og yfirgaf herbergið án þess að segja nokkuð. Hún sá hann ekki aftur fyrr en við miðdegis- verðarborðið. Hún gerði allt hvað hún gat til að forðast hann, en þar sem hún vissi að það var ómögulegt, herti hún upp hugann til að vera eins róleg og kæruleysisleg og hún gat. Hann var með bindi um höndina, þegar hann kom 'út úr rannsóknarstofunni, en hann tók það af þegar hann fór að borða. Lehgi gat hún ekki haft augun af hendinni. Það var auðvitað hætt að blæða, en tannaförin sáust einkennilega greini- lega. Þegar Anna leit upp og mætti brosandi augna- ráði hans, varð hún dauðhrædd. „Næst gæti ég mín betur fyrir þér, litli villi- köttur," sagði hann rólega. „Því ef þú reynir að flýja aftur fer ég eins að. Og þó þú ekki getir bitið mig, skaltu hafa enn meiri ástæðu til að gera það. Skilurðu það?" Hún svai'aði ekki, en sat kyrr og hélt að sér höndum. Þó hún fyndi ekki til skelfingarinnar, sem hún hafði fundið til fyrir klukkutíma, hafði hann samt haft mikil áhrif á hana. Hún lagði umhugsunina um flótta á hilluna í bili. „Borðaðu svo matinn þinn," sagði hann. Hún lyfti hendinni til að hlýða. Annaðhvort það eða láta hann þvinga matnum ofan í hana. Hlýða —¦ halda áfram að hlýða — það var það eina sem hún gat gert. Hvenær skyldi þessari martröð vera lokið? Martröðin tók nýja stefnu þetta kvöld. Þegar myrkrið var skollið á, lagði maður af stað úr landi á sundi. Hann var ungur og fremur krafta- legur, en samt tók það hann rúman hálftima að komast út í eyna, þar sem hann kastaði sér örmagna í fjöruna. Það leið langur tími áður en hann hafði safn- að svo miklum kröftum að hann gat risið upp og hálfgengið og hálfskriðið um stiginn, að hús- inu. Hann þekkti auðsjáanlega staðhætti, því hann gekk rakleitt inn i anddyrið og opnaði hurð- ina inn í stofuna. Mikael stóð þar við vinnu sína. Hann sneri sér snöggt við þegar dyrnar opnuðust og gaf frá sér undrunaróp: „Gerald!" Ungi maðurinn reikaði, vott hárið hékk niður á ennið, og skyrtan og buxurnar lögðust blaut- ar að honum. Mikael gekk til hans og hjálpaði honum að djúpum hægindastól við eldinn. Mað- urinn hallaði sér aftur á bak og lokaði aug- unum. „Góður guð, hvilikur dagur," muldraði hann eftir nokkra þögn. „Þeir hafa elt mig í marga klukkutíma. En ég held að mér hafi að lokum tekizt að hrista þa af mér." Hann andaði djúpt, svo leit hann á Mikael og hélt hratt áfram: „Mikael, þú verður að hjálpa mér. Þú ert eini maðurinn, sem ég á að. Lögreglan er á hælunum á mér — eltir mig eins og flækingshund. Já, ég hegðaði mér vitleysislega. Ég trúi þvi næstum ekki sjálfur núna. Ég ætlaði ekki að gera það — það sver ég. En þeir dæma mig fyrir þjófn- að og fyrir það geta menn fengið tíu ára fang- elsi." Mikael hlustaði eins og lamaður meðan orðin streymdu af vörum unga mannsins. En nú, þegar það var orðið of seint, greip hann í axlirnar á honum til aS láta hann þegja. Það var of seint. Gerald hafði sjálfur komið auga á hana — unga konu, sem reis upp úr hægindastól í dimmasta horni stofunnar og starði á hann — það var Anna. „Hver er hún?" æpti hann. „Hvað er hún að gera hér? Hvers vegna aðvaraðir þú mig ekki áður en ég sagði svona mikið? Ég vissi ekki að þú hefðir aðra hér á eynni en heyrnarlausu kerlinguna. Hver er þetta?" „Hún býr hér," sagði Mikael stuttlega. „En hvers vegna ? Strax og hún fer héðan mun hún ... ." „Hún fer ekki héðan, að minnsta kosti ekki fyrr en ég leyfi það." Anna stóð þegjandi og horfði af öðrum á hinn. Þeir töluðu um hana eins og hún væri ekki við- stödd. Mikael greip í handlegginn á manninum og sagði: „Ef þú hefur eitthvað að segja, skaltu gera það — ljúka því af. Nú hefur hún heyrt það versta." Gerald seig aftur niður í stólinn. „Það var peningaskápurinn í skrifstofunni, Mike. Ég var í hræðilegum vandræðum, varð að útvega peninga til að borga skuld. Ég var alveg viti mínu fjær," bætti hann við. Nú varð hann að vinna meðaumkun Mikaels •— samúð hans og

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.