Vikan


Vikan - 07.08.1952, Blaðsíða 13

Vikan - 07.08.1952, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 30, 1952 13 Róaðu taugarnar þýdd grein. Taugaóstyrkur þinn er ekki móður- sýki, heldur óla,g á taugakerfinu. Þar sem óróleiki eykur og æsir taugakerfið, þarftu nauðsynlega að vita hvað er að. Ertu viðkvœm eða mjög óstöðug? Guðrún, 22 ára gömul vinnur í banka. „Ég er ekki í raun og veru veik,“ segir hún, „en taugar mínar eru mjög æstar. Umhugsunin um að koma hingað hefur gert mig órólega I tvo daga og ég þurfti að standa margar mínútur framan við dyrnar til að ákveða að ganga inn. 1 bank- anum roðna ég og fæ hjartslátt ef ég þarf að segja já eða nei. Get ég gert nokkuð til að bæta úr þessu?“ Já, fyrst þarftu að láta rannsaka, hvort kyrtlarnir eru í jafnvægi, þ. e. a. s. skjaldkyrtillinn og kynkyrtl- arnir, því næst þarftu að róa tauga- kerfið. Hér þarf að koma jafnvægi á: taugakerfið á ekki að starfa með rykkjum eins og illa stemmdur raf- straumur. Það eru til ágæt meðul fyrir taugarnar, ekki aðeins róandi meðul heldur líka til að stilla þær; það eru líka til meðul, sem verka beint á heilann og mænuna. Auk þess þarftu að lifa réglubundnu lifi: reglubundin vinna, máltíðir og svefn eru nauðsynleg, og þú verður að skemmta þér hæfilega mikið og stunda íþróttir. Þolirðu að standa kyrr? Vinna og starf verður að veljast eftir skapgerð. Sumt fólk, sem vinn- ur standandi, fær höfuðverk, hjart- slátt og verður jafnvel máttfarið. Ef haldið er áfram að vinna stand- andi, getur þetta haft enn alvarlegri afleiðingar. Þetta kalla læknar „ort- hostatiska sjúkdóma". Venjulega eru þeir sem þjást af þessum sjúkdóm- um langir, mjóir og með lítinn brjóst- Irassa eða litlar, grannar konur, sem líta út fyrir að vera mjög veikburða. Oft er truflun á blóðrásinni þessu samfara (rauðir fætur, æðahnútar o. fl.), en einkum koma þeir taugunum úr jafnvægi og krefjast sérstakrar læknismeðferðar og breytingar á lifnaðarháttum. Ástæðan fyrir þreytu og tauga- þenslu margra húsmæðra er sú, að þær sitja aldrei kyrrar. Oft nægir að láta þær taka sér reglulega eins klukkutíma hvíld eða setjast niður eins oft og hægt er, til að gera þær heilbrigðar. Hjartsláttur er ekki hjartasjúk- dómur. Þær konur, sem kvarta um mikinn hjartslátt eða jafnvel sársauka ná- lægt hjartanu, hafa oftast heilbrigt hjarta; það er mjög auðvelt að kom- ast að raun um þetta. Það eru taug- arnar, sem valda hjartslætti og sting fyrir hjartanu: þær stjórna slætti hjartans. Bið, geðshræring eða hræðsla nægir til að auka hjartslátt- inn. Parðu til sérfræðings, láttu hann gera nauðsynlegar rannsóknir og venjulega kemst hann að raun um að tauganum einum sé um að kenna. Þá er auðvelt að lækna sjúkdóminn. Svimi og orsök kans. Svimi kemur mjög sjaldan af al- varlegum orsökum. Taugaóstyrkur veldur sting fyrir hjarta, blæðingu og höfuðverk. Hvild úti í sveit, einhver skemmt- un eða andleg lækning í samráði við fjölskylduna, læknar oft tíðan svima ungra stúlkna, sem ástfangnar eru af húsbændum sinum. 1 öðrum tilfellum þarf róttækari lækningu. Það er hægt að breyta að nokkru leyti starfsemi tauganna — og stundum þarf geðlækni til að lækna leyndar geðflækjur. Mér dett- ur í hug i þessu sambandi 50 ára gömul kona, sem líður alltaf illa ef hún er nálægt fugli eða fjöðrum, að öðru leyti er hún alheilbrigð. Hvað segja sálfræðingarnir um það? BIBLlUMYNDIR 1. mynd: Jesús sagði við höfðingj- ann: „Maður nokkur gjörði mikla kvöldmáltíð og bauð mörgum. Og er matmálstími var kominn, sendi hann þjón sinn, til að segja þeim er boðnir voru: Komið því allt er þegar til- búið. Og þeir tóku allir í einu hljóði að afsaka sig. Hinn fyrsti sagði við hann: Ég hefi keypt land. 2. mynd: Annar sagði við hann: „Ég hefi keypt fimm pör akneyta, og fer nú að reyna þau; ég bið þig haf mig afsakaðan." 3. mynd: Allir gestirnir gáfu ein- hverjar afsakanir fyrir því, að þeir gætu ekki komið. Einn sagði: „Ég er nýgiftur og þess • vegna get ég ekki komið.“ Og þjónninn kom og kunngerði herra sínum þetta. Þá reiddist húsbóndinn. 4. mynd: Fariseamir gerðu gys að orðum Krists um að þeir gætu ekki þjónað Guði og Mammon. Jesús sagði: „Þér eruð mennirnir sem rétt- lætið sjálfa yður I augsýn manna: en Guð þekkir hjörtu yðar.“ * Ástir frægra manna * Oberon, (Estelle Merle O’Brien Thompson, kölluð Merle) fædd 1911. „Mesta ást Merle Oberon", var sagt 1939 þegar hún giftist Alex- ander Korda á Antibeyjum. Hann er einn mesti kvikmyndaframleiðandi Englendinga, en ungverskur að þjóð- erni. Merle hefur oft leikið í kvik- myndum hans, og þau giftu sig eftir að hafa unnið mikið saman. Hann gaf henni nafnið Oberon, en það nafn ber álfur í „Jónsmessunætur- draumnum". Merle Oberon er fædd í Tasmaniu í Suður-Ástralíu, hefur fengið menntun sina á Indlandi og kom til London 17 ára gömul. Þar kynntist hún hungri og harðrétti. Að lokum fékk hún hlutverk önnu Boleyn, einnar af konum Hinriks VIII, þar sem hún lék á móti Charles Laughton. Hið einkennilega andlit hennar með sporöskjulöguðum brúnum augun- um hefur aflað henni margra að- dáenda. 1 stríðinu varð hún leið á því að vera Lady Corda í Hoilywood, langt frá manni sínum, svo skilnaður þeirra var óhjákvæmilegur. „Fallegasta ást Merle Oberon", var skrifað 1945 þegar hún giftist Lucien Ballard. Hann er mexikansk- ur filmtökumaður, þrátt fyrir hið franska nafn. Ást þeirra entist með- an hann tók kvikmyndina „This love of ours“, sem kona hans lék í. Skiln- aður Merle og Korda varð löglegur 4. júní og 26. júní giftist hún Balard, en hvorugt þeirra hafði tíma til að yfirgefa kvikmyndatökustaðinn. „Sorglegasta ást Merle Oberon“, var sagt 1949: og það var í raun og veru hræðilegur sorgleikur. Hún hafði þá skilið við Balard og var trúlofuð Giorgio Cini, itölskum að- alsmanni af mjög tiginni ætt. Fjöl- skyldu hans var þessi gifting mikið á móti skapi. En Merle og Cini voru ástfangin og eyddu nokkrum mán- uðum saman á Miðjarðarhafsströnd- inni. Frá Cannes ætlaði hann að snúa aftur til Feneyja, en flugvélin fórst rétt eftir að farið var af stað, næstum fyrir augunum á Merle. Eftir þetta grúfir þögn sorgarinnar yfir Marle Oberon, En 1951 er farið að tala um „Nýjustu ást Merle Ober- on“ og um væntanlega giftingu henn- ar og Dr. Ross. Það er sagt að hún ætli að hætta að leika. En hvorug þessi fregn hefir enn verið staðfest. s KRADDARINN FRÆKNI En ekki þekktust hirðmenn konungsins skraddarann og komu sér saman um að ganga fyrir konung og segja honum, að það væri varasamt að hafa mann, sem gæti haft sjö í hverju höggi í hernum og að konungurinn yrði að velja á milli þeirra og hans. Konunginum þótti í raun og veru líka leitt að hafa ráðið skraddarann í sína þjónustu og hafði nú lengi áhyggjur miklar um þetta mál. Loks datt honum ráð í hug, sem skyldi hjálpa hon- um til að losna við skradd- arann aftur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.