Vikan


Vikan - 07.08.1952, Blaðsíða 11

Vikan - 07.08.1952, Blaðsíða 11
VIKAN, hr. 30, 1952 11 Fra mhaldssaga: 22 onkvesf skerst í leikinn Eftir BERKELEY GRAY Von Haupt barón, öðru nafni Norman Kon- kvest, hló hugur í brjósti . . . Þegar hann nálg- aðist höllina, sá hann að hann hafði verið of skrafhreifur við Williams og eytt tímanum of gálauslega. Það leit helzt út fyrir að eina leiðin til hallarinnar væri lokuð. Hann var samt ekki í neinum vafa um að hann kæmist Ieiðar sinnar og hljóp af ásetningi ekki mjög hratt, svo þeir er veittu honum eftirför, voru skammt á eftir. Honum hefði verið auðvelt að hlaupa hjassana af sér, ef hann hefði viljað. Þeir, sem horfðu á þetta úr gluggunum, kom- ust að skakkri niðurstöðu. „Þeir ná honum!" „Hvað ætlar hann að gera? Kasta sér í síkið?" „Þá draga þeir hann upp úr og lúberja hann. Veslings Rudy!" Flóttamaðurinn hafði hlaupið fram á síkis- bakkann. En í stað þess að kasta sér í vatnið, eins og áhorfendurnir bjug'gust við, tók hann tröllastökk mikið fram og upp á við. Hann hló dillandi hlátri meðan hann þeyttist yfir hið breiða bil og fingur hans gripu traustu taki á brúninni á vindubrúnni. Hann hélt takinu meðan brúin smáhækkaði, en eftirsækjendurnir vörpuðu að honum grjóti og moldarhnausum og öskruðu af reiði og vonbrigðum. Hann vatt sér upp yfir endann á vindubrúnni og lét sig renna niður hallandi brúargólfið, þar til hann stóð á jörðinni. „Hann er kominn yfir! Hann er öruggur! Rudy, gamli seigur!" Tveir eða þrír ungu mannanna hlupu niður og opnuðu hallarhliðið. Konkvest reikaði inn og virtist bæði dauðþreyttur og lafhræddur. Hann var dálitið móður eftir áreynsluna og áleit rétt að sýna á sér talsverð þreytumerki. Hann hafði aldrei búizt við því, að múgurinn færi að elta sig. En honum hafði samt fundizt það kapp- hlaup fremur skemmtilegt. „Brennivín!" tautaði hann veikum rómi. Hjálpfúsar hendur studdu hann. Þungu hurð- inni var lokað og slánni skotið fyrir. Norman var studdur inn í lesstofuna og gefinn einn snar og annar hægur, er höfðu hin æskilegustu áhrif. „Þeir voru nærri búnir að ná mér!" sagði hann másandi. „En þeim tókst það ekki, og því er ég hér." Hann yppti öxlum. „Mér fellur ekki gangur málanna, góðu vinir." „Hver fjandinn varð af þér, Rudy?" „Buppy, — ég var að hjálpa Buppy að kom- ast undan," anzaði hann. „Það er hann, sem þeir eru að elta. Guð minn góður! Þeir mundu drepa hann!" „Það sýnist svo sem þeir væru til í að drepa okkur líka," sagði Fruity. „Nei, — ekki það; ég vona ekki," sagði Kon- kvest og lézt vera að ná sér. „Þið eruð mér ekki samþykkir?" Hann horfði í kringum sig og sá ólundar og hræðslusvip á hverju andliti. „Þið álítið að ég hefði ekki átt að hjálpa Bubby að komast undan?" „Jæja, fari kolað að þrjóturinn hefði getaS hugsað'eitthvað fyrir okkur," sagði ein af stúlk- unum gremjulega. „Ég á við að það er lítil kurt-' eisi að skilja okkur svona eftir . . ." „Þetta sveitafólk er ofsareitt Bubby og myndi hengja hann án dóms og laga," sagði Konkvest. „Það var hyggilegt af ykkur að draga upp vindu- brúna. Nú fallast þeim hendur." „Heldurðu það?" sagði einhver. „Heyrið til þeirra." Reiður skríllinn hafði þyrpzt fram á bakkann á síkinu og stóð þar í iðandi þvögu og lét í Ijós með óþvegnum orðum gremju sína yfír því að vindubrúin hafði verið fjarlægð. Gegnum klið- inn heyrðist öðru hverju brothljóð í gleri, er grjót- hríðin hitti gluggarúðu. „Þetta er allt Everdon að kenna, fjandinn hafi hann," sagði Fruity grimmdarlega. „Við erum i f jandans klípu. Þessir bölvaðir ruddar þarna úti fyrir eru að brjóta gluggana með grjótkasti. Hvað gera þeir næst? Ég yrði ekkert hissa þótt þeir kveiktu í höllinni?" „Ég skal tala við þá," sagði Konkvest með drembnissvip. Hann gleymdi ekki eitt augnablik að leika hlut- verk sitt. Framkoma hans benti til þess að hann stæði í þeirri meiningu, að hann þyrfti aðeins að yrða á óróaseggina, er þá mundu tvístrast og hverfa í burt. Með sjálfum sér hafði hann allsterka von um að persónuáhrif sín mundu geta komið þessu til leiðar. En persónuáhrif hafa ekki mikil skilyrði til sigurvinninga við þær aðstæð- ur sem þarna voru, og hinn bjartsýni og víg- reifi ofurhugi varð fyrir miklum vonbrigðum. Um leið og hann birtist í glugga einum á efri hæðinni, laust upp miklu reiðiöskri. „Bíðið!" æpti Konkvest. „Lofið mér að tala. Everdon er ekki hérna . . ." En hann hefði alveg getað sparað sér þessa fyrirhöfn; kall hans kafnaði alveg í þrumurödd múgsins. Hinn mikilúðlegi persónuleiki hans hefði alveg eins mátt byrgjast niðri í skjóðu. „Jæja-jæja," tautaði hann vandræðalega. Hann sannfærðist strax um að gersamlega þýðingarlaust væri að reyna að koma viti fyrir skrilinn og eyddi því ekki tíma sínum eða þreki í frekari tilraunir í þá átt. Hann sá að önnur ráð þyrfti, ef duga ætti. Hann viðurkenndi gegn vilja sinum, að "Williams þekkti betur sitt „heima- fólk", þegar um skríl var að ræða. Þessi æsta mannþyrping þarna úti fyrir var miklu hættu- legri en Norman hafði gert sér í hugarlund. Meðfram öllu síkinu við framhlið hallarinnar stóð mannfjöldinn i þéttum röðum. Nokkrir héldu á logandl blysum, en aðrir báru hina ólík- legustu hluti að vopni. Nýr liðsstyrkur var á leiðinni gegnum trjágarðinn. Norman virtist sem allir íbúar Surrey úr margra mílna fjarlægð hefðu safnazt á þennan stað. Merkið hafði verið gefið og fólkið reis upp. Everdonhöllin var í umsátri. 1 hálfdimmunni að baki framsveitanna sást óljóst mikill fjöldi kvenna — er nokkuð hafði slegið á kjarkinn hjá, þegar draga virtist til einhverra stórtíðinda. Flestar þeirra voru aðeins áhorfendur. Stöðug grjóthríð var inn um gluggana og rúð- urnar í flestum gluggunum á neðri hæðinni voru mölbrotnar. Nú beindist grjótkastið meira að efri hæðinni, og Konkvest var í nokkurri hættu að verða fyrir þessum sendingum. Hann beygði sig fimlega um leið og tveir steinar flugu yfir höf- uð hans. „Við skulum ná í þig, útlenda óféti!" kallaði einn umsátursmannanna digurbarkalega. „Þú ert engu betri en lávarðsskrattinn — og ef til vill verri!" „Við skulum fara með þig eins og við fór- um með Everdon lávarð!" öskraði Tom Purkiss og ruddist fram úr fylkingu hinna æstu manna. „Við hengdum hann, — það gerðum við! Viö skulum Iíka hengja þig, útlenda úrþvætti!" Undrunar- og felmtursóp, er gullu við frá sumum þeim er næst stóðu, gáfu til kynna and- úð þeirra á þessum fréttum. Þótt þessir menn værii nú harðir og ósvífnir, þá voru þeir ekki morðingj'ar og höfðu ekki í huga að hengja neinn. En Konkvest gat ekki heyrt fleiri köll manna, því grjóthríðin varð nú svo áköf, að hann varð að hopa úr skotmáli. Þetta var ef til vill í fyrsta sinn á ævinni sem hann varð að viðurkenna, að hann hefði færzt meira í fang en geta var til. Fólkið vildi ekki hlusta á hann. Hann var vin- ur Everdons — meira að segja „uppáhald" Ever- dons — og sú staðreynd nægði til að gera múg- inn honum f jandsamlegann. Aftur kom í ljós að Williams hafði haft rétt fyrir sér; fréttin um að Everdon hefði verið hengdur verkaði eins og kröftugt æsilyf á flesta óróaseggina, alveg eins og hann hafði spáð. Æsing manna jókst með hverju augnabliki; þeir æptu upp að gera áhlaup á höllina og fleygja gestum Everdons út. Verstu óróaseggirnir — og f lokkur þeirra stækkaði óðum — vildu ólmir kom- ast inn í höllina til að ræna og rupla lausamun- um lávarðarins. Þegar þvi væri lokið, mátti kveikja í höllinni. Everdon lávarður var dauður og nú var um að gera að eyðileggja heimili hans. Rán og íkveikja var það eina sem fullnægt gat forgöngumönnum æsingamannanna úr þessu. Það er eitthvað undarlegt og voðalegt við múg- æsingar; stillingar- og friðsemdarmenn verða eins og drukknir af æsingu og kæruleysi hvers annars, svo að þeir eru albúnir til verknaðar, sem þeim mundi hrjósa hugur við undir venju- legum kringumstæðum. Þessir vanaföstu og af- skiptalitlu landbúnaðarverkamenn kærðu sig koll- ótta. Þeir höfðu verið æstir svo upp, að veruleg hætta gat staf að af þeim. Þeir höf ðu ekki minnstu hugmynd um alvarleik þess verknaðar, sem þeir voru að fremja,, eða þess verknaðar, sem þeir höfðu í hyggju. Eyðileggingarfýsnin var þeim efst í huga. Aðeins hið kalda, djúpa vatn í hallar- síkinu kom í veg fyrir að eyðingarbrjálæðið brytist fram. Engin alvarleg tilraun var gerð til varnar höll- inni eða íbúum hennar og það litla sem gert var í þá átt, jók aðeins á gremju múgsins. Nokkrir hinna óttaslegnu ungu manna fundu upp á því „snjallræði" að safna að sér vænum kolamol- um og kasta þeim yfir síkið og inn í mann- þröngina. Þetta var heimskulegt tiltæki, því það hellti aðeins olíu á reiðibálið, sem áður brann nógu ákaft. Reiðiöskur kváðu við frá manngrú- anum og sannkölluð skæðadrífa af grjóti dundi inn um gluggana. Nokkrir köstuðu logandi blys- unum yfir síkið svo að neistarnir flugu í allar áttir. Tilgangurinn var sá, að hæfa opnu glugg- ana og kveikja á þann hátt í gluggatjöldum eða húsgögnum. Til allrar hamingju hæfðu þessar sendingar aldrei mark sitt og féllu í síkið og slokknuðu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.