Vikan


Vikan - 07.08.1952, Blaðsíða 4

Vikan - 07.08.1952, Blaðsíða 4
VIKAN, nr. 30, 1952! Lýsing á listamannalífi í París: Hans hátign sendiherrann eftir franska rithöfundinn Blaise Cendras. UM HÖFUNDINN. í litlu húsi, sem Napoleon gaf Masséna mar- skálki á sínum tíma, undirbýr Blaise Cendras iíú fílaveiðar á Indlandi. Hann vildi gjarnan að konan, hans Raymone, gæti farið með honum án þess að þreytast of mikið. Það eru 50 ár síð- an Blaise Cendras flúði í sína fyrstu ferð. Hann var þá 14 ára gamall og var neyddur til að stunda verzlunarnám í Sviss, en hann hafði enga löngun í þá átt og ákvað að flýja til Kína. Hon- um tókst það. Blaise lifði dásamlegu lífi: að minnsta kosti las móðir hans það í bréfum hans. En það var langt frá því að hún vissi sannleik- ann. Cendras þekkir allt frá Kanton til New York. Hann hefir verið trúnaðarmaður dauðadæmds fanga á miðju Atlantshafi, hefir lifað hjá svert- ingjum, unnið með gulum mönnum, skemmt sér á Montparnasse, tekið þátt í stríði og misst ann- an handlegginn. Hann hefur stundað „36 at- vinnuvegi — þessa tölu nefnir hann brosandi. 1 New York var hann einu sinni dömuklæðskeri í 10 mlnútur, en strax og hann fór að beita skærunum, var hann rekinn — hann hafði fengið borgaða eina viku. Eftir hann eru til greinar, sögur og kvæði (Páskarnir í New York, TDr öllum heiminum og fleira) og brátt kemur ný bók: Blaise Cendras talar. ÞETTA er stutt saga, en mjög viðkvæm, því ég vil engan særa og þá sérstaklega ekki þjóð- armetnað viðkunnanlegrar en ungar smáþjóðar í Austur-Evrópu, sem vinur minn var sendifull- trúi fyrir í árslok 1917, áður en þessi þjóð var almennt viðurkennd. Ég vil fyrir 'engan mun gera gys að neinum. Ég ætla að segja frá þessu eins og það gerðist, án þess að ýkja eða draga nokkuð undan, hversu fyndinn, óhugnanlegur eða ótrúlegur sem dauði vinar míns, sem sjálfur hefði hlegið manna mest undir þessum kring- umstæðum, kann að virðast sumu fólki. Ég hef verið ásakaður um að láta það gerast í suðlæg- um löndum, sem gerist í norðri eða í austur- löndum það, sem gerist i vestri og öfugt og fela nöfn í öllum mínum sönnu sögum, en til að tryggja sannleiksgildi sögunnar ætla ég að vera með í henni sjálfur. Samt sem áður er ég upp- burðarlaus í þetta skipti, þrátt fyrir æfinguna, sem ég hefi í þessu, einkum vegna þess að aðrir, sem kunna þessa sógu, hafa aldrei sagt hana. Æ, .... þarna ætlaði ég að fara að skrifa nafn hans. 1 stuttu máli, hinn látni vinur minn hefði hrósað sér af því, hvernig hann dó, eins og af öllu, sem fyrir hann kom um æfina, því hann var gortari og drykkjuhrútur. Annars ætla ég að segja drykkjusögu, því Halmagrano, við skulum kalla hann Yvon Halmagrano, því það nafn er bæði Austur- og Vestur-Evrópiskt, var fyrst og fremst bóhem, áðui: en það var lagt á hann að verða sendiherra. Hinar einstæðu kringumstæður eftir síðasta stríð gátu einar rifíð þennan gamla Montparnassebúa frá úti- kaffihúsunum, sem hann hafði setið í í hálfa öld og gert móti vilja hans, úr honum opinber- an embættismann. Ég hefi ekkert samviskubit, ætla ekki að hæðast að honum og vil alls ekki að menn ásaki mig um tillitsleysi eða virðing- arskort við diplomatiskan vin. Ég er mikill sannleikans maður, hversu ein- kennilegt, sem það kann að virðast og hvernig get ég gengið fram hjá sannleikanum í minningu vinar míns, sem ég hefi umgengizt í 40 ár, hefi drukkið með, að vísu oft alltof mikið og sem ég hefi alltaf haft ánægju af? Halmagrano var góður og fjörugur maður, sem ekki tók hlutina alvarlega, einkum ekki fólk. Hann skellihló að öllu, sérstaklega að sjálf- um sér og hinum 14 skilnuðum sinum, sem hann sagði frá á óviðjafnanlegan hátt um leið og hann drakk skál fyrri eiginkvenna sinna og skálaði fyrir framtíð þeirra, sem hann var í tygum við í það skíptið, svo engin gat vitað, og þá ekki kærasta hans, sem hann ætlaði að leiða upp að altarinu daginn eftir, hvort honum var alvara eða hvort hann var að gera að gamni sínu. Þegar ég talaði við eftirmann hans í París eftir að hann var dáinn, leyfði ég méV að hafa orð á því að Yvon Halmagrano hefði brennt kertið í báða enda . . . „1 báða enda og í miðjunni líka, herra minn", sagði nýji sendiherrann. „1 báða enda og S miðjunni líka . . ." Halmagrano . . . hver man nú eftir honum á Montparnasse ? Þegar ég var barn hitti ég hann hjá móður minni, þar sem hann var daglegur gestur ásamt öðrum listamönnum og tónlistarmönnum. Með- al þeirra var píanóleikari, sem seinna varð fræg- ur, snillingurinn Paderewski. Halmagrano lék undir þegar móðir mín lék á hörpu. Hann var langur, magur, kátur, hugmyndaríkur og glens- gefinn og með hárgreiðslu eins og Paganini. Ekki einusinni þá var hann tekinn alvarlega. Eftir að móðir mín dó og ég fór að lifa flækingslífi fyrir fyrra stríðið, missti ég sjónar af honum og hitti hann aftur seint á árinu 1917 á útikaffihúsi á Montparnasse. Þetta var gamall maður, feitur, kátur, með blómlegan litarhátt, ræðinn og kýminn, nætur- hrafn í vimu. Og augu hans voru enn illkvittin og einkennilega háðsleg. Satt að segja þekkti ég hann aftur af þeim. 1917. Við vorum hópur vina, sem kom af víg- stöðvunum haldnir ósvalandi þorsta. Það var einkennilegt að öll kaffihús voru full og við þekktum alls staðar aðra vinarhópa eins og okkar, sem brutu glös á skemmtistöðum Montpar- nasse, slöngruðu milli kaffihúsanna og bjór- stofanna og við mótmæltum harðlega, þegar við vorum reknir á dyr klukkan hálf tíu, sam- kvæmt reglunum um lokun opinberra staða á ..illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHtlfflimHlfllMIMIItllllllllll,,, VEIZTU -? 1. Taj Mahal heitir ein af fegurstu bygg- | ingum heimsins. Til hvers var hún 1 reist og hvar er hún? 2. Hver er mismunur á teinæring og i teinahring ? 3. Hver sagði um hvern, að hann væri | „undarlega fallega ljótur"? 4. Eftir hvern er leikritið „Hinn sanni 1 þjóðarvilji" ? | 5. Hver er Jimmy Durante? = 6. Hvað heita ljóðabækur Hánnesar Sig- 1 fússonar ? | 7. Hvernig á að breyta Farenhætgráð- | um í Selsíus? . = 8. Sturla er algengt karlmannsnafn, en i hvað ætli þýði samheitið sturli? 1 9. Hver nam land milli Mjóvafjarðar og = Langadalsár og bjó í Vatnsfirði? 10. Hvort er réttara að segja, 5 + 9 er 13, i eða 5+9 eru 13? i Sjá svör á bls. 14. 1 ¦•¦ii......Illlllflltllftf........n.......i................nt..............i......i.....tnilltv Hallfreður hittir Kolfinn. Nú var skip upp sett, en þeir ríða á brott tólf saman og sneru vestur til Langadals. Þeir voru allir í litklæðum og stefndu til selja Gríss. Kol- finna var þar og konur nokkrar hjá henni. Þar voru fleiri sel, og stóðu selin í Laxárdal, milli Langadals og Skagafjarðar; Sauðamaður Kolfinnu sagði, að tólf menn riðu. að selinu og voru allir í litklæðum. Hún segir: „Þeir munu eigi kunna leiðina." Hann segir: „Kunnlega ríða þeir þó." Nú koma þeir til seljanna. Kolfinna fagnar vel; Hallfreði og frétti tíðinda. Hann segir: „Tiðindi eru fá, en í tómi munu sögð vera, og viljum vér hér í nótt vera." Hún svarar: „Það vildi ég, að þú riðir til veturhúsa, og mun ég fá þér leiðsögumann." Hann kvaðst þar vera vilja. „Gefa munum vér yður mat," sagði hún, „ef þér viljið þetta eitt." Nú stíga þeir af hestum sínum, og um kvöldið, er þeir voru mettir, sagði Hallfreður: „Það ætla ég mér að liggja hjá Kolfinnu, en ég lofa félög- um mínum að breyta sem þeir vilja." Þar voru fleiri sel, og er svo sagt, að hver þeirra fengi sér konu um nóttina. (Hallfreðar saga). stríðstímum. Þá fóru hóparnir að blandast sam- an, því við stóðum öll úti á gangstéttinni með" þá spurningu í huga, hvar við ættum að halda áfram að drekka kampavin og eyða því sefn eftir var af nóttinní. Einhver fór þá með mann í brauðbúð í Gaieté- götunni, þar sem afgreitt var áfengi í stórum glösum og bollum í kjallaranum; annar þekkti bakherbergi í tízkuverzlun, þar sem hægt var að fá slæmt koniak og drekka sig fullan af lé- legu rauðvíni og bjór. Maður vissi aldrei hver borgaði, en sannleikurinn er sá, að alltaf borg- aði einhyer fyrir allan hópinn og það kom mjög sjaldan fyrir að við svæfum í „kjallaranum", nema fyrir eitthvert hneyksli eða hávaða a& næturþeli. Allt í einu ákváðum við að halda áfram að slarka og lögðum af stað gegnum hinn daufa hluta Parísar, Parísar í hernaðar- ástandi með blá Ijós og sveipaða sorgarslæðum. Kátur hóþur hafnaði í vinnustofu í hverfinu okk- ar eða hjá einhverjum borgara, sem enginn þekkti, en sem fór með okkur heim til sín, jafn- vel alla leið á Henri Matin breiðgötuna, og það- an komum við svo með fyrstu neðanjarðarlest- inni til að halda áfram að drekka á Montparnasse. Að fara á rall var að rupla hjá Libion gamla. á Rotonde. Þegar komið var að lokunartíma rændum við flöskum og þrengdum okkur 10 saman í leigubíl, sem lagði af stað á eftir öðrum bíl, sem elti enn annan bíl. 1 raun og veru vissi enginn hvert ferðinni var heitið i þessari halarófu, sem í voru oft fjöldi bíla eins og við jarðarför og þegar hrikti of mikið í bílunum, eins og stundum kom fyrir, var það af því aft- asti bíllinn í röðinni hafði skyndilega tekið að sér forustuna. Eins og ég hef áður sagt þá fórum við í einhverja vinnustofuna í hverfinu eða til einhvers borgara og engirih vissi heima hjá hverjum við vorum. Við þekktumst jafnvel ekki, en við gerðum að gamni okkar og hver um sig tíndi upp úr vösum sínum eða undan frakkanum sínum afrakstur hnuplsins á Rotonde, flöskur, dósir, ostur, pylsur, brauð og fleiri flösk- ur komu í ljós og við fögnuðum því og klöppuð- um. Síðan hófst veizlan og drykkjan. Það kom ekki ósjaldan fyrir að einhverjar eftirlegukind- ur snuðruðu okkur uppi og einu sinni komu tveir félagar okkar með Libion gamla þegar veizlan stóð sem hæzt. Þejr höfðu tekið hann bakvið afgreiðsluborðið um leið og lokað var. Þannig vildi það til nótt eina, þegar allir voru mJög þyrstir, að ég hitti Halmagrano við borð á Montparnasse. . Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.