Vikan


Vikan - 07.08.1952, Blaðsíða 6

Vikan - 07.08.1952, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 30, 1952 aðstoð. Láta þetta lita eins vel út og hægt var. „Þú skilur að fyrst ég hafði sjálfur á hendi út- borganirnar, hélt ég að ég gæti tekið dálítið af peningum úr skápnum og borgað þá aftur seinna, tekið út á kaupið mitt fyrirfram eða eitthvað í þá áttina. Ég ætlaði aldrei að stela. Ég var bara heimskur — hræðilega heimskur." Hann strauk um ennið og vott úfið hárið. Hann leit unglingslega og örvæntingarfullur út, það vissi hann sjálfur. „Ég fór inn í skrifstofuna þegar hinir voru farn- ir og opnaði peningaskápinn.Næturvörðurinnkom. Það var dimmt og ég hélt að hann myndi ráð- ast á mig. Ég hélt að allt kæmist upp, og ég varð svo hræddur að ég vissi ekki hvað ég gerði. Ég greip eitthvað, aðeins til að hræða hann og sýna honum að ég væri vopnaður, í von um að hann yrði hræddur og flýði. En einhvern veginn hitti ég hann í myrkrinu og hann leið út af.“ Gerald sagði ekki að hann hefði slegið mann- inn með skammbyssuskefti, sem hann hafði tekið með sér af því hann ætlaði að ræna öllu inni- haldi peningaskápsins og láta það líta út eins og um reglulegt innbrot hefði verið að ræða. „Þá varð ég alveg óður,“ hélt hann áfram. „Ég var með seðlabunkana í höndunum. Ég hafði aðeins ætlað að taka smáupphæð — samsvarandi kaupinu mínu. En ég var enn með alla pening- ana í höndimum þegar ég flúði. Ég fullvissa þig um að ég vissi ekki hvað ég gerði. Það var komið að mér — og ákæran var fyrir rán og morð. Það þýðir það, að ég verð að eyða beztu árum ævi minnar í fangelsi, — það væri betra að deyja.“ Rödd hans varð óstyrk. „Ég vil heldur deyja. Ég gæti ekki þolað það, Mike. Ég ætlaði ekki að gera neitt rangt, en þeir trúa því ekki.“ Röddin brást honum og hann felldi tár af með- aumkun með sjálfum sér. Ég var settur í gæzluvarðhald yfir nóttina og þegar þeir ætluðu að flytja mig á annan stað um morguninn, tókst mér að flýja. Ég fékk að sitja í vörubíl norður eftir, og síðan hefur mér tekizt að komast til þín. Ég hugsaði ekki um annað en að komast til þín. En þeir hafa verið á hælunum á mér — ég heyrði sjálfur þegar þeir spurðust fyrir um mig i þorpinu, sem ég fór um, — þó tókst mér alltaf að sleppa. Að lokum komst ég hingað. Mike, þú mátt ekki framselja mig, heyrirðu það, þú mátt ekki . .. . “ Orðin urðu að snökti. Að lokum sagði Mikael: „Þú verður að fá þurr föt. Ég skal sækja þau, svo þú getir skipt hérna við eldinn.“ Hann leit á Önnu.“ Þú ferð strax i rúmið," bætti hann við kuldalega. Hann tók í handlegginn á henni og leiddi hana með sér. Hún reyndi að losa sig, en munnsvipur hans varð þá hörkulegur: „Ég hef nóg að hugsa um, þótt þú valdir mér ekki meiri erfiðleikum," sagði hann. „Ef þú gerir minnstu tilraun . . .“ „Ó, ég skil þetta." Hún reyndi eins og venju- lega að sýna ekki hve hrædd hún var. „Þú hef- ur nóg að gera vegna litla bróður þíns. Ég sé, hve líkir þið eruð." „Já, hálfbróðir," muldraði hann. Hún sá hve áhyggjufullur hann var, en hún fann ekki til meðaumkunar með honum. Hún gekk rólega á undan honum upp tröppurnar og hann elti hana. Þegar hún var komjn inn í her- bergið, lokaði hann hurðinni og hún heyrði að hann sneri lyklinum. 1 gærkveldi hafði hann líka læst hurðinni og ekki komið aftur, en hún gat ekki búizt við þvi framvegis. Anna lá vakandi og hlustaði. Hún heyrði Meg gömlu koma upp og taka til í öðru herbergi. Skömmu síðar kom Gerald upp og Mikael bauð honum góða nótt fyrir neðan stigann. Hún beið og að lokum heyrði hún fótatak Mika- els. Hún titraði, en fótatakið hvarf inn í hans eigið herbergi. Hún varð að halda áfram að bíða. Ef til vill háttaði hann sig áður en hann kæmi inn. Hvenær sem væri gat lyklinum verið snúið i skránni. Nei; mínúturnar liðu og hún fór að verða ró- legri. Líklega gæti hann ekki framkvæmt hót- unina meðan bróðir hans væri í húsinu. Auk þess þurfti hann að hugsa um annað núna. Það gat hún verið þakklát fyrir. Næsta morgun heyrði Anna að Mikael sneri lyklinum I hurðinni á leiðinni niður. Hún fór á fætur og þvoði sér. Þegar hún kom fram á ganginn, sá hún Gerald gegnum hálf- opna hurðina, í buxum og skyrtu og var að greiða sér. Hún hikaði, svo gekk hún að hurðinni. „Má ég tala við þig?“ sagði hún. Hann leit upp. „Gjörðu svo vel að koma inn. Það er engin ástæða til að vera með látalæti, eða er það ? Hann leit betur út eftir að hafa sofið, en hann horfði ósvífnislega á hana. „Ég er farinn að verða forvitinn," sagði hann. „Hver ertu eiginlega? Mikael vildi ekki segja mér neitt." „Ég skal segja þér það,“ — hún lokaði hurð- inni — „því ég þarfnast mjög hjálpar. Hann flutti mig hingað til að hegna mér. Hann sagð- ist ætla að — ætla að ....“ Hún roðnaði, þegar hún sá áhugann í augna- ráði hans. „Og gerði hann það ekki?" Hún beit á varimar. „Ég skal segja þér hvern- ig í þessu liggur." Hún sagði honum það, án þess að halla á Jóhönnu. Hún talaði hratt, án þess að anda, af ótta við að þau yrðu trufluð. „Svo þú ert kona Lárusar Fielding, er það ekki rétt?" sagði hann, þegar hún hafði lokið máli sínu. „Ég hefi auðvitað heyrt þessa sögu, Þótt Mikael hafði haldið henni eins leyndri og hann gat.“ „Já, og ég er fangi hér,“ sagði Anna. „Ég verð að komast í burtu, en ég get ekki gert það ein. Mín er of vel gætt og klettarnir eru of hættulegir. En ef þú vilt hjálpa mér þegar lág- sjávað er ....“ „Hvers vegna ætti ég að gera það ?“ greip hann fram í fyrir henni. „Það er nógu óþægilegt fyrir mig að þú skulir vera hér. Þú veizt of mikið um mig. En ef þú ímyndar þér að ég hjálpi þér til að flýja, svo þú getir farið beina leið til lög- reglunnar og sagt frá öllu . .. .“ „Það geri ég ekki. Ef þú hjálpar mér, lofa ég að gera það ekki." Andlit hennar var fölt af ákafanum. „Þú verður að treysta mér.“ „Nei, ég hætti ekki á neitt, mín kæra. Hvers vegna ætti ég að gera það ? Ef það hentar Mik- ael að hafa þig hér, þá hann um það. Ég skipti mér ekki af því," sagði Gerald háðslega. Hún hörfaði aftur á bak, rugluð og óttaslegin yfir ruddamennsku hans. Um leið opnaði Mikael hurðina. Anna gat ekki hreyft sig þar til hann að lokum gekk úr vegi fyrir henni, eftir að hafa horft rannsakandi á hana. Svo skauzt hún hrædd fram á ganginn. Mikael kom inn í herbergið og horfði spyrj- andi á Gerald. „Hún kom af sjálfsdáðum hingað inn,“ útskýrði Gerald fljótlega, „og reyndi að fá mig til að hjálpa sér að sleppa héðan. Vissir þú að hún ætlar sér það?" „Ég hef gert mínar varúðarráðstafanir, Ger- ald,“ sagði Mikael rólega. Það var augnabliks þögn meðan Mikael kveikti sér í vindlingi. „Hún sagði mér allt," sagði Gerald. „Eða að minnsta kosti sinn hluta sögunnar. Hræðileg lýgi. En ég get samt skilið hvemig í málinu liggur. Unga brúðurin o. s. frv. Ég skil hvers vegna þú fluttir hana hingað. En þú hefur ekki komið hótun þinni í framkvæmd, er það?“ Andlit Mikaels var eins og gríma hulin tóbaks- reyknum. „Ertu tilbúinn að koma niður?" sagði hann aðeins. „Meg gamla gætir frú Fielding í augna- blikinu, en ef við leysum hana af, getur hún haldið áfram að útbúa morgunmatinn handa okkur." Morgunverðurinn var martröð fyrir Önnu. Hvin kvaldi sjálfa sig stöðugt með spurningunni um hvað Mikael ætlaði sér. Því Gerald hafði áreiðan- lega skýrt honum frá hvað hún hafði sagt. Þegar Gerald var farinn út, sagði hann: „Þú hefur víst ekki gleymt því, sem ég sagði í gær? Ég fullvissa þig um að það er skynsam- legra að reyna það ekki." Aðeins þetta, en háls hennar varð þurr. Hún ætlaði samt ekki að koma upp um ótta sinn, Nú eru tiu ár liðin síðan árásin var gerð á Pearl Harbour. örin eru horfin en ekki minningin um þessa illræmdu árás. — Á efri myndinni sést orustuskipið „Californía", sem varð fyrir sprengjum, um það bil að sökkva logandi í hafið. Bak við það loga önnur skip. — Á neðri myndinni sést höfnin eins og hún er nú eftir miklar og stöðugar viðgerðir. Nú eru Bandaríkjamenn og Japanir bandamenn.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.