Vikan


Vikan - 07.08.1952, Blaðsíða 2

Vikan - 07.08.1952, Blaðsíða 2
VIKAN, nr. 30, 1952 Ingrid Bergman PÓSTURINN Ingrid Bergman. Um daginn las ég í blöðunum að Pia, dóttir Ingriðar Bergman, hefði lýst því yfir i rétti að sig langaði ekk- ert til að sjá móð- ur sína. Það hefur margt verið skrif- að um þessa frægu leikkonu siðan hún skildi við mann sinn og giftist ít- alska kvikmynda- stjóranum Rossell- ini og það ekki allt mjög vingjarnlega. Ingrid Bergman er sænsk, fædd 1915. Hún lék fyrst á leiksviði í Svíþjóð og kom fram í kvikmynd 1934. 1938 fór hún frá Svíþjóð og lék þá fyrst i þýzkri mynd, en síðan fluttist hún til Ameríku, þar sem hún varð brátt ein af vin- sælustu kvikmyndaleikkonunum. 1 Hollywood lék hún mörg glæsileg hlutverk, og m. a. í myndunum: Kasa- blanka, Hverjum klukkan glymur, Gasljós og Jeanne d'Arc. Þessar myndir eru kvikmyndagestum kunn- ar, því þær hafa allar verið sýndar hér. Ingrid Bergman hefur fremur hlot- ið frægð fyrir eðlilegt og frítt andlit og góða meðferð á hlutverkum sín- um en fyrir stórbrotinn leik. 1948 yfirgaf hún svo Hollywood, fór fyrst til Englands og síðan (1949) til Italíu. Þar varð hún ástfangin af kvikmyndastjóranum Rossellini og hann af henni. Rossellini réð hana til að leika í nýrri kvikmynd „Strom- boli", sem gerist á einni af hinum eldbrunnu eyjum Miðjarðarhafsins. Kvikmyndaleikkonan Anna Magnani, sem lengi hafði búið með Rossellini, gerði þá í reiði sinni aðra mynd „Vul- cano", um svipað efni, kom henni fyrr á markaðinn og hlaut fyrir hana betri dóma. Og ekki var ein báran stök. Ingrid Bergman átti von á barni og skilnaðurinn gekk seint í Ame- ríku, þar sem fyrri aðdáendur henn- ra lögðu mikla vinnu í að eyðileggja mannorð hennar og hamingju. Nú er hún gift Rossellini og á'tti nýlega með honum tvíbura (þau áttu' áður einn son). Hún hefir staðið í sífelld- um málaferlum út af dóttur sinni Píu, sem nú er 12 ára gömul. Næst mun Ingrid Bergman leika í ítalskri mynd á móti Marlon Brando, undir stjórn Rossellini. tJr því þau þrjú leggja saman, hlýtur það að verða stórkostleg mynd. 4. Finnst þér skriftin mjög leiðin- leg? — Fyrirfram þökk. „Gvendólína". P.S. Bið -að heilsa Adam!!! Svar til Gvendólínu: 1. Pétur J6ns- son, Sigurður Birkis og Guðmundur Jónsson kenna söng, og hafa flestir yngri söngmenn okkar stundað nám hjá þeim. 2. Ekki veit ég nákvæm- lega hvað þeir taka fyrir kennsluna, en það mun vera nálægt 20 kr. fyrir þrjá stundarfjórðunga. 3. Það er alls ekki of seint að hefja söngnám 21 árs. 4. Skriftin er mjög læsileg, en ekki vel þjálfuð. — Því miður umgengst ég Adam ekki daglega, en næst þegar ég hitti hann, skal ég skila kveðjunni. Kæra Vika. Hjálpaðu mér nú í vandræðum mínum. Ég er mjög stór og þess- vegna sagði ég núverandi kærastan- um mínum að ég væri 18 ára í stað 15 og y2. Nú á að fara að bjóða honum heim til mín. Hvað á ég að gera? Það er orðið of seint að leið- rétta þessa smálýgi. Ég get ekki lengi komið í veg fyrir það að hann komi heim til mín. Örvæntingarfull. Svar: Játaðu hlægjandi,íyrir hon- um afbrot þitt, sem er ekki alvar^ legt. Konur segja oft ósatt um ald- ur sinn — og eru taldar hafa nokk- urskonar hefðbundin réttindi í þvi efni! Þegar þú eldist jafnast þetta, þvi þá dregurðu jafnmikið af árun- um og þú nú bætir við þau. Margar ágætar skrítlur hafa verið sagðar í þessu sambandi. Hér er ein: ,,Hvað er hún gömul?" spyr frú X. „Hún játar að hún sé þrítug," svarar fru Y. „Jæja, það er betra seint en aldr- ei". ------ Svar til áhugamanns. 1) Klarinett fást núna í Hljóðfæra- húsi Reykjavíkur, Bankastræti 7, og kosta um 1800 krónur. Saxofónar fást ekki í augnablikinu. 2) Þú getur fengið hljóðfærið sent í póstkröfu, ef þú skrifar verzlun- inni. 3) Á sama stað fæst Klarinett- £'kóli og einhverjar aðrar nótnabæk- ur, en ekki er mikið úrval af þeim. Kæra Vika! Ég hef mjög mikinn áhuga á söng og vona þessvegna að þú, sem ert svo fróð, viljir segja mér: 1. Hvaða kennarar eru beztir hér í bæ? 2. Hvað er þessi kennsla heimtu- frek á peninga ? 3. Er of seint að byrja söngnám 21 árs? Svar til Stellu. Leikarinn heitir Gene Kelly. Hann er frá Pittsburg í Bandaríkjunum og var múrari, sementsblandari, barmaður og danskennari áður en hann gerðist dansandi gamanleikari. Hann hefur mikla danshæfileika bæði í gamanhlutverkum og þeim sem alvarlegri eru og er talinn arf- taki Fred Astaires á "því sviði. Bezta hlutverk hans hingað til er d'Arta- gnan í kvikmyndinni „Fóstbræður". Hingað hafa komið fjölmargar létt- ar dans og söngvamyndir með hon- um í aðalhlutverkinu. Tímaritið SAMTÍDIN j Flytur snjallar sögur, fróðlegar | greinar, bráðsmellnar skopsögur, £ iðnaðar- og tækniþátt o. m. fl. : 10 hefti árlega fyrir aðeins 35 kr. : Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. ¦ Askriftarsími 2526. Pósthólf 75. ¦ BRÉFASAMBÖND Birting á nafni, aldri og heimihs- fangi kostar 5 krónur. Borist hefur bréf frá íslenzkum sjómanni, sem siglir á norsku olíu- skipi. Norskan skipsfélaga hans lang- ar til bréfaskipta við íslenzkar stúlk- ur, yngri en 26 ára. Hann talar norsku, dönsku og ensku. Nafn hans er: Odd Rom, M.T. Vikland, J. Rasmussen og Co., Sandef jord, Norge. Lous F. de Jonz, Laan Van Melden- burg 54, Voorburg, Holland (32 ára) langar til bréfaskipta við frímerkjasafnara. Jóhannes Gíslason (við 30—55 ára Islending á Keflavíkurflugvelli) Geirseyri, Patreksfirði. Friðbjörg Ingibergsdóttir (við pilta 18—85 ára), Guðmunda Halldórsdóttir (við pilta 18—85 ára), Jóhanna S. Thorarensen (við pilta 18—85 ára), allar á Djúpavík, Strandasýslu. Anna Billa Gunnarsdóttir (19—20 ára), Björgvin H. Gunnarsson (20—22 ára), bæði að Hofi, Þingeyrar- hreppi, Dýrafirði. Jóhanna Jónsdóttir (18—20x ára), Múla, Þingeyrarhreppi, Dýrafirði. Gunnar Tómasson (11—13 ára Þor- gautsstöðum, Hvítársíðu, Mýra- sýslu. Þóra Aldís Hjelm (13—15 ára), Eyjum, Breiðdal, S-Múlasýslu. Erla Magnúsdóttir (við pilta 18—22 ára), Sóley Guðsteinsdóttir (við pilta 18 —22 ára), báðar á Hlíðardalsskóla, Ölfusi, Árnessýslu. Jens I. Olsen, (við stúlkur 17—22 ára), Jóhann Gestsson (við stúlkur 17—22 ára), Olgeir Jóhannsson (við stúlkur 17— 22 ára), Haukur Vilhjálmsson (við stúlkur 17 —22 ára), Geir ¦ Helgason (Við stúlkur 17—22 ára), Egill Guðlaugsson (við stúlkur 17— 22 ára), allir á Snæfugl SU 20, pr. Raufarhöfn. Simpansi í rœðustól Api þessi virðist flytja mál sitt af mikilli kunnáttu, enda hefur hann eflaust numið tækni sína af einhverjum snillingi úr mannheimum! Hann ber lika titil, og hann ekki af lakari endanum, nefnist forseti Bronsdýragarðsins í New York. Hér er hann eflaust að flytja framboðsræðu, en trúlegt er hann hafi ekkert að óttast, hvorki stöðumissi né mannorðs, pví að forseti hefur hann verið allt síðan 1945, og því sjö sinnum endurkjörinn, en i dýragörðum eru forsetar einungis. kosnir til eins árs! Leitt er, að nafn hans skuli tæp- lega vera forseta sæmandi, hann heitir Jimmí, eins og hver annar hvers- dagsmaður. En hinsvegar frýr honum enginn ættgöfgi, því að ættartölur sýna, að hann er upprunnínn úr frumskógum Kongó í Afríku, — og vegur 200 pund! tjtgefandi VIKAN H.P., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Erlingur Halldórsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.