Vikan


Vikan - 07.08.1952, Blaðsíða 10

Vikan - 07.08.1952, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 30, 1952 • HEIMILIÐ • Dýragarðurinn Matseðillinn Kótelettur með grímu. 1 þennan rétt má nota bæði kálfa og svínakótelettur. Þær eru skorn- ar eins og venjulegar kótelettur, en ekki dýft i rasp eða egg. Kóteletturn- ar eru steiktar þangað til þær verða safamiklar og fallega brúnar. Þegar kóteletturnar eru brúnaðar, þarf að hafa tilbúinn jafning úr 40 gr, af smjörlíki, 40 gr. af hveiti, út- þynntum með 1% dl. af undanrennu og einni eggjarauðu. Dálitlu af rifn- um osti, rifnum lauk og salti er bætt út í þennan jafning og gott er að hafa í honum eitthvað súrt. Jafn- ingnum er helt heitum yfir hverja kótelettu. Dálítið af smjöri er brætt i skaft- potti og rasp brúnað þar I. Með þessu eru nú kóteletturnar smurðar. Með þessum rétti þarf að bera á borð kartöflur eða grænmeti og einnig má hafa feitina, sem eftir er í skaftpottinum út á. Horn. 250 gr. hveiti 100 gr. smjörlíki 3 tsk. lyftiduft 1 tsk. salt 1 dl. mjólk. Lyftiduftinu er blandað í hveitið, og þar í mulið smjörlíkið. Saltinu blandað saman við og vætt í með mjólkinni. Deigið hnoðað og þvi skipt í kökur, sem flattar eru út. Hver kaka skorin í f jóra hluta og hver hluti rúllaður upp, svo að myndist horn. Smurt með mjólk eða eggi. Bökuð ljósbrún, skórin í sundur og borðuð smurð með smjóri. Hnoðuð terta. y2 kg. hveiti V2 kg. sykur % kg. smjörlíki 1 egg- Hveitinu og sykrinum er fyrst blandað saman. Síðan er smjörlíkið mulið saman við og deigið hnoðað upp með egginu. Deiginu er nú skipt í 6 hluta, sem hver um sig er flattur út í kringlótta köku. Kökurnar lagð- ar á smurða plötu og bakaðar við góðan hita. Þegar þær eru orðnar kaldar eru þær settar saman með sultutaui. Bezt er að geyma kökuna í viku til hálfan mánuð áður en hún er notuð. Að venja börn á að forðast skaðvæna hluti. Eftir Garry Cleveland Myers Ph. D. Áður en snáðinn þinn er nógu gam- all til að fara einn út, þarftu að kenna honum að forðast ósjálfrátt og alltaf vissar hættur inni, og að kunna að hlýða NEI-i, þegar þaS er sagt í sambandi við nýjar hættur. Byrjaðu þegar barnið fer að skríða eða klifra og halda sér í húsgögnin. Þér og pabba þess kemur áreiðanlega saman um að barnið ætti alltaf að forðast eldavélina, ofninn og raf- magnstenglana. Þó eldavélin sjálf sé ef til vill ekki hættuleg, getur það verið hættulegt að teygja sig eftir hlutum, sem standa á henni, og þess vegna er miklu heppilegra að láta barnið for'ðast hana alveg. Stöðug aðgæzla. Hafðu barnið í leikgrindinni, ef þú eða einhver annar getur ekki verið við hlið þess og einhverjar hættur eru í nánd. Þegar þú tekur barnið úr grindinni, sláðu þá á hendur þess, ef það ætlar að snerta eitthvað sem því er bannað að koma við. Segðu einu sinni nei, ákveðinni röddu um leið og þú lætur það f inna til. Dragðu þvi næst athygli þess að öruggu leik- fangi. Láttu barnið nálgast aftur þessa sömu hættu, ef það vill, en um leið og það snertir hlutinn þarf það að finna til eins og áður. Æptu hvorki nei né dragðu það í burtu. Láttu barnið alltaf velja og verða fyrir sársauka, ef það velur rangt. Þú átt eingöngu að láta það tengja sársaukann við verknaðinn eða hlut- inn, sem bannaður er, svo að það velji brátt að forðast hann. Eins áttu að láta barnið tengja nei við sárs- auka, og brátt mun nei-ið eitt nægja til að hræða það við hluti eða verkn- að, sem það á að forðast. Ef barnið sækir alltaf í það sem því er bannað, þrátt fyrir sársauka, ættirðu að láta það aftur í grindina og geyma það þar vandlega þar til t Sá maður sem lítur svona út, hefir hjartað í maganum. Hann er mathákur og nýtur jafn- vel matarins' þó hann sé dauðástfanginn. hægt er að kenna því að forðast hættur. Seinna skaltu svo halda áfram að venja barnið á sama hátt og áður. Þú verður að halda barninu frá öll- um hættum, þangað til þú hefir van- ið það á að hlýða nei-inu eða sárs- auka, sem þú veitir því. Eftir að þeim áfanga er náð, skaltu smátt og smátt banna fleiri ósiði. Gættu þess líka að barnið njóti ánægju af góð- um leik og af hlýju og umönnun þinni, þegar það er vakandi. En gerum nú ráð fyrir að þú sjá- ir það allt í einu klifra upp á hættu- legan stað, grípa oddmjó skæri eða stinga einhverjum smáhlut upp í sig. Þá er of seint að slá það. Átt þú að hrópa á það eða hlaupa til þess, svo það meiði sig og verði í meiri hættu næst þegar þetta kemur fyrir? Nei, nú er kominn tími til að tala blíðlega við barnið, setja það mjúk- lega á öruggan stað og neyða það til að fá þér þennan hættulega hlut. Jafnvel þó þú þurftir að taka þennan umrædda hlut með valdi, þá reyndu áð gera það eins mjúklega og hægt er. Metframleiðsla á stáli og járni í Evrópu. I^ramleiðslan á járni og stáli í Evrópu nam á síðastliðnu ári 67,6 milljónum lesta og er það nýtt met og 11,6% meira en árið 1950. Hér er ekki reiknað með framleiðslunni í Ráðstjórnarríkjunum, en hún er talin hafa verið um 31 milljón lesta. Framleiðslan setti met á árinu í næstum öllum löndum Evrópu. Pram- leiðslan af steypujárni komst upp i 49,2 milljónir lesta, sem 'er einnig nýtt met og 13,2% meira en fram- leiðslan árið 1949. Tölur þessar eru frá Efnahagsnefnd S.þ. fyrir Evrópu, ECE. Gunna segir frá: .... það getur alltaf komið fyrir að maður gleymi tímanum, því ekki geng ég með vekjaraklukku á öxl- inni, til að minna mig á hvað tím- anum líður, annars finnst mér klukkutímarnir verða styttri og styttri með hverjum deginum sem liður. Mér hafði alls ekkí dottið í hug að klukkan væri orðin svona margt, um daginn, þegar ég ætl- aði á hljómleika með Pétri. Svei mér þá, ég hafði ekki legið nema fimm mínútur á legubekknum, þeg- ar hann hringdi bjöllunni, þið vitið hvað það getur verið þreytandi að fara i búðir allan eftirmiðdaginn. Pétur leit á innisloppinn minn og spurði svo gramur, hvort ég héldi að við ætluðum á miðnæturhljóm- leika. Pétur getur verið svo kald- hæðinn og hann gerir mig alltaf taugaóstyrka þegar ég er sein. Vitið þið hvað hann gerði meðan hann beið eftir mér. Hann settist beint á móti klukkunni, horfði á hana og tautaði: ,,Nú kemur hljómsveitar- stjórinn inn, nú gengur hann upp á pallinn, nú lyftir hann stafnum nú verður steinhljóð í salnum .... r^ á 18 mánaða dreng og telpu Það þarf alltaf að vera að skipta um föt á börnum á þessum aldri, þessvegna þurfa þau að eiga mikið af hentugum fötum. Bezt er að fötin séu í tvennu lagi og þá í sama lit eða litum, sem fara vel saman, svo ekki sé nauðsynlegt að skipta um al- klæðnað þó barnið vökni. Öll föt þessara tveggja systkyna eru rauð- röndótt, rauðköflótt, blá eða hvít. Þess vegna getur bróðirinn fengið lánaðar buxur af systur sinni ef á liggur, án þess að þær fari illa við jakkann hans. 1. Dragt úr rifluðu flaujeli. Hún er hneppt með f jórum hnöppum, hef- ir rúnnan kraga og í hana þarf um 2 metra af 70 sm. breiðu efni. 2. Drengurinn notar viðar buxur með teygju þegar hann tekur sól- bað á sumrin og með peysum á veturna. 3. Pils úr köflóttu efni, fest á streng sem bundinn er í slaufu að aftan. Með því er hvít blússa með köflóttum kraga. 4. Föt úr rifluðu flaujeli. Buxun- um er haldið uppi með axlarböndum. I þau þarf 1.80 af 70 sm. breiðu efni. 5. Sú litla þarf fleginn kjól fyrir sumarið eins og fullorðnu stúlkurn- ar. Þessi kjóll er með boltaermum og stórum vasa. 1 hann þarf 1.80 af 100 sm. breiðu efni. 6. Bláar verkamannabuxur eru hentugar og sterkar. Röndótt peysa fer mjög vel við þær. 7. I þennan kjól þarf 1.50 m. af 100 sm. breiðu efni. Það er mikil handavinna á honum bæði neðan á pilsinu og framan á flögrandi erm- unum, en hann er fallegur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.