Vikan - 21.08.1952, Qupperneq 7
VIKAN, nr. 32, 1952
7
Það er enginn leikur að fá kvef —
ÞEGAR MAÐUR VILL FYRIR ALLA MUIMI FÁ KVEF
EFTIR LISU MDYNIHAN
YIÐ ERUM KOMIN,“ sagði ökumaðurinn
glaðlega, „hendið farangrinum ykkar
hérna.“
Við spjöllum við vingjarnlegan lækni. „Hvenær
varstu siðast kvefuð ? Hefirðu nokkurn annan
sjúkdóm? Viltu snýta þér? Þakka þér fyrir.“
Ráðskonan gefur okkur steiktan héra og ís
og virðir okkur vandlega fyrir sér. Við erum 19
í stað 24, eins og venja er, en ekkert okkar
hnerrar. Við minnsta merki um kvef væri söku-
dólgurinn sendur til baka með fyrstu lest.
Nú er okkur fylgt á heimili okkar næstu 10
dagana. Ég fæ hús nr. 2A með skozkri stúlku,
sem komin er hingað til að hvíla sig á skrif-
stofustörfunum. Við erum 81. sjálfboðaliðarnir,
sem búa þar síðan rannsóknirnar hófust fyrir 4
árum. Við höfum tvö svefnherbergi, stofu og
eldhús — maturinn kemur í sótthreinsuðum hita-
dúnkum.
Við eigum rétt á % potti af bjór, fáum dagblöð
og tímarit, megum leika golf, í bókasafninu eru
ágætar bækur og við megum meira að segja
ganga okkur til skemmtunar ef við komum aldrei
nærri neinum öðrum en sambýling okkar. Við
fáum þrjú pund á dag fyrir að fá kvef og get-
um næstum eytt tímanum að eigin vild.
Það er engin tilviljun, að hingað hefir komið
íólk í brúðkaupsferðum, þreyttir nemendur, leið-
ar húsmæður og jafnvel rithöfundar, sem hafa
verið að leita sér að starfsfriði.
Þó ríkir þarna ekki alger friður . . . síminn
hringir: „Viltu koma undir eins í hús nr. 1 og
láta hreinsa á þér nefið". Frá fyrsta deginum
erum við undir nákvæmu eftirliti: hitinn er mæld-
ur tvisvar á dag, hvítklæddur læknir heimsækir
okkur á hverjum degi og við erum gegnumlýst,
svo ekkert alvarlegt hljótist af tilvonandi kvefi.
Daglega skrifum við upp allt, sem geti bent til
þess að við séum að fá kvef.
Á þriðja degi kemur Dr. Porterfield vopnaður
dularfullum bakka með glösum á. Eftir þessu
höfðum við beðið. Andstyggilegum kvefvirusi er
sleppt úr pípu inn í nefið á okkur og við liggj-
um kyrr og störum upp í loftið í 10 mínútur
til að gefa honum tíma til að koma sér þægilega
fyrir. „Þið megið ekki snýta ykkur í hálftima“,
og dr. Porterfield yfirgefur okkur vongóður.
Upp frá þessu reynum við að auka höfuðverk-
inn, hitann, hnerrann og hóstann. Við' sitjum í
dragsúg, viðrum ekki fötin okkar o. s. frv. og
það er alltaf verið að hringja til að spyrja hvern-
ig gangi.
Tilgangur þessara tilrauna er að halda lífi í
vírusinum, sem notaður er til rannsókna. Það er
hægt að geyma hann frosinn í flöskum í þrjú
ár, en eftir þann tíma eyðileggst hann, ef hann
er ekki endurnýjaður í mannslíkamanum. Eina
dýrið, sem getur geymt hann, er simpansinn —
sem fær andstyggileg kvef eins og mennirnir —
en hann er of dýrt tilraunadýr.
Á fimmta degi líður mér betur en þegar ég
kom. Yfirleitt er þessi hópur mjög lélegur, einn
eða tveir lítilsháttar sárir hálsar, en ekki eitt
einasta almennilegt kvef. Elzti sjálfboðaliðinn,
frú Rósa, sem er 54 ára gömul, verður fyrst til
að gera einhverjar ráðstafanir. Hún freistar
hamingjunnar með því að sitja í blautum fötum
heima hjá sér í stað þess að njóta útiloftsins.
Á 7. degi er hún eins hraust og kát og hún var
í upphafi.
Áttundi dagurinn — og ég get ekki stært mig
af öðru en smáhnerra, höfuðverk í nokkrar mín-
útur og örlítið sárum hálsi; vinkonu minni tókst
að hósta veiklulega.
Við komum okkur saman um að þetta gæti ekki
gengið . . . Næsta morgun var þoka og ég gekk
illa klædd niður að ánni. Grasið var vott af
dögginni og vatnið svo kalt og óhugnanlegt að
ég næstum sneri við. En vinkona mín var með
mér, til að gæta þess, að ég svikist ekki um.
Ég lagðist á hnén í ískalt vatnið, í sokkum, skóm
og síðbuxum. Þarna lá ég á hnjánum i eina mín-
útu og sneri svo aftur heim í húsið okkar, sem
nú var rakt af þokulofti —• við höfðum skilið alla
glugga og hurðir eftir opnar. Ég borðaði góðan
morgunverð (engin ástæða til að taka hlutverk
meinlætismannsins of alvarlega) og sat kyrr i
blautum fötunum í klukkutíma á eftir. Mér leið
mjög illa, skalf dálítið og svo — a—tishú.
Aðrir höfðu reynt að standa holdvotir í drag-
súgnum frammi á gangi, hlaupið yfir holt og móa
í ausandi rigningu eða setið þolinmóðir í ísköldu
baði upp að höku -—- án þess að hafa meira upp
úr því en smáhósta. Ef til vill mundum við
(vinkona mín vonaði að fá sinn skerf af mínu
kvefi) nú geta sannað, að hrollur gæti orðið að
kvefi.
Þar sem við vorum svona vongóðar, var ekki
nema eðlilegt, að ég skipti um föt eftir klukku-
tíma. Nú gæti ég alveg eins komið mér þægilega
fyrir og beðið eftir því að kvefið versnaði. Við
biðum allan daginn. Ekkert gerðist. Seint um
kvöldið fórum við í aðra gönguferð og fengum
jafnvel rigningu. En hvernig sem við fórum að,
kom ekki annar hnerri.
Við fylltumst gremju við að hugsa um allt
kvefið, sem hafði þjáð okkur um æfina, þó við
þá gerðum allt sem í okkar valdi stóð, til að
losna við það. Hræðilegar kvefpestir höfðu lagt
okkur í einelti. Við mintumst líka æskudaganna,
þegar við vorum reknar upp úr sjónum með
þessum orðum: „Komdu strax upp úr vatninu,
annars færðu kvef“. En sú vitleysa!
Allur hópurinn er orðinn niðurdreginn. „Ég
gerði hvað ég gat,“ segjum við öll, og það hugg-
ar okkur ekkert að heyra, að þetta sé ekkert
óvenjulegt og að sjálfboðaliði nokkur, sem sé
síkvefaður, hafi komið hér fimm sinnum án þess
að fá kvef. Auðvitað eru dr. Sommerville og að-
stoðarmenn hans vonsviknir, en þeir láta ekki
á þvi bera og halda okkur að lokum kveðjusam-
sæti.
Frægur maður
MAÐURINN á miðri mynd-
inni hefur oft komist í
amerísku blöðin. 1 ár komst
hann líka í sæg af útlendum
blöðum, en til þess þarf auðvit-
að töluverða frægð, eins og al-
kunnugt er. Svo hafa líka kunn-
ir rithöfundar tekið sig til og
skrifað um þennan mann, þar á
meðal reyfarasmiðurinn Earl
Stanley Gardner, sem skrifaði
um hann tvær greinar og merki-
legar fyrir myndaritið Look.
Og hversvegna eru rithöfund-
ar og fréttamenn að keppast
við að skrifa um þennan mann
og gera hann frægan í augum
fólksins? Svar: Willie Sutton —
því það heitir hann —- hefur
sýnt alveg óvenjulegan dugnað
við að brjótast út úr bandarísk-
um fangelsum.
Hann hefur sennilegast brot-
ist út úr fleiri fangelsum en
nokkur núlifandi þorpari. Og það fyndna
er, að hann hefur síðustu árin nærri því
eingöngu brotist út úr fangelsum, sem
allra handa sérfræðingar voru búnir að
lýsa yfir, að væri gersamlega ómögulegt
að brjótast útúr.
Það hafa verið settir sérstakir verðir
til höfuðs Willie Sutton. Fangelsisstjórum
þykir það leiðinlegt, þegar fanga tekst að
brjótast út; það kemur óorði á fangelsið.
En allt hefur komið fyrir ekki. Willie
Sutton hefur litið sínum bamslegu augum
í stálgrá augu fangavarðanna og sagt þeim
í hreinskilni allan sannleikann: hann væri
staðráðinn í að stinga af, strax og færi
gæfist.
Það versta er, segir lögreglan, að mað-
urinn stendur alltaf við þetta. Hann býr
yfir feykilegri þolinmæði. Hann bíður —
stundum mánuðum saman — virðist ekk-
ert aðhafast ólöglegt — og einn góðan veð-
ur dag er fuglinn floginn!
HANN byrjaði sem bankaræningi. Lög-
reglan segir, að hann hafi verið sæmileg-
asti bófi. En hann varð semsé ekkert sér-
lega frægur fyrir það, heldur fyrst og
fremst fyrir að strjúka.
Á myndinni er lögreglan nýbúin að
hafa hendur í hári hans. Þá var hann bú-
inn að ganga laús í tvö ár. Hann skuld-
ar ríkinu svo mörg fangelsisár, að hann
gæti ekki afplánað sekt sína, þó hann lifði
í hundrað ár í viðbót. Og í þetta skipti,
segja yfirvöldin, skal hann ekki sleppa.
Og hverju svarar Willie Stutton, maður-
inn, sem alltaf er að komast í blöðin?
Hann horfir sínum barnslegu augum í
stálgrá augu lögreglumannanna og segir:
Einhverntíma og enn einu sinni á ég eft-
ir að stinga ykkur af.