Vikan


Vikan - 21.08.1952, Síða 9

Vikan - 21.08.1952, Síða 9
VIKAN, nr. 32, 1952 9 MAÐUR í FRÉTTUNUM! RIDGWAY Matthew b. ridg- WAY hershöfðingi, yfirmað- ur herafla A-bandalagsins, er 57 ára gamall, þrígift- ur atvinnuliermaður. Konan hans — Penny Ridgway er um 20 árum yngri en hershöfðinginn og þylíir lag- leg. Hún giftist honum 1947 og er víst að mörgu leyti hin myndarlegasta húsmóð- ir. Hún var vinsæl í Tokyo, þegar Ridgway var her- námsstjóri Bandaríkja- manna þar, og eignaðist mikinn fjölda japanskra vina. Ridgway segir um þetta: „Hafi skipti min við Japani gengið að óskum, þá er það konunni minni að þakka.“ Ridgway er gæddur ó- hemjumikilli starfsorku. 1 Tokyo og Koreu vann hann sjaldnast skemur en 16. stundir á dag — og að loknu 16 stunda dagsverki á Koreuvígstöðvunum átti hann það til að gægjast inn í tjaldið til einhvers að- stoðarmanna sinna og stinga upp á því, að þeir færu í góðan göngutúr! Hann stökk fyrstur Hann krefst skilyrðis- lausrar hlýðni af mönnum sínum, og hann á virðingu þeirra. Hann telur sér skyit að geta gert það — og gera það — sem liann krefst af þeim. J?egar hon- um var falið í síðari lieims- styrjöldinni að endurskipu- leggja hersveitir sínar í Evrópu og gera þær að faU- hlífarliersveitum, þá taldi hann það ekki nema sjálf- sagt, nærri fimmtugur, að reyna stökkið fyrstur allra. Að fallhlífarstökkinu loknu, kallaði hann undirmenn sína fyrir sig og sagði þeim: „Það er ekkert dásamlegra undir sólinni. Maður svífur tU jarðar, eins og maður væri konungur alls þess, sem lifir og hrærist.“ Hann hefur víða farið sem hermaður og margt reynt. Hann stundar enn íþróttir (badminton, tennis, sund) af miklum áhuga, •enda duglegur íþróttamaður á sínum yngri árum. Til mála kom að senda Iiann á Olympíuleikana 1928 til þátttöku í tugþraut her- manna, en úr því varð ekki, er honum gafst kostur á að fara til starfa í Nic- aragua. „Skipulagður" flótti Segja má, að Ridgway hafi þó ekki vakið á sér al- heimsathygli fyrr en í des- ember 1950, er hann var skipaður yfirmaður her- afla Sameinuðu þjóðanna í Koreu. Ridgway tólc við stjórn á hættustundu: her- inn var á „skipulögðu und- anlialdi** fyrir Norðanmönn- um. Hann var ekki fyrr bú- inn að taka við stjórnar- taumunum en hann hélt til vígstöðvanna. Hann kom meðal annars í herbúðir, þar sem foringjar voru önn- um kafnir við undirbúning flóttans. Einn þeirra vék sér að honum með þessum orð- um: „Hershöfðingi, hér er áætlun okkar um undanhald frá þessu svæði“ — og benti á kortið. „Herrar mín- ir,“ svaraði Ridgway kulda- lega, „ég kæri mig ekk- ert um þessar áætlanir ykk- ar um undanhald. Ég er hingað kominn til þess að sjá sóknaráætlanir ykkar.“ Þrjú einkenni Ridgway er einkum kunnur fyrir þrennt með- al hermanna sinna: 1. Hann er eklti „heimasetuhershöfðingi", telur sér skylt að koma sem oftast í fremstu víg- línuna. 2. Þegar hann er á víg- vellinum, klæðist hann alveg óvenjulega víga- Iegum búningi, hengir m. a. liandsprengju fram- an á brjóstið á sér. 8. Hann liefur stál- minni, þarf ekki að mæta manni nema einu sinni til þess að mima eftir honum mánuðum scinna. Dæmi: Hann þekkir hundruð óbreyttra hermanna með nafni. Frétta- myndir TYÍBIIKAK OG OTIL, LJÓSHÆRÐ STÚLKA Það stendur í öllum dýrafræðibókum, að fílar eigi ákaflega sjaldan tvibura. En hringleikahús í Bandaríkjunum náði sér samt í þessa ársgamla frá Síam. Stúlkan ? Hún er bara þarna til þess að fá þá menn til að horfa á myndina, sem engan sérstakan áhuga hafa á fílum. SKRÍTINN FARÞEGI Hænu-unginn, sem maðurinn er með, er einn af 2,400, sem bandariskt eggjaframleiðenda- samband gaf piltum og stúlk- um í Austurríki. Auðvitað fóru ungarnir flugleiðis austur um haf. Þeir unglingar austurrisk- ir hrepptu hnossið, sem sannað þótti að hefðu ódrepandi áhuga á hænsnarækt. Þegar síðast fréttist, döfnuðu ungarnir á- gætlega, og þá vafalaust ekki síst þessi, sem komst héma á myndina. SÓLÓFLUG í U.S.A. Eftir 25 ár verður eflaust hlegið að þessari mynd. Hver veit nema þeir verði meir að segja byrjaðir að hlægja eftir 10 ár. Þá er sennilegast, að þetta þyki skrítið eins manns flugtæki. En það er nýjasta nýtt á þessu sviði í dag: heli- kopterinn, sem reyrður er á bakið á þeim mönnum, sem einhverra hluta vegna leyfa öðrum mönnum að reyra svona vítisvél á bakið á sér. Þessi mun hafa gert það af eintómri skyldurækni; hann er hermað- ur í Bandaríkjaher. MR. KÓNGUR Prank Costello heitir náung- inn hér til vinstri. Hann er talinn kóngur bandarískra glæpamanna —• lögreglan get- ur bara ekki sannað það! Þó tókst fyrir skemmstu að stinga honum í steininn, er kviðdómur kvað upp þann úr- skurð, að hann hefði sýnt Bandaríkjaþingi megna lítils- virðingu. Það kostaði fimm ár.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.