Vikan


Vikan - 04.09.1952, Blaðsíða 11

Vikan - 04.09.1952, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 34, 1952 11 Framhaldssaga: 26 Konkvest skerst í leikinn Eftir BERKELEY GRAY „Það er svo!" sagði Williams ólundarlega. Meira en helmingur gestanna ákvað að fara burtu þegar í stað; ferðakistur þeirra voru til- búnar og bílarnir líka, og þeir höfðu íengið megnustu óbeit á staðnum. Sumir þeirra gátu ekki heldur áttað sig á þessum von Haupt barón, — framkoma hans um kvöldið vakti mjög tor- tryggni þeirra. Ekki svo að skilja, að þeim stæði ekki alveg á sama um hann . . . og Konkvest var alveg ánægður með þetta viðhorf." Lógreglan, sem var undir stjórn hvatvíslegs yfirforingja, var mjög fjölmenn. Það kom í ljós, að safnað hafði verið liði í nokkrum nágranna- borgum og var búizt við blóðugum bardaga. Nú komu þeir að Everdonhöllinni óskemmdri að öðru leyti en nokkrum brotnum gluggum — og óróa- seggirnir voru að dreifast og fara heím til sín, eins og löghlýðnir borgarar úr garðveizlu. „Aðeins augnablik, Bill, áður en þú ferð," sagði Konkvest, eftir að Williams hafði talað við foringja aðkomuliðsins. „Get ég reitt mig á að þú haldir áfram?" „Haldi hverju áfram?" spurði Williams tor- tryggnislega. „Að hugsa um þín eigin mál." „Ég veit ekki vel. Það er undir ýmsu komið . . . Hvað hefurðu eiginlega á prjónunum, Kon- kvest?" „Þarftu að vita það?" „Þú varst eitthvað að tala um að skjóta Ever- don lávarði undan til afskekkts sumarhúss, sem þú ættir . . . Hm! Jæja!" Yfirforinginn nuddaði rjóðan vangann og hugsaði sig um. „Ef þú gerir honum ekki verulegt mein . . . Þegar öllu er á botninn hvolft, hefur enginn glæpur verið fram- inn hérna . . ." Hann þagnaði aftur og hafði þá ákvarðað sig. „Mig skiptir það fjandans engu, þótt hú hafir boðið Everdon lávarði heim í kofa- f jandann þinn." „Kæri Williams," sagði Konkvest blíðlega, „þú ert mjög skilningsgóður þrjótur." „Þú segir það," anzaði yfirforinginn. „En ég botna ekki hið minnsta í neinu af þínum málum — og óska þess ekki. Næstu vikur mun ég verða önnum kafinn; komdu þvi ekki neinsstaðar nærri mér." Williams neytti morgunverðar á heimfti sínu í Stetham næsta morgun. Hann leit yfir frétt- irnar í morgunblaðinu með glampa í augunum. Þar var löng og spennandi frásögn af atburð- unum við Everdonhöllina. Það átti að selja höll- ina . . . hans hágöfgi lávarðurinn hafði látið einkaritara sinn tilkynna þá ákvörðun snra, að eignin ætti að seljast. En fýrst um sinn hafði hann ákveðið að draga sig í hlé. Lávarðurinn hafði sannarlega dregið sig í hlé; sumarhús Konkvests niður við sjóinn var það áþekkast snjókofa á norðurheimskautinu í því efni, — ekkert annað en eyðimörk allt í kring. Norman fór þangað í ^heimsókn sama dag, síðasta spölinn eftir óljöeum slóðum um gróður- lausa foksanda. Everdon lávarður var þarna, fölur, timbraður og allur úr lagi genginn. Hann hafði ekki séð nein fréttablöð og þarna var ekkert útvarp. „Guð minn góður Rudy, mér þykir vænt um að þú ert kominn," sagði hann óstyrkur í máli. „Ég hef ekki sofnað dúr . . . Mér er hulin ráð- gáta, hvernig ég fann þennan fjandans kofa. Enginn hefur komið, guði sé lof. Hef engan séð. SOGULOK Hvað gerðist við höllina í gærkvöldi? Stendur hún enn?" „Naumlega," svaraði Konkvest. „Þú þarft hjartastyrkingu, góði Buppy minn. Þú ert eins og hálfdauður." „Svo þú heldur að ég þurfi að drekka til að undirbúa mig undir fréttirnar, ha?" tautaði Everdon og starði blóðhlaupnum augum á heim- sækjandann. „Það er ekki dropi að drekka i þess- ari helvízku holu ... Já, mér veitti ekki af einum sopa." Norman náði í whiskýflösku. „Það er heill kassi hérna úti i bílnum," sagði hann um leið og hann hellti vænum sopa í tvö glös. „Já, það er rétt, Buppy, þú hefur sannar- lega þörf fyrir að dreypa dálítið á þig." Hann sagði honum með mikilli tungulipurð, hvað gerzt hafði við Everdonshöllina. Höllin stæði ennþá og hún hefði lítið skemmst. Lögreglan hefði komið nóggu snemma til að bæla niður óeirðirnar. En að lögreglan hefði líka gert aðrar ráðstafanir . . . Stúlkan var, að því er virtist • ••••••••••• T*i Amerískt tímarit skýrir bókmenntir Þriggja Þjóða svona: Hinn þýzki róman er bók, þar sem tvær persónur þrá samvistir f rá og með f yrsta kapítula, en fá ekki ósk sína uppfyllta fyrr en í síðasta kapítula. Hinn franski róman er bók, þar sem tvær persónur slá saaian reitum sínum í fyrsta kapi- tula, og upp frá þvi og til hinzta kapí- , tula dauðsjá þau eftir öllu saman. Loks má segja, að rússneski rómaninn sé bók, þar sem tvær persónur hvorki óska eftir samvistum né slá sér saman, og um þetta eru skrifaðar 1,450 ákaflega dapurlegar blaðsíður. • ••••••••••• ekki aðeins dauð, heldur hefði handtökuskírteini verið gefið út á Everdon lávarð. Það varð stutt þögn meðan Hans hágófgi renndi út úr hálfu glasi til að jafna sig eftir þessar upplýsingar. Svo bað hann vin sinn baróninn eins og guð sér til hjálpar að halda áfram liðveizlu sinni. Barónmn lofaði að gera það sem hann framast gæti í því efni. Hann enti lika það loforð . . . Á meðan Everdon lávarður hímdi í felum — auðvitað alveg að nauðsynjalausu), — af því að hann hélt að lögreglan væri að leita sín — gerðust margir hlutir og mikilvægir. Von Haupt barón hafði, með fullu umboðsvaldi lávarðar- ins, látið fjármál hans mjög til sín taka. Nokkrum framkvæmdum hafði verið komið í kring á óvenjuskömmum tíma, með óvæntum afleiðingum. Þegar Williams gekk inn í skrifstofu sína einn morgun um þrem vikum síðar, lágu skilaboð fyrir honum um að koma á fund yfirmanns sins. „Hm! Ég bjóst við þessu," tautaði hann um leið og hann lagði saman morgunblaðið og stakk þvi í vasann. Hann fór beint inn í skrifstofu Santlings ofursta, sem sat við skrifborð sitt og var einmitt að fara yfir sitt eintak af morgunblaðinu. „Góðan daginn, Williams," sagði ofurstinn og hallaði sér áfram. „Hefurðu séð þessa frétta- klausu um Everdon lávarð?" „Hvað, hefur eitthvað nýtt gerzt, herra minn?" Williams lét sér fátt um. „Þessi atburður hjá Everdonhöll var bara einn af þessum óskiljan- legu atburðum sem stundum gerast. T5g hef ekki heyrt stakt orð um það í margar vikur . . ." „Eg á ekki við það," tók Santling fram í. ,,Ég á við það, sem komið er upp í því sam- bandi. Everdon hefur smellt sér á fremstu síðu og lætur hið versta." „I raun og vera, herra minn?" sagði Williams þurrlega. „Svo virðist helzt, sem Everdon hafi verið fé- flettur. Að minnsta kosti hamast hann út af því að svo sé. Það undarlegasta í þessu sam- bandi er, að trúnaðarmaður hans og einkaritari, von Haupt barón, hefur gersamlega horfið. Everdonsetrið virðist hafa verið selt, með þúsund- um ekra akurlendis, og einnig allmargar verð- mætar eignir í vesturhluta Lundúnaborgar. Öll- ura Everdon-auðnum hefur verið komið í pen- inga — og peningarnir hafa, á einhvern dular- fullan hátt horfið. Og þannig hefur einnig farið með von Haupt barón." „Já, herra." „Everdon segir að hann hafi verið dreginn á tálar, — segir baróninn þjóf og svikara. Hann segist hafa verið fenginn til þess, undir fölsku yfirskyni, að liggja í felum í heilar þrjár vik- ur og á meðan hafi öllum auð sínum verið sóað. Og hver gat hafa gert þetta nema þessi von Haupt barón? Hvarf barónsins eru sterkar lík- ur í þessu sambandi." „Því miður getum við ekkert aðhafst, herra minn," sagði Williams og hristi höfuðið. „Þessi barón var bersýnílega slyngur náungi . . ." „Svona, svona, Williams," tók Santling fram i, alvarlegur á svip. „Erum við ekki búnir að iara nógu lengi í kringum sannleikann? Þessi eidi- brandur, hann Konkvest, meina ég, gerði þetta — og þú veizt það vel. Eg er hræddur um að við verðum að hafa tal af honum." „Hversvegna að óttast það, herra?" „Af því að ég vil ógjarna þurfa þess. Everdon er svín og honum er fjandans mátulegt að vera sviftur peningum sínum, sem hann notaði til ills eins," muldraði ofurstinn. „Hugmynd Konkvests

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.