Vikan


Vikan - 11.09.1952, Blaðsíða 4

Vikan - 11.09.1952, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 35, 1952 FÉLAGI SVEFNGÖNGUMAÐUR Húsvörðurinn vildi banna svefngöngu nema með sérstöku leyfi. Og veslings Stoupnine vissi ekki sitt rjúkandi ráð. NEI líttu á! Það er fullt tungl! Maður get- ur lesið eins og um hábjartan daginn . . . Tunglið . . . finnst þér það ekki hafa eitthvert dularfullt aðdráttarafl, sem laðar að sér? Trufl- ar það þig aldrei?" „Mig? Nei, en ég þekki mann, sem hefur orðið fyrir miklu óláni vegna tunglsins." „Það hefur áreiðanlega verið skáld.“ „Nei, hann var umsjónarmaður í íbúðarhúsi." „Hvað kom fyrir hann?“ „O—o, alls konar leiðindi í starfinu: van- ræksla . . .“ „Hvernig getur það verið tunglinu að kenna?" „Það var tunglið og ekkert annað, sem olli öllum vandræðunum." „Það getur ekki verið. Hvemig getur tunglið haft áhrif á hússtjórn?" „Jæja, ég skal segja þér hvernig það atvik- aðist. Vinur minn var umsjónarmaður í tveggja hæða íbúðarhúsi. Dag nokkurn flutti nýr leigj- andi inn i íbúð nr. 7, ef ég man rétt. Maðurinn hét Stoupnine. Félagi Stoupnine var fölur, alvar- legur maður um þrítugt. Hann bjó með aldraðri móður sinni. Kvöld nokkurt um miðnættið var vinur minn að koma heim úr bjórstofunni á horninu. Hann gekk inn í portið og sá þá mann í nærfötunum á skemmtigöngu uppi á þaki. Umsjónarmaður- inn fór auðvitað strax að skammast: „Hæ, þú þarna! Komdu strax niður! Ég kalla á lögreglima!" . . . Og þar fram eftir götunum. Allt í einu kom Stoupnine gamla — móðir nýja leigjandans -— hlaupandi út og kallaði til umsjónarmannsins: „1 guðs bænum —• þetta er hann sonur minn, hann gengur í svefni og getur dottið niður af þakinu, ef hann er vakinn.“ „Kallaðu ekki á hann,“ hélt gamla konan áfram. „Hann kemur niður sjálfur. Hann fer bara í smágönguferð og skríður svo aftur upp í rúmið sitt." Ég verð að taka það fram, að umsjónarmaður- inn var ekki sterkur í læknisfræðinni og hann hafði aldrei heyrt talað um að fólk gengi í svefni. Og á meðan Stoupnina gamla útskýrði þetta fyrirbrigði fyrir honum, klifraði svefngöngumað- urinn rólega niður og hallaði sér útaf í rúminu sínu. Umsjónarmaðurinn lét ekki við svo búið standa. Hann hlýtur líka að hafa orðið fyrir áhrifum af tunglinu, því næsta morgun var hann orðinn svarinn óvinur svefngöngumanna: hann setti undir eins upp svohljóðandi aðvörun til leigjend- anna: Því hefur verið veitt athygli að vissir leigj- endur eru á valdi annarra pláneta en jarð- arinnar (tunglsins o. fl.) og að þeir leyfa sér að fara í skemmtigöngur á þakinu að næturlagi. Af þessum ástæðum leyfi ég mér , að mælast til: 1) að þeir borgarar, sem þurfa að ganga í svefni, fái innan þriggja daga skírteini uppá það á skrifstofu borgarfógeta. 2) að gönguferðir þeirra á þökum eða öðr- um stöðum ofan við húsin fari fram að Þessi saga er eftir rússneska blaðamanninn VASSILI ARDOV degi til. Alla slíka leiðangra ber að til- kynna hússtjórninni þrem dögum áður en lagt er af stað. 3) Ef fyrirgreindum reglum er ekki hlýtt, verða svefngöngur ekld leyfðar í húsinu nr. 17—19 við Malouchinsky götu. Veslings félagi Stoupnine vissi ekki sitt rjúk- andi ráð. Hann var rólegur og löghlýðinn borg- ari. Á hverjum degi kom hann til umsjónarmanns- ins: „Félagi umsjónarmaður," sagði hann, „þetta gengur ekki með skírteinið mitt.“ „Hvernig stendur á því?“ sagði umsjónarmað- urinn. „Þeir segjast ekki gefa vottorð um svefngöng- ur á sjúkradeildinni í hverfinu okkar, því það sé ómögulegt að finna þennan sjúkdóm á hjartslætt- inum. Og að mér detti víst ekki í hug að þeir sendi lækni á kvöldin til að horfa á mig klifra upp á þakið. Þeir segja lika að það sé auðvelt að komast að því sjálfur, hvort maður gangi í svefni eða ekki: ef maður klifri upp á þak gangi maður í svefni, en ef maður liggi kyrr í rúminu sínu, gangi maður ekki í svefni.“ En umsjónarmaðurinn lét sér ekki segjast. „Við höfum ólíkar skoðanir á málinu," sagði hann. „Ef við gerðum ekki einhverjar varúðar- ráðstafanir gætu Pétur og Páll sagt, að þeir gengju í svefni, og brátt þyrfti að setja lögreglu á þökin til að stjórna umferðinni." Stoupnine hélt áfram að mótmæla. „Hvernig á ég að ganga í svefni á daginn, úr því tunglið kemur ekki fyrr en á næturnar ? Þessu get ég alls ekki ráðið fram úr.“ „Það kemur mér ekki við. Reglur eru reglur. Það munar ekki nema 5—6 tímum. Þú verður að ganga í svefni á daginn og tunglið getur svo komið upp nokkrum tímum síðar, úr því það er hentugra fyrir hússtjórnina." En félagi Stoupnine gat alls ekki farið eftir settum reglum og hvað eftir annað fór hann upp á þakið án þess að hafa löglegt skírteini, og það sem verrá var, hann gerði það að næturlagi. KVÖLD nokkurt varð mikið uppistand. Um- sjónarmaðurinn hafði verið að skemmta sér með lconunni sinni og kom heim um eitt leytið. Tunglið var fullt. Stoupnine gekk rólegur og öruggur á þakinu, eins og hann væri að sækja sér sígarettur í næstu búð. Hann var auðvitað í náttskyrtunni. Umsjónarmaðurinn varð ofsareiður. Hann mátti ekki öskra of hátt, þvi það búa ekki eintómir svefngöngumenn í húsinu og það er alls ekki ætl- ast til þess að umsjónarmenn veki íbúana. Hanri varð að láta sér nægja að steyta hnefana og kalla á næturvörðinn. I tvo tíma fékk vörðurinn að heyra, hvað honum fyndist um slíka nætur- vörslu. En næturvörðurinn hafði svar á reiðum hönd- um: „Ég 1 egg það ekki í vana minn að glápa út í loftið þegar ég er á vakt. Guð veit að það er nógu erfitt að fylgjast með þeim, sem eru að snuðra inni í portum." Daginn eftir var vörðurinn sendur til að sækja Stoupnine og koma með hann á skrifstofuna. „Svo þú ert byrjaður aftur?" sagði umsjónar- maðurinn. „Þú leyfir þér að spígspora í skyrt- unni einni fyrir allra augum, meðan ég er á kvöldgöngu með konunni minni." Veiztu - ? mm ■ ~ * 1. Hvers vegna eru járnbrautarteinarnir í Kanada þrem mílum lengri á sumrin en á veturna? 2. Hverjar eru þrjár tegundir súlnahöfða í grísku byggingarlistinni ? 3. Hvar íékk Verdi hugmyndina að Aida? 4. Hvenær og hvar var fyrsta ungmenna- félagið á Islandi stofnað ? 5. Ef kúlu er skotið beint upp í loftið, stanzar hún þá nokkurs staðar áður en hún skellur aftur niður á jörðina? 6. Hvað eru margir menn í Utvarpsráði? 7. Hvernig stendur á upphrópuninni: Bravó! 8. Hvað hét skipið, sem flutti Kolumbus yfir Atlantshafið ? 9. Hvar er stærsta klukka heimsins? 10. Hvað er það sem tollir við allt? Sjá svör á bls. 14. „Þú verður að skilja það, félagi umsjónarmað- ur, að ég er ekki með sjálfum mér þegar svona stendur á.“ „Eg er ekki að biðja þig um að vera með sjálfum þér. En ég krefst þess að þú sért í bux- unum, þegar þú ferð út úr íbúðinni . . . Mér er alvara!" „En ég veit ekki fyrirfram, hvenær ég ætla út á þakið.“ „Sofðu í fötunum, ef ekki eru önnur ráð til þess að þú farir eftir fyrirskipunum hússtjórn- arinnar. Eða hafðu fötin tilbúin fyrir þessar svefngöngur þínar. Á kvöldin geturðu lagt bux- urnar, jakkann og skyrtuhnappana á vísan stað í þakrennuna. Á næturna þarftu svo ekki annað en að bregða þér í fötin og ganga eins langt í svefni og þig langar til. Ég ætla að leggja málið fyrri fund félaganna og ég vona að þeir beri það undir laga- og regluráðið." En félagafundurinn sá sér ekki fært að gefa reglur í þessu sambandi. Hann lét sér nægja að lýsa andúð sinni á tiltæki Stoupnines og það aðeins til að móðga ekki umsjónarmanninn. ÞAÐ var komið haust. Umsjónarmaðurinn hafði lokið viðgerðunum á húsinu og beið eftir skýrslu viðgerðarnefndarinnar. Nefndin átti að koma í eftirlitsferð morguninn eftir og nú var fullt tungl. Um miðnættið lagði Stoupnine af stað í svefngöngu sína. Hinir leigjendurnir vissu ekkert um það, þvi þeir voru allir inni. Allt í einu heyrðist angistaróp í garðinum, svo hárin risu á höfði þeirra. öllum datt í hug: Stoupnine hefur klifrað upp á þakið og dottið. Tveim mínútum seinna voru leigjendur hússins komnir út í garðinn. Og hvað sáu þeir? Jú, það var að visu Stoupnine, sem æpti. En hversvegna septi hann? Seinna fréttu þeir, að hann hafði gengið rólega eftir þakbrúninni, þegar honum skrikaði allt í einu fótur: þakhella hafði bilað. Hann vaknaði við þetta og byrjaði að æpa. „Það er skömm að þessu! Svik!" æpti hann. „Þetta er kölluð viðgerð! Svona er farið með peninga leigjendanna! Svona er séð um velferð svefngöngumannanna! Náið í lögregluna! Sá skal fá að kenna á því! Komið með kvörtunarlistann!" Hann gekk að vísu í svefni, en hann vissi, hvað hann var að segja. Næsta dag var komin ný tilkynning á vegg- Framhald á bls. 14

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.