Vikan


Vikan - 11.09.1952, Blaðsíða 5

Vikan - 11.09.1952, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 35, 1952 5 „Hann veit það,“ svaraði Gerald rólega. Hún hlustaði undrandi á hvernig Mikael hafði fundið hann hangandi á steini, hvernig hann hafði hjálpað honum um föt og peninga og sagt honum að byrja nýtt líf undir nýju nafni. ,,Og það hefi ég gert,“ hélt hann áfram. ,,Ég er ekki lengur Gerald Killikk og Mikael ætlar auðsjáanlega ekki að koma upp um mig.“ Anna fór að sjá málið í öðru Ijósi. Mikael hafði alltaf verið að verja Gerald. „Jafnvel þó hann segði þeim að ég sé lifandi, mundu þeir halda að hann gerði það til að hjarga sjálfum sér,“ hélt Gerald áfram hugsandi. „Og þeir yrðu þá að finna mig fyrst." Hann leit snöggt á hana. „Og þú kemur ekki upp um mig eða er það?“ Hann brosti til hennar — Æ, hvaS það er dásamlegt að gera ekki neitt og hvíla sig svo á eftir. — Spænskur málsháttur. brosi sem gerði önnu viti sínu fjær af hræðslu. „Þú hatar Mikael, er það ekki? Hann telur þér trú um að þú hafir drepið mig. Hann hefur kom- ið andstyggilega fram við þig. Þú vilt ekki hjálpa honum, er það?“ „Ég?“ sagði hún. „Hvað um þig? Hvað sem hann hefur gert mér, þá hefur hann verið þér góður. Þú getur ekki horft á það að hann líði fyrir þig, án þess að segja eitthvað. Þú verður að gefa þig fram við lögregluna.“ „Gefa mig frarn?" endurtók hann háðslega. y,Nei, það geri ég ekki, vina mín. Ég á of mikið á hættu, ef ég geri það.“ „Þá geri ég það,“ sagði Anna. Hún hljóp fram að hurðinni, en hann náði henni og greip um úlnliðinn á henni. „Það verður ekkert af því, væna mín — nú var svipur hans orðinn djöfullegur — því ég hefi því miður ákveðið að ég geti ekki látið þig fara héðan — á lífi. Og ég hefi verið að líta í kring- um mig til að komast að raun um hvernig ég geti bezt gert það. En ég get vist bara notað sokkana þína. Það er eins gott og hvað annað.“ Þá æpti Anna, en enginn sem hefði getað hjálpað henni, heyrði það, Þau voru þrem hæðum of hátt. Gerald greip ruddalega í axlir hennar og kast- aði henni á gólfið. En hræðslan veitti henni við- bragðsflýti. Hún velti sér frá honum og stökk á fætur. Hún komst fram á ganginn um leið og hann greip i hana, en náði ekki taki á henni. Hún hljóp lafmóð eftir ganginum. Aldrei hafði hún hlaupið svo hratt. Við endann á ganginum var opinn gluggi. Fyrir neðan var flatt þak. Hún stökk út um gluggann og á hlaupunum eftir þakinu leit hún við. Gerald var að klifra út um gluggann, en þar tafðist hann þvi hann var fyrirferðarmeiri og glugginn þröngur. Anna var orðin örvita af hræðslu. Morðingi var á hæl- unum á henni. Hann vitist ótrúlega stór þarna fyrir ofan hana. Aftur hlupu þau yfir þak, sem lá neðar og svo niður járnstiga. Niður — niður — hraðar — hraðar — Að lokum var hún komin niður í garð fullann af kössum og spítnabraki. Hliðið stóð opið. Góð- ur guð, ef henni tækist bara að komast að hlið- inu. Hvað var þarna fyrir utan? Rauður símklefi. Hún gæti hringt í lögregluna. Önnu fannst lungun vera að þvi komin að sprynga. Ef hann næði henni á síðustu stundu . . . nei, hann hrasaði um kassa og nú var hún komin að hliðinu. Þetta var mjó gata, sem lá bak við húsið. Hér sást ekki nokkur lifandi vera. Hún stökk að simklefanum og hringdi í 999. Hún fékk samband um leið og Gerald Killikk kom í ljós í hliðinu, með blóðhlaupin augu og illskulegan svip. Hún heyrði rödd í heyrnartól- inu. Hún hækkaði röddina og ýtti hurðinni op- inni svo Gerald gæti líka heyrt til hennar. „Gerald Killikk er í garði nokkrum bak við skrifstofubyggingu í Rósagötu. Ég hringi úr almenningssímanum. Ég er kona Lárusar Field- ing. Ef eitthvað kemur fyrir mig er Gerald morðinginn." Hann var á leiðinni til hennar þegar hún byrj- aði að tala, en orð hennar stöðvuðu hann. Augu hans skutu gneistum af hatri, þegar hann skildi að hún var á undan honum og að nú gæti hann ekki gert henni mein — ef þeir findu hana særða eða dauða, mundu þeir vita hver hefði gert það. Hann klifraði í skyndi yfir vegginn og var horfinn á einu augnabliki. Þegar lögreglan kom nokkrum mínútum síðar var það of seint. Gerald var sloppinn, í bili að minnsta kosti. Þeir fóru með önnu á lögreglustöðina til að láta hana gefa skýrslu. Or því Mikael hafði tek- izt að gera fyrri frásögn hennar ótrúlega, þá var ekkert undarlegt þó þeir væru vantrúaðir á seinni frásögnina. Samt sem áður var hafin leit að Gerald Killikk. Frásögn hennar var síðar staðfest af Henry Wallace, vini Geralds, sem hafði fyrst varpað grun á Mikael. Hann kom fölur og skjálfandi á lögreglustöð- ina og fullyrti að Gerald væri á lífi. „Hann kom í íbúðina mína með andlitið hulið og heimtaði peninga,“ sagði Henry. „Hann sagð- ist verða að fá mikla peninga, því hann þyrfti að múta einhverjum til að koma sér úr landi.“ „Ég sagðist enga peninga hafa, en — hann gerði mig hræddan. Svo hræddan að ég gaf hon- um dálitla upphæð, en hún var ekki stór. Svo lét hann mig sverja að ég kæmi ekki upp um hann, og ég hugsaði bara um að sleppa. Við vorum að vísu vinir einu sinni ,en ég get ekki sofið róleg- ur fyrr en ég veit hann undir lás.“ Nú var leytað af fullum krafti að Gerald, en Mikael var látinn laus. Hann varð samt ekkert hrifinn af frelsinu, því það þýddi, að allt hans erfiði væri unnið fyrir gýg. Hann fór af lögreglustöðinni bálreiður og órólegur og hélt heim á litla hótelið, þar sem herbergi beið hans. Þar beið líka annað. Anna sat skjálfandi og æst í anddyri hótelsins. Hún reis á fætur þegar hann birtist í dyrunum. „Ætlarðu að tala við mig?“ spurði hann reiði- lega. „Það hentar mér ágætlega, því ég ætla líka að tala við þig. En ekki hér, komdu upp.“ Hann hafði setustofu, svefnherbergi og baðher- bergi. Hann bauð henni inn í setustofuna og lok- aði hurðinni á eftir sér. „Loksins tókst þér það,“ byrjaði hann reiður, „sem ég hef haft svo mikið fyrir að koma í veg fyrir. Þú komst upp um hann strax og þú sást hann. Ég hefði getað séð um mig, ef þú hefðir ekki farið að skipta þér af þessu. Þeir hefðu fyrr eða síðar orðið að hætta eftirgrennslunum, vegna þess að engar sannanir fengust. Þú sveikst hann og gerðir það vafalaust til að hefna þín á mér.“ Við þessa óréttlátu ásökun blossaði reiðin upp í önnu og augu hennar skutu gneistum, þegar hún sagði: „Gerald, þessi elskaði bróðir þinn, sem þú reynir með öllu móti að vernda fyrir lögreglunni, gerði tilraun til að hengja mig. Hann sagðist ætla að hengja mig í mínum eigin sokk- um. Hann . . .“ Hann stöðvaði hana með hæðnishlátri. „Heldurðu að þú getir talið mér trú um þetta?“ sagði hann. „Ég þori að veðja um að hann hefur ekki snert þig með litlafingri. Hann lofaði þér meira að segja að hringja í lögregluna. Hann Það er kannski ekki alveg svona RÓM ANTÍSKT en VIKAN vill vekja athygli á því, að í næstu VIKU birtist fjöldi mynda frá starfsemi skólagarðanna í Reykjavík. Þarna verða myndir frá „foreldradeginum“, þegar foreldrum barnanna var boðið að koma og líta á árangur sumarstarfsins. Þetta var talsverð veisla og spenningurinn mikill lijá ungu garðyrkjumönnun- um. Hér er um athyglisvert starf að ræða og þarna í görðunum er líf og fjör, eins og allsstaðar þar sem æskan er að verki.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.