Vikan


Vikan - 11.09.1952, Blaðsíða 13

Vikan - 11.09.1952, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 35, 1952 13 Töframaðurinn á Broadway Hann safnaði símanúmerum fallegra stúikna og revýurnar hans urðu heimsfrægar FLORENZ ZIEGFELD: AÐ eru nú liðin tuttugu ár síðan Florenz Ziegfeld dó. Þó er svo oft talað um þennan mann enn þann dag í dag, að hann gæti allteins verið bráðlifandi; og þó var þetta hvorki stjórnmálamaður, sem gat sér frægð við samningaborðið, né Balk- ankóngur, sem steypti löndum út í stríð, heldur bara réttur og sléttur borgari sem færði upp revýur. En hann bauð heiminum upp á svo dæmalaust glæsilegar revýur, að það er ennþá talað um þær eins og furðuleg og dásamleg kraftaverk — kraftaverk, sem milljónir manna sáu og heyrðu og sem stundum sópuðu inn milljónum króna og stundum settu eigandann á höfuðið. Þessar revýur gengu á Broadway í 24 ár, ætíð undir sama nafninu: Ziegfeld Follies. Merkileg símaskrá Það hefur verið sagt um Florenz Ziegfeld, að hann hafi gert milljón- ir dansmeyja frægar. Þetta er auð- ZIEGFELD 1 BIÓ Það hafa verið búnar til kvik- myndir um æfi og starf Florenz Ziegfeld. 1 síð- ustu myndinni iék William Po- weli aðalhlut- •verkið. Þetta var litmynd og hún var sýnd hér á landi meðal annars. Auk þess hefur Ziegfeld komið eitthvað við sögu i mörgum mynd- um, enda nærri því óhjákvæmi- legt, svo rækilega sem hann setti stimpii sinn á bandarískt skemmt- analíf. Hann var hinn ókrýndi konungur bandarískra revýu- manna. vitað orðum aukið. En fullyrða má, að Ziegfeld hafi átt símanúmer fleiri fallegra stúlkna en nokkur maður annar í veröldinni. Hann geymdi þessi simanúmer í mikilli blárri bók, enda var þetta mikilvægur partur af lífsstarfi hans. Það voru fallegu stúlkurnar, sem gerðu revýurnar hans frægar, og hann var sífellt leit- andi af glæsilegum stúlkum til þess að gera revýurnar sínar ennþá fræg- ari. Þegar hann var upp á sitt besta, komu tugir þessara stúlkna i at- vinnuleit í skrifstofuna hans daglega. Ziegfeld sóaði peningum eins og indverskur fursti. Hann eyddi milljón- um dollara í búninga handa dans- stúlkunum sínum, lét menn leita í Evrópu og Asíu að dýrmætustu klæð- unum. Meir að segja fóðrið í bún- ingunum varð að vera úr dýrasta silki, því Ziegfeld stóð á þvi fastar en fótunum, að engin kona gæti töfr- að fuilkomlega nema hún væri klædd því fínasta af því fína innst sem yst. Skeyti í allar áttir Þessi töframaður revýuheimsins hirti raunar aldrei um það, hvað hlutirnir kostuðu. Þótt hann þyrfti að hafa samband við hundruð manna daglega, hafði hann aldrei fyrir því að skrifa bréf. 1 þess stað samdi hann símskeyti, þúsundir símskeyta, sem hann sendi í allar áttir og við furðulegustu tækifæri. Það er ótrúlegt en satt, að hann sendi iðulega símskeyti til manna, sem staddjr voru í sama húsinu. Hann sendi jafnvel mönnum skeyti, þótt þeir væru í kallfæri. Og á æf- mgum átti hann það til að senda leikurunum sínum skeyti upp á leik- sviðið; hann samdi þau þar sem hann sat — einhversstaðar úti í salnum! Það var stundum engu líkara en hann vissi ekki, hvað peningar væru. Hann hikaði semsé aldrei við að lifa eins og kóngur, þó að pyngjan væri léttari en tómur pappírspoki. Hann sló einu sinni kunningja sinn — frægan skopleikara, sem enn er á lífi — um 5000 dollara. Og svo not- aði hann lánsféð til þess að taka á leigu einkalest þvert yfir Ameríku! Áttatíu þúsundir á viku Það hefur verið sagt um Ziegfeld, að kurteisi hans og lipurð hafi gert allt fallegt i kringum hann. Á frum- sýningarkvöldum sendi hann öllu starfsfólkinu slnu blómakassa, dans- stúlkunum engu minni kassa en „stjörnunum". Hann var sami kurt- eisi heiðursmaðurinn, þegar gaml- ar, ringlaðar konur komu til hans og sögðust vera frægir listdansarar! Hann var þá þolinmæðin sjálf og riddaramennskan. Frægustu „stjörnunum" sínum borgaði hann að meðaltali 5,000 doli- ara á viku, þ. e. yfir 80,000 krónur! En stundum kom það líka fyrir í lok leikársins, að „stjörnurnar" voru tífalt ríkari en vinnuveitandi þeirra. Ziegfeld var fjórtán ára þegar hann fyrst kom við sögu leikhúsa- og skemmtilífsins. Þá strauk hann að heiman og fékk vinnu í kúreka- og indíánasýningum Buffalo Bills. Ziegfeld var mikil skytta og góður reiðmaður. . Hann var orðinn vel efnaður 25 ára sem umboðsmaður fyrir Sandow nokkurn, sem þá var einskonar tírsus Bandaríkjamanna. Tveimur árum síðar var Ziegfeld kominn til Lundúna — blankur. Hann hafði komið við í Monte Carlo og tapað aleigunni . Bílhlöss af blómum En hér var einn Adam á ferðinni, sem ekki var lengi utan sinnar para- dísar. Ziegfeld greip til riddaralegu kurteisinnar og tókst — allslausum — að fá eina af frægustu revýu- stjörnum heimsins til að ráðast til sín. Þetta var Anna Held, annáluð fegurðardís og leikkona. Allir kunn- ustu leikhúsamenn Bandaríkjanna höfðu reynt að fá önnu, sem var brezk, til þess að koma til New York. En það var Florenz Ziegfeld, 27 ára labbakútur nýkominn frá Monte Carlo, sem hreppti hnossið. Ári sið- ar, þegar Bandaríkjamenn kepptust við að lofsyngja list hennar, giftist hún Ziegfeld. En þetta hjónaband fór út um þúfur nokkrum árum síðar. Og rétt um það leyti varð Ziegfeld óskaplega ástfanginn af Billie Burke, sem þá var ein frægasta kvikmyndaleikkona Bandaríkjanna. Daginn eftir að hann hitti hana í fyrsta skipti, keypti hann öll blómin í heillri blómabúð og sendi henni! Og þegar Billie sagði honum, að hún hefði reynt að hringja til þess að þakka fyrir sig, en síminn hans alltaf verið á tali, þá lét hann NÆST: Katharlne Hepburn — Bauðhærði fjörkálfurinn, sem fer sínu fram, fékk einu sinni 160,000 krónur fyrir dagsverk. setja upp hjá henni gullhúðaðan síma, sem var í beinu sambandi við skrifstofuna hans. Ziegfeld Follies revýurnar voru í 24 ár miðdepill skemmtanalífsins í New York. Frumsýningamiðar, sem braskarar komust yfir, voru seldir fyrir allt að 2,000 krónur! En þegar heimskreppan skall á 1929, þá hrundi heimur Florenz Ziegfeld í rúst á einni nóttu. Tjaldið feliur Hann tapaði, aleigunni. Það var að vísu ekki í fyrsta skipti að hann færi á höfuðið. En hann var tekinn að eldast og þreytast, og þetta voru erfiðir tímar. Hann barðist í bökk- um upp frá þessu, þurfti að hafa sig allan við að ná saman peningum til brýnustu nauðsynja. Síðasta revýan hans var sviðsett fyrir fé, sem gam- alt starfsfólk hans skaut saman. Ziegfcld andaðist í Californiu 1932. Hann var með óráði síðustu stund- irnar. Honum fannst hann vera kom- inn aftur í stóran, logagylltan leik- sal, og það var verið að æfa. Og um leið og dauðinn drap á dyr, settist Ziegfeld upp í rúmi sínu og stjórn- aði þessari æfingu. „Músík!" hrópaði hann. „Og ljós!" Og svo: „Ágætt! Þetta lítur ágætlega út . . . Þetta litur . . . ágætlega . . . út." Nokkur orð um list Framhald af bls. 7 Framleiðendur slíkra verka eru þvi opinberir svikairar, er pranga dauðanum inn á auðtrúa fólk, ein- ustu svikarar sem engin hegningar- lög ná til. En tíminn er harður dóm- ari og miskunnarlaus, sem ætið flett- ir loddarann klæðum og skilur eftir hinn þröngsýna með verðlaust gling- ur. Hegning hans er óumflýjanleg. Svikalistin verður að verðlausu skrani sem hafnar á háaloftum eða öskuhaugum. Lesandi góður, við skulum ætíð hafa hugfast, að blekking er aðeins möguleg ef fákunnátta og leti eru fyrir hendi. Þekkingin mótar tilfinn- ingarnar og gefur okkur þann and- lega þroska sem hverri mannveru er eins mikil nauðsyn og loft. Lífið er stutt og við erum smáar verur, en heimurinn er ótæmandi þeim sem vilja skynja og sjá. Sjóndeildarhring- urinn getur ætíð víkkað. Listaverkið krefst tveggja lista- manna, svo það geti auðnast líf: Þess sem skapar það og þess sem nýtur þess. PÓSTURINN Framhald af bls. 2 þá er hægt að skjóta mann þó ekið sé með 100 km. hraða. Ræninginn, sem stendur aftast í lestinni hreyfist með 100 km. hraða. Þess vegna fer kúlan með 200 km. hraða miðað við jörðina, en 100 km. liraða miðað við lestina. Jörðin snýst og samt er alveg sama hvort skotið er í rétta eða öfuga átt við snúninginn. Aftur á móti verður mót- staðan meiri ef skotið er í lest, sem fer með þessum hraða, því þá er eins og skotið sé í roki.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.