Vikan


Vikan - 11.09.1952, Blaðsíða 7

Vikan - 11.09.1952, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 35, 1952 7 Nokkur orð um LISI ------•) Septembersýningunni er að ljúka. I»ar liafa 12 ungir — og umdeildir — listamenn sýnt vinnu sína. Valtýr Pétursson, formaður samtaka þeirra, hefur ritað eftirfarandi grein í til- efni sýningarinnar. Og nú er sennilegast, að Valtýr verði ekki einasta umdeildur listmál- ari, heldur líka umdeildur rit- höfundur. I’ettll málverk er eftir Guðmundu Andrésdóttur, sem nú sýnir í fyrsta skipti mcð septcmbermönnum. ÆR óvinsældir, sem öll góð list allra tíma hefur átt við að stríða hjá almenningi, eru hvorki óeðlileg né óskiljanleg fyrirbrigði. Það er ekki eingöngu í nútímanum, að sú list sem sækir á brattann og brýtur í bág við smekk og þekkingu samborgarans, sé talin vitleysa ein og hégómi og jafnvel heilaspuni duttlungafullra listamanna. Mannfólkinu hefur jafnan verið tamara að að dæma með fordómum en víðsýni. Það gleym- ist oft að misjafnt eru mönnunum gefnir hæfileik- ar til hinna ýmsu hluta í þessari veröld. Það bil, sem virðist vera millum hins skap- andi listamanns og áhorfandans í dag, er hvorki stærra né minna en verið hefur frá ómunatíð. Ef einhver heldur að þeir gömlu meistarar, sem í dag eru taldir máttarviðir listarinnar, hafi haft almenningshylli og verið skildir af sam- borgurum sínum, er það algerlega rangt. Hve lengi var ekki tónskáldið Bach gleymt ? Hver voru ævikjör Rembrandts? Hvar var hylli Van Gogh og hvar var skilningur Frakka á verkum meistarans Cézanne? Dæmin eru allt að því eins mörg og meistararnir. Það er staðreynd, sem við ættum að muna og læra af. Að vísu stóð mikill ljómi um marga hina gömlu meistara, en ef marka skal umsagnir samtíðar- manna þeirra margra, komumst við að þeirri niðurstöðu, að ljóminn var' aðallega fólginn í skilningi samborgara á frásögugildi verkanna en ekki hinu myndræna. 1 þátíð hafði myndlistin að vísu vafasamt frásögugildi, sem hæglega má sjá á gömlum andlitsmyndum, oft af sama þjóðhöfðingja, gerðum af mismunandi listamönn- um á þann hátt, að þessi eina persóna verður hvergi þekkjanleg sem hin sama I mismunandi verkum listamanna. Á miðri tuttugustu öldinni hefur myndlistin algerlega tapað frásögugildi sínu, og þar með auðvitað um leið öll fyrri list, en hið myndræna gildi hennar er það eina sem lifir, og snilld meist- aranna vegin og dæmd eftir því. Það er því mikið vafamál hvort þeir nokkru sinni hafa verið skildir á listrænan hátt af samtíð sinni. Jafnvel mjög ólíklegt. öll góð list er torskilin fyrir þá, sem ekki hafa kynnt sér tungumál listarinnar sjálfrar. Ekki hvað sízt hin ófrásögukennda nútímalist. Sú meðfædda listgáfa, sem hverri manneskju er í blóð borin að einhverju leyti, getur ekki notið sín að neinu gagni sé hún ekki ræktuð og þrosk- uð eftir beztu getu. En því miður verður oft værð lífsins yfirsterkari áhuganum, og letin, versti óvinur mannkynsins, verður þess valdandi að slæm list verður til. Öll slæm list er búin til af letingjum fyrir letingja. Það er mikil vinna að skilja og njóta lista- verks. Áhrif þau sem listaverk gefur við fyrstu kynni eru að jafnaði fyrir þá, sem ekki hafa list- þroska, yfirborð eitt. En hinn dýrmæti, sanni unaður listar fæst ekki fyrirhafnarlaust, frekar en annað í þessu lífi. Sá sem sér með auganu kemst aldrei að hinu raunverulega innihaldi. ,,Það verður að sjá með vitinu,“ sagði hinn mikli Rodin. 1 allri myndlist hefur aðalatriðið ætíð verið bygging verksins. Ekki hvað sízt í hinu hreina íormi nútímalistar. Myndbygging er eingöngu fólgin í meðferð litar, forms og rúms. Hvert tímabil sögunnar hefur þar á sinn skilning og sína þekkingu sem er svo nátengd menningar- þroska þess að kalla má myndlistina með sanni óskeikulasta menningarvott hvers tímabils. Að byggja upp listaverk útheimtir ekki aðeins hugmyndaflug og listrænar tilfinningar, heldur einnig að listamaðurinn geti tamið tilfinningar og hugmyndaflug samkvæmt þroska sínum og þekkingu. 1 stuttu máli sagt, listamaðurinn verð- ur að hafa vald á hugsjón sinni og kunna að notfæra sér hana. Á þann einn máta getur skap- azt persónulegur stíll, sem auðvitað jafnframt verður þjóðlegur, Því þjóðlegra fyrirbrigði er ekki til en sá, sem segir algerlega hvað hann hugsar og hvernig. Listamaðurinn verður að þekkja þá möguleika, sem aðrar kynslóðir hafa skapað og bent á. Endurtekning þeirra verður andvana fálm og engin list. Það eitt getur öðlast líf I list, sem glímir við þau vandamál, sem þróunin hefur skapað. Sú myndlist, sem eingöngu er framleidd fyrir augað, án húgsjónar og vandamála tímans, án þess að auka þróunina í heild á sína vísu, er einskisvirði og dauð. Framhald á bls. 13. GERÐUR HELGADÓTTIR I»egar Septembersýningunni lýkur, opnar Gerður Helgadóttir myndhöggvari sýningu á verkum þeim, sem hún liefur unnið að síðustu fimm árin. Nokkrar af þessum myndum hafa fengið mjög góða dóina er- lcndis. I»etta verður fyrsta sýning Gerðar hér heima. Myndin er af henni við vinnu sína í París.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.