Vikan


Vikan - 15.01.1953, Síða 7

Vikan - 15.01.1953, Síða 7
Konur eru dutlungafullar - og kænar. 1 eftirfarandi smásögum eru konurnar annaöhvort dutlungafullar eða kænar - eða hvortveggja. Lesandinn dæmi. ÍRENA ÞAÐ gleður mig svo, að ég skuli fá að fara út með þér í kvöld,“ sagði hún. „Það hefur verið svo erfitt þessa viku. Mikið að gera og margskonar vonbrigði . . . En nú ertu kominn, og þá hugsa ég ekki meira um það . . . Heyrðu :mig, það er yndisleg mynd . . .“ ,,Þú þarft ekki að halda,“ sagði hann tirrinn, „að þú getir dregið mig í bió í kvöld.“ „En leiðinlegt," sagði hún. „Ég sem hlakkaði svo mikið til að sjá með þér þessa mynd . . . En það gerir ekkert. Ég veit um nýjan skála í Montparnasse, þar er yndislegt danspar frá Martinikk . . .“ „Nei!“ sagði hann ákveðinn. „Ég kseri mig ■ekkert um negramúsik, Irena. Ég er búinn að fá nóg af henni.“ „Hvað viltu þá gera?“ spurði hún. „Þú veizt það,“ sagði hann. „Snæða á einhverj- um rólegum stað, spjalla saman, ganga heim til þín, teygja úr sér í hægindum og láta sig dreyma . . .“ „Einmitt það! Ónei!“ greip hún fram í. „Neihei! Þú ert sannarlega alltof eigingjarn, vinur minn kær. Þú sýnist hissa? Það er af því, að aldrei hefur neinn sagt þér sannleikann. Aldrei! Þú ■ert vanur því, að konurnar framfylgi óskum þin- um eins og það séu þeirra eigin. Þú ert eins- konar nútíma soldán. Kvennabúr þitt er geysifjöl- mennt og takmarkalaust. En kvennabúr er það nú samt . . . Konurnar eru þínar ambáttir. Og eiginkona þín þó fyrst og fremst. Þegar þú vilt láta þig dreyma, þá verða þær að sitja og horfa á þig dreyma. Þegar þú vilt dansa, verða þær að dansa með. Þegar þú hefur skrifað fjórar linur, svo verða þær að hlusta á þig lesa þær. Nei, vinur minn kær, ég segi þér það einu sinni ■enn. Það skal að minnsta kosti vera ein kona til í heiminum, sem ekki beygir sig fyrir þér.“ Hún reis á fætur og bætti við í mildari tón: „Þetta er svo leitt, Bernard. Ég sem hlakkaði svo mikið til að hitta þig. Ég hélt þú mundir hjálpa mér að gleyma áhyggjunum. Og svo kem- ur þú og hugsar ekki um annað en sjálfan þig . . . Farðu . . . Og komdu til baka, þegar þú hefur lært að taka tillit til annarra . . .“ Dapurlegar hugsanir héldu vöku fyrir Bernard alla nóttina. Irena haíði rétt fyrir sér. Hann var viðurstyggð. Hann sveik ekki einungis og for- smáði Alís, sem var svo viðkvæm, tfygg og auð- mjúk; hann var blátt áfram ótrúr henni án þess þó að elska’ nokkra aðra. Af hverju var hann svona gerður? Af hverju hafði hann þessa hneigð til að ræna og ríkja ? Hvernig öðlaðist maður þetta óviðjafnanlega „að taka tillit til annarra" ? Liðin ævi rann upp fyrir honum og hann endur- lifði í minningunni hina erfiðu bernsku sina, minntist kvenna, sem höfðu hrundið honum frá sér. Það hvíldi hermd yfir eigingirni hans, skuggar yfir sjálfshæðni hans. Tæpast mátti kalla kenndir hans ærlegar. Ærlegar? Hugsaði hann. Ég hneigist að orða- gjálfri. Maður ætti að vera harður af sér. I ást verður sá, sem ekki bítur, bitinn sjálfur. En, samt er það kannski til léttis okkur að slá undan öðru hvoru, að fá stundum að vera veiki aðilinn, að leita hamingjunnar með því að gera aðra manneskju hamingjusama. Með löngu millibili heyrði hann til bílanna, sem brunuðu hjá. Leita hamingjunnar með því að gera aðra manneskju hamingjusama ? Gat hann það ekki ? Hver hafði dæmt hann til að vera grimman ? Hafði ekki sérhver manneskja rétt til að byrja nýtt líf á hverju andartaki ? Og fyrir- fyndist betri mótleikari hans í hinu nýja hlut- verki en einmitt Irena? Irena, sem var svo að- laðandi í einasta kvöldkjólnum sinum, í stoppuðu sokkunum sínum, í lúðu kápunni sinni. Irena, sem var svo tápmikil og fátæk. Svo örlát í fá- tækt sinni. Ótal sinnum hafði hann aðstoðað hana við að hjálpa rússneskum stúdentum, sem voru fátækari en hún sjálf, og hefðu soltið í hel, ef þeir hefðu ekki átt| hana að. Hún varð að vinna í búð sex daga vikunnar, hún, sem fyrir bylting- una ólst upp í allsnægtum eins og títt er um furstadætur. Hún talaði aldrei um það . . . hún Irena . . . Hvernig hafði hann getað misunnt henni þessa barnslegu gleði eitt kvöld, þegar hún var laus og liðug? Síðasti bíllinn drundi hjá, svo að rúðurnar r.ötruðu. Brátt mundi ekkert hljóð framar rjúfa hinn þögla dyn næturinnar. Bernard reyndi að sofna, þreyttur orðinn á sjálfum sér. Skyndilega var hann sveipaður yndislegri værð. Hann hafði tekið sína ákvörð- un. Hann ætlaði að verja lífi sínu til að gera Irenu hamingjusama. Hann ætlaði að vera henni blíður, umhyggjusamur, auðmjúkur vinur. Já, einmitt auðmjúkur. Þessi ákvörðun gerði honum svo rótt, að hann sofnaði næstum strax. egar hann vaknaði næsta morgun, var hann jafnsæll. Hann steig fram úr og söng meðan hann klæddi sig, en það hafði hann ekki gert síðan hann var smástrákur. 1 kvöld, hugsaði hann, ætla ég að fara til Irenu og biðja hana fyrir- gefningar. Hann var að hnýta hálsbindið, þegar síminn hringdi. „Halló,“ það var hreimmikil rödd Irenu. „Er það þú, Bernard? Heyrðu mig . . . ég gat ekki sofið i nótt. Ég skammaðist mín svo miltið . . . Hvernig gat ég verið svona herfileg við þig í gærkvöldi . . . Þú verður að fyrirgefa mér. Ég veit ekki hvað í mig hljóp . . .“ „Vitleysa, það var ég sem . . .“ sagði hann. „1 nótt, Irena, sór ég þess dýran eið að verða betri maður.“ „Ert þú galinn,“ sagði hún, „þú þarft ekkert að verða betri maður! Nei! Það er nú einmitt það sem maður fellir sig svo vel við hjá þér, Bernard, þessir duttlungar, þessi tillitslausa framkoma þín, eins og hjá dekruðum ungling . . . Það er eitthvað fallegt við hana, sem mað- ur neyðist til að þjóna . . . Mig langaði til að segja þér, að ég væri óbundin í kvöld, og ég ætla ekki að neyða þig til að fara neitt. Þú færð að ákveða, ég geri það, sem þú vilt . . .“ Þegar Bernard lagði frá sér heyrnartólið, hristi hann höfuðið dapurlega. FÆÐINOARBLETTUR AÐ var alltof margt fólk á málverkasýning- unni. Tyler Sanderson stóð klemmdur milli gúmmípálma og fyrirferðamikils bakhluta í silki- kjól og dreypti óánægður á kampavínskokteiln- um sínum. Hann óskaði þess af öllu hjarta, að hann væri kominn heim til sín. — N-ei, hvað ert þú að gera hérna, Tyler? hrópaði skrækróma kvenmaður í hágrænum satín- kjól og greip í ermina hans. — Komdu sæl, Mavis, svaraði hann og reyndi að brosa. — Listamaðurinn er skjólstæðingur Debom. — Vitleysa góði minn. Það eru aðeins konur á mínum aldri sem hafa skjólstæðinga. Ég hélt, að J)ú værir farinn í ferðalag. — Ég legg af stað til Ecuador á morgun. — Er ekki Debora himinlifandi yfir að fara? — Debora verður heima. Þetta er verzlunarferð og' Debora veit að frumskógur er enginn staður fyrir kvenfólk. Satt að segja hafði honum gengið illa að sann- færa Deboru, sem fullyrti að hún óttaðist hvorki slöngur, skordýr né mannætur. Hún hafði bætt því við, að henni mundi dauðleiðast einni í íbúð- inni í sex mánuði. — Debora ætti sannarlega ekki að þurfa á skyn- seminni að halda, jafn falleg og hún er, sagði Mavis og leit yfir í hinn enda salarins, þar sem Debora stóð við hliðina á háa, dökkhærða málar- anum. Ljóst hárið þyrlaðist um höfuðið á henni og hún brosti lotningarfull til heldri konu, sem stóð hjá þeim með málverk i hendinni. Brosið lýsti aðdáun á smekk konunnar og hræðilega kjólnum, sem hún var í. Nú tók konan upp tékk- hefti. — Ég get ekki sofið í nótt, ef ég fæ ekki að vita, hvaða málverki þeim tókst að pranga inn á greifafrúna og hve mikið hún borgaði fyrir það. Kemurðu með? spurði Mavis. — Nei, ég lofaði Deboru að skoða myndirnar og verð víst að efna það, svaraði Tyler. Hann fór að ryðja sér braut meðfram veggjunum. Ég hefði ekki átt að vera svona strangur á leiðinni í bílnum, hugsaði hann. Kannski málverk í borð- stofuna hefði sætt Deboru betur við að verða eftir heima. Hann var um það bil að gefast upp, þegar hann kom auga á myndina af ungu, nöktu stúlkunni. Andlit hennar var í skugga, en líkaminn undar- lega sakleysislegur og hrífandi. Tyler gekk nær til að dást betur að henni, og þá kom hann auga á fæðingarblettinn. Það var lítill, ljósbrúnn blett- ur undir vinstra brjóstinu. Að vísu var þetta bara fæðingarblettur, en hann hafði sérstaka þýðingu fyrir hann. — Ég ætla að kaupa málverkið af nöktu stúlk- unni, sagði_J'yler. — Það var ágætt, svaraði Debora, þvi ég hafði einmitt vonað, að þér mundi geðjast að því. — Ég ætla að taka það með mér heim. Debora fór strax að hjálpa til við að taka það niður og vefja því inn í umbúðapappír. Á leiðinni heim sagði hún: Finnst þér það ekki of stórt í borðstofuna? Við skulum hengja það í setustof- una. — Nei, það verður í svefnherberginu, svaraði Tyler. —• En elsku góði Tyler. Þá fær enginn að sjá það nema við tvö. Hún hallaði höfðinu að öxl hans. — Einmitt, svaraði hann, og þó hann hefði ver- ið búinn að ákveða að tala alvarlega við hana, fann hann að nú var hættulegt að finna að við hana. — Heldurðu að þú saknir mín ? spurði hann. — Auðvitað. — Sex mánuðir eru fljótir að líða. —• Já, ég veit það. Það er svo margt hægt að gera hér í New York. Ég er ekki enn farin að sjá dýragarðinn, Coney Islands og . . . Allt í einu geröi Tyler sér ljóst, að hann hafði ekki einu sinni leyft henni að skoða borgina síð- an þau giftust fyrir einu ári. Hann hafði alls ekki haft nokkurn tima aflögu fyrir ungu kon- una sína — þegar hann kæmi frá Suður-Ameríku gæti hann bætt úr þvi. En sex mánuðir eru langur tími og listamenn hafa nægan tima . . . Áður en hann vissi af, var hann búinn að segja það, sem hann ætlaði aldrei að segja: — Debora, viltu koma með mér til Ecuador? En þú verður að gera þér það Ijóst, að þetta er engin skemmtiferð. — Auðvitað, Tyler. En við verðum saman og það skiptir mestu máli. egar þau komu upp í íbúðina stillti Tyler mál- verkinu upp við vegg. Hlýleg húð stúlkunn- ar og glóandi litarháttur hennar var alveg eins og áður. En hvað hafði breyst við myndina? — Hvar er fæðingarbletturinn ? Ég þori að leggja eið útá, að það var fæðingarblettur þarna. — Við skulum fara að hátta, sagði Debora, en missti um leið töskuna sína á gólfið, svo að inni- haldð valt út úr henni. Tyler beygði sig og tók upp púðurdós, varalit og lítið gyllt hylki, sem opnaðist í hendi hans. — Hvað er þetta? spurði hann. — Augnabrúnalitur, svaraði Debora og þreif hylkið. Tyler horfði undrandi á lítinn, brúnan blett á bendinni á sér og Debora brosti sigri hrósandi: — Já, vinur minn, ég vissi að fæðingarblett- urinn mundi vekja athygli þína, en spurðu mig ekki hvers vegna ég gerði það. Nú skulum við fara að sofa, Tyler, ég þarf að fara snemma á fætur í fyrramálið til að pakka. 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.