Vikan - 15.01.1953, Page 12
Svipmyndir
að er ekki alltaf leiðinlegt að vera dóm-
ari. Að minnsta kosti fannst gömlum
dómara í London það ekki, þegar hann hætti
störfum og fór að rifja upp gamlar endur-
minningar. Hann hafði starfað i 20 ár við
sama réttinn, þar sem mikið va.r af lögbrot-
um, en lítið um afbrot, eins og hann komst
sjálfur að orði. Hann segir svo frá:
Dag nokkurn þegar ég leit á skrána yfir
mál dagsins rak ég augun í eftirfarandi setn-
ingu aftan við eitt nafnið: „Drukkimf í um-
sjá kameldýrs".
Það kom í ljós, að sirkus nokkur hafði verið
að flytja sig til í London, og þar sem það er
mjög dýrt að senda lamadýr í lest, var ein-
um starfsmanninum falið að koma dýrinu á
áfangastaö. Það var ákaflega heitt í veðri og
lamadýrið, sem var vel upp alin og hlýðin
skepna, beið þolinmótt framan við bjórstof-
urnar meðan húsbóndi þess hressti sig á göng-
unni. Líklega hefur dýrið haft gnægð drykkj-
arfanga í líffærum sínum, eins og frændur
þess, kameldýrin. En því miður var þessu ekki
þannig farið með manninn, og til að bæta úr
því stanzaði hann við hverja bjórstofuna á fæt-
ur annarri. Eftir fimmta staðinn fann maður-
inn, að hann þurfti á stuðningi að halda og þar
sem forsjónin sér fyrir öllu, var hálsinn á
lamadýrinu einmitt í réttri hæð, svo hann
gæti lagt handlegginn um hann. Loks gáfust
fætur mannsins alveg upp og lamadýrið stanz-
aði. Þar fann lögreglan hann hangandi um
hálsinn á förunaut sínum og þetta kostaði
hann 12 krónur.
Sumar kærurnar voru nokkuð óvenjulegar.
Ég man eftir konu nokkurri, sem kærði
nágrannakonu sína fyrir alls konar óþokka-
skap og einkum fyrir óþverralegt orðbragð.
1 fyrstu vildi hún ekki hafa eftir það sem ná-
grannakonan sagði, en þegar hún hafði hert
upp hugann, lét hún dynja yfir mig ósköpin
óll af heldur meinlausum orðum, eins og t. d.:
„heimska gamla kýr“. — „Svona hefur þetta
gengið í fimm ár,“ sagði hún að lokum, ,,og
nú er páfagaukurinn búinn að læra þetta og
talar svona við mig líka.“
A.B., sem var afgreiðslustúlka í verzlun,
var kærð fyrir að stela þaðan loðkápu.
Hún játaði strax og gaf eftirfarandi skýr-
ingu:
Faðir hennar hafði dáið þegar hún var barn
og móðir hennar síðan séð fyrir þeim með
úr réttarsal
því að ræsta skrifstofur. Eina ósk móður henn-
ar í lífinu var að eignast loðkápu. 1 mörg ár
höfðu vonir þeirra beggja beinzt að þessu, og
stundum tókst þeim meir að segja að byrja
að safna fyrir kápunni, en alltaf komu einhver
ný útgjöld í ljós og þá urðu þær að byrja á
nýjan leik. Að lokum varð móðirin veik, og
auðséð var, að hún átti ekki langt eftir ólifað.
Dóttirin tók þá loðkápu í verzluninni, sem hún
vann i, og gaf móður sinni hana.
Sakborningurinn hafði alltaf verið svarti
sauðurinn i fjölskyldunni sinni. Hann hafði
gengið á beztu skóla, en þó hafði hann oftar
en einu sinni lent í fangelsi og að lokum gafst
faðir hans upp. Hann fékk smáupphæð í byrj-
un hvers mánaðar og lifði í nokkra daga í
vellystingum praktuglega, en eftir það flækt-
ist hann um matarlaus. Alltaf var hann samt
vel klæddur. Kvöld nokkurt í lok mánaðar
varð löngunin í góðan mat svo sterk, að hann
gekk inn i rándýrt veitingahús. Strax og inn
var komið, kom hann auga á mann, sem bar
hálsbindi frá sama skóla og hann hafði verið
í. Hann gekk til mannsins og bað leyfis að
mega sitja hjá honum. Þegar reikningurinn
kæmi, ætlaði hann að látast hafa gleymt pen-
ingunum heima og þiggja lán hjá þessum
skólafélaga sínum. Báðir mennirnir kepptust
við að sýna hvor öðrum kurteisi og pöntuðu
tíýrustu réttina. Loks kom þjónninn með reikn-
inginn, en hvorugur virtist neitt ákafur i að
borga fyrst. Það koma í ljós, að hinn maður-
inn lifði líka á peningasendingum að heiman,
sem komu í byrjun mánat'ar.
Maður nokkur var kærður fyrir brot á um-
ferðarreglunum. Þegar spurningin um
það, hvort maðurinn hefði áður komist undir
manna hendur, var borin upp, leitaði ritarinn
lengi í bókum sínum og svaraði svo: „Já, þann
ellefta fjórða 1925 fékk hann 20 króna sekt
fyrir að aka númerlausum bíl.“
„Það skiptir engu máli. Ekkert annað,“
spurSi dómarinn.
„Jú, tíunda fjórða 192G hafði hann í frammi
hávaða að næturþeli."
„Ekki annað,“ dómarinn var orðinn óþolin-
móður.
"Eftir enn lengri leit, stundi skrifarinn:
„Fyrsta sjötta 1926 var hann dæmdur til dauða
íyrir morð.“
Þetta var rétt. Dóminum hafði verið breytt
í lífstíðarfangelsi og sakborningurinn var bú-
inn að taka út sína refsingu.
Þetta heyrði bara undir vinnuaðferðir.
Auðvitað skeði þarna ýmislegt. Líkskoðun.
Menn, sem báru burt líkið.
„Af hverju voru þið piltarnir svona fljótir á
vettvang?“ Einn af mönnunum, sem komu inn
seinna, var að tala við lögregluþjón.
„Við höfðum grun um, að hér mundi eitthvað
gerast. Innbrot eða eitthvað þvíumlikt."
Slitur. Brot. Ekki í samhengi. Einhvern tíma
áður, hafði gerzt dálítið furðulegt. Það var þegar
ég sagði, að ég hefði orðið hræddur við að sjá
manninn með byssu í hendinni.
„Hvaða byssu?" sagði maðurinn frá rannsókn-
arlögreglunni. „Hann var óvopnaður."
Lengst af einblíndi ég á litla skrautkúlu i setu-
stofunni. Það voru lituð glerblóm inni í henni
— skær og frískleg, varin gleri um aldur og ævi
og ódauðleg.
Einhver fór upp til að tala við Sú. Ég gerði það
líka. Eg staldraði ekki lengi þar uppi, og ég
veit ekki, hvað ég sagði.
,,Ég hélt hann væri með byssu," heyrði ég
sjálfan mig segja. „Mér sýndist ég sjá byssuna
i hendi hans.“
,,Já, slæmt er það,“ sagði einhver. „En láttu
þetta ekki á þig fá, herra minn. Svona nokkuð
hefur fyrr skeð. Hann hefði getað verið með
byssu, og hann hefði getað drepið þig .. . Það var
þó skárra, að svona fór. Þú ert fyllilega í þín-
um rétti. Við höfum haft heldur mikið af svona
leiðindum upp á síðkastið."
Minn réttur. Já, einmitt. Hans réttur var
„óskrifuð lög“. Minn réttur var skrifuð lög. Sam-
kvæmt lögbókunum. Ég hindraði innbrot. Eitt-
hvað þvíumlíkt. En hann hafði ekki ennþá gert
þetta innbrot; 'nann komst aldrei inn í húsið.
En rúðurnar í dyrunum voru brotnar. Þrjár
smárúður. Lögreglan ályktaði, að Smæley hefði
brotið rúðuna uppi yfir húninum. En ég var alls
ekki viss um það. Ég hafði skotið eins og heim-
iiisföður sómdi — og hitt. Þrjú skot. Það fyrsta
þaut svosem feti hægra megin við hann. Annað
hitti í mjöðmina. Og það þriðja, og það eina,
sem dugði, hitti hann beint í höfuðið.
Lengst af voru þeir að þrástagast á því, sem
þeir höfðu áður sagt. Ég heyrði ekki vel. Höfuðið
á mér var sundurklofið, og gapti. Ég, sem aldrei
hafði gert kvikindi mein, ég, sem enn mundi
geðshræringuna, þegar ég steig ofan á sporðdrek-
ann — hvernig ætti mér að líða eftir að hafa
myrt mann ?
Þú veizt, hverskonar maður ég er ? Ég hef
aldrei getað stundað veiðar, því að ég þoli ekki
að drepa neitt. Ég hef aldrei veitt fisk, af því
að mér er um megn að setja orm á öngul, hvað
þá heldur að rifa í sundur fiskskolt, þegar mað-
ur dregur fisk að landi. En nú hafði ég myrt
mann.
„Ég drap hann,“ sagði ég. „Og hann var ekki
með neina byssu.“
En þetta var allt í lagi, þó að ég hefði ekki
átt að segja það upphátt. «.
Lögreglumennirnir voru mynduglegir, en þeim
var lítið eitt skemmt. Þeir voru svo vanir svona
atburðum. Þeir voru jafnvel vanir tryllingssvipn-
um á andlitum þeirra, sem öðluðust fyrstu reynslu
í þessum efnum.
Einn lögreglumaðurinn sótti mé'r meira að
segja vatnsglas. Hann fullyrti, að þetta mundi.
allt fara vel. „Þú þarft engu að kvíða,“ sagði
hann.
KVlDDU engu. Það hafði hann sagt. Sú sagði
það líka. Hún hélt áfram að tala í mig
kjark löngu eftir að hljóðnað var í húsinu. Við
vorum bæði komin í rúmið og hún huggaði mig
án afláts, hún sá, hve skelfingu lostinn ég var
af því, sem ég hafði gert. En hún vissi ekki
ástæðuna fyrir skelfingunni.
Hún reyndi að gera mig ónæman á sama hátt
og hún sagðist vera . . . reyndi að veita mér
öryggi þungaðra kvenna. En það tókst ekki.
„Ástin mín,“ sagði hún. „Þetta hefði getað
hent hvern sem er . . .“ En þrátt fyrir allar nef-
sprautur og vítamín og bensíndrín og salttöflur,
var þúsundfætlan í höfðinu á mér hin sprækasta..
„Þér mundi líða alveg eins og núna, ef hjólið
hefði hrokkið undan bílnum þínum og þú kast-
ast upp á gangstétt," sagði hún. „Það er hugs-
anlegt þú ækir með því móti yfir einhvern, en
það stæði ekki í þínu valdi að hindra það. Þér
mundi samt líða jafnilla og núna . . . En þetta
er alveg það sama, sérðu það ekki, vinur?"
Ó, jú. Ég sé það núna. Ég hefði átt að bíða.
úti á Spáldinggötu, og aka svo yfir Smæley.
„Heyrðu, ástin mín . . . hættu þessu snökkti
. . . reyndu að sofna . . .“ hvíslaði hún. „Hugs-
aðu ekkert um þetta. Þetta er bara martröð . . _
þetta er . .“
Auðvitað er þetta martröð. Þetta er bara slýs.
Það er allt sem þú vilt nefna það. En morð er
það samt.
„Af hverju þurfti hann að koma hingað? Hvað
eigum við, sem hann langaði til að stela?" sagði
hún blturlega.
Það var stolið frá honum — hann var ekki að
stela. Hann kom til að heimta til sin það, sem
hann átti, enda þótt hann væri þess ekki verður.
Hann kom sinna erinda til mín og þín og Önnu.
Hann kom til að drepa — en var drepinn sjálfur.
En einhvern veginn fannst mér, að hann hefði
drepið mig sjálfan samt.
Kvíddu engu. Kvíddu engu. Kvíddu engu.
Síðan var kominn morgunn, og símirrn byrjað-
ur að hringja. Hann hringdi viðstöðulaust. Blaða-
menn. Blaðaljósmyndarar. Blaðasnákar. Vinir
líka. Allan morguninn, allan daginn. Það var
hringt til að fá áreiðanlegar upplýsingar: „Hvað,
ég er búinn að heyra alla söguna . . . Hann sagði
mér hana sjálfur . . .“ Svo er slegið á grín líka.
Skemmtileg dægrastytting. En auðvirðileg.
Kvíddu engu.
En hver var að kvíða?
Þá mundi ég eftir því, að Bromley vissi meira
um málið, en nokkur ætti að vita. Hann vissi
nóg til að geta farið til lögreglunnar. Hann vissi
nóg til að vera næstum eins hættulegufr og
Smæley.
En það var . . . Nei. NEI.
12