Vikan - 15.01.1953, Síða 13
EFTI R
Tuttuqu árum síðar
^ □’HENRY
LÖGREGLUÞJÓNNINN, sem
var á vakt, gekk hnarreist-
ur upp götuna. Hann gekk hnar-
reistur af gömlum vana, en ekki
til þess að vekja á sér athygli,
því áhorfendurnir voru fáir.
Klukkan var tæplega tíu að
kvöldi, en hráslagalegar vind-
hviður og strjálir regndropar
gerðu það að verkum, að götur-
nar voru hartnær auðar.
Karlmannlegi og dálítið reig-
ingslegi lögregluþjónninn var í-
mynd laga og réttar, þar sem
hann tók í hurðirnar um leið og
hann gekk framhjá, sveiflaði
kylfunni af mikilli leikni og leit
öðru hvoru rannsóknaraugum
inn í friðsöm húsasund. Þetta
hverfi var alltaf komið í ró mjög
snemma. Á einstöku stað sást
ljós í tóbaksbúð eða matarbar,
sem ekki lokaði allan sólar-
hringinn; en í flestum húsum
voru verzlanir eða skrifstofur,
sem fyrir löngu var búið að
loka.
Um miðbik einnar húsasam-
stæðunnar hægði lögregluþjónn-
jnn skyndilega á sér. Maður með
vindil í munninum hallaði sér
upp að veggnum við dyrnar á
ljóslausri, járnvöruverzlun. Þeg-
ar lögregluþjónninn gekk til
mannsins, sagði sá síðarnefndi
hratt og sannfærandi:
— Þetta er allt í lagi, lög-
regluþjónn. Ég er bara að bíða
eftir vini mínum. Við ákváðum
þetta stefnumót fyrir tuttugu
árum. Finnst yður það ekki dá-
lítið einkennilegt ? Jæja, ég skal
segja yður alla söguna, svo þér
getið sannfærzt um, að þetta sé
rétt. Fyrir tuttugu árum var
veitingahús hérna þar sem
verzlunin er núna — veitinga-
hús Stóra Jóa Brandy.
— Já, það var hérna þangað
til fyrir fimm árum, þegar það
var rifið.
Maðurinn við dyrnar tók upp
eldspýtur og kveikti í vindlin-
um. I ljósbjarmanum kom í ljós
fölt, hvasseygt andlit með sterk-
legum kjálkum og litlu hvítu öri
við hægri augabrún. I hálsklútn-
um hans var einkennileg nál
með stórum demanti.
— Fyrir tuttugu árum, sagði
maðurinn, borðaði ég hér hjá
Stóra Jóa Brandy með Jimmy
Wells, nánasta vini mínum og
einhverjum þeim besta dreng
sem til er í öllum heiminum. Við
ólvunst upp saman eins og bræð-
ur hér í New York. Ég var þá
átján ára og Jimmy tvítugur.
Morguninn eftir ætlaði ég að
leggja af stað vestur til að
freista gæfunnar. Það var ekki
hægt að mjaka Jimmy frá New
York; honum fannst það vera
eini staðurinn, sem væri nokk-
urs virði á allri jörðunni. Jæja,
þetta umrædda kvöld ákváðum
við að hittast hérna aftur eftir
nákvæmlega tuttugu ár, hvernig
sem á stæði og hversu langt sem
við þyrftum að fara. Við álitum,
að eftir tuttugu ár hlytum við
að vera búnir að vinna okkur
upp og örlög okkar að vera á-
kveðin.
— Þetta er mjög merkileg
saga, sagði lögregluþjónninn.
Mér finnst samt liðinn nokkuð
langur tími frá síðasta stefnu-
mótinu. Hafið þér ekki frétt
neitt af vini yðar síðan þér fór-
uð?
— Jú, við skrifuðumst á
fyrst, svaraði hinn, en eftir
eitt eða tvö ár hættum við.
Það er nokkuð víðáttumik-
ið þarna fyrir vestan, eins
og þér vitið og ég var mikið
á ferðinni. En ég er viss um að
Jimmy hittir mig hérna ef hann
er á lífi, því hann hefur alltaf
verið mesta tryggðatröll og eins
áreiðanlegur og nokkur maður
getur verið. Hann gleymir þessu
ekki. Ég er sjálfur kominn þús-
und mílna veg til að standa
hérna við dyrnar í kvöld, og
það er sannarlega þess virði,
ef gamli félaginn minn kemur.
Maðurinn dró upp fallegt úr.
Lokið á því var alsett litlum
demöntum.
— Vantar þrjár mínútur í tíu,
sagði hann. — Klukkan á mín-
útunni tíu skildum við hérna
fyrir framan dyr veitingahúss-
ins.
— Svo yður hefur gengið vel
fyrir vestan, er það ekki ? spurði
lögregluþjónninn.
— Jú, því megið þér trúa. Ég
vona, að Jimmy hafi gengið þó
ekki væri nema hálft eins vel.
Hann var alltaf lúsiðinn. Ég
hefi orðið að keppa við slungn-
ustu menn til að komast yfir
auðæfi mín. Menn komast í fast-
ar skorður hér í New York. Þeir
þurfa að komast vestur til að
fá skerpuna aftur.
Lögregluþjónninn sveiflaði
kylfunni sinni og steig nokkur
skref.
— Ég ætla að halda áfram.
Ég vona að vinur yðar komi.
Ætlið þér að gefa honum naum-
an tíma?
— Nei, það getið þér reitt yð-
ur á, svaraði hinn. Hann fær að
minnsta kosti hálftíma. Ef
Jimmy er á lífi, verður hann
kominn fyrir þann tíma. Verið
þér sælir, lögregluþjónn.
— Góða nótt, svaraði lög-
regluþjónninn. Hann hélt áfram
eftirlitsferðinni og reyndi allar
hurðir um leið og hann gekk
framhjá.
Nú var komin ísköld úðarign-
ing og strjálar vindhviðurnar
voru orðnar að stöðugu roki.
Þeir fáu, sem voru á ferli í
hverfinu, hröðuðu sér þögulir og
skuggalegir áfram með upp-
bretta kragana og hendurnar í
vösunum. Og alltaf stóð maður-
inn, sem kominn var þúsund
mílna vegalengd á svo óvisst
stefnumót, að það var næstum
fjarstæða, við jámvöruverzlun-
ina, reykti og beið.
Hann beið í tuttugu mínútur.
Þá kom grannur maður í síðum
frakka með uppbrettan kragann
yfir götuna og hraðaði sér beint
til mannsins sem beið.
— Ert þetta þú, Bob ? spurði
hann vantrúaður.
— Ert þetta þú, Jimmy
Wells ? hrópaði maðurinn við
dyrnar.
— Jú, svei mér þá, sagði ný-
komni maðurinn og greip um
báðar hendur hins. Jú, þetta er
svo sannarlega Bob. Ég þóttist
viss um að finna þig hér, ef þú
værir á annað borð á lífi. Jæja
— tuttugu ár er langur tími.
Gamla veitingahúsið er horfið,
Bob; ég vildi að það væri hér
ennþá, svo við gætum borðað
þar í annað sinn. Hvernig hefur
þér liðið fyrir vestan, gamli
minn?
— Ágætlega. En þú hefur
breyzt mikið, Jimmy. Ég hélt
þú værir talsvert lægri en þú
ert.
— Það tognaði dálítið úr mér
eftir að ég varð tvítugur.
— Gengur þér vel hér í New
York, Jimmy?
— Sæmilega. Ég vinn hjá
bænum. Komdu, Bob; við skul-
Framhald á bls. lJf.
Valentino og; Natacha, stúlkan sem hann aldrei gat gleymt.
t)r tveimur myndum Valentinos — 1924 og 1926.
Konungur kvennagullanna
I ugir kvikmyndaleikara hafa
orðið heimsfrœg kvenna-
gull síðan fyrsta kvikmyndavélin
iók fyrstu myndina af fyrsta kúa-
smalanum flengriðandi á eftir bóf-
um og rauðskinnum. En einn kvik-
myndaleikari varð kóngur allra
kvennagulla, og það má segja
liann sé það enn þann dag í dag,
þó liann sé löngu dauður. Maður-
inn lifir í sögunni: Rodolplio Al-
fonzo Raffaelo Pierre Filibert
Guglielmi di Valentina d’Anton-
guolla — öðru nafni Rudolp Volen-
tino.
Hann var fœddur 1895 í ítalska
þorpinu Gastellaneta, reyndi 15
ára að ganga í ítalska flotann, en
var liafnað. Átján ára tók hann
sig svo upp og hélt til Bandarikj-
anna og settist að í New York.
Ilann eignaðist italska vini í
heimsborginni og lét það verða
eitt sitt fyrsta verk að lœra að
dansa. Vinir hans voru miklir
gleðimcnn og Valentino sótti með
þcim skcmmtistaðina af eintómri
skyldurækni. En hann varð líka
afburoadansmaður og svo mikill
kavaler, að hann fór að hafa ofan
af fyrijr sér með því að leigja á
sér lipru fœtuma, þ. e. hann tók
að sér að fara á skemmtistaði
með efnuðum einmana konum og
dansa við þær fyrir þóknun.
Svo kom að þvi, að hann fór að
sýna dans, og síðan tók Holly-
wood við. Hann giftist leikkonu í
nóvember 1919, en liún liljóp frá
honum í sjálfri brúðkaupsveizl-
unni og þau skildu að lögum mán-
uði seinna.
Hann var um þessar mundir
byrjaður að vinna sér frægðar-
orð scm kvikmyndaleikari. En
ballið hófst ckki fyrir alvöru fyrr
en nokkru eftir hið mislukkaða
hjónaband, þá lék hann í mynd-
inni „Fjórir riddarar“ og setti állt
á annan endann í hinum banda-
riska kvikmyndaheimi.
Um líkt leyti varð Valentino
ástfanginn á ný, það var i stúlku
með kvikmyndanafnið Natacha
Rambova. Hann tilbað hana og
gekk á eftir henni með grasið í
skónum. En hún var um það bil
einasti kvenmaðurinn í öllum
Bandarikjunum, sem ekki var œrð
af hrifningu, og hann mátti biðja
hennar oft og vel, áður en hún
féllst á að giftast lionum. Um leið
tók liún að sér að stjóma kvik-
myndaferli hans og hann varð enn
frœgari.
Natacha var mikil listakona og
slunginn kaupsýslumaður og
Valentino var öllum mönnum ham-
ingjusamari. En svo endurtók
Hollywood-sagan sig: Natacha
sótti um skilnað.
I nýjustu œfisögu hins mikla
kvennagulls er sagt, að liann hafi
elskað siðari konuna sína fram í
andlátið. Hann reyndi að gleyma
raunum sínum með því að steypa
sér út í skemmtanalíf kvikmynda-
bcejarins, var tíður gestur í næt-
urklúbbunum i fylgd með Pola
Negri og Vilma Banky, hinum
miklu stjömum þöglu myndanna.
En það var farið að hálla undan
fœti fyrir honum, þó enn héldi
hann kvenhyllinni. Það var kald-
hœðni örlaganna, að maðurinn,
scm allar konur tilbáðu, varð að
sjá á bak einu konunni, sem hann
kœrði sig um.
Hann veiktist í einum nœtur-
klúbbnum og nokkrum dögum síð-
ar var hann látinn. Það var 1926.
Fregnin um andlát hans barst eins
og eldur í sinu um öll Bandaríkin,
um állan lieim. 90,000 manns
gengu fram hjá likbörum hans á
dag á meðan liann stóð uppi. Kon-
ur grétu, báðu guð að hjálpa sér,
œptu og féllu i yfirlið. Flugvélar
vörpuðu blómsveigum á leiðið
lians og Pola Negri leið í ómegin
við jarðarförina. Hann dó á há-
tmdi frœgðar sinnar, hinn ókrýndi
konungur þerra karlmanna, sem
konumar gefa hjörtu sí?i — og
tár — í bíóum heimsins.
13