Vikan - 19.02.1953, Síða 5
Hún hvarf eins og dögg fyrir sólu
E F T I B
Ethel Lina White
17
EVELYN var látin „hverfa" í Pomeranía hús-
inu. Majórinn sá um að það gerðist þegar
hann hafði vitni. Um leið og Marlene birtist í
stiganum, eins og venjulega, heimtaði Cross að
herbergið yrði rannsakað og veggirnir rifnir.
Heiðarlegur handverksmaður gat því borið vitni
um að engin leynihólf væru þar.
Næsta skrefið var að laga herbergið og Cross
og Pomeroy létust hvor öðrum reiðir vegna kostn-
aðarins, til að engum dytti í hug að þeir væru
samsærismenn. Viðgerðarmaðurinn lagaði vegg-
fóðrið, en um nóttina breyttu Bergman og Cross
öllu eftir sínu eigin höfði. Majórinn kom dyra-
verðinum í burtu og hleypti þeim inn, klæddum
eins og verkamönnum. Af tilviljun komum við
inn á versta tíma, því Cross var á leiðinni inn
með spegilinn. Hann þóttist ganga álútur undir
þunga hans, svo ég sæi ekki framan í hann.
Um nóttina rifu þeir gat á vegginn milli nr.
16. og 17., enda hafði majórinn látið setja þar
þunnan vegg áður, undir því yfirskyni að það
væri aðeins til bráðabirgða.
Spegilrammanum var þvínæst komið fyrir í
opinu, en glerið var laust og á hjörum, svo hægt
var að opna hurð með því að styðja á það. Því
var lokað i herbergi ungfrú Power og það falið
með tjöldum. Auðvitað hefði lögreglan fundið
þessar leynidyr, ef kallað hefði verið á hana.
Þess vegna varð að koma í veg fyrir að Stirl-
ing-hjónin kölluðu á lögregluna.
Cross hafði þótzt fá bréf frá dóttur sinni, til
að hreinsa Pomeraníahúsið af öllum grun og sið-
an myrtu þeir Evelyn til að hræða Stirlinghjónin
frá að blanda lögreglunni i málið. Cross lék hlut-
verk föðursins, sem er of æstur og reiður til að
hegða sér skynsamlega.
Annað Bergmanshjónanna læddist inn í íbúð
Cross af brunastiganum og drap Evelyn. Cross
var hjá mér á skrifstofunni til að geta sannað
hvar hann var, ef einhverjum dytti í hug að hann
væri viðriðinn dauða dóttur sinnar. Mér gremst
enn hvernig honum tókst að tefja fyrir mér, til
að vera viss um að stúlkan væri dáin þegar við
kæmum þangað.
Og nú er röðin komin að þér. Cross gat ekki
mælt með einhverri af sinum stúlkum við Stir-
lingfjölskylduna, því þær þoldu ekki að leitað væri
upplýsinga um þær. Hann varð að hætta á að
velja þig og treysta því að hann hefði stjórn
á öllu sem fram færi. Hann hlýtur að hafa þakk-
að sínum sæla fyrir að finna svo fjörlega stúlku
með annað eins ímyndunarafl.
Það leið ekki á löngu áður en hann hafði ykk-
ur báðar á valdi sínu. Beatrice gerði hann upp-
reisnargjarna og kom henni til að ákveða að
fara til spákonu. Og þá gat hann loks hafizt
handa.
Allt var komið undir því að engu skeikaði um
tíma. Allir stemmdu úrin sin saman, því ef ein-
hverjum seinkaði um eina sekúntu, var allt eyði-
laigt. Spegilhurðin stóð opin og húsgögnunum
þannig komið fyrir að annað herbergið virtist
vera spegilmynd hins. Majórinn hafði búið öll
herbergin eins að húsgögnum, þó þitt herbergi
væri lélegra af því að það var aðeins leigt til
málamynda. Goya dreifði púðunum sínum í bæði
herbergin til að fullkomna myndina. Þegar þú
stóðst í herbergi nr. 16 sástu inn í nr. 17 en hélzt
að það væri sama herbergið í speglinum.
Það hélt Beatrice líka þangað til hún var kom-
in svo nálægt að hún hefði átt að sjá sjálfa sig í
speglinum. Á sama augnabliki dró majórinn at-
hygli þína að sér með þvi að segja þér frá sím-
talinu. Beatrice hefur sagt mér hvað gerðist næst.
Skyndilega kom Cross í ljós í spegildyrunum.
Hann brosti til hennar, studdi fingrunum á var-
irnar og hún hélt að hann væri að koma henni
á óvart til að reyna sjálfstjórn hennar.
SÖGULOK
Hún segir að það sem á eftir fór hafi gerzt
svo skyndilega að hún getur varla gert sér grein
fyrir þvi hvað gerðist. Eitthvað þungt féll á höf-
uð hennar og hún missti meðvitundina.
Allur flokkurinn vann saman. Þrjú þeirra
voru inni í nr. 17. Cross hafði falið sig bak við
hurðina meðan dyrnar voru opnaðar svo Mack
sæi inn. Skápurinn var því næst látinn festast
í dyrunum, þar til búið var að stinga Beatrice
og öllum púðunum inn í hann og loka speglinum.
Þvi miður var Beatrice meðvitundarlaus, svo
hún vissi ekki að það var ekki annað en bakið
á skápnum, sem skildi hana frá hinum trygga
Mack og að hann var að hjálpa til við að losa
hann. Cross og Bergman báru skápinn niður stig-
ann og út í bílinn, sem ók með hann í húsið við
Starfish-stræti. Þangað kom Power líka til að
taka við fanganum.
Það var ekki mikil hætta á þvi að neinn þekkti
þá í dulargerfi flutningamanna, því majórinn
hafði sent dyravörðinn í burtu. Það var ekki
kveikt á öllum Ijósunum, svo rökkur var bæði á
pallinum og í stiganum. Cross faldi andlitið bak
við skápinn, svo Mack gat ekki séð framan í
hann. Og þegar þú komst hlaupandi fram, varstu
of æst til að veita þeim athygli. Hvað Bergman
viðvék höfðuð þið aldrei séð hann nema með
stór dökk gleraugu og einkennishúfuna.
Skilurðu núna hvers vegna enginn vildi trúa
þér? Cross var þegar búinn að segja slíka sögu,
sem svo reyndist ósönn. Viðgerðarmaðurinn gat
fullvissað alla um að engar leynidyr væru þar og
majórinn þóttist ekki vilja láta fara illa með
sig í annað sinn. Auk þess vildi enginn eyðileggja
nýja og rándýra viðgerð og að lokum sást stúlka
I hvítri kápu í brunastiganum.
Stirlinghjónin féllu í gildru Cross þegar þau
komu og neituðu að kalla á lögregluna. Cross
hafði séð um að frú Stirling sæi viðbjóðslega
mynd af myrtu stúlkunni og auðvitað hefðu all-
ar mæður reynt að koma í veg fyrir að dætur
þeirra hlytu slík örlög.
Nú voru þau alveg örugg — það var aðeins
einn veikur punktur. Goya hafði hellt kaffi í
sófann sinn rétt áður en Beatrice kom og Cross
var ekki viss um að Power hefði munað eftir því
að taka klútinn sem hafði verið lagður yfir blett-
inn til að fullkomna spegilmyndina. Ef einhver
fyndi hann gæti hann komizt á sporið. Hann
læddist upp í nr. 17 og þegar hann heyrði að ein-
hver var hinu megin við vegginn, var hann svo
viss um að það væri Goya að hann opnaði hurð-
ina. Þá sá hann þig.
Til allrar hamingju varðstu hrædd og hljópst
— annars . . . jæja, við skulum ekki tala um
það. Cross lét þig drekka eitthvað til að þig
svimaði og þú héldir að þig hefði dreymt þetta.
Nú var ekki annað eftir en að ná í lausnar-
gjaldið og það gat Cross gert sem milligöngu-
maður. Þá þurfti að taka demantana úr um-
gjörðunum og smygla þeim til meginlandsins.
Þeir gátu gert þetta hægt og rólega, því enn
höfðu þeir peninga frá Goyu. Majórinn hefur
sagt okkur þetta allt. Hann var orðinn svo tauga-
veiklaður að líklega hefði hann gefizt upp. Hann
sleppur með fangelsisvist, en hinir fá dauða-
dóm.
Goyu var komið fyrir kattarnef með því að
færa ljósin á brúnni og bílstjórinn hennar
var svo heppinn að vera ekki i bílnum með
henni. Beatrice átti ekki að koma í leitirar og
þeir höfðu ákveðið hvernig þeir gætu falið hana,
til að foreldrarnir héldu áfram að vona það að
hún kæmi fram. Þegar þau loks kölluðu á lög-
regluna, væri afbrotamennirnir löngu farnir leið-
ar sinnar.
Majórinn varð að eyðileggja spegilhurðina og
það gerði hann með því að rífa rammann frá, svo
það liti út eins og vegurinn hefði brotnað. Kalk-
ið sem þeir höfðu losað úr veggnum þegar speg-
ilhurðin var sett upp, var vandlega geymt. Þegar
búið var að strá þvi á gólfið i herberginu var
sagan um þunga spegilinn mjög sennileg. Majór-
inn hafði ákveðið að láta breyta hæðinni fyrir
skrifstofuherbergi með því að rífa veggina og
eyðileggja þannig síðasta sönnunarvottinn.
Nú ætla ég að útskýra fyrir þér hvernig fyrra
stúlkuhvarfið fór fram. Dyravörðurinn sór að
hann hefði séð stúlkuna fara upp og að hún hefði
aldrei komið niður aftur. Hvers vegna?
Sannleikurinn var sá að hún kom aldrei inn
og vegna þess að það er snjall leynilögreglumað-
ur, sem þú ætlar að giftast, þá byrjaði ég á því
atriði. Ég var dálítið tortrygginn, þegar ég frétti
að stúlkan hefði beðið um eld í sígarettuna sina
— en dyravörðurinn var svo sannfærður um að
hún hefði farið upp að ég gat ekki annað en
trúað því.
Majórinn skýrði mér frá atviki sem dyravörður-
inn mundi ekki. Þegar hann var búinn að kveikja
í sígarettunni, bað hún hann um að fara út og
líta á bílinn. Á meðan læddist hún út aftur og
faldi sig undir bílsætinu. Á sama augnabliki kom
Power fram á ganginn og dyravörðurinn sá hana
gegnum glerhurðina, þar sem hún stóð á tali við
majórinn og Cross. Það sem villti honura sýn var
það að hún var í samskonar dragt og Evelyn,
hárið féll niður á bak og hún var að reykja síga-
rettu.
Þegar hún kom upp á stigapallinn, gat dyra-
vörðurinn ekki lengur séð hana. Þá læddist hún
Veiztu —?
1. Hvernig fann Galileo aðferðina til að
smíða klukkur ?
2. Hvar svitnar hundurinn?
3. Eftir hvern er: „Vorið góða grænt og
hlýtt“ ?
4. Hvaða drottning sagði: „Ef hjarta
mitt væri opnað fyndist nafn Calais
skrifað þar" ?
5. Hvaða sjö þjóðir eru fjölmennastar i
Tékkóslóvakíu ?
6. Hvort eru Kristin trúarbrögð eða
Múhameðstrú eldri ?
7. Hvaða tré getur orðið allra trjáa elzt?
8. Ur hvaða sögum eru þessar persónur:
1. Halldór Bessason
2. Hosinante
3. Falur í Eystridal?
9. Hefur mynd Jesus Krists verið notuð á
frímerki ?
10. Ur hvaða hrognum er rauður kavíar
búinn til?
Sjá svör á bls.
5