Vikan - 19.02.1953, Blaðsíða 6
inn í herbergið sitt og fór í ullardragtina utan
yfir hina, þykka sokka yfir nælonsokkana og í
gönguskó. Þá setti hún hárið i hnút í hnakkanum.
Fallegu háhæluðu skórnir voru eini hluturinn sem
gátu sett hana í samband við hvarfið, ef her-
bergið væri rannsakað. Þessvegna stakk hún þeim
inn í klukkuna og þó þeir finndust þar, gat engan
grunað hana.
Majórinn segir að hann hafi sett svörtu dragt-
ina í póst með utanáskrift einhverrar óþekktrar
manneskju. Evelyn fór út í húsið við Starfish-
stræti og þar lét hún fyrir berast. Þessvegna hiýt-
ur hún að hafa verið himinlifandi, þegar þau
hringdu til hennar daginn áður en hún var myrt
og sögðu henni að snúa aftur heim á hótelið til
Cross . . . Jæja, hún lifði samt eins og prinsessa á
leiðinni til Englands.
Alveg frá byrjun fannst mér atburðarásin
ákaflega furðuleg. Sagan um hvarf stúlkunnar
var alveg fráleit en ég gat ekki skilið i hvaða til-
gangi hún væri búin til. Til allrar hamingju skrif-
aði ég í vasabókina mina hvernig fólkið kom mér
fyrir sjónir fyrsta daginn.
Það fyrsta sem beindi mér á rétta leið var það
að ég hafði skrifað að Power væri þybbin, en í
raun og veru var hún grönn. Þú bentir mér á
að hún hefði verið í tveim dragtum, hverri utan
yfir annarri. Auk þess datt mér í hug að verið
væri að eyða svona miklu í að skreyta nr. 16, til
að ekki kæmi til mála að rífa það niður aftur.
Þegar hér var komið voru fleiri einkennileg
atriði farin að stinga upp kollinum, en ég er
víst búinn að segja frá þeim. Þessi dulbúningur
ungfrú Power kom mér til að gera ráð fyrir að
um samsæri væri að ræða. Ég hélt að í hópn-
um væru auk hennar, majórinn, Goya, dyravörð-
urinn og skrifstofustúlkan — ef til vill Marlene
líka. Ef ég hefði ekki þegar verið orðinn skotinn
í þér hefði mér vafalaust dottið Viola Green í
hug líka.
Dyravörðurinn var auðvitað ekkert við málið
riðinn og Marlene var ekki annað en vinkona
majórsins. Hann gaf henni hvíta kápu og bauð
henni út í te daginn sem Beatrice hvarf. Þar
sem hann var húsbóndinn, urðu þau að fara leynt
með stefnumót sín og majórinn bað hana um að
koma niður brunastigan og bíða sín úti. I hús-
inu hinu megin við götuna eru margar skrif-
stofur og hann treysti því að einhver kæmi auga
á stúlku í hvítri kápu í myrkrinu.
Samt sem áður urðu allar þessar grunsemdir
mér að engu gagni. Ef ég hafði rétt fyrir mér
varð Cross að vera meðsekur, en dóttir hans
hafði verið myrt. Ég minntist þess líka að hár
hans hafði orðið hvítt á einni nóttu af áhyggj-
um hennar vegna. Það var ekkert undarlegt þó
ég tryði því að sorg hans væri ósvikin, þvi ég
hafði verið með honum þegar vinkona hans —
Nell Gaynor — var myrt. Þá hafði hann fallið
alveg saman og farið að gráta.
Samt var það Nell, sem opnaði augu mín. Það
var engin vandi að sjá hve vænt henni þótti um
hann og að honum þótti líka innilega vænt um
hana . . . Glæpamenn verða oft viðkvæmir fyrir
mæðrum sínum eða gömlum kærustum, þar sem
skynsamar konur verða aftur á móti oft yfir sig
ástfangnar af glæpamönnum. Ég býst við því að
stóri, slæmi strákurinn hafi orðið ástfanginn af
Nell, þegar hún var lítil telpa.
Cross óttaðist að Nell færi að tala um einka-
mál sín við frú Stirling eða fyrverandi einka-
ritara hennar. Til að koma í veg fyrir það,
hringdi hann til Bergmans og fól honum að láta
einkaritarann verða fyrir slysi. En Bergman
ákvað að stöðva allar upplýsingar og þagga niður
í Nell. Hann hefur liklega fengið hana til að
leggja svona snemma af stað með því að senda
henni einhver skilaboð frá Cross.
En Nell hefndi sín. Mannstu ekki eftir því að
þegar hún kom að borðinu okkar, sagði Cross
að hún hefði ekki breytzt og ég býst við að
það hafi aðeins verið sagt af kurteisi ? Jæja,
hverju svaraði hún? Hún sagði ekki: ,,En það
hefur þú gert. Hvað hefur komið fyrir hárið á
þér?" Ekkert hefði þó verið eðlilegra. Nei, í
Framhald á bls. 14.
UPPBOÐ OG KRAFTAVERK
ÞEGAR séra John Henley steig út úr lest-
inni, flýtti hann sér inn í biðstofuna, tók
af sér prestaflibbann og setti upp annan linan,
sem ekki stakk í stúf við svörtu fötin hans.
Síst datt honum í hug, að þessi smávægilega
breyting á klæðnaði hans væri upphafið að
atburði, sem hann seinna kallaði kraftaverk.
I 25 ár hafði hann þjónað sama brauðinu
og það kom varla fyrir að hann fór út fyrir
sóknina sina. Það hefði hann heldur ekki gert
í þetta skipti, ef hann hefði ekki verið i pen-
ingakröggum. Hann vantaði 150 pund.
Þar sem hann vildi ekki að fólk sæi prest
hjá veðlánaranum, skipti hann um flibba. Þó
auglýsingin frá veðlánaranum hefði boðið allt
að 500 punda lán, þá var ekki um annað að
ræða en geysiháa vexti og góða tryggingu
þegar á staðinn var komið. Svo séra John
hætti við allt saman og fór að reika um göt-
urnar meðan hann beið eftir næstu lest.
Allt í einu kom hann auga á skylti og las:
„Uppboð i dag“. Hann fór að velta þvi fyrir
sér, hvort hann ætti nokkurn hlut, sem hægt
væri að selja á uppboði.
Eftir að hann hafði litið með fyrirlitningu á
nokkra smekklausa vasa, dró fallegt, gamalt
borð að sér athygli hans og hann þurrkaði
gleraugun til að geta skoðað það betur, án
þess að veita því nokkra athygli, að átta menn
störðu á hann. Tímans tönn hafði að vísu sett
mark sitt á borðið, en þrátt fyrir það, hefði
það farið vel í stofunni á prestsetrinu. Hann
opnaði skúffuna.
Þegar Charles Morris sá hve vandlega hann
skoðaði skúffuna að innan, varð hann alveg
viss í sinni sök. Jú, þessi lotni maður, sem
sífellt þurrkaði af gleraugunum sínum, var
enginn annar en Foster. Morris bölvaði í hljóði.
Það var nógu slæmt að þurfa að bjóða á
móti sjö öðrum, þó einn af fróðustu mönnum
landsins um gömul húsgögn bættist ekki í
hópinn.
— Jú, það er hann, sagði hann íbygginn. Ef
hann ætlar sér að ná í þetta borð, getum við
alveg eins hætt við það. Sem þekktasti forn-
gripasalinn i héraðinu, átti hann að þekkja
þennan fræga mann frá London.
Morris hafði ekki verið viss um að franska,
innlagða borðið, sem merkt var nr. 111, væri
í raun og veru smíðað af hinum fræga Riesner,
sem uppi var á 18. öld, en ef svo væri, var
það að minnsta kosti 2000 punda virði. Ur þvi
Foster rannsakaði það svona nákvæmlega,
hlaut hann að hafa rétt fyrir sér. Hann gæti
auðvitað sprengt verðið upp fyrir Foster, en
hvaða gagn hefði hann af þvi? Eina ráðið
væri að fá Foster í félag við þá og kaupa svo
borðið fyrir lítið. Skyldi hann vera tilleiðan-
legur ?
Presturinn var að skoða gamalt úr, þegar
hann heyrði að einhver ávarpaði hann:
— Viljið þér vera með?
Presturinn horfði undrandi á manninn. Hon-
um fannst spurningin mjög kjánaleg, einkum
þar sem maðurinn virtist ekki vera drukkinn.
Ef hann átti við uppboðið, þá var hann auð-
vitað með, úr því hann var kominn inn.
— Ég skil yður því miður ekki. Hver eruö
þér ?
— Ég heiti Morris. Þér hafði líklega ekki
heyrt min getið, en ég kannast við yður, sagði
maðurinn og drap titlinga. Við vitum allir,
hvers vegna þér eruð hingað kominn.
Þetta gat presturinn ekki með nokkru móti
skilið. Hvernig gat þessi einkennilegi maður
vitað, að hann var hingað kominn til að fá
lánaða peninga? Mary vissi það ekki einu
sinni. Hún hélt, að hann væri í embættiserind-
um.
Morris gat ekki leynt óþolinmæði sinni. Það
var engin furða þó Harris væri kallaður „ref-
urinn“: Einn fyrir alla og allir fyrir einn,
sagði hann. Eruð þér með okkur eða móti?
Þetta fannst prestinum enn einkennilegra.
Maðurinn var kannski ekki geðbilaður, en
undarlegur var hann. Það var alltaf bezt að
tala varlega við svoleiðis fólk.
— Góði maður, ég er hvorki með ykkur né
á móti. Nú skuluð þér fara til félaga yðar og
segja þeim það.
— Allt í lagi, svaraði maðurinn og fór.
Fallega borðið var selt fyrir 27 pund og
presturinn sá eftir því. Hann gekk fram að
dyrunum og var að hugsa um, hvar hann
ætti að biða eftir lestinni. Nokkrir menn
gengu framhjá honum og síðastur kom litli
maðurinn.
— Við skulum koma á skrifstofuna mina og
gera upp þar, sagði hann.
Presturinn var alltof undrandi til að mót-
mæla og elti þá inn í verzlun, sem á stóð
„Morris & Goldberg". Honum var boðið inn
í skrifstofuna, þar sem hinir höfðu þegar telc-
ið sér sæti kringum borð og buðu honum nú
að setjast.
— Hver býður í borðið, sagði maðurinn wið
borðendann.
— 25 pund, sagði litli maðurinn. 50—75—
100 sögðu hinir hver af öðrum. 150—200—
1 hvert skipti sem röðin kom að prestinum,
litu þeir allir eftirvæntingarfullir á hann. —
1010 pund, sagði maðurinn við borðendann nú
og allir horfðu rannsakandi hver á annan.
— Ég er hættur, sagði einn og fleiri tóku
undir. Nú sá presturinn, að enginn var eftir
nema hann, litli maðurinn og maðurinn við
borðendann. Skyldi þetta vera eitthvað spil?
hugsaði hann. Nei, hér sáust hvorki teningar
né spil.
— 1050, sagði maðurinn og horfðist í augu
við prestinn. Það var auðséð, að þeir væntu
þess, að hann gerði eitthvað og þá var auð-
vitað auðveldast að hætta.
— Ég er hættur, sagði hann.
Allir önduðu léttara og ýttu stólunum frá
borðinu og maðurinn við borðendann sagði:
Þú fékkst það, Charlie. Og svo fór hann að
reikna eitthvað á blaði. — Það verða 185 pund
á mann. Það er bezt að borga það strax. Hann
fór fram í búðina.
Þetta er ákaflega undarlegt, hugsaði prest-
urinn. Hann sagði að þeir vissu að mig
vantaði 150 pund, en nú er engu líkara en að
ég eigi að fá 185, 35 pundum meira. Og eng-
inn hefur minnzt á tryggingu og vexti, eða
spurt, hvenær ég geti borgað þetta.
Nú kom maðurinn aftur inn og fékk prest-
inum seðlabunka. — Það er vissara að telja
þá aftur, sagði hann.
— Ég skil hvorki upp né niður í þessu. Hér
hlýtur að vera um misskilning að ræða.
— Nei, upphæðin er rétt. Ég reiknaði það
sjálfur og Charlie borgaði. Þetta er yðar hlut-
ur, Foster.
— Foster? Ég heiti ekki Foster. Ég er séra
John Henley og ég er að bíða eftir lestinni
til að komast heim í sóknina mína. Nú ætla
ég að skila peningunum aftur.
Maðurinn skellihló: Vitið þér þá ekki, að
þér voruð með í „uppboðshring" ? Við vissum
að borðið var dýrmætt og ákváðum að kaupa
það fyrir lítið og bjóða það upp sjálfir. Sá,
sem fengi borðið, borgaði þá ekki meira en þó
hann þyrfti að yfirbjóða hina á uppboðinu, en
þeir skiptu mismuninum á kaupverðinu og
söluverðinu. Ef þér hefðuð ekki verið hér, hefði
Framhald á bls. 14.
6