Vikan - 26.02.1953, Side 4
FLÓTTINN FRÁ HVERSDAGSLÍFINU
OTRAX og hún heyrði úti-
^ hurðina skella á eftir hon-
um, fór hún að skipta um föt.
Með skjálfandi höndum tók
hún vínrauða silkikjólinn —
kjörgripinn — út úr skápnum,
dró bætta, gráa léreftskjólinn
yfir höfuðið, settist fyrir fram-
an spegilinn og fór að nudda
rauðum farða á kinnamar. Hún
fann hvernig hjartað barðist í
brjósti hennar og hún reyndi
að róa sig með því að brosa.
1 kvöld yrði hún að vera róleg og
örugg — ensk hefðarkona fram I
fingurgómana. Leikstjórinn hafði
sagt, að hún gæti það vel, ef hún
herti upp hugann.
En það var stundum erfitt, þegar
hún hafði staðið allan daginn í hálf-
dimmri, mollulegri búðinni og selt
vindla, sígarettur, blöð og öl og
deilt öðru hvoru um það við Henrik,
hvort gamall viðskiptavinur hefði
fengið rétta tegund eða af hverju
það vantaði nokkra aura í kassann.
Og þegar maður var með allan hug-
ann við setningar hefðarfrúarinnar
og reyndi að lifa sig inn í hlutverkið
með Sir Robert — við vaskinn bak
við hengið — þá . . .
Þegar hún lét kjólinn falla yfir
höfuðið og fann mjúkt silkið koma
við sig, varð henni hugsað til Al-
brechtsens. Fyrsta kvöldið hafði hann
stanzað við rimlana í leikfimissaln-
um og kinkað Virðulega kolii til
hvers um sig, svo Ijósið lék í svörtu,
sléttkembdu hárinu.
Ef Henrik grunaði — slagæðin í
hálsi hennar sló ört við tilhugsun-
ina — nei, þau höfðu til allrar ham-
ingju gert með sér samning. Þegar
Eftir Knud E. Andersen
Henrik spilaði billiard, mátti hún
fara í bió, og þegar það kom fyrir,
að hann spurði um myndina, gat hún
alltaf svarað, því hún las sýningar-
skrárnar.
Nú var hún búin að finna merki-
legra og þýðingarmeira viðfangs-
efni, sem Henrik vissi ekki að var til.
1 þessari nýju tilveru voru engir
kassaskellir, enginn uppþvottur eða
gólfþvottur, heldur draumar og
leyndar þrár, sem urðu að æfintýri
á hverjum miðvikudegi og hún var
sjálf þátttakandi í.
Leiðinlegu brúnu stengurnar og
gráa reypið í leikfimissalnum, þar
sem þau æfðu, hurfu, þegar Albrecht-
sen tilkynnti að æfingin gæti byrjað.
1 huganum steig hún inn í ríkulega
stofu í Wilsonhöllinni, þar sem Godt-
fredsen póstafgreiðslumaður bauð
henni riddaralega arminn og var ekki
lengur sá Godtfredsen, sem sat allan
daginn bak við rimlana og afgreiddi
frímerki, heldur Sir Robert, sem
eyddi tíma sínum á hestbaki, við vín
eða með konum.
Hún leit á klukkuna á náttborð-
inu — nú yrði hún að fara að flýta
sér! Hvar var hatturinn, sem Henrik
vissi ekki að hún hafði keypt? Ung-
frú Möller fannst hann svo Parísar-
legur og Albrechtsen hafði hrópað
upp, þegar hann sá hann: Þér eruð
eins og heimskona með þennan hatt,
frú Bagge! Svo tók hún marglita
hálsklútinn og snjáðu kápuna, sem
var orðin of lítil á systur hennar.
Loks var hún tilbúin og greip í flýti
samanvöfðu pappírsrúlluna og fallegu
hanzkana. Hún var strax komin í
gott skap. Hún slökkti ljósið í svefn-
herberginu, opnaði hurðina fram a
ganginn — og stanzaði. Heyrði hún
eitthvað ?
Æ — lykli var stungið í hurðina
á búðinni.
Eitt augnablik var eins og hjarta
hennar hefði hætt að slá, en 'svo
hamaðist það eins og það ætlaði að
springa. Hún gat hvorki hreyft hönd
né fót til að forða sér. Hún stóð
bara eins og lömuð í dyrunum og
hlustaði á fótatakið niðri í búðinni.
Henrik dró alltaf annan fótinn, síð-
an hann fékk gigtina. Nú kom stór
og svartur skuggi upp stigann. Hún
kipptist við þegar hann kveikti
ljósið.
— Stendurðu þarna í myrkrinu ?
þrumaði hann.
— Já . . . ég . . .
— Klukkan er yfir sjö og ég hélt
að þú værir farin í bíó.
Þegar hún svaraði ekki hélt hann
áfram: — Karl varð allt í einu veik-
ur og þeir gátu ekki látið mig vita.
Svo var eins og hann sæi hana
skyndilega og augnahvarmarnir dróg-
ust saman: — Hvað er að sjá þig?
Þú ert öll útmökuð. Ertu að fara í
veizlu ? Af hæðnisbrosinu réð hún,
að það datt honum ekki i hug.
— Nei, ég . . . (hvers vegna hafði
henni ekki dottið í hug að þetta gæti
komið fyrir). Hún greip til fyrstu af-
sökunarinnar, sem henni datt i hug:
María er ein heima í kvöld. Ég lofaði
að líta inn til hennar.
Stór og feitur slútti hann yfir hana.
Hjá honum hafði hún einu sinni leit-
að skjóls. En óttinn, sem heltók hana,
rak allar gamlar minningar á brott.
Það sem einu sinni hafði verið trygg-
ur og traustur varnarveggur gegn
köldum og ógnandi heimi, var nú orð-
ið að fangelsismúr, sem lokaði hana
inni, svo henni fannst hún vera að
kafna.
En hún hafði aldrei þorað að rífa
sig lausa; hún vissi ekki, hvert hún
gæti farið, og konur á hennar aldri
áttu ekki um margt að velja. Hún
hafði tekið þann kostinn að flýja inn
í draumana og reynt að gleyma um
stund. Auglýsingin: „Áhugasamt
fólk óskast til leiksýninga, Leikfé-
lagið Melpomene," hafði visað henni
á hæli þar sem hún gat leitað skjól3
gegn búðinni, heimilinu og Henrik.
Hún glúpnaði alveg undir háðs-
legu augnaráði hans: Svo frúin hef-
ur fengið sér nýjan hatt! Við erum
bara farin að bera okkur ríkmann-
lega! Ha-ha, en hvað þú lítur asna-
lega út.
Nú fannst henni það líka. Hvers-
vegna varð allt svona lítilfjörlegt og
hlægilegt, þegar Henrik leit á það
og brosti þessu háðslega brosi?
— Hvað ertu með þarna?
Ósjálfrátt reyndi hún að fela það:
— það mátti hann ekki sjá, en hann
var búinn að grípa utan um bláu
pappírsrúlluna.
— Slepptu þessu, hvæsti hann:
gremjulega, þetta eru þó ekki leyni-
skjöl ríkisins . . . Lady Cynthia, á
það að vera þú ? Hann bar orðið
lady fram eins og það var stafað
(hvað mundi Albrechtsen segja um
það?). Hún sá hvernig hann naut
þess að kvelja hana.
•— Þú ert svei mér falleg lady. Svo<
breyttist röddin allt í einu og varð
kuldaleg og þrumandi: Þú hringir
auðvitað og segir að þú verðir ekki
með í þessu.
— Henrik, sagði hún skelfd, það
verður frumsýning á laugardaginn.
— Hún verður þá án þin. Það var
engu lílcara en að þessi rauðbirkni,
æðaberi maður stækkaði, þangað til
hann virtist fylla herbergið. Hún sá.
reiðina og fyrirlitninguna í svip hans.
Hún heyrði ekki lengur hvað hann
sagði. Áðeins ein hugsun komst að:
hætta við það . . . hætta þegar að-
eins voru tveir dagar til frumsýning-
arinnar . . .
— Henrik, sagði hún biðjandi, ég
get ekki svikið þau núna.
Hann geiflaði munninn eins og-
hann ætlaði að skyrpa einhverju út
úr sér. — Vitleysa, ætlarðu að gera
þig að fífli, á þínum aldri? Þú sem
gætir átt fullorðin börn. Hann teygði
fram höfuðið eins og hann ætlaði að
stanga hana.
Hún hrökk undan. Þarna kom
það ? Læknirinn hafði þó sagt, að hún
mundi ekki geta átt börn eftir að
hún missti fóstrið.
— Geturðu ekki notað miðviku-
dagsfríin þín betur?
— Nei, nú yrði hún að bera hönd.
fyrir höfuð sér. Hún var þó mann-
eskja — ekki þræll. — Þú spilar
billiard, sagði hún.
— Já, en það er skynsamlegur
leikur. Ætlarðu að hringja?
Hún stirðnaði og langaði til að
hljóða: Nei, Henrik, það get ég ekki
gert. Þú mátt ekki taka þetta frá.
mér líka. Hún skildi ekki, hvernig
hún hafði fengið hugrekki til að
segja þetta, en nú gat hún ekki
þagnað: Þú hjálpaðir mér þegar ég
stóð ein uppi eftir að mamma dó,
en þú beygðir mig líka undir vilja
þinn — niðurlægðir mig og gerðir
allt, sem mér var einhvers virði,.
hlægilegt.
Þessi stóri, feiti maður stóð þarna
og starði á hana. Ekkert varð ráðið
af svip hans.
— Ég geri allt fyrir þig, Henrik,
hjálpa þér í búðinni, sé um heimilið,
stoppa sokka og bý til mat, en ég
get ekki fórnað öllu lífi mínu fyrir
þig — þú hefur engan rétt til að
krefjast þess.
Allt í einu veitti hún því athygli
að hún var komin framhjá.
honum, framhjá þessu stóra flykki í
jakkafötunum og nú stóð hún í stig-
anum, sem lá niður í búðina og sá
móta fyrir afgreiðsluborðinu, kössun—
Framhald á bls. 14.
4