Vikan - 26.02.1953, Qupperneq 10
HEIMÍLIÐ II |
RITSTJÓRÍ: ELlN PÆlVIADÓTTIR \l j
.. ...................
Gólfteppi úr ísienzkri uil
Aöeins brot af verðmæti teppanna frá útlöndum
J bragga inni á Skúlagötu er Vefarinn h.f. til húsa. Vefarinn er
nýtt fyrirtæki, sem framleiðir Ijómandi fallega gólfdregla
úr ekta íslenzkri ull. Forstjóri þessa nýja fyrirtækis er Björn
Sveinbjömsson.
Það er alger nýjung og spor í rétta átt að framleiða gólfteppi
úr íslenzkri framleiðsluvöru í stað þess að selja hina ágætu ull
okkar til útlanda og flytja í staðinn inn unnin ullarteppi (eða
jafnvel baðmullarteppi) og greiða þannig vinnulaunin í erlend-
um gjaldeyri.
V ef naðaraðf erðin
Vefarinn framleiðir 70 sm. breiða
dregla, sem síðan má sauma saman
í gólfteppi.
Vefnaðaraðferðin er mjög lík því
sem er á Wilton gólfteppunum og
hefur maður frá fyrirtækinu starfað
við samskonar verksmiðju í Noregi,
en vefstóllinn er framleiddur í Þýzka-
landi.
Grunnur teppanna er úr jútugarni
og baðmull og eru það einu erlendu
■efnin, sem notuð eru, enda eru þau
aðeins brot af verðmæti og þyngd
teppanna.
Meginefni teppanna er svo íslenzka
Ullin (fjórði flokkur), ýmist lituð eða
Í sauðalitunum. Verksmiðjan Álafoss
vinnur ullina og gerir úr henni band.
Flos- og lykkjurenningar
Framleiddir eru bæði hinir svoköll-
uðu lykkjurenningar og flosrenning-
ar, en sá er munurinn að á flosrenn-
ingunum er klippt upp úr lykkjunni.
Lykkjurenningarnir eru almennt
taldir endingarbetri, en þeir slitna
ver þegar fer að sjá á þeim. Þeir eru
því hentugri á stiga og ganga þar
sem mikið mæðir á þeim. Aftur á
móti eru flosdreglarnir áferðarfal-
legri og mýkri undir fótinn. Fyrsta
hálfa árið kemur dálítil ló upp úr
teppunum, en þá á hún að mestu að
vera horfin.
Mynstur
— Við erum strax búnir að komast
að raun um að Islendingar vilja helzt
Ijósa grunna og breytum auðvitað í
samræmi við það, sagði forstjóri Vef-
arans þegar tíðindamaður blaðsins
leit þar inn.
Nú þegar er fyrirliggjandi mikið
úrval af einlitum, röndóttum og
mynstruðum dreglum og geta menn
litið á sýnishornin og valið sér liti
og mynstur hjá söluumboði fyrirtæk-
isins, Gólfteppagerðinni h.f., sem
einnig setur renningana saman í
teppi. Sýnishorn liggja nú þegar
frammi hjá Húsgagnaverzlun Krist-
jáns Siggeirssonar og í Haraldarbúð
h.f. í Reykjavík, Þorsteinsbúð í Kefla-
vík, KEA á Akureyri og hjá Árna
Danielssyni á Sauðárkróki.
Það er jafnvel ekki nauðsynlegt að
velja sér þær gerðir sem þegar eru
framleiddar. Fólk getur komið með
mynstrin, en það verður auðvitað
dýrara og tekur lengri tíma.
Mynsturvélin sem notuð er, er af
svonefndri jaquardgerð. Vefarinn
stendur í sambandi við samskonar
verksmiðju í Noregi.
Dreglar
úr ónýtum fiskilínum
1 næsta bragga við Vefarann eða
í Gólfteppagerðinni h.f., vinna vélar
að því að rekja sundur ónýtar fiski-
línur, sem sjómennirnir treysta ekki
lengur, lita þær og vefa úr þeim
grófustu tegundir dregla. Og alltaf
er til nóg af ónýtum línum.
Þannig getum við nú fengið allar
gerðir og liti af ljómandi fallegum
teppum og dreglum, grófum og fín-
um, framleiddum á Islandi úr íslenzk-
um efnum.
Verðið á 70 sm. breiðum dreglum.
Mynstraðir flosrenningar 185 kr. pr. m.
Einlitir og röndóttir flosrenningar 165 — — —
Mynstraðir lykkjurenningar 145 — — —
Einlitir og röndóttir lykkjurenningar 135 —
Renningar úr sauðalitunum eru eitthvað ódýrari.
10
AÐ kemur alltaf öðru hvoru fyrir
að við þurfum að taka á móti
gestum sem ekki drekka kaffi, þó
við fussum kannski við þvi sjálfar.
Hér eru nokkur ráð til að búa' til
gott te:
• Teið leysist best upp og helzt
lengst heitt, ef það er lagað i hnött-
óttum leirpotti.
• Notið ekki hitaveituvatnið í te.
Kalda vatnið okkar hefur ekki mikið
kalkmagn og er því sérlega gott í te.
um, gerinu, saltinu og mjólkinni sam-
an í skál og hrærið þar til deigið er
orðið mjúkt. Skiptið deiginu í tvennt
og fletjið hvorn helming út þar til
hann er 1 sm. á þykkt. Skiptið hvorri
köku í fjóra hluta og bakið í 30 mín.
í heitum ofni. Borið á borð með
þeyttum rjóma éða ávaxtamauki á
milli.
Hveitikökur* (muffins) • 200 gr.
hveiti • 40 gr. sykur • 1 dl. mjólk
• 40 gr. smjör • 2 tsk. ger • 1 egg
® salt.
• Hellið vatninu ekki á laufin fyrr
en það sýður, og látið það ekki sjóða
lengur en nokkrar sekúntur. Við
langa suðu fær það vont bragð.
• Hitið teketilinn með heitu vatni
og þurrkið hann vel áður en laufið
er látið í hann. ,
• Látið eins margar
teskeiðar af tei í ketilinn
og fólkið er, sem á að
drekka það og eina skeið
í viðbót ef telaufin eru
ekki of dökk.
• Látið teið standa í
fimm mínútur áður en
hellt er í bollana, en
ekki mikið lengur, því
þá versnar bragðið og
það verður of sterkt
fyrir veika maga.
• 1 seinni bollana má nota sömu
laufin í nýsoðnu vatni.
• Upphafiega var rjómi eða mjólk
notað í Ceylonte, en sítrónusneiðar
með kínversku tei.
• Hafið hlíf yfir katlinum, svo teið
kólni ekki.
Nokkrar brauð- og kökutegundir
sem eru góðar með tei:
Blandið hveitinu, sykrinum gerinu
og örlitlu salti saman í skál. Þeytið
mjólkina og eggið saman og hellið
því saman við. Því næst er bræddu
smjöri bætt út í. Hveitikökurnar á
að baka í 5—6 sm. víðum formum í
20 mín. Látið deigið ná
% upp í formið. Borið
á borð heitt með smjör-
kúlum.
Bollur. 250 gr. hveiti
© 40 gr. stórar rúsínur
• 15 gr. ger • 30 gr.
sykur • 1 glas mjólk •
35 gr. smjör • 1 egg •
fínt salt.
Blandið gerinu í heita
mjólkina, leysið 100 gr.
af hveiti upp í því og
látið gerjast við hita í 2 klst Látið
þessa upplausn saman við það sem
eftir er af hveitinu og blandið sykri,
smjöri, eggi og rúsínum saman við.
Látið deigið aftur lyftast í tvo tíma.
Búið þá til bollur úr deiginu og látið
þær bíða á plötunni, sem áður hef-
ur verið stráð hveiti, í 10 mín. Bak-
ist við mikinn hita í 5 mín. Bornar á
borð kaldar.
Ristað brauð með smjöri • Ristið
hveitibrauðsneiðar, þar til þær eru
orðnar gulbrúnar að utan og mjúkar
að innan. Smyrjið þær heitar, svo
smjörið þorni inn í þær.
Ristað brauð með appelsínumauki
• Appelsínumauk (appelsínur og
appelsínubörkur soðinn með sykri)
er mjög gott með ristuðu brauði.
Leggið sneiðarnar ekki hverja ofan
á aðra, því reykurinn af einni sneið-
inni mýkir þá næstu.
Brauðkökur* (scones) • 250 gr.
hveiti • 100 gr. smjör • 2 tsk. ger
• 1 glas af mjólk • 30 gr. sykur •
salt.
Blandið hveitinu, smjörinu, sykrin-
Tartalette au citron. 250 gr. hveiti
• 4 sk. rjómi • 100 gr. sykur • salt
• 3 egg • 2 sítrónur • tartalettu-
form.
Hrærið saman hveitinu, rjómanum
og saltinu, hnoðið það síðan og rúllið
því í lengju. Smyrjið tartalettuform-
in, látið deigið í þau og bakið við
hægan eld í 15 mín. Rífið niður
sitrónubörkinn og hrærið berkinum,
sítrónusafanum, sykrinum og eggja-
rauðunum vel saman. Þeytið eggja-
livíturnar stífar og bætið þeim var-
lega út í. Hellið þessu yfir tarta-
letturnar og látið það bakast í 15
min.
* Skv. orðabók Geirs T. Zoega.
Ef þú ert óþolinmóð,
skaltu strax fara að
leita að manni, sem lítur
út eins og hestur. Þeir
eru allra manna þolin-
móðastir.
HtrSRÁÐ
Það þarf að losa keflin í vindunni
þegar þvegin eru þykk teppi. Þau
mega heldur ekki liggja of nálœgt
tannlijólunum.
Ef straujámið er af einhverjum
ástceðum orðið ójafnt að neðan, getur
maður annaðhvort strokið því mjög
léttilega yfir fínan sandpappír eða
nuddað það laust með stálull. Á eftir
er gott að fcegja það með silfurlegi.