Vikan


Vikan - 26.02.1953, Qupperneq 13

Vikan - 26.02.1953, Qupperneq 13
» Barnið fæddist hjá stjörnunum Er G átti ekki von á neinum erf- iðleikum þegar vélin hóf sig til flugs í Amster- dam. Plestir far- þegarnir voru að flytjast búferlum til Astralíu, þetta var hraust fólk og ég bjóst naumast við þvi, að það yrði einu sinni loftveikt. En í Beirut kom svolitill laumu- farþegi um borð. Meðal farþeganna, sem keypt höfðu farseðla og þarna komu í flugvélina, voru ung hjón og dóttir þeirra, og þegar ég vísaði þeim til sætis, tók ég eftir því, að konan var barnshafandi. En ég gekk út frá því sem vísu, að hún ætti eftir að ganga með í þrjá til fjóra mánuði, þar sem flugfélög neita að flytja konur, sem eiga von á barni alveg á næstunni. Næsti áfanginn var níu stunda flug til Karachi. Allt gekk vel til Bangkok, sann- ast að segja of vel. Þvi að tveimur klukkustundum eftir að við fórum frá borginni, þegar við vorum ný- búin að bera farþegunum kvöldverð- inn, togaði lítil telpa í pilsið mitt og sagði: „Það er að byrja.“ „Hvað er að byrja?“ spurði ég sakleysislega. „Barnið,“ sagði hún. „En það getur ekki verið!“ Samt þurfti ég ekki annað en renna augunum andartak til kon- unnar til þess að sjá, að það gat raunar verið; hún sat kreppt í sæt- inu og það voru svitadropar á and- litinu og hún var náföl. Ég flýtti mér fram i stjórnklefann til þess að aðvara flugstjórann. Hann tók fréttinni með mestu ró. „Nú jæja,“ sagði hann. „Komdu konunni fyrir á legubekknum. Og vertu ekki með neinar áhyggjur. Eftir þrjár stundir erum víj komin til Manila — við verðum á undan storkin- um.“ Ilann sneri sér að lofskeytamann- inum. „Skeyti til Manila: Þarfnast cjúkrabifreiðar og læknis handa sængurkonu." Tíu minútum síðar barst svarið. „Þetta er í lagi. Lækn- ir væntanlegur á flugvöllinn innan skamms. Ef nauðsynlegt er, getið þið náð til hans um talstöðina." Meðan á þessu stóð hafði ég komið konunni fyrir á legubekk í áhafnar- klefanum og hjálpað henni úr fötun- um. Eg vonaði innilega, að barnið mundi bíða með að koma í heiminn þangað til við kæmum til Manila. En þó ég hefði aldrei verið viðstödd fæðingu, sá ég i hendi mér, að hér Nýskeð í H0LLYW00D | „Time“ skýrir svo frá, að kvikmyndahús í nokkrum borgum í Bandarikjunum hafi hætt að sýna „Limelight" (nýju Chaplinmyndina), vegna mótmæla félagskapar uppgjafahermanna. Bannið mælist víða illa fyrir, með- al annars hafa blöð í New York vítt þetta atferli í ritstjórnar- greinum sínum. Annars fullyrða margir í Hollywood, að Chaplin og kona hans muni ekki ætla að snúa aftur til borgarinnar, heldur setjast að I Evrópu. Þau hafa nú hús á leigu í Svisslandi. siðkastið um myndir með ,,dýpt“. Það er þegar byrjað að sýna nokkrar í Bandarikjunum, en fá þó misjafna dóma. Meiningin er sú, að myndin á léreftinu líkist t. d. þeirri mynd, sem við nú sjá- um á leiksviðum. En þótt „dýpt- ar“-aðferðin sé enn ekki orðin full- komin, spá ýmsir því, að hún muni valda svipaðri gerbyltingu eins og þegar talmyndirnar komu fyrst til sögunnar. Rita Hayworth (34 ára) er loksins búin að fá fullan skiln- að frá Ali Khan (41 árs) ef tir 3 % árs sambúð. Ali var 3. maður Ritu, Rita 2. kona Alis. Þau eiga eina dótt- ur. Þá eru þau einnig skilin Anne Baxter (29) og John Hodiak (38). Voru í hjóna- bandinu í 6% ár og áttu eina dóttur. Allt tal bandarískra kvik- myndamanna snýst upp á ætti fljótlega eftir að draga til nokk- urra tíðinda. Allt í einu mundi ég, að á far- þegalistanum höfðu stafirnir „Dr.“ staðið fyrir framan eitt nafnið. Ég fór til mannsins. „Þér eruð læknir, er ekki svo?“ „Jú,“ svaraði hann, ,,flotalæknir.“ „Ég held að von sé á barninu þá og þegar. Gætuð þér ... ?“ Hann hristi höfuðið og roðnaði ei- lítið. „Eg held ekki að ég geti orðið að neinu liði. Allir mínir sjúklingar eru sjómenn. Eg hef engin tæki og það eru mörg ár síðan ég var við- staddur fæðingu." „En ég ■ veit nákvæmlega ekkert um þetta.“ Þegar hann sá hve áhyggjufull ég var, sagði hann: „Nú jæja, við skul- um sjá hvað við getum“ og kom með mér inn til konunnar. Þegar hann var búinn að athuga hana sagði hann: „Það líður varla á löngu úr þessu.“ Hann sagðist þurfa að fá skæri, bómull og joð. Þetta var allt í sjúkrakassanum mín- um og ég flýtti mér að sækja það. „Og nú þarf ég að fá heitt vatn og sem allra mest af handklæðum." Þakklæti konunnar var mikið og hún bar sig eins og hetja og fæðing- una bar að höndum jafnvel fyrr en við höfðum búist við. Þetta var allt búið á einum tiu mínútum. „Við er- um heppin,“ sagði læknirinn, „það hefði getað tekið nokkra tíma.“ Við vorum öll svo hrærð, að við gátum varla talað. Eftir að hafa vermt handklæði yfir talstöðinni og sveipað þvi um baxnið, fór ég fram til þess að segja farþegunum tíðindin, en þeir höfðu verið engu minna kvíðnir en við hin. lrÞnð er kominn nýr farþegi um borð — sveinbarn.“ Meira gat ég ekki sagt, þvi að farþegarnir ráku upp fagnaðaróp. Þó vissum við ekki ennþá með vissu, hvort barnið væri á lífi, það lá gersamlega hreyfingarlaust í handklæðinu og læknirinn hafði eng- in tæki til þess að hlusta eftir hjart- slættinum. Loftskeytamaðurinn kallaði á Manila: „Við erum að koma með nýjan farþega. Foreldrar hans vildu gjarnan að prestur kæmi á flugvöll- inn til þess að skíra." „Hamingjuóskir!" svaraði Manila. Um leið og flugvélin lenti, kom ungur trúboði um borð. Skírnin fór fram í vélinni sjálfri. Allir höfðu set- ið kyrrir í sætum sínum og það var alger þögn þegar athöfnin hófst. Allt í einu sneri presturinn sér að mér og var áhyggjufullur á svipinn: „Eg ætti að hafa kertaljós, en ég geri ráð fyrir að það sé bannað.“ Eg talaði við flugstjórann. „Eg gleymdi þvi svosem ekki,“ sagði hann brosandi, „og ég sagði þeim að bæta ekki benzíni á vélina fyrr en búið væri að skíra. Svo að það er alveg óhætt." Um leið og skírninni var að verða lokið, rak barnið upp vein — sitt fyrsta vein. Svo það var bráðlifandi! Okkur fanhst öllum, að þetta væri mjög hátíðleg stund. GERFIBL ÓM og annaö af líku tagi — Þetta er hvorki meira né minna en í þriðja skipti sem þu tekur feil á isskáp og peninga- skáp. Prófessorinn var kominn á eftir- laun og hann bjó einn i svo- lítilli íbúð í fjölbýlishúsi austur í bæ. Svo fór hann að haga sér svo- lítið undarlega og konurnar í sam- býlishúsinu stungu saman nefj- um og höfðu orð á því, að eitthvað væri hann nú orðinn skrítinn gamli maðurinn. Nokkrum dögum síðar þóttist ein þeirra vera búin að fá vissu sina, þegar henni varð litið út um gluggann og sá prófessorinn úti á svölum með pottblóm fyrir framan sig og fornfálega garð- könnu á lofti. „Þér! Þér þarna!" kallaði hún að lokum. „Gerið þér yður ljóst, að garðkannan er botnlaus?" „O blessaðar verið þér, það ger- ir ekkert til,“ svaraði prófessor- inn vingjarnlega. „Þetta eru nefni- lega gerfiblóm, sem ég er að vökva.“ Ungir elskendur sátu saman í Hljómskálagarðinum í Reykja- vik. Allt í einu sást stórt og fal- legt stjörnuhrap. „Nú áttu að óska þér einhvers, elskan mín,“ sagði hann. „Ég er búin að því,“ svaraði hún feimnislega, „en ekki hugsa ég samt, að ég fái ósk mína upp- fyllta." „Hversvegna?" spurði hann. „Af þvi þú ert svo ógurlega feiminn." að hringdi frú nokkur niður á lögreglustöð og tilkynnti með miklum bægslagangi, að ein- hver hefði verið að ráðast á hana í myrkrinu úti í porti rétt í þessu og meir að segja lamið hana í höfuðið. Varðstjórinn sendi ungan nýliða á vettvang, og ekki leið á löngu þar til hann var kominn aftur nið- ur á lögreglustöð með kúlu á enn- inu og sorglegt augnaráð. „Eg er búinn að finna söku- dólginn," tautaði hann. „Sannarlega vel af sér vikið," sagði varðstjórinn í aðdáunarróm. „Hvernig fórstu að því?“ „Eg steig líka á hrlfuna," sagði lögregluþjónninn. 13

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.