Vikan - 01.03.1956, Side 8
ÞÖGN ER GULLS
ÍGILDI — STUNDUM
Smásaga eftir EMMU SMITH
RAROLlNA ASCHER var 42 ára gömul
ekkja með eina dóttur og eitt áhuga-
mál: gamla muni. Hún var framúrskar-
andi iðin og gædd óbilandi dugnaði. Auk
þess hafði hún erft frábæran næmleika
fyrir slíkum hlutum frá föður sínum, sem
hafði verið frægur fyrir þekkingu sína
á gömlum munum, enda hafði hann kennt
henni allt um það efni. Það var sagt að
Karolína mundi ganga snusandi beint að
eina hlutnum, sem væri einhvers virði,
ef bundið væri fyrir augun á henni og
farið með hana inn í geymslu fulla af
drasli. Vinir hennar kölluðu hana Karrý.
Tveimur árum áður en þessi saga gerð-
ist hafði hún kynnzt ungum fomgripa-
sala, Adrian Murphy, sem hún hafði strax
ályktað að mundi geta orðið sér að liði.
Og þar sem hann var sömu skoðunar um
hana, þá hafði þeim strax orðið vel til
vina, enda báru þau virðingu fyrir fag-
legri þekkingu hvors annars.
Karrý ók næstum daglega út í sveit,
til að vera viðstödd uppboð og ná í dýr-
gripi fyrir lítið verð, sem Adrian lét svo
gera við og seldi í verzlun sinni. Vinátta
þeirra var viðskiptalegs eðlis og alger-
lega ópersónuleg — þangað til dag nokk-
urn, þegar Karrý bauð Adrian hressingu,
eftir að þau voru búin að ræða viðskipta-
málin, og fór að segja honum frá Miriam.
Miríam var 18 ára gömul dóttir Karrýar
ög eins ólík méðurinni og frekast var
unnt. Hún hafði ekki snefil af dugnaði
til að bera, þótti gott að fara snemma
í rúmið með góða bók og sofa lengi fram
eftir á morgnana. Hún var næstum manna-
fæla og opnaði varla munninn, en það
fannst móður hennar, sem talaði jafn óaf-
látanlega og hún reykti, undarlegast. Þess-
ir sjaldgæfu eiginleikar dótturinnar voru
farnir að valda móður hennar alvarleg-
um áhyggjum og nú trúði hún Adrian
fyrir þeim.
— Það versta er, að ég skil hana alls
ekki, Adrian, sagði hún. — Gerir þú það?
Við þessa spumingu áttaði Adrian sig
fyrst á því, að hann hafði vízt aldrei veitt
Miriam neina athygli, þó hann hefði séð
hana næstum daglega í tvö ár. Hann svar-
aði því heldur sneypulega. — Nei, úr því
þú minnist á það, verð ég að viðurkenna,
að við höfum varla skipzt á meira en
tveimur orðum í einu.
— Þama sérðu! sagði Karrý áköf. —
Þetta er einmitt ólánið — bamið segir
aldrei eitt einasta orð. Ekki einu sinni
við mig. En hvað hugsar hún?
Adrian svaraði ekki. Hann minntist þess
nú að hafa séð eitthvert fjarlægt blik í
hinu dreymandi augnaráði stúlkunnar. —
Heldurðu að hún sé hamingjusöm? spurði
hann að lokum, sjálfum sér til undrunar.
— Hamingjusöm? endurtók Karrý og
hristi höfuðið. — Ég hef enga hugmynd
um það. Það er eins og hún lifi innilokuð
í sínum eigin hugarheimi. En gætir þú
ekki skipt þér svolítið af henni, Adrian?
Ég er viss um að það kæmi að gagni.
Þú getur til dæmis haft hana með þér í
innkaupaferðimar. Þá talar hún ef til vill
eitthvað við þig. Þú þarft ekki að óttast
það að hún verði þér til óþæginda. Vand-
ræðin liggja einmitt í því, að maður gleym-
ir því að hún sé til.
Upp frá þeim degi fylgdi Miriam Adrian
eins og skugginn hans. Hún var aldrei
fyrir og lét aldrei bíða eftir sér. Hún sat
bara við hliðina á honrnn í bílnum eða
uppboðssalnum, kyrrlát og elskuleg, án
þess að segja eitt einasta orð. Og hann
fann að sérhver tilraun til að tala við
hana, mundi hafa álíka mikil áhrif eins
og að ætla að opna dýrmætt skrín, ef lyk-
illinn væri týndur.
1 stað þess að leggja fyrir hana spurn-
ingar, vandi hann sig því á að tala upp-
hátt við sjálfan sig. Og Miriam hlustaði
og horfði með athygli á hann. Brátt urðu
þessar umgengnisvenjur þeim báðum eðli-
legar. Honum þótti gott að hafa hana með
sér, en datt aldrei í hug að það gæti leitt
til nokkurs meira. Það gerði hún sýnilega
ekki heldur.
Dag nokkurn voru þau að koma af upp-
boði, þegar Adrian sá að Miriam var með
lítinn pakka í kjöltunni. Þegar hann spurði
hvað í honum væri, vafði hún bréfið þegj-
andi utan af lítilli tóbaksdós.
— Hún er ekki mikils virði, sagði hann.
■— Að vísu er þetta Battersea dós, en það
borgar sig varla að gera við hana.
— Ég keypti hana ekki til að selja
hana, heldur af því að mig langar til að
eiga hana. Mér finnst hún falleg, sagði
hún og ætlaði að pakka henni aftur inn.
Adrian varð svolítið skömmustulegur.
Hann tók dósina og skoðaði hana betur.
Á hárauðu smeltilokinu mynduðu hvítir
blómaknúppar hjarta, sem var rammi
utan um áletrunina: „Þú átt hjarta mitt!
Hugsaðu svolítið til mín.“ — Þetta er
snoturt, sagði Adrian.
Um kvöldið kom Karrý, til að spyrjast
fyrir um það hvemig gengi.
— Prýðilega, svaraði hann út í hött.
— Já, en hvað segir hún? Hvað hef-
urðu fengið upp úr henni? Sem móðir
hennar á ég þó rétt til að vita það.
— Ég hef ekkert fengið upp úr henni,
svaraði Adrian. — Hún er ekki . . . Mað-
ur getur ekki . . . Hann þagnaði, alveg
ringlaður. Nei, það var skylda hans að
vernda Miriam og það sem hún kynni að
geyma í sinni hreinu, fögru sál., — Þú
hefur ekkert hugmyndaflug, Karrý, sagði
hann. — Þú getur talað, en þú hefur ekk-
ert hugmyndaflug. Miriam hefur aftur á
móti hugmyndaflug, en hún getur ekki tal-
að, skilurðu? Alveg eins og sumt fólk get-
ur ekki sungið. Það er heimskulegt að
ætla að neyða hana til þess. Og það er
miskunnarlaust ....
Hann bjóst við að Karrý móðgaðist. En
hún bara skellihló, þangað til tárin runnu
niður kinnarnar á henni. Loks sagði hún:
— Kæri vinur, ég er engin ófreskja, þó
mig skorti kannski hugmyndaflug, eins og
þú segir. Og þið tvö! Aftur fékk hún hlát-
urskast. Þegar hún loksins hætti, sagði
hún alvarlega: — Sjáðu til, Adrian, mér
þykir vænt um telpuna.
Eftir þetta samtal var eins og samband
hans við Miriam breyttist. Honum fannst
hann bera ábyrgð á henni og þurfa að
vernda hana. Hann horfði stundum
áhyggjufullur á hana, og þegar hún var
ekki með honum, velti hann því oft fyrir
sér hvað hún væri að gera. Hann hugsaði
um hana eins og glataða sál, sem reikaði
um á jörðinni, án þess að mæta nokkr-
um skilningi nema hjá honum einum.
Smám saman rann það upp fyrir honum
að hún þjáðist. Hæfileikaskortur hennar
til að tjá sig og komast í samband við
annað fólk hlaut að þjá hana. Stundum
sá hann að hún horfði biðjandi á hann
og kreppti hnefana, eins og hún væri að
safna kröftum til að brjótast út úr fang-
elsinu, eins og óendanlega mikilvæg orð
leituðu útrásar, svo að varir hennar titr-
uðu. En hvað var það, sem hún vildi segja
honum ? Það fékk hann ekki að vita. Hvað
sem það var, þá kom hún því ekki fram á
varir sínar. Veggurinn milli þeirra var
of hár. Milli þeirra fóru aðeins hversdags-
leg orð, sem enga þýðingu höfðu. Hann
gat ekki hjálpað henni, gat ekki skilið mál-
ið, sem augu hennar töluðu, en tungan
neitaði að mynda.
Einn morguninn kom hún svo í búðina
til hans með lítinn mahogniborðspegil,
sem móðir hennar hafði sent hana með.
— Jæja, þarna er þá spegillinn, sagði
Adrian og kinkaði kolli til hennar. Hann
var önnum kafinn. — Láttu hann bara
þarna og þakka þér fyrir.
Miriam var ekki vön að vera fyrir, en
nú elti hún hann um alla búðina, svo að
hann var hvað eftir annað næstum dott-
inn um hana. Loks kom hún til hans, með-
an hann sat með símtólið við eyrað: —
Vertu sæll, Adrian, sagði hún.
Hann brosti annars hugar og veifaði
til hennar. Hann hafði allan hugann við
samtalið og horfði ekki einu sinni á eftir
henni, þegar hún fór.
Morguninn eftir hringdi hann til að
bjóða henni með sér á uppboð. Það var
Karrý, sem svaraði í símann: — Miriam?
endurtók hún. — Miriam er farin.
— Farin?
— Já, sagði hún þér ekki frá því, kján-
inn sá arna? Hún kom þó til að kveðja
þig í gær. Hún er farin til Parísar —
hamingjan má vita til hvers, enda veit
hún það víst varla sjálf. Hún hafði orð á
því að hún vildi standa á eigin fótum.
Annars hefur hún verið eitthvað skrýt-
in upp á síðkastið. En þú þekkir hana
og veizt að það er til lítils að ganga á
hana. Ég lét hana því fá vilja sínum fram-
Framliald á bls. 13.