Vikan


Vikan - 01.03.1956, Blaðsíða 14

Vikan - 01.03.1956, Blaðsíða 14
HE IMIL IÐ RITSTJÓRI: ELÍN PÁLMADÓTTIR Nú er tækifærið Sitt ór hverri áttinni JÆJA, STÚLKUR, í dag er 29. febrúar og samkvæmt góðum og gömlum sið mega einhleypar stúlkur biðja sér eiginmanna. Og nú er um að gera að nota tækifærið, því það líða fjögur ár þangað til slíkt tækifæri býðst aftur — og þá verðum við allar orðnar fjórum árum eldri. Því miður er karlmönnmn hér á landi vízt algerlega í sjálfsvald sett hverju þeir svara, en í Skotlandi eru til lög frá 1288, sem hljóða svo: „Hérmeð er það lögfest að á hverju svokölluðu hlaup- ári er sérhverri piparmey frjálst að biðja hvaða manns, sem hún kann að kjósa sér, og ef hann neitar að taka hana sér fyrir konu, þá skal hann greiða í sekt eitt pund eða minna, eftir því sem fjárhagur hans leyfir. Ef hann getur sýnt fram á það að hann sé heitbundinn ann- arri konu, þá skal sektin niður falla.“ Það virðist ekki ósann- gjarnt að ofurlitlar sárabæt- ur fáist fyrir hryggbrotið. Hætt er við að sumir Skot- arnir hafi hugsað sig um áð- ur en þeir létu sektina. Þó siðurinn virðist vera innfluttur, er hann ekki verri fyrir það. Og það leikur eng- inn vafi á því að hann er gamall. Að minnsta kosti er til skriflegt bónorð, frá forn- egypzkri konu til mannsins, sem hún hafði valið sér. Það hljóðar svo: „Það er ósk mín að verða eiginkona þín og taka að mér stjórnina á öllum þínum eign- um.“ Stutt og laggott bónorð! En ég held nú samt að þær sem ætla að biðja sér eigin- manns á þessu hlaupári ættu ekki að nota orð þessarar kynsystur sinnar óbreytt — það er ráðlegra að sleppa að minnsta kosti þessu um eign- irnar. Karlmenn eru orðnir svo viðkvæmir nú á dögum — síðan þeir komust í varn- arstöðu. Vel á minnzt. Er ekki kom- inn tími til að færa út kví- arnar og láta þennan hlaup- árssið gilda á hverjum degi — það er að segja ef bón- orðin eru ekki alveg komin úr tízku? Nokkrar konur þekki ég, sem segjast bók- staflega hafa orðið að biðja eiginmanna sinna „þeir hafi aldrei ætlað að hafa sig að þessu“ og ekki hafa hjóna- bönd þeirra reynzt ver fyrir það. Um matargeymslu Noklair giklnr bóndi bjó, átti góða aura, þar moð féð á kvikum kvist, fæðu mikla maura, og hugðist vel að geyma. Læsti hann sína matar maura, vegna vargs og frosta, inni í einum læstiun skáp, þar . átti hann marga osta, og hugðist vel að geyma. Þar átti hann marga osta 1, ekki er það til gátu. Mýslur komust í skápinn inn og skarð í ostinn átu, og þá tókst ei að geyma. • Atu þær skarð og átu þær tvö, átu þær þrjú og fjögur. Þá bóndinn sá nú frágang þeirra orð hans voru ei fögur, honum tókst ei að geyma. Orð hans voru ei fögur, i svo felldan máta: „Ekki skulið mig svo Iengi þær gráu mýslur skjáta. Ég skal betur geyma. Þær gráu mýslur skulu ei skjáta mig, ég skal búa þeim prisu. Fer og lauk upp matarskáp og læsti þar inni kisu, og hugðist betur geyma. En þá kisa þar var læst mýslur kunni hún drepa; eftir á át hún ostinn upp, og lét hann ekki sleppa, og tókst þá ei að geyma. Það er satt sem talað er, vitið er verði betra, sumir verða aldrei hyggnir hér, þótt séu þeir sextíu vetra, og kunna aldrei að geyma. Á það lítt við karlmannslund, að fara með matarmaura. Oft á tíðum ber það við, að það hefur farið í gaura. Látum konumar geyma. • Tilraunir sanna að drepa má bakteríur í matvælum með geislun og geyma þannig fisk, grænmeti, kjöt og önnur matvæli um óákveð- inn tíma, þó ekki séu þau fryst. Ef þessi aðferð verður fullkomn- uð, á hún eftir að valda byltingu í matvælaiðnaði framtíðarinnar. Þetta hefur vafalaust vakið sér- staka athygli þeirra húsmæðra sem sóttu Kjarnorkusýning- una, sem haldin var í Listamanna- skálanum fyrir skömmu. • Blað nokkurt í Englandi hafði skoðanakönnun meðal lesenda sinna um það hvaða heimilis- störf væru verst þokkuð af hús- mæðrum og hvaða störf þeim féllu bezt. Illræmdustu störfin reyndust vera: uppvaskið (í lang mestum meirihluta), þvotturinn, glugga- hreinsun, hreinsun á eldavél, stopp í sokka, uppbúningur á rúmum og afþurrkun. Vinsælustu hússtörfin voru: matargerð, fægingar og strau- ingar. Það er annars undarlegt að nokkur stúlka skuli giftast og gera heimilisstörf að æfistarfi sínu, eftir því að dæma hve meinilla öllum konum virðist vera við slík störf. • Konur eru oft í mestu vand- ræðum með að finna hvaða stærð af brjósthöldurum þær nota. Mestum vandræðum virðast bók- stafirnir A, B og C, sem venju- lega standa aftan við stærðar- númerin valda. Þessir stafir sýna hve stórar kúpurnar eru. Með venjulegu málbandi á að vera hægt að finna réttu kúpu- stærðina. Fyrst er tekið mál yfir brjóskassann, yfir þann stað þar sem hlírabandið kemur í brjóst- haldarann. Síðan er tekið mál yfir brjóstin, þar sem þau eru stærst. Ef mismunurinn milli þessara tveggja staða er innan við 2 % sm., þá er A rétta kúpu- stærðin. Ef mismunurinn er und- ir 4 sm. þá er kúpa B hæfilega stór, en ef mismunurinn er meiri, þá er rétt að taka númer C. Þannig eru þessar stafamerk- ingar að minnsta kosti hugsaðar, hversu nákvæmlega sem brjóst- haldaragerðirnar fylgja þeim. • Nú er hinn áhrifamikli tízku- kóngur Christian Dior byrjaður að undirbúa nýju vortízkuna, og hefur lýst því yfir að línurnar eigi að minna á ör í þetta sinn. Ekki fylgir sögunni, hvort örin á að visa upp eða niður, en það gerir ekki svo lítið strik í reikn- inginn. Dior virðist nú vera bú- inn að fá nóg af stafrófinu, enda var hann kominn aftur í Ý, þegar síðast fréttist. • Við rannsóknir, sem háskól- inn í Birmingham í Englandi hef- ur gert varðandi það hvað fjög- urra, fimm og sex ára börn tali um sín á milli, hefur það komið í ljós að krakkar á þessum aldri eru ekki eins græn og fólk gerir yfirleitt ráð fyrir. Þau tala sem- sagt ekki eingöngu um mat og drykk, húsdýr, leikföng o. s. frv., heldur þekkja þau alls kyns erfið og sjaldgæf orð, eins og t. d. „smámunasemi," „ringulreið,“ „slettirekuskap" og fleira af slíku tagi. Nýstárleg barnagæzla Svona geta mæður gætt barna sinna, þar sem sjónvarp er til. „Myndavélina“ má hafa úti í garði, eða hvar sem er, og sýningartjald- ið í eldhúsinu, í stofunni hjá ná- grannakonunni, sinni eigin stofu o. s. frv. 14

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.