Vikan


Vikan - 24.05.1956, Síða 2

Vikan - 24.05.1956, Síða 2
Fyrir Massa H., Jóhann, V.S. og Eygló birtum við ,,Til unnustunnar", sem Björn R. Einarsson og Gunnar Egilsson syngja við lagið ,,I said my pajamas“. Isl. textinn er eftir Guðm. Sigurðsson. Hann er svona: 1 fyrsta sinn er fékk ég að faðma og kyssa þig, ég alveg varð frá af ást og utan við mig. Er ást nær að hertaka hug manns og sál, ó, hamingjan góða, þá skortir oss mál, og andagift mín öll sömul út í sandinn rann, er enn á vör mér kossinn þinn brann. Ég tók mér á herðar öll veraldleg völd og vígði mig sjálfan til biskups það kvöld, sem árflaumur blóðið um æðar mínar rann, ei' enn á vör mér kossinn þinn brann. Ég kom til mín sjálfs um kvöldið. Þú kysstir mig á ný. Og sagan endurtók sig síðan með kurt og pí. Ég stakk mér í sængina og syngjandi var og synti víst tvö hundruð metrana þar, og allskonar þrautir ég öruggur þá vann er enn á vór mér kossinn þinn brann. Ég hoppaði í loft upp og heimsmet öll sló, ég hrein og ég æpti, ég grét og ég hló, ég umgekkst mig sjálfan sem ókunnugan mann, er enn á vör mér kossinn þinn brann. Ég kom til mín sjálfs um kvöldið; þú kysstir mig á ný. Og sagan endurtók sig síðan með kurt og pí. Ég allskonar ferlegar sýnir þá sá, svanvængjað kvenfólk, er flaug um loftin blá. Á ástanna snældu ég æviþráð minn spann, er enn á vör mér kossinn þinn brann. Ég heyrði’ eins og Tómas, i símstaurum söng, og sá á boi-ðum Templara áfeng drykkjarföng, en alltaf í geymnum ég ilm þíns vanga fann, er enn á vör mér kossinn þinn brann. Hvert á maöur að snúa sér til afí fá vinnu í Noregi? Hvað er hægt að fá miklu af ísl. peningum skift í FORSÍÐUMYNDfNA tók Ólafur Magnússon. norska peninga? Hvcnœr er bezt afí panta vinnu í Noregi fymr næsta vetur? SVAR: Eins og við höfum oft sagt áður, þá er öruggast að spyrj- ast fyrir um vinnumöguleika í hin- um ýmsu löndum hjá sendiráði við- komandi lands hér á landi, og fá þar nöfn á ráðningarstofum, sem síðan er hægt að skrifa. Þú skalt því snúa þér til norska sendiráðsins. Þú get- ur ekki skipt neinum ísl. peningum í norska, nema fá leyfi hjá gjald- eyrisnefnd, sem metur það eftir um- sókn þinni, hve miklu þú þarft á að halda, eða hvort þú þarft yfirleitt á norskum peningum að halda. Hvað því líður, hvenær þú eigir að sækja um, er bezt að byrja undirbúning- inn sem fyrst, þar sem allt slíkt tek- ur tíma. Einhvers staðar las ég, ég man bara ekki hvar eða hvenær, að vitað vœri um 300 staði, þar sem jarðeld- ur hefði verið uppi á Islandi. Hvar er liœgt að fá nöfnin á þessum 300 stöðum til gamans og fróðleiks. SVAR: Ekkí höfum við heyrt að eldstöðvarnar hafi verið taldar svo nákvæmlega eða gerð skrá yfir þær, en það getur þó vel verið fyrir það. 1 Landafræði Bjarna Sæmundssonar, sem kennd er í gagnfræðaskólanum, er vitnað í ummæli Thoroddsens um þetta efni. Hann segir: „óvíða á jörðunni eru jafnmörg eldfjöll á jafnlitlu svæði, eins og á Islandi; menn þekkja nú hér á Iandi 109 eld- fjöll eða eldstöðvar, 6 strýtumynduð eldfjöll, 16 hraunbungur (dyngjur) og 87 stórvaxnar eldgígaraðir. Eld- borgirnar eru yfir 200 að tölu“. 1 bókinni eru taldir upp um 20 staðir, þar sem uppi hefur verið eldur. Við getum því miður ekki gefið þér nákvæmara svar við þessari spurningu. Hinum hluta bréfs þíns munum við svara við hentugleika. Viltu segja mér eitthvað um kvik- myndaleikarann Bob Stark, hvort hann er giftur og þá hverri? Viltu lika birta mynd af lionum, ef þú getur. SVAR: Robert Stark er 36 ára gamall og svo til nýkvæntur Rose- mary Brow, fegurðardís úr ein- hverri samkeppni. Myndina höfum við því miður ekki. Viltu gefa mér utanáskrift kvik- myndáleikkvennanna Ritu Hayworth, Susan Hayward og Jane Wyman. SVAR: Jane Wyman: Warner Brothers, Burbank, California, Susan Hayward: Metro-Goldwyn-Mayer Studios, Culver City, Calif., Rita Hayworth er um þessar mundir alltaf á flækingi á meginlandi Evrópu, og ekki bundin hjá neinu kvikmyndafé- lagi, svo við vitum ekki hvar hún hefur fast heimiJisfang. Um daginn birtuð þið dœgurlaga- textann „Þú ert mér kœr“, en ég þykist kunna annan texta með þessu heiti. Getur það ekki verið. SVAR: Jú, við könnumst við ann- an slíkan texta við lag úr kvikmynd- inni ,,Dægulagaskáldið“, eftir Val- gerði Ólafsdóttur. Og hann er svona: Ó, þú mín æskudrauma dís, úr djúpi hugans mynd þín rís, og birtir mér þín bros og tár og bernzkuleiki horfin ár. 1 minum tónaheimi, einn, aleinn ég undi en nú ert þú mitt hjartans ljúfa lag. Ég syng um þig við sólaryl. Um sumarkvöld minn gleðibrag. Svar til Hermanns: Þessi bók, sem þú nefnir mun vera amerísk. Það hafa komið út nokkur hefti af henni, og þau hafa komið hér í bókabúðir, en fást sennilega ekki núna. Þú getur vafalaust beðið bóksalann þinn um að panta hana fyrir þig. Geturðu útvegað mér upplýsingar um eftirfarandi: Hvað margar stúlk- ur útskrifast úr Bœndaskóla hér á landi? Standa þœr sig nokkuð ver en karlmenn á þvi sviði? Hver er ibúatála á Húsavík og er hún ekki búin að fá kaupstaðarétt- indi ? SVAR: Það hefur ein stúlka út- skrifast frá Bændaskólanum á Hvanneyri og tvær frá Hólum, eftir því sem við bezt vitum. Annars mun það vera talsverðum erfiðleikum bundið fyrir kvenfólk að fá inngöngu í bændaskólana, m. a. af því að þar eru ekki nemendaherbergi fyrir einn. Á Húsavík voru árið 1954 1349 manns. Staðurinn hefur kaupstaða- réttindi. Mig langar mjög mikið til að kom- ast í siglingar, en ég hef heyrt að það sé vont að komast á íslenzk skip. Er það satt? Við hvern á ég að tala t. d. hjá Eimskip eða öðrum skipa- félögum hér. SVAR: Það mun vera rétt áð mikil samkeppni sé um skipsrúmin á milli- landaskipunum. T. d. mun nú þegar vera kominn langur listi af umsókn- um um skipsrúm á olíuskipinu nýja, sem á að koma í haust. En þú kemst. aldrei neitt áfram í lífinu, ef þú reynir ekki. Gaktu bara inn í skrif- stofu Eimskipafélagsins eða skipa- deildar Sambands ísl samvinnufé- laga, og spurði hver hafi með ráðn- ingar í skipsrúm að gera. Það er svona einfalt. MUNIÐ NDRA MAGA5IN BRÉFASAMBÖND Birting: á nafni, aldri og heimilisfangi kostar 5 krönnr. Margrét Ulfarsdóttir (við pilt eða stúlku 16—17 ára) Austurveg 44, Seyðisfirði. —- Þórhildur Halldórs- dóttir (við pilta eða stúlkur 16—19 ára), Tangagötu 4, Isafirði. — Hjör- leifur Ingólfsson (við pilta og stúlk- ur 14—15 ára), Vöglum, Vatnsdal, A.-Hún. — Ámi Traustason (við dreng 11—12 ára), Aðalstræti 99, Patreksfirði. Sextán ríki voru fyrir skemmstu tekin í samtök Samein- uðu þjóðanna. Myndin er tekin er fánar þeirra blakta í fyrsta skipti fyrir framan aðalstöðvarnar í New York, en fyrir voru þjóðfánar 60 landa. Nýju meðlimaríkin em: Al- banía, Jórdanía, Irland, Portúgal, Ungverjaland, ltalía, Aust- urríki, Rúmenia, Búlgaria, Finnland, Ceylon, Nepal, Uíbýa, Cambodia, Laos og Spánn. Útgefandi VIKAN H.F.. Reykjavík. — Ritstjóri og ibyrgóarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthélf 365.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.