Vikan - 24.05.1956, Side 4
*
Ævintýrið um ftnrTii phh B A
viifi i u uhiiuu Ævisaga annáluðustu kvikmyndastjörnu veraldar BIJ
FORSAGA: Greta Gustafsson ólst upp
í basli og- fátœkt í Stokkhólmi, en var
ailtaf ákveðin í að gerast leikkona. Fyrir
tilviljim, fékk hún að leika í nokkrum
stuttum auglýsingamyndum og einni ó-
merkilegri kvikmynil, en síðan var henni
hjálpað til að komast í Dramatíska sltól-
ann. En þá gerðist það, sem átti eftir
að breyta öllum Iífsferli hennar — hún
hitti Mauritz Stiller, kvikmyndastjórann
fræga, og hann ákvað samstundis, öllum
til mikillar furðu, að láta hana leika Elisa-
bethu Dohnu í „Gösta Berlings saga“.
EGAR hlutverkaskipuninni var lokið, var
Stiller tilbúinn til að byrja kvikmyndatöku
myndarinnar, sem hann vonaði að ekki einungis
mundi varpa ljóma á hans eigin feril, heldur líka
gera skjólstæðing hans að alþjóðlegri stjörnu.
Hann horfði ekki i kostnaðinn. Hann lét smíða
hvorki meira né minna en 48 mismunandi svið
fyrir myndina, og auk annars óhófs, lét hann
dýrasta kvenklæðskera Stockholmsborgar sauma
fatnaðinn á Gretu. Stiller gerði ekki aðeins
sjálfur uppdrættina að fötunum hennar — hann
fór líka með henni að máta.
Greta fékk góð laun fyrir hlutverk sitt í
Gösta Berlings sögu, en ekkert geysi há, þar
sem hlutverkið krafðist nærveru hennar í kvik-
myndaverinu í heila sex mánuði. Samkvæmt
samningi hennar við Svensk Filmindustri, sem
undirritaður var 23. júlí 1923, fékk hún þrjú
þúsund sænskar krónur fyrir hlutverkið. Með til-
liti til hinnar einstæðu sérstöðu kvikmyndanna,
er það ekkert undarlegt þó hún fengi seinna
hérumbil sömu upphæð fyrir klukkutíma vinnu
í Hollywood.
Meðan á kvikmyndatökunni stóð, var öllum
ljóst að Stiller var alveg gagntekinn af þessari
þögulu og heldur óverulegu stúlku, sem lék Elisa-
bethu Dohnu. Hann eyddi löngum stundum í
þau atriði, sem hún var með í, og tók þau hvað
eftir annað. Hann og myndatökumaðurinn gerðu
óaflátanlegar tilraunir með birtuna á henni og
leituðust endanlaust við að mynda hana þann-
ig að hún nyti sín sem bezt. Meðan allir hinir
biðu, æfði hann sjálfur með henni hverja ein-
ustu hreyfingu og tónblæ. Hann stöðvaði oft
myndatökuna í miðju kafi, til að ræða eða breyta
andlitsfarðanum á henni. Ýmist þolinmóður eða
æstur hélt hann áfram og hætti aldrei við nokk-
urt atriði, fyrr en leikararnir voru að niður-
lotum komnir, og hann hafði fengið allt eins og
hann vildi hafa það. „Kvikmyndatakan var hrein-
asta kvalræði fyrir hana og hún grét næstum
alltaf“, sögðu nokkur vitni seinna.
Áhugi Stillers fyrir Gretu gaf tilefni tjl heil-
mikils umtals í kvikmyndaverinu. „Ekkert okkar
gat skilið hvers vegna hann hafði svona mikinn
áhuga fyrir litlu, nýkomnu stúlkunni," hefur
Karin Svanström sagt. „Okkur hinum virtist
hún ósköp hversdagsleg. En við bárum öll mikla
virðingu fyrir Stiller. Hann var sá sem tók
ákvarðanirnar og fékk það sem hann vildi. Við
reyndum að taka Gretu í okkar hóp, en það var
ekki auðvelt, þar sem Stiller gaf næstum aldrei
neinum öðrum tækifæri til að tala við hana. Ég
man að við fórum að kalla þau „Stúlkuna og
villidýrið", því hún var svo snotur, einkum vöxt-
urinn. Það var vöxturinn á henni, sem vakti
mesta athygli á henni i Svíþjóð, ekki andlitið.
Ég get séð Stiller og ungu stúlkuna fyrir mér,
þar sem þau ganga fram og aftur, fram og
aftur, um litla garðinn fyrir utan vinnustofuna.
Stiller í sífellu að lesa yfir henni og kenna
henni og Greta að hlusta og læra. Ég hef aldrei
hitt nokkra manneskju svo ákafa í að læra. Með
dáleiðsluvaldi sínu yfir henni gat hann fengið
hana til að yfirstíga sjálfa sig. En okkur grunaði
sízt að það var sál hennar, sem hann vildi um-
breyta.
En þó Greta væri auðmjúk og viljug þá kom
það þó að minnsta kosti einu sinni fyrir að hún
reis upp gegn þessu niðurbælandi oki. Við töku
erfiðs kafla reyndi Stiller að hræða hana til að
kasta sér út í leikinn. Hann hrópaði • og æpti,
þangað til hún að lokum rauk upp og hrópaði á
móti: „Ég hata þig, Stiller." En hann tók það
ekki illa upp fyrir henni.
En slík reiðiköst komu sjaldan fyrir hana. Hún
dáði Stiller og reyndi að gera það sem hann sagði
henni. Meðan á kvikmyndatökunni stóð spurði
blaðamaður nokkur hana meðal annars hvort
henni þætti ekki erfitt að leika í kvikmynd. —
Ákaflega svaraði Greta. — þetta hefur verið
hreinasta kvöl, en Stiller er bezti maðurinn sem
ég þekki. Maður getur ekki reiðzt við hann,
hvernig sem hann öskrar og skammast. Hann
skapar fólk og lagar það eftir sínum eigin vilja.
Hvað sjálfri mér viðvíkur, þá er ég þæg telpa,
; VEIZTU —? |
1 1. Hver er það, sem kallaður er faðir §
í fúgunnar ? =
= 2. Hvar er Jökuldjúp? [
| 3. Hvað hét heimili Scarlettar O’Hara i |
sögunni „Á hverfanda hveli"?
f 4. Hvaða fugl flýgur hæst? [
I 5. Hvaða frægt farþegaskip sökk í fyrstu I
| ferð sinni yfir Atlantshafið ?
H 6. Hvað heitir elzta núlifandi timarit á Í
Islandi ?
| 7., Hvaða ár fæddist Shirley Temple?
i 8. Hve mörg leikrit ritaði Shakespeare? i
fleiri en 20? fleiri en 30? fleiri en 40? i
i 9. Hvað hét Rauða torgið í Moskvu fyrir =
byltingima 1917 ? [
= 10. Gáta: Hvert er það Klenódí =
með konstum gert,
er ýtum sýnir
það ei sjálfir kunna
augum líta.
Af mörgnm hlutum,
saman er sett
til sældar auka?
8)d avör d bla. 18. \
•‘,4mmiiHiiimtntin«mitfitinMiMMM*fMNiaiiiii«fmnmniiiiiiiiiimii,miiiiiiii.*r
sem vei'ð hrygg ef fólk er óvingjarnlegt við mig,
jafnvel þó það sé ekki sérlega kvenlegt. Ég
hef kannski ekki svo mikið af kvenlegum dyggð-
um til að bera.“ 1 lok samtalsins bætti Greta
við. „Skrifið ekki allt sem ég hef sagt — ég er
ein af þeim sem tala fyrst og hugsa svo." Stiller
var ákaflega óánægður með þessa yfirlýsingu
hennar. Hann hafði óbeit á fréttariturum og
hvatti Gretu til að forðast þá í framtíðinni.
Eftir því sem leið á kvikmyndatökuna, fór
áhugi Stillers fyrir Gretu að ná út fyrir kvik-
myndaverið. Hann byrjaði á að aka henni heim
í bílnum sínum, og þá var mörgum andlitum þrýst
upp að rúðunum í Blekingegötunni. Þau fóru að
sjást saman í leikhúsum og veitingahúsum,
einkum á Berns, þar sem Stiller hafði ákveðið
borð. Oft bað Stiller um að fá að taka Gretu
með ef hann var boðinn út. Þannig kynnti hann
hana þeim hópi leikara, listamanna og rithöf-
unda, sem hann sjálfur tilheyrði. Hann sagði
henni í hverju hún skyldi vera, hvað hún ætti
að segja og hjálpaði henni eftir fremsta megni til
að losna við feimnina. Ein aðferð hans var sú,
að biðja hana um að rísa á fætur og leggja sitt
til skemmtiatriðanna þegar þau voru einhvers
staðar i veizlu. Wilhelm Bryde hefur sagt frá
einum slíkum atburði, þegar Stiller fól henni allt
í einu að syngja í veizlu hjá Bryde. „Hún hafði
þægilega rödd og söng nokkrar af vísum Liliar
Ziedners. Hún hélt áfram að syngja, þangað til
Stiller sagði henni jafn skyndilega að hætta.
Og alltaf fann maður hve mjög hún gætti fram-
komu sinnar."
En ef Stiller neyddi hana ekki til að skemmta,
sat hún oftast þögul og kyrrlát. Leikhússtjóri
nokkur, sem bauð Stiller og Gretu til mikillar
veizlu, minnist þess að hún sagði ekkert annað
en „gott kvöld" og „verið þ£r sælir" allt kvöldið.
„Hún sat úti i horni og virtist utangátta", segir
hann. Allar þessar meira eða minna heimsvönu
manneskjur, sem Stiller kynnti hana fyrir, fengu
ekki þá hugmynd að hún væri ákaflega dularfull,
heldur eðlilega látlaus. Hún var þægileg og ynd-
isleg fyrir augað — hin löngu augnhár hennar
fóru ekki fram hjá neinum — en algerlega laus
við eigin persónuleika. En enginn af öllum þess-
um nýju kunningjum hennar vissi, að hún bældi
viljandi niður hinn barnslega gáska sinn og töfra,
til að svara til hugmyndar Stillers um það,
hvernig „stjarnan" hans ætti að vera. Þar sem
hún var mitt á milli þessara tveggja skauta, gat
hún aðeins verið deyfðarleg í framkomu.
Þó að vinir Stillers héldu áfram að furða sig
á áhuga hans fyrir þessum dýrmæta „fundi“
hans, sem í þeirra augum var ekki sérlega efni-
legur, þá hafði hann sjálfur óbilandi trú á að
Greta væri sköpuo til stórræða. Gagnrýnandinn
Hjalmar Lenning, sem var einn af vinum Still-
ers, sagði eftir að hann hitti Gretu í fyrsta sinn,
að sér fyndist hún „leiðinleg, lítt eftirtektarverð
og ákaflega þegjandaleg". Og hann spurði Still-
er, hvort hann héldi í raun og veru að hún ætti
svo bjarta framtíð sem leikkona framundan. „Hún
lætur afbragðs vel að stjórn, hlýðir öllum skip-
unum. Hún er eins og vax í höndunum á mér.
1