Vikan


Vikan - 24.05.1956, Síða 5

Vikan - 24.05.1956, Síða 5
Greta á eftir að komast áfram. ICg trúi á hana,“ svaraði Stiller. Þegar töku Gösta Berlings sögu var lokið, hafði Stiller náð algjöru valdi yfir skjólstæð- ingi sínum. Hún gerði ekkert án hans sam- þykkis, hitti aðeins það fólk, sem hann vildi láta hana hitta, og hafði tekið upp það nafn, sem hann vildi láta hana bera. Með leyfi hins opin- bera hét hún nú Greta Garbo. „Stjarnan" var fædd — að minnsta kosti nafnið. ' 7. KAFLI. Gösta Berlings saga var frumsýnd í Stock- hólmi í marz 1924. Myndin var svo löng — hún tók fjórar klukkustundir — aö hún var sýnd í tveimur hlutum. Stiller hafði Gretu í fylgd með sér á frumsýningunni. Myndin vakti ekki óskipta aðdáun. Almenningur tók henni vel, en gagnrýn- endurnir drógu heldur við sig lofið. Þeir höfðu allir orð á því, að Stiller hefði leyft sér nokkuð mikið frelsi þegar hann breytti sögnnni í kvik- mynd, einkum þar sem hann klíndi á hana ham- ingjusömum endi. Þegar Selma Lagerlöf sá kvik- myndina sagði hún: „Stiller hefur lesið of margar lélegar neðanmálssögur." 1 augum hvers sem sér myndina í dag — eftir meira en fjórðung aldar — er Greta einn af hinum ljósu punktum hennar. 1 þessu fyrsta regiulega hlutverki sínu í kvikmynd er leikkon- an, sem átti eftir að verða tákn hins himneska freistara, álíka sakleysisleg og bústin og þrumu- engill. Hvorki í útliti hennar né leik vottar fyrir neinu, sem gefur til kynna þetta yfirnáttúrlega aðdráttarafl sem átti eftir að gera hana ímynd hugtaksins fetnme fatale. Göndli af síðu svörtu hári, sem aldrei virðist hafa komist í kynni við bursta eða greiðu, er snúið upp á höfuðið og á vörunum er þykkt lag af varalit. Klædd heil- mörgum flegnum kjólmn, sem sýna áberandi mikið af þrýstnum barmi, siglir hún eins og stytta gegnum myndina og vaknar aðeins einu sinni til lífsins. Það gerist i hröðum kafla þegar hún ekur ásamt aðalsöguhetjunni á sleða yfir ísi- lagt haf og úlfar elta þau — í raunveruleikanum voru það sheffershundar, en Stiller hafði látið ýfa skottin á þeim með lausu hári og binda blý- molum í þau, svo að þeir veifuðu þeim ekki. Á þessari löngu ferð yfir ísinn lætur Greta i ljós ótta sinn með því að renna augunum æðislega til og frá, þenja út brjóstkassann og hrópa: „Úlf- ar, úlfar!“ meðan hún baðar út höndunum í átt- ina til úlfanna, sem nálgast. Loks byrja úlfarn- ir að berjast innbyrðis og söguhetjurnar aka áfram á öruggan stað. Þetta virðist kannski hlægilegt nú á tím- um en það var álitin fyrsta flokks kvikmynda- list rétt eftir 1920. Stiller fékk mikið hrós fyrir sleðaferðina og marga aðra slíka kafla, t. d. fyrir herragarðsbrunann mikla, sem þá var álit- inn sýna furðulega tækni og dyrfsku. Þó mynd- in gerði Gretu ekki að „stjörnu", Stiller til mik- illa vonbrigða, missti hann ekki trúna á draum sinn. Eftir frumsýninguna óskaði Einar Nerman Stiller til hamingju og spurði hvað sú sem léki Elisabethu Dohnu héti. „Hún heitir Greta Garbo“, svaraði Stiller. „Og hún á eftir að verða mikil leikkona.“ Samkvæmt ósk Stillers hafði Greta haldið áfram námi í leikskólanum, jafnvel meðan á kvikmyndatökunni stóð. Alltaf þegar hún þurfti ekki að vera í kvikmyndaverinu, sat hún í kennslustundum. Nú þegar hún var kvikmynda- leikkona, sem eyddi frístundum sínum með hin- um fræga kvikmyndastjóra, þá sáu félagar henn- ar hana í öðru ljósi. Aukin virðing þeirra og léttirinn yfir að vera svolitla stund laus úr trölla- greipum Stillers, gerði kennslustundirnar að á- nægjulegum leik. Sem annars bekkjar nemandi fékk hún 150 krónur í laun á ári og það, ásamt peningunum fyrir kvikmyndaleikinn, veittu henni fjárhagslegt öryggi. Hún fór nú líka að fá að taka þátt í almennum leiksýningum í Dramatíska leikhúsinu. Meðan Garbo hélt áfram námi sínu í leik- skólanum var Stiller önnum kafinn við að út- búa þýzka útgáfu af Gösta Berlings sögu, sem átti að fumsýna í Berlín. Það var ákaflega mik- ilvægt, því að á þeim tima tryggði velgengni í Berlín velgengni annars staðar i Evrópu. Eftir margar og langar umræður um fjármálin og alls kyns refskákir á báðar hliðar, fékk Trianon Film, en forstjóri þess hét David Schratter, rétt- inn til sýninga í Þýzkalandi fyrir 100.000 mörk - sem var geysihá upphæð á þeim tima. Schratter flaug til Stockholms, til að ganga frá samningn- um, og fékk þá að vita, að eitt af skilyrðum Stillers væri það, að Trianonfyrirtækið borgaði ferðakostnað fyrir Stiller og Gretu til Berlínar, til að vera viðstödd frumsýninguna. Til þess þurfti Greta að fá ný föt, og Stiller stakk upp á þvi að Trianon borgaði 5.000 krónur fyrirfram, til að koma þvi í kring. Schratter gekk að þessu og nokkrum öðrum skilyrðum, sem Stiller setti á síðustu stundu. Allan þann tíma sem þetta stóð yfir, hitti Schratter ekki Gretu í eitt einasta skipti. Það var Stiller, sem sá um öll hennar málefni, og kvittaði jafnvel fyrir fimm þúsund króna fyrirframgreiðslunni fyrir nýjum fötum handa henni. 1 byrjun september 1924 lagði Greta af stað til Berlinar í nýjum alfatnaði, sem Stiller hafði valið handa henni, og í fylgd með verndara sín- um. Þetta var fyrsta utanlandsferðin hennar og henni fannst hún auðvitað ákaflega skemmtileg, ekki síst þar sem hún var í fylgd með heims- manni, sem kunni að ferðast ríkmannlega. Löngu fyrirfram voru blöðin full af myndum af henni, fyrir utan kvikmyndahúsið voru myndir í eðli- legri stærð af Gretu og hinum leikurunum (sem Stiller hafði séð um að yrðu eftir í Svíþjóð, svo þeir drægju ekki athyglina frá skjólstæðingi hans); og þýzku umboðsmennirnir höfðu boðið kvikmyndastjörnum og fyrirfólki á frumsýning- una. Þcgar Greta og Stiller tóku sér sæti í heið- ursstúkrmni, var hundruðum sjónauka beint að þeim, með þeim afleiðingum, að Greta skaut hæg- indastólnum sínum í flýti aftur á bak, en Stiller ýtti honum jafn snögglega fram aftur. Myndin fékk afbragðs viðtökur í Berlín. Hin- ir glæsilegu frumsýningargestir klöppuöu ákaft og hrópuðu í lok myndarinnar á Stiller. Hann kom fram og dró hina feimnu fylgdarkonu sína meú sér fram úr skugga stúkunnar, svo að hún fengi hluta af fagnaðai-látunum. Þýzku gagn- rýnendurnir voru yfir sig hrifnir af Gösta Ber- lings sögu. Gretu færði myndin lílta meiri frægo en í heimalandi hennar. Þjóðv^rjarnir dáðust mest að fegurð hennar, alveg eins og Svíarnir - „norræn prinsessa", „hún hreyfir sig eins og kvikasilfur“ — en henni var líka hrósað fyrir leik sinn, sem þeim fannst koma „frá hjartanu“, vera „heillandi" og „blandaður söknuði". Mvnd- in gekk í margar vikur. Kaupendurnir höfðu reiknað með að fá kostnaðinn endurgreiddan á fjórum vikum. Nú fengu þeir hann undir eins! Trianon-fyrirtækið var svo ánægt með þessa heppni sína, að það bauð Stiller, sem var farinn aftur heim til Stockholms, nýjan samning, og bað hann rnn að gera aðra mynd með Gretu Garbo. Af hentugum ástæðum lézt Stiller í fyrstu ekki hafa sérlega milúnn áhuga fyrir þessu, þó hann hefði í rauninni brennandi áhuga. Ein- asta hugsim hans var að framleiða aðra mynd með Gretu í aðalhlutverkinu. Tilboð Trianons veitti honum tækifæri til þess. Samkvæmt til- lögu Stillers, kom Schratter til Stockholms til skrafs og ráðagerða. Meðan Stiller hafði á prjónunum ráðagerðir varðandi framtíð Gretu, hafði hún snúið aftur til Dramatizka leikhússins, nú orðin talsvert fræg. Þar lék hún nokkur smáhlutverk, sem reyndust vera hennar síðustu hlutverk á leiksviði. I samningaviðræðunum við Stiller, fékk Schrat- ter enn á ný sannanir fyrir hinum einræðislegu tilhneigingum kvikmyndastjórans til að setja ný skilyrði. Kaupsýslumenn komast oft að raun um, að þó að listamenn séu draumóramenn, þá geta draumóramenn líka verið all knífnir, þegar pen- ingar eru annars vegar. Þegar Stiller hafði tryggt sér samning, sem átti að gefa honum 150.000 mörk í aðra hönd fyrir fyrstu mynd- ina hjá Trianon, kom hann fram með annað, sem hann hélt fast við. „Ég hef sanming við Gretu Garbo,“ sagði hann við Schratter. „Ef þiö viljið mig, þá verðið þið líka að taka hana“. Schratter féllst á það. Greta fékk 5 ára samn- ing, með 500 marka byrjendalaunum á mánuði. „En svo hef ég líka samning við sænska leik- arann Einar Hanson,“ sagði Stiller. Schratter stundi og lofaði að gera líka samning við Hanson. NÝTT OLÍUSKIP. Á þessu hausti næst sá áfangi i sögu siglinga og atvinnulifs á Is- landi, að stórt olíuflutningaskip byrj- ar að sigla undir islenzkmn fána. Það er nýtt 16.730 lesta olíuskip, sem Samband íslenzkra samvinnu- félaga og Olíufélagið hafa fest kaup á. Skipið er að sjálfsögðu búið öli- um nýtizku fullkomnustu sigling- artækjum og getur flutt 22429 rúm- metra af olíu. Áhöfn skipsins verður 40 manns. En gert er ráð fyrir, að fyrst um sinn verði nokkrir erlendir kunnáttumenn um borð til Ieiðbein- inga, áður en alíslenzk skipshöfn tekur við. Hið nýja olíuskip Sfcærð 16.730 lestir. Mesta íonrjd 167,37 m. Breidd 20,73. Dýpt 11,89.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.