Vikan - 24.05.1956, Page 9
í SKUGGA GÁLGANS
Framhald af hls 17.
an klefa Gwen Benson. Ég ætlaði ekki að hugsa meira um hana og ég
ætlaði sannarlega ekki að koma nálægt klefa hennar ótilneyddur. En
ég réði ekki sjálfur geruum mínum, það var allt og sumt. Það var eitt-
'hvað inni í mér, sem stjórnaði athöfnum mínum, eitthvað sem ég vildi
svæfa, en gat ekki svæft. Ég var undrandi, nærri því ringlaður. Ég
sárskammaðist min. Ég muldraði einhverja afsökun, mikið hvort ég
sagðist ekki vera tóbakslaus, bað hann að gefa mér í pípu, og dró and-
artaki síðar upp troðfullan tóbakspung'.
Rustám hló: „Ertu fullur, drengur? Pékkstu þér einum of mikið í
Lewistown í dag?“
Ég gi'eip hálmstráið fegins hendi. „Já! Þao er einmitt það'. Maður
varar sig ekki á bjórnum í þessum hita!“
„Reyndar láta fleiri eins og þeir séu fullir.“ Rustam deplaði íbygg-
inn framan í mig augunum. „Það er kannski hitinn, en ekki er það
bjór, svo mikið er víst.“
Ég horfði ringlaður á hann, skildi ekki hvað hann meinti.
Hann gaut augunum inn i klefann. „Ójú, sumir eru orðnir ansi mál-
ugir allt í einu.“
Ég horfði vandræðalega niður fyrir mig. Hann átti augsýnilega við
stúlkuna.
Hann tók undir handlegginn á mér og leiddi mig út i horn á ganginum.
„Hún er að biðja um að fá að tala við einhvern lögfræðing, sem hún
nefnir. Henni virðist ómögulegt að skilja það, að málið er útkljáð.“
Hann rétti mér eldspýtur. „Ég hef ekki þorað að víkja frá henni andar-
tak síðan ég kom á vakt. Ég vildi hún hefði haldið áfram að sita rólég
á sínum stað. Butler heimsótti okkur eftir á að hyggja snöggvast í dag.“
„Nú?“
„Já, þú veist; hann þarf að vita nokkurnveginn hvað hún er há og
gera sér einhverja grein fyrir þyngd hennar. Hann ætlar að prófa reypið
i fyrramálið."
Ég fékk ákafan hjartslátt. Mér var allt í einu orðið illt. Ég fann
hvernig kaldur svitinn spratt fram á enni mér. Ég hallaði mér upp að
veggnum og lygndi aftur augunum.
„Já, svei mér!“ Ég heyrði rödd Rustams úr órafjarlægð. „Þú hefur
verið of gráðugur í dag. Hva, maður, þú slagar'."
Hann studdi mig inn ganginn og ég settist þunglamalega á stólinn og
smásaman birti aftur í kringum mig og ég gat rétt mig upp.
Og það fyrsta, sem ég sá, var andlit Gwen Bensons. Hún stóð við
rimlana á klefa sínum og horfði beint á mig og var að segja eitthvað.
Ég hristi höfuðið. „Ha? Hvað varstu að segja? Ég heyrði ekki hvað
þú sagðir.“
„Ég var að biðja þig að gera boð eftir Patrick Shayne og biðja
hann að koma hingað tafarlaust. Það er ákaflega áríðandi.“
„Shayne? Hver er hann?“
„Hann var verjandi minn.“
„Það er tilgangslaust." Ég treysti mér ekki til að horfa framan í
’hana. „Mér þykir það leitt. Hann getur ekki gert meira fyrir þig en
hann er búinn.“
„Ég hef miltilvægar upplýsingar — nýjar upplýsingar."
Rustam sagði: „Þarna heyrirðu'. Nýjar upplýsingar! Nú spyr ég þig,
hvernig í ósköpunum á hún að hafa komist yfir nýjar — taktu eftir —
nýjar upplýsingar á þessum stað? Eins og ég er margbúinn . .
„Þegiðu'."
„Ha?“
„Fyrirgefðu, Rustam." Ég flýtti mér að biðjast afsökunar. „Ég meinti
ekkert illt með þessu. En eins og þú veist .. . ég fékk mér kannski dá-
lítið of mikið í dag. Fyrirgefðu."
■ „Blessaður vertu!“ Rustam var fullur af göfuglyndi. „Nefndu þetta ekki'.
Ætli ég hafi ekki einhverntíma gripið í flösku sjálfur! En ég vildi hún
vildi hætta þessu pexi.“
Ég stóð upp og gekk að rimlunum. „Þú vilt kannski segja mér, hvaða
. . . hm . . . upplýsingar þetta eru?“
„Hver ertu?“ Hún horfði beint á mig, og það var stolt og festa
í augunum.
„Ég er fangavörður hérna.“
„Þú veist, að það á að taka mig af lífi eftir fáeinar klukkustundir."
„Já. Ég veit það.“
„Þegar mál mitt var tekið fyrir, vantaði mjög mikilvægt vitni. Það
var ekki hægt að koma því við að láta það mæta í réttinum."
„Já.“
„Fyrir sjö dögum sá ég vitnið á aðalgötunni í Shanon."
Hún hélt höndunum í rimlana og dimmur klefinn gapti eins og opin
gröf fyrir aftan hana. Hún horfði án afláts á mig, stóð gTafkyrr eins og
hún væri meitluð í stein. Á þessu andartaki var jafnvel hið rennislétta
rauða hár hennar eins og steypt í mót.
Ég sagði lágt: „Réttarhöldunum er lokið og dómur fallinn.“
Rustam skrækti ákafur: „Það cr það sem ég er sífellt að stagast á.“
Mig langaði að sparka í hann. En ég sneri mér á hæl og hljóp eða
skjögraði fram ganginn, út úr þessari biðstofu dauðans.
Framhald í nœsta blaði.
BRUNATRYGGINGAR
Eru eigur yðar nægilega hátt brunatryggðar ?
Ef ekki, þá talið við oss sem fyrst.
Vátryggingarskrifsíofa
Sigfúsar Sighvatssonar h.f.
Lækjargötu 2 A, Reykjavík.
Símar: 3171 & 82931.
LiftFyggiragar
Kynnið ykkur okkar lágu iðgjöld og
bónusútborganir.
Vá tryggingarskrifstofa
Sigfúsar Sighvatssonar h.f.
Lækjargötu 2 A, Reykjavík.
Símar: 3171 & 82931.
Hagsýnar húsmæður nota ávallt beztu
fáanlegu efnin í baksturinn. — Royal
Iyftiduft er heimsþekkt gæðavara, sem
nýtur hinna mestu vinsæida.
RQYAL
tryggir öruggan bakstur
9