Vikan


Vikan - 24.05.1956, Page 16

Vikan - 24.05.1956, Page 16
FORSAGA: Það, sem hér segir frá, gerðist fyrir nærri fimmtíu árum. Ég var fangavörður í fylkis- fangelsinu í Georgíu. Ég var 26 ára. Ég ætlaði ekki að ílendast í starfinu, en mér til nokkurrar furðu, vakti það áhuga minn. Ég ákvað að leggja það fyrir mig. Og svo var Gwen Benson færð til fangelsisins og lokuð inni í dauðadeild. Það átti að hengja hana. W G verð að játa, að mér brá ónotalega í brún. Það er eitthvað við- bjóðslegt við eiturmorð. Ég ætla mér að sjálfsögðu ekki að mæla með morðum af neinu tagi, en ef ég ætti að nefna þá morðaðferð, sem mér fyndist hroðalegust og lítilmann- legrust, þá er það eiturgjöfin. Ég hef mjög takmarkaða samúð með eiturbyrlaranum, sem ég les um í blöðunum. Ég mundi að vísu ekki hengja hann — ég hef meðfædda andúð á dauðarefsingunni — en ég mundi vissulega mæla með því, að honum yrði sýnt í tvo heimana. Gwen Benson, tjáði Rustam mér sigri hrósandi, hafði verið dæmd fyrir að myrða mann með eitri. Og ekki nóg með það: fórnarlambið var faðir hennar. Hún var tuttugu og eins árs. Það átti að hengja hana eftir fjóra daga. Hún sat í dauðaklefanum og Rustam gamli ók sér á stólnum fyrir fram- an klefarimlana og beið eftir því, að þeir kæmu og sæktu hana og leiddu hana imdir gálgann og hengdu hana. Hún sat með hendur í skauti, orðlaus af skelfingu, og beið. Þeir , voru búnir að hafna náðunarbeiðni hennar. Það var hljótt í fangelsinu, heyrðist varla stuna né hósti, og við skynjuðum vel verðirnir þann heiftarloga, sem nú brann í brjóstum fang- anna. Kalmenn mátti hengja; það skildu þeir. En konu — nei, aldrei! Það var naumast svo aumur fangi innan þessara fangelsismúra að hann dreymdi ekki um það að hrifsa Gwen Benson úr blóðugum klóm böðuls- ins — já, þótt það kostaði hann lífið. Sjálfur átti ég enn í miklu hugarstríði. Það var undarlegt, en ég trúði því í rauninni aldrei að Gwen Benson væri morðingi. Ekki eftir að ég var búinn að sjá hana, horfa í þessi stóru, raunamæddu augu. Þó að þeir | hefðu dæmt hana fimmtíu sinnum, þó að fimmtíu sinnum fimmtíu kvið- dómendur hefðu lýst hana seka, þá hefði ég ekki trúað því eitt andar- tak. Það er skrítið. Ég hef orð á mér fyrir að vera rólyndur, hleypidóma- laus maður. Ég á enn eftir að hitta morðingja, sem ekki neitar sekt sinni til hinstu stundar. Og þó hafði ég ekki heyrt neina slika neitun af vör- um Gwen Benson, þegar ég sýknaði hana skilyrðislaust! Þó ber ekki að skilja þetta svo, að ég hafi játað þetta fyrir sjálfum mér. Eiturbyrlari! Hvernig er hægt að hafa samúð með eiturbyrlara ? Nei, sagði ég við sjálfan mig, hugsaðu um eitthvað annað og þarfara. En ég átti framundan aðra andvökunótt. Jú, mikil ósköp, ég hafði ekki snefil af meðaumkun með stúlkunni, sem sat í dauðaklefanum og átti eftir að lifa í fjóra daga! En um leið og ég lagði höfuð að kodda, sá ég hana bráðlifandi fyrir mér, sá þjáninguna í augunum, vonleysið í svipnum, örvæntinguna i krepptum hnefunum. Ég fór enn á fætur fyrir allar aldir. Hvað stoðar að liggja uppi í rúíni, þegar maður getur ekki sofið? Ég steikti mér egg, drakk gríðar- mikið af svörtu kaffi, fór svo niður i varðstofuna. Ken Mills var á vakt. Það var orðið virkilega litskrúðugt glóðaraugað, semNickhafðigefiðhonum. „Nei,“ sagði hann önugur, þegar ég spurði hvort honum liði nokkuð skir, ,,mér líður afleitlega. Satt að segja held ég mér sé að versna. Ég er ekki frá því, að Nick hafi rifbeinsbrotið mig, og þú sérð hvað úr þessu ætiar að verða" — og benti á glóðaraugað. „Elessaður vertu,“ sagði ég hughreystandi, „þú verður orðinn jafn góður eftir hálft ár.“ Hann gretti sig. „1 alvöru talað, Bill, mikill djöfuls berserksgangur vat' á manninum." eftir William Gasfton jr. „Hann ér of sterkur, þessi Nick,“ sagði ég. „Hann áttar sig ekki á því, hve sterkur hann er, og svo endar hann í tukthúsinu fyrir mann- dráp, þegar hann ætlaði alls ekki að drepa manninn, heldur bara að rota hann í fáeinar mínútur.", Ken hrukkaði ennið. „Mér lýst ekki á þetta," sagði hann. „Ég hef oft verið hræddur um líf mitt hérna í fangelsinu, en aldrei hræddari en nú. Það þarf ekki stóran neista til þess að kveikja í þessari púðursprengju, sem við situm á.“ „Ég veit það,“ sagði ég. „Maður getur nærri því þreifað á heiftinni, sem vellur og sýður í þeim. Ef ég réði einhverju hérna, mundi ég halda þeim í klefunum þar til þetta er um garð gengið — já, og standa yfir þéim með byssurnar á lofti." Butler vaktstjóii kom inn i þessu, og það var vinlykt af honum. Það var oft vínlykt af Butler. Hann var aldrei beinlínis fullur, en hann var heldur aldrei beinlínis allsgáður. Hálfgerður svoli. Svartur og giidur. Aug- un svört og hárið svart og strítt og andlitið gljáandi, eins og maðurinn væri alltaf sveittur. Einkennisjakkinn var hnepptur frá honum og hann var beltislaus og hafði stungið skammbyssunni sinni í rassvasann. Skeft- ið stóð upp úr vasanum eins og svartur krókur. „Eruð þið byrjaðir að skjálfa, blessaðir?" sagði hann hæðnislega. „Eruð þið orðnir hræddir við þá þarna frammi? Ég skal segja ykkur eitt, piltar mínir. Ég læt hvorki hræða mig til eins né neins. Ég veit ekki, hvað þeir gera hinir vaktstjórarnir, en á minni vakt fá þeir ekki að flatmaga í bælunum sínum, bara af því að hengja á einn stelpukrakka fyrir morð. Þeir gera það sem þeim er sagt að gera, eða hafa verra af.“ Svo að við opnuðum klefana klukkan sex og sendum þá til sinna starfa. Ég átti vakt í grjótnáminu aftur. Við vorum með þrjú hundruð menn og við litum ekki af þeim eina sekúndu. Ef einhver leit upp, fékk hann umsvifalaust kylfuna í hnakkann. Við ætluðum sannarlega ekki að eiga neitt á hættu. Svona gekk það fram undir hádegi. Við gáfum þeim nákvæmlega tiu mínútur til að sötra í sig súpuskolpið. Einhver mannaði sig upp í að mótmæla, og Butler gaf honum svo vænt kjaftshögg, að blóðið lagaði út úr honum. „Vilja fleiri kvarta?" kallaði hann. „Þá er ég hérna.“ „Fantur!" Röddin var há og hvell og ögrandi, en það var ómögulegt að átta sig á, hvaðan úr þessum röndótta her hún kom. „Svín!“ Það var sama röddin litlu síðar. „Þeir ætla að hengja hana, drengir!" Enn sama röddin. Butler sagði: „Gætið að byssunum ykkar, piltar. Og ef þeir koma, þá miðið á mittið á þeim, ekki fæturnar." „Hafið þið séð hana?“ sama röddin enn. „Ég hef séð hana!“ önnur rödd og öllu lægri. „Fyrradag! Þegar þeir komu með hana.“ Þeir notuðu stuttar setningar og slitu þær i sundur, svo að það var ógerlegt að sjá hver hafði orðið. „Kornung!" „Tuttugu og eins!“ „Barn!“ „Dómsmorð.“ Röddunum fjölgaði sífellt. Og svo háa hvella röddin: „Eigum við að leyfa þeim að drepa hana?" Og margar raddir 1 kór: „Nei!“ Svona gekk þetta allan daginn. Við vorum kófsveittir. Butler var rauður og þrútinn og augun blóðskotin. Við vorum sannarlega fegnir þegar sá síðasti var kominn í klefann sinn. Þá byrjuðu þeir, þessir þrjú hundruð, að lemja drykkjarkrúsunum í klefarimlana. Hinir „tóku undir.“ Tvö þúsund menn lömdu i takt. Járni í járn. Það er ógurlegur glymur. Þeir hættu ekki fyrr en við settum brunadælurnar á þá háværustu. TVEIR DAGAR. Það var það fyrsta, sem kom í huga mér þegar ég vaknaði daginn eftir. Nákvæmlega tveir dagar eftir af lífi Gwen Benson. Fjörutíu og átta klukkustundir. 16

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.