Vikan - 13.06.1957, Síða 3
M©ð hefnd í
hugn
eftir
K. L. BENNETT
Þaö kvaö vera staðreynd að konur séu hefnigjarnari en karlmenn
T^RU konur hefnigjarnari en karlar? Við
skulum orða þetta kurteislega, og
segja, að þær séu langræknari. Því að
það kvað vera staðreynd. Konur lifa rík-
ara tilfinningalífi en karlmenn. Þar af
leiðir, að ást þeirra getur verið ákafari
— og hatrið rammara.
Ekki svo að skilja, að þetta eigi við
um allar konur. Síður en svo. En ef hægt
væri að taka meðaltal af langrækni kvenna
og karla, þá segja þeir sem vit hafa á,
að meðaltal konunnar yrði hærra.
Hefnigirni konunnar verður skáldunum
oft að yrkisefni. f klassisku bókmenntvm-
um fer líka talsvert fyrir henni. 1 fornum
sögum grískiun og íslenzkum er hefnd-
um kvenskörunga hvað eftir annað lýst
— og afleiðingunum. Það er sumsé ekkert
ný bóla að halda því fram, að kvenfólk-
ið sé langræknara en karlmennirnir og
hatur þess ofsalegra.
En hér skulu ekki rakin klassisk dæmi,
heldur tekin dæmi úr daglega lífinu. Það
er að segja, að þær konur, sem hér er
sagt frá, komust aldrei í heimssöguna.
Þótt þær vektu stundarathygli, eru þær
nú gleymdar.
Eins og hún Marta litla Zenháusern.
Ef hún er enn á lífi, er hún komin á sjö-
tugsaldur. Hún átti heima í belgisku kola-
héruðunum. Faðir hennar var efnaður
kaupsýslumaður. Þegar Marta var tíu ára,
seldi hann fyrirtæki sitt og keypti hluta-
bréf í námufélagi. Tveimur árum seinna
andaðist hann. Þá kom í ljós, að hann var
nýbúinn að afhenda kunnum námueiganda
öll hlutabréfin. Námueigandinn, maður að
nafni William Mérode, lagði fram kvitt-
un, sem sýndi, að hann var búinn að greiða
andvirði bréfanna. Hinsvegar fannst ekki
eyrir af peningunum.
Ýmsum þótti þessi kvittun kindug og
út af henni hófust málaferli. Lögfræðing-
ur ekkjunnar hélt því fram, að kvittunin
væri fölsuð, að Mérode hefði ekki verið
búinn að greiða eyri fyrir bréfin.
Málinu lyktaði þó með því, að hann var
sýknaður; Marta og móðir hennar stóðu
uppi allslausar.
Báðar höfðu lifað við allsnægtir; nú
horfðust þær í augu við ömurlegustu fá-
tækt. Og skömmu eftir að Marta varð
fjórtán ára, framdi móðir hennar sjálfs-
morð.
Marta, auðmannsdóttirin, var flutt á
munaðarleysingjahæli á meðan athugað
var, hvort hún ætti nokkra ættingja, sem
vildu taka við henni. Svo reyndist ekki.
Þá var hún vistráðin hjá bónda nokkrum
í nágrenninu og tjáð, að þar yrði hún að
vera uns hún yrði myndug.
Marta strauk. Hún fannst þremur vik-
um seinna og var færð húsbónda sínum.
Næstu þrjú árin strauk hún fjórum sinn-
um. En þegar hún var átján ára, fékk hún
leyfi yfirvaldanna til að fara í aðra vinnu
og réði sig til námufélagsins, sem Mérode
var stærsti hluthafinn í og sem faðir henn-
ar hafði átt að nokkru leyti áður en hann
andaðist.
Konur vinna enn í sambandi við belg-
isku kolanámurnar, þó ekki við jafn mörg
störf og í tíð Mörtu, fyrir fimmtíu árum.
Hún vann í hleðsluporti námunnar, þar
sem flutningavagnarnir voru fylltir áður
en eimreiðarnar tóku við þeim. Launin
gerðu henni naumlega fært að draga
fram lífið.
William Mérode, maðurinn, sem hún með
réttu eða röngu kenndi um raunir sínar,
átti stimdum erindi í hleðsluportið.
Kannski þekkti hann hana ekki í vinnu-
fötimum og svarta af kolaryki.
En Marta var ekki búin að gleyma hon-
um. Hinsvegar er það ráðgáta enn þann
dag í dag, hvort hún hafi haft húsbænda-
skipti beinlínis í þeim tilgangi að koma
fram hefndum. Hvað um það, dag einn
fyrir jólin, þegar William Mérode var á
göngu gegnum hleðsluportið, stökk Marta
aftan að honum, hóf skóflu sína á loft
og keyrði hana af alefli í höfuð honum.
Fleygði síðan frá sér verkfærinu og lagði
á flótta.
Mérode hjarði í tvo daga, en gaf þá
upp öndina. Þá var Marta enn ófundin.
Nú var þetta orðið morð og leitarmönn-
um var f jölgað. Það var settur vörður við
þjóðvegi og brýr og járnbrautastöðvar.
Þeim var heitið verðlaunum, sem vísað
gæti á stúlkuna. En hún komst undan.
Það hefur ekkert spurst til hennar enn
þann dag í dag.
Eldra dæmi um hefnd ungrar stúlku
greinir frá Jane Sydney, sem 18 ára
gömul mátti horfa upp á það, að faðir
hennar var dæmdur í ævilangt fangelsi
fyrir manndráp. Móðir hennar var þá
dáin fyrir nokkrum árum.
Tveimur árum síðar andaðist John Syd-
ney í fangelsinu — og fáeinum mánuðum
seinna sannaðist það, að hann hafði verið
dæmdur saklaus. Hinn raunverulegi morð-
ingi — maður að nafni John Carroll —
var flúinn til Bandaríkjanna.
Þetta var árið 1883. Jane seldi allar
eigur sínar og hélt til Bandaríkjanna. 1
New York komst hún að því með aðstoð
einkaleynilögreglumanna, að Carroll var
kominn til San Francisco. Svo er að sjá
sem yfirvöldin hafi einhverra hluta vegna
látið hann afskiptalausan.
En ekki aldeilis hin 21 árs gamla Jane.
Hún ferðaðist þvert yfir Bandaríkin, þótt
hún væri orðin peningalaus, og fékk vinnu
í San Francisco. Rösklega ári seinna stóð
hún augliti til auglitis við John Carroll.
Það var á skemmtistað í miðbænum.
Jane gekk að borði Carrolls, sagði eitt-
hvað við hann, fór í kápuvasa sinn, dró
upp skammbyssu og skaut hann til bana.
Svo beið hún hin rólegasta á meðan lög-
reglan var sótt.
Þetta kom fram við réttarhöldin. Það
sannaðist með öðnim orðum, að Jane hafði
farið í veitingahúsið til þess að drepa John
Carroll.
En þegar saga hennar varð kunn, vakti
hún mikla samúð með hinni ákærðu. Kvið-
kómurinn komst að vísu ekki hjá því að
úrskurða hana seka um manndráp, en
úrskurðinum fylgdi áskorun til dómarans
um að sýna henni linkind.
Dómarinn dæmdi hana til vægustu refs-
ingar — eins árs fangelsis. Hún afplánaði
níu mánuði. Þá var hún látin laus fyrir
góða hegðun og hvarf aftur til vinnu sinn-
ar. Tveimur árum seinna var hún gift og
byrjuð að búa í Maine. Hún andaðist há-
öldruð.
Lotta Ráder hét finnsk stúlka, sem fór
til vinnu í Frakklandi skömmu fyrir stríð
og lenti í höndunum á hvítum þrælasöl-
um. Þeir voru komnir með hana til Alsýr,
þegar hún slapp frá þeim.
Hún höfðaði mál á hendur manninum,
sem hún taldi foringja þrælasalanna, en
hann var franskur kaupmaður, sem að
nafninu til fékkst við heiðarlega um-
boðsverzlun. Svo fór líka, að lögfræðing-
ar hans fengu hann sýknaðan. Og upp
úr því fór hann í mál við Lottu fyrir
ranga ákæru!
Enginn vafi virðist á því núna, að
Frakkinn hafi í raun og veru fengist við
hvíta þrælasölu. En hann skákaði í því
skjólinu, að ógemingur væri að sanna það
á hann.
Það var þegar hér var komið sem
finnska stúlkan tók sér sjálfdæmi í mál-
inu og gerðist bæði dómari Frakkans og
böðull. Hún heimsótti hann á heimili
hans. Það er ekki vitað, hvað þeim fór á
milli, en þegar hún gekk út úr íbúðinni,
lá hann dauður á stofugólfinu með kúlu í
hjartanu.
Lotta Ráder reyndi að flýja, en náðist.
Hún var dæmd í ævilangt fangelsi. Hefnd
sína mátti hún því gjalda dýru verði,
Því meira sem að konumii ér þjarmað,
því grimmari virðist hún verða. Kana-
diska stúlkan Barbara Watts var fimmtán
ára gömul, þegar hún var send á upp-
eldishæli fyrir ítrekaðan þjófnað. Þetta
var fyrir nærri f jörutíu árum og uppeldis-
hælið var rekið sem ósvikið fangelsi. Það
hafði í upphafi verið reist sem fangelsi
fyrir herinn, en þegar það þótti of af-
skekkt, var það tekið í notkun fyrir f jórtán
til átján ára afbrotaunglinga! Það var í
feiknmiklum mýrarfláka, þriggja stunda
ferð frá næsta bæ.
Þegar unglingafangelsið var fullskipað,
hýsti það 80 pilta og 20 stúlkur. Stúlk-
urnar báru samskonar einkennisbúning og
piltarnir: buxur og jakka úr vatnsheld-
um segldúk og tréskóstígvél.
Agin var feiknstrangur. Sálfræðingar
og uppeldisfræðingar nútímans hefðu ef-
laust dæmt Grange, forstöðumann hælis-
ins, alls óhæfan til að gegna slíku starfi.
Hann hafði hlotið uppeldi sitt í hernum
og rak hælið eftir þeim kenningum um
aga og refsingar, sem tíðkast höfðu í
hernum um aldamótin.
Unglingunum var refsað fyrir smávægi-
legustu yfirsjónir: fyrir að tala saman
við vinnuna, fyrir að hreyfa sig þegar
þeir áttu að standa í biðstöðu, fyrir að
þrífa ekki klefa sinn nógu vel.
Barbara Watts varð honum fljótlega
þyrnir í augum. Hvað sem um hana verður
sagt, var hún gædd óvenjulegu hugrekki
og seiglu. Hún var ekki búin að vera
margar vikur þarna, þegar hún lagði full-
komið hatur á Grange — og hann á hana!
Þetta líktist svæsnasta reyfara. Ann-
arsvegar var maður á sextugsaldri, sem
var algerlega einvaldur í þessari litlu
veröld úti í mýrinni. Hinsvegar var fimm-
tán ára stúlka, munaðarlaus og gjörsam-
lega varnarlaus.
Unglingarnir voru látnir vinna við að
þurrka mýrina. Sú vinna hefði auðvitað
enst þeim í þúsund ár. En Grange for-
stöðumaður virtist líta á'það sem æðstu
Framhald á bls. 14.
3
VIKAN