Vikan - 13.06.1957, Side 7
Þegar Julie hafnaði Armand Peltzer,
dæmdi hún manninn sinn til dauða
EGAR Julie Bernays tjáði Armand Peltzer, að þótt henni
þætti vænt um hann, væri hún staðráðin í að halda tryggð
við manninn sinn, komst Peltzer að þeirri niðurstöðu, að
William Bernays yrði að deyja. Þá gæti hann kvænst Julie.
Annað mál var það, að það var ekkert vit í því að myrða
Bernays, ef minnsta hætta var á því, að þetta kæmist upp.
Armand Peltzer var verkfræðingur og slingur kaupsýslu-
maður. Hann undirbjó morðið af þeirri vandvirkni, sem hon-
um var í blóð borin, og þeirri kænsku, sem búin var að gera
hann ríkan. Hann velti málinu lengi fyrir sér, áður en hann
ákvað aðferðina. Og aðferðin, sem hann að lokum valdi, var
vissulega nýstárleg, auk þess sem hún sýndist óskeikul.
Það átti að skjóta Bernays með skammbyssu við mjög
óvenjulegar aðstæður. Peltzer mundi hafa fullkomna fjarvistar-
sönnun. Þann dag sem Bernays yrði skotinn til bana í Briissel,
mundi Peltzer vera í Andtwerpen í margra mílna fjarlægð. Og
fjarvistarsönnunin mundi vera ófölsuð. Hann hugðist ekki snerta
morðvopnið. Það mundi verða í höndum annars manns, en ekki
venjulegs manns. Morðinginn átti sumsé að vera einskonar
svipur. Hann átti að hverfa af yfirborði jarðar jafnskjótt og
verknaðurinn var framinn.
Lögreglunni mundi reynast tiltölulega auðvelt að ,,leysa“
málið. Hún mundi fljótlega hafa í höndunum nafn og lýs-
ingu morðingjans. En hún mundi aldrei hafa upp á honum —
því að í rauninni mundi hann ekki vera til!
Armand Peltzer hefur sennilegast núið saman höndunum af
ánægju, þegar hann var búinn að ganga frá þessu í huganum.
Svo settist hann við skrifborðið sitt og skrifaði Leon, bróður
sínum í Bandaríkjunum. Hann sendi honum peninga fyrir far-
gjaldi til Antwerpen. Svo var mál með vexti að Leon átti að
fremja morðið.
Leon var slæpingi og auðnuleysingi. Hann stóð í mikilli þakk-
arskuld við eldrj. bróður sinn, sem hafði bjargað honum frá
því að hafna í fangelsi fyrir fjársvik. Kynni Armands og Julie
áttu meir að segja rætur sínar að rekja til þessa máls. William
Barneys maðurinn hennar var einn af beztu lögfræðingum Belgíu.
Og Armand hafði ráðið hann til þess að koma bróður sínum
úr klípunni.
Nokkrum vikum seinna var Armand Peltzer búinn að segja
bróður sínum, hvað hann átti að gera. Næstu vikurnar varð
Leon Peltzer annar maður — Henry Vaughan. Þessi breyting
var framkvæmd af mikilli vandvirkni. Leon talaði þegar reip-
rennandi ensku. Hann byrjaði á því að heimsækja mann einn
í París, sem seldi leikbúninga. Hann tjáði honum, að hann feng-
ist við leiklist í frístundum sínum. Hann keypti af honum
svarta hárkollu (hann var byrjaður að fá skalla), yfirskegg,
enskan alfatnað og gleraugu. Jafnvel Armand átti erfitt með
að þekkja hann.
Næst lét Armand bróður sinn fá næga peninga til þess
að ferðast um Belgíu og Þýzkaland í gerfi kaupsýslumanns.
Ekki leið á löngu þar til Henry Vaughan var orðinn þekktur
í ýmsum kunnum hótelum sem brezkur fjármálamaður, sem var
að safna hlutafé í nýtt skipafélag. Henry Vaughan opnaði skrif-
stofu í Briissel og átti þaðan bréfaviðskipti við ýmsa kaup-
sýslumenn, og í París og London — og undir fölsku nafni —
keypti hann skammbyssur til þess að myrða Bernays með.
Það var kominn tími til að hefjast handa. Henry skrifaði
Bernays, tjáði honum að hann þarfnaðist góðs lögfræðings og
bað hann að koma til skrifstofu sinnar í Antwerpen.
Allt var reiðubúið til þess að fremja hið fullkomna morð.
Vmsir í Antwerpen könnuðust orðið við Henry Vaughan. Margir
mundu geta lýst hinum svarthærða Breta fyrir lögreglunni.
Armand Peltzer hafði um skeið gætt þess að hafa ekkert
samband við Bernays. Þegar Bernays kæmi í skrifstofu Henrys
Vaughans, mundi Armand verða í Antwerpen og geta gert grein
fyrir hverri mínútu þar.
Bernays kom til skrifstofu Henrys Vaughan. Til dyranna
kom þjónn, sem í raun og veru var Leon Peltzer sjálfur. „Herra
Vaughan á von á yður. Gjörið þér svo vel,“ sagði hann. Þegar
Bernays sneri sér að dyrunum, sem þjónninn benti á, dró Leon
Peltzer skammbyssu úr vasa sínum og skaut hann til bana.
Svo lyfti hann líkinu upp í stól við borðið, áður en það byrj-
aði/að stirðna.
Hann fór í öllu nákvæmlega eftir fyrirmælum bróður síns.
Hann lagði byssuna við fætur hins látna. Á borðið lagði hann
fimm aðrar skammbyssur. Armand hafði séð fyrir öllu og
hafði aðra sögu reiðubúna, ef eitthvað mistækist. Leon þurrk-
aði nokkra blóðbletti úr gólfteppinu. Loks tók hann ofan hár-
kolluna, fjarlægði yfirskeggið, hafði fataskipti og var aftur orð-
inn hinn ósvikni Leon Peltzer. Henry Vaughan, maðurinn sem
lögreglan mundi hefja leit að, var horfinn fyrir fullt og allt.
Bræðurnir höfðu engu gleymt. Allt hafði gengið eins og í
sögu. Það liðu fjórir dagar uns Julie Bernays fór að óttast svo
um manninn sinn, að hún gerði lögreglunni aðvart. Hún vissi
aðeins, að maðurinn hennar hafði farið til Briissel til þess að
hitta kaupsýslumann, en hún vissi hvorki hvað sá maður hét
né hvar hann bjó.
Þegar Bernays sneri sér að dyrunum,
skaut Leon hann til bana
Undir venjulegum kringumstæðum reynir morðinginn að fela
líkið. Því lengur sem það er falið, því minni er hættan. En þeg-
ar Armand Peltzer las í blöðunum, að lögreglan hefði ekki hug-
mynd um, hvað orðið væri af William Bernays lögfræðingi,
varð hann órólegur. Eins og hann hafði hugsað sér þetta, átti
lög'reglan að komast að þeirri niðurstöðu, að Henry Vaughan
hefði skotið lögfræðinginn óviljandi, hefja árangurslausa leit
að honum og hætta við svo búið.
Berre, leynilögreglumaðurinn sem stjórnaði rannsókn máls-
ins, var þegar búinn að heimsækja Peltzer. Lögreglan vissi,
að hann hafði átt vingott við konu Bernays. Peltzer hafði
gripið til f jarvistarsönnunar sinnar og átt auðvelt með að sann-
færa leynilögreglumanninn um, að hann væri ekkert viðriðinn
hvarf lögfræðingsins. En það reið á miklu, að lögreglan byrj-
aði sem fyrst að leita að hinum ósýnilega Henry Vaughan.
Og úr því hún var svo ,,heimsk“ að geta ekki fundið lík lög-
fræðingsins, varð Armand að koma henni á slóðina. Þar gerði
hann það glappaskot, sem hann átti eftir að gjalda dýru verði.
Lögreglunni barst bréf, sem hafði verið póstlagt í Basel
í Sviss. Bréfritarinn nefndi sig Henry Vaughan. Hann tjáði
lögreglunni, að ef hún færi í tiltekið hús í Briissel, þá mundi
hún finna lík herra Bernays, sem látið hefði lífið fyrir voða-
skoti. Bernays, sagði Vaughan, hafði heimsótt hann í verzl-
Framhald á hls. 11.
VIKAN
4