Vikan


Vikan - 13.06.1957, Page 8

Vikan - 13.06.1957, Page 8
6ARMURINN HANN GISSUR Gissur: Úr því Rasmína œtlar út, er Rasmína: Hvað segirðu! Ætlarðu að slœpast heima l bezt að ég slái þessu upp í kœrúleysi og dag? njóti friðsœldarinnar. Gissur: Já, é,g liélt þú eetlaðir út. u Rasmína: Reyndar var ég búin að hugsa mér að fara í búðir, en hér er allt i skrani, svo ég verð heima. Gissur: Ætli ég komi Rasmínu annars ekki á óvart og máli gluggahlerana. Hver fjárinn skyldi nú orðinn af stig- anum ? Gissur: Skrýtið að tarna! Hann er ekki heldur í kjallar anum. Og ég er búinn að leita um allt hús. Gissur: Nú, þarna er hann þá! Binhver hefur verið að nota hann og gleymt að láta hann aftur á sinn stað. Gissur: Fjári verður Rasmina nú hrifin af mér, þegar hú uppgötvar, að ég er að mála glug gahlerana. Rasmína: líílííískur! Hjálp! Viltu gjöra svo vel að koma með stigann á stundinni! VIKAN ÞESSI STÚLKA STARFAR VBÐ KVIKMYNDAGERÐ, SÉST ALDREI Á SYNINGARTJALDINU OG SÁRAFÁIR KANNAST VIÐ HANA. ÞÓ ER HÚN — Ætdeilis ómissawudi HÚN er ung, hún er falleg — og hún er jafn ómissandi í kvik- myndaheiminum og stjörnurnar. En þú hefur aldrei séð hana á sýningartjaldinu, og þú þarft að hafa góða sjón til þess að taka eftir nafninu hennar í upphafi myndar. Hún heitir Angela Allen, og vinnan hennar er af því tagi sem flestar stúlkur dreymir um. Frakkland, Austurríki, Italía, Spánn, Afríka, Ameríka og Vestur-Indíur — á átta árum hefur hún ferðast til þessara landa. Og í fylgd með sumum af fræg- ustu kvikmyndastjörnum veraldar í þokkabót. Hún er aðstoðarmaður Johns Huston, hins annálaða kvik- myndastjóra. Hún lítur eftir smáatriðunum fyrir hann, þessum smáatriðum, sem þó geta orðið svo gífurlega stór, ef þau mis- takast. Hún ber ábyrgð á því, að ekkert gleymist, að hver hlut- ur sé á sínum stað, þegar myndatakan hefst. Ég skal nefna dæmi. Eins og kunnugt er, er hin fullunna kvikmynd urmull smákafla, sem skeyttir hafa verið saman. Hvert atriði tekur sjaldnast meir en örfáar mínútur og iðulega jafnvel fáeinar sekúndur. Angela Allen lítur eftir því, að sviðið sé nákvæmlega eins og það á að vera. í gær, skulum við segja, fór myndatakan fram í stórri stofu, sem full var af allskyns glingri. I dag er myndatökunni haldið áfram í stofunni. Þá fell- ur það í hlut Angelu að ganga úr skugga um, að hver einasti hlutur sé nákvæmlega á sama stað og hann var í gær. Þegar farið verður að skeyta bútana saman, lítur það bölv- anlega út, ef húsgögnin hafa færst. úr stað á meðan leikararnir sneru sér við. í heimi kvikmyndanna getur orðið ,,smáatriði“ þýtt allt milli himins og jarðar — allt frá litnum á einkennisbúningi þúsunda aukaleikara upp í skartgripi stjörnunnar. Þremur vikum eftir að atriðið var tekið, kann leikstjórinn að taka það í sig að mynda það upp aftur. Angela verður að vera við hendina til þess að upplýsa hvaða eyrnalokka stúlkan var með, hvaða litur var á borðdúknum og hvort saltstaukur- inn var hægra megin við piparstaukinn eða öfugt. Síðast þegar ég sá Angelu, stóð hún í stuttbuxum úti í daun- illu feni í Tobago, þar sem John Huston var að kvikmynda Himnartki og herra Allison, en í þeirri mynd leika þau Deborah Kerr og Robert Mitchum aðalhlutverkin. Þá stóð til a.ð hún legði af stað innan nokkurra daga til Rómar, þar sem Huston ætlaði að fara að mynda Vopnin kvödd með Jennifer Jones. Angela segist vera hálfgerður heimilisleysingi. Hið sífellda flakk hefur það í för með sér, að það tekur því ekki fyrir hana að reyna að búa annarstaðar en á hótelum. ,,0g sannleikurinn er sá, að það er ekkert skemmtilegt," segir hún. Hún segir, að henni haldist líka fremur illa á vinum. „Eg er ekki fyrr búin að eignast góðan kunningja," segir hún, ,,en ég er send um borð í einhverja skútu undan Irlandsströndum eða inn í afríkanskan frumskóg. „Það er þýðingarlaust að mæla sér mót við kunningja sinn. Það bregst varla, að eitthvað komi í veg fyrir það á síðustu stundu, að ég geti mætt. Og þegar ég svo sendi skilaboð og segist því miður þurfa að skjótast til Afríku, þá er mér auðvitað ekki trúað.“ Hún hló og bætti við: „Ég giftist aldrei með þessu áframhaldi.“ Hún sagði mér líka ýmislegt frá vinnunni. EKKI EINTÓM SKEMMTUN „Þetta er að ýmsu leyti dásamleg vinna,“ sagði hún, ,,og ég er búin að lifa dásamleg ævintýri. En þetta er ekki eintóm skemmtun, nema síður væri. „Erfitt líka á stundum. Eins og þegar við vorum í Congo við töku myndarinnar Drottning Afríku. Þá urðum við að búa í tjöldum, lifa á skrínukosti, ösla yfir mýrar og ár og brjótast í gegnum frumskóga. Ég var oft eini kvenmaðurinn í þessari erfiðu útilegu. „Svo varð maður að vera við því búinn að vera úti allan dag- inn í þessum óskaplega hita, og á kvöldin mátti ég vaka fram á nótt yfir minnisblöðum mínum. Þetta var langur og erfiður vinnudagur.“ Moby Dick var ein erfiðasta myndin sem Angela hefur unnið við. Hún snerist um hvalveiðar og myndatakan fór fram undan írlandi og lengst suður í Atlantshafi. Það var smíðaður hvalur í fullri stærð vegna myndarinnar. Hann var svo haganlega gerð- ur, að auk þess sem hann gat að sjálfsögðu flotið, gat hann látið öllum illum látum í sjónum, blásið, opnað kjaftinn, slegið til • sporðinum o. s. frv. Það var varla hægt að þekkja hann frá ósviknum hval. Angela var ,,um borð“ í hvalnum, þegar allt í einu skall á versta veður og dráttartaugin slitnaði. Hún segir svo frá: , „Þetta leit heldur óskemmtilega út. Við sem á hvalnum voru, vorum í bráðri lífshættu. Við vorum um sjö mílur frá landi. Huston var í mótorbátnum. Báturinn komst ekki upp að hvaln- um. Þá varð að grípa til skektunnar, sem var óttaleg skel. Svo var ekki hlaupið að þvi að komast niður af bakinu á hvalnum, því að allt var löðrandi í sjó. Ég var mikið fegin þegar ég loks var dregin upp í mótorbátinn.“ SJÓRINN SKIPTIR LITUM veðrið bókstaflega að vera vont vegna myndarinnar. Það þýddi, að maður varð að vera uppi á dekki hvemig sem viðraði. Og ekki stoðaði að verða sjóveikur í miðju kafi. Ég veit núna, hvað það er að vera sjómaður. Myndatakan fór fram í allskyns veðri. Angela segir: „Ég ' ætla ekki að lýsa því, hve erfitt þetta gat verið á stundum. Við vorum til sjós í orðsins fyllstu merkingu. Stundum varö „Verst var mér við það þegar ég þurfti að telja skýin. Já, að telja skýin á himninum! Það vill gera mann sjóveikan. En ef við höfðum myndað hálft. atriði daginn áður, þá var ekki hægt að ljúka við það daginn eftir nema skýin væru nokkurnvegin jafnmörg. Auk þess var þetta litmynd, og ég uppgötvaði snemma, að sjórinn á það til að skipta litum. Stundum fannst mér ég verða að hafa auga á hverjum fingri." Hvað er þá svona dásamlegt við þessa vinnu? ' „Ævintýrin, eins og ég sagði áðan,“ segir Angela, „fólkið, umhverfið, hraðinn. Og það er alltaf eitthvað nýtt að gerast; það er alls enginn tími til að láta sér leiðast.“ Stundum tekur þetta þó á taugarnar. „Eins og þegar við vorum að mynda Moulin Rouge í París,“ segir Angela. „I einu atriðinu skreytti sjaldgæf kampavínsflaska borðið, sem leikararnir sátu við. En daginn eftir, þegar halda átti áfram við myndatökuna, var flaskan horfin. Ég leitaði í vínkjöllurum heilan dag. Frakkarnir skyldu ekki að hverju ég var að leita. Þeir héldu að það hlyti að vera sama, hvernig flask- an leit út, ef það var bara kampavín á henni. Þeir héldu senni- legast, að ég væri gengin af vitinu. En að lokum fann ég ná- kvæmlega eins flösku.“ Eins og ég sagði áðan, sá ég Angelu Allen síðast standa úti í feni í Tobago. Robert Mitchum átti að fara að skríða yfir þetta fen, og Angela 'var að aðgæta, hvort allt væri óbreytt frá degin- um áður. Hún var líka að ganga úr skugga um, að búið væri að flæma burtu krókódílana, sem áttu heima í feninu. Hún hristi höfuðið, þegar hún sá mig. „Þokkalegt að tarna,“ sagði hún. „Ég býst við því á hverri stundu að stíga ofan á höf- uðið á einhverri ófreskjunni.“ En svo hló hún. „Það verður ekki á allt kosið,“ kallaði hún yfir öxlina á sér um leið og hún óð lengra út í leðjuna. — FRANK VINCENT VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.