Vikan


Vikan - 13.06.1957, Side 12

Vikan - 13.06.1957, Side 12
NDRBERT DAVIS ÞRIÐJI KAFLI Forsaga: Janet Martin, ung og lagleg stúlka, er í skennntiferð í Mexíkó, þegar hún kynnist Doan leynilögreglumanni og Vask, hunðinum hans. Doan er rjóður, glaðlyndur og feitiaginn. Vaskur er á stærð við kálf og feiknarlega raerkilegur með sig. Janet og Doan ákveða að fara með langferðabil til bæjarins Los Altos og skoða sig þar um. Og víkur nú sögunni um stundarsakir þangað. ÞAÐ hafði fregnast í Los Altos að þangað væri von á banda- rískum túristum. En menn treystu þessu varlega. Banda- ríkjamenn höfðu í svo mörgu að snúast þessa dagana, enda styrjaldir út og suður, að þess var varla að vænta, að þeir gæfu sér tíma til að skoða unaðssemdir mexikönsku náttúrunnar. Hitt var annað mál, að svo langt var liðið síðan túristar höfðu lagt leið sína til Los Altos til þess að láta féfletta sig, að vonin ein nægði til þess að koma bæjarbúum í sannkallað hátíð- arskap. Þeir pressuðu sparifötin sín og voru við öllu búnir. Allt þetta umstang fór heldur í taugarnar á manni nokkrum, sem um þessar mundir kallaði sig Garcia. Hann sat og þambaði bjór með ólundarsvip. Hann var með rytjulegt yfirskegg, þunn- ur á vangann og gulur og rangeygur í þokkabót. Þó hefði hann satt að segja átt að hafa mikinn áhuga á hinum væntanlegu túristum, því að innan stundar mundi einn þeirra skjóta hann til bana. Hinsvegar hafði hann ekki hugmynd um þetta, og ef einhver hefði sagt honum hvað í vændum var, er viðbúið að hann hefði hlegið eða hrækt fyrirlitlega eða kannski gert hvortveggja. Hann var hálfgert fúlmenni. Hann var um þessar mundir staddur í veitingahúsinu Dos Hermanos, sem að sögn eigandans var fullkomnasta veitinga- húsið á þessum slóðum. Það var steinsnar frá markaðstorginu. Þar sem þetta var snemma dags, enginn átti ennþá aur til þess að drekka sig fullan og Garcia var maður óvenjulega ófrýnilegur ásýndum, þá var hann eini gesturinn í veitinga- húsinu. Einn þjónanna svaf fram á barinn og kringum höfuð hans sveimaði óskapleg flugnamergð. Þaðan sem Garcia sat, gat hann séð út á markaðstorgið, en þaðan var aftur á móti erfitt að koma auga á hann. Piltur að nafni Serez, sem var óbreyttur dáti í mexikanska hernum, hefði getað staðfest þetta. Hann var staddur í mann- lausa húsinu, sem var beint andspænis veitingahúsinu. Hann lá á hnjánum og gægðist út um glerlausa glugganefnu. Riff- illinn hans lá við hliðina á honum með byssusting uppi. Hann var ákaflega þreyttur og hann sveið 1 augun og olnbogamir voru sárir. Hann langaði í sígarettu, bjór og blund, en það var ekki útlit fyrir, að hann gæti látið neitt af þessu eftir sér á næstunni. Því olli liðþjálfi að nafni Obrian. Obrian var með myndar- Iegt rautt yfirskegg. Hann var mikill ofstopamaður. Hann krafðist þess til dæmis af óbreyttum dátum að þeir hlýddu fyrirskipunum hans undanbragðalaust. Hann hafði skipað Serez garminum að liggja nákvæmlega þar sem hann var kominn, láta ekki sjá sig á götunni og fylgjast vandlega með hverri hreyfingu Garcia. Og Serez vissi, að það var honum fyrir beztu að gegna. Hann var að velta fyrir sér sorgum sínum, þegar hann heyrði fótatak fyrir framan dyrnar á herberginu, sem hann húkti 1. Þetta hlaut að vera Obrian liðþjálfi í eftirlitsferð. Dyrnar opnuðust hljóðlega, og svo féll eitthvað á gólfið við hliðina á Serez. Hann leit við. Dyrnar lokuðust hægt og var- Iega, en Serez tók ekki einu sinni eftir því. Hann starði máttlaus af skelfingu á það, sem fallið hafði við hlið hans. Það var svosem fimm feta löng eiturnaðra og eftir því gild. Naðran var í vondu skapi. Hún hringaði sig upp, lyfti höfð- inu — og hjó. Það munaði naumri tommu, að kjafturinn á henni næði í annan fótinn á Serez. Hann rak upp öskur — geisilegt öskur. Hann gerði það ósjálfrátt og var naumast láandi. Hann spratt á fætur, þreif riffilinn og reyndi að forða sér. Það voru engin húsgögn í herberginu. Naðran var milli Serezar og dyranna. Hann átti því ekki margra kosta völ. Hann stökk upp í gluggann. Garcia heyrði öskrið. Hann leit upp og sá Serez í gluggan- um. Hann virtist hvorki verða undrandi né hræddur. En munn- urinn á honum varð að mjóu pennastriki og hann dró ferlega skammbyssu úr jakkavasa sínum. Hann stóð á fætur og gaut augunum til þjónsins. Þjónninn var heppinn. Öskrið hafði ekki vakið hann. Garcia læddist yfir gólfið, að dyrunum sem lágu fram í eld- húsið, skaust gegnum það og var þá kominn út í dálítið port, sem var umlukt háum steinvegg. Það voru dyr á veggnum andspænis honum og hann var kominn hálfa leið að þeim, þegar höfuðið á hermanni birtist á veggbrúninni. Það er vafasamt, hvor varð meira undrandi, hann eða Garcia, en sá síðarnefndi var viðbragðsfljótari, lyfti skammbyssunni eldsnöggt og skaut. Kúlan kom í háls hermanninum, hann baðaði andartak út höndunum, hvarf svo bak við vegginn. Garcia opnaði dyrnar og.stóð augliti til auglitis við slátrarann, sem átti kjötverslun- ina við hlið veitingahússins. Slátrarinn hafði verið að brytja sundur kýrskrokk með aðstoð þriggja katta og svosem milljón flugna. Hann opnaði munninn til þess að hrópa á hjálp, en hljóðið kafnaði í hálsi hans, því að Garcia keyrði skammbyssuna af alefli í höfuðið á honum og rotaði hann. Kettirnir þeyttust í þrjár áttir og flugurnar suðuðu reiðilega, en settust svo aftur á ketið og slátrarann. Garcia var ekkert að flýta sér. Hann var nú kominn út í þröngt sund, sem lá að markaðstorginu. Hann fylgdi hús- veggjunum og otaði skammbyssunni á undan sér. Þegar hann kom að horninu, gægðist hann varlega út á torgið. Fólkið hafði heyrt skothvellinn og horfði felmstrað í áttina til veit- ingahússins. Obrian liðþjálfi stóð uppi á hússvölum hinumegin við torgið, studdist við handriðið og gægðist yfir það, til þess að að- gæta, hvað væri á seyði. Garcia lyfti skambyssunni og mið- aði vandlega á hann. Færið var langt og hann hafði sólina í augun. Hann skaut fram hjá. Kúlan hvein fram hjá höfðinu á Obrian, en aðeins eina til tvær tommur frá eyranu á hon- um. Obrian fleygði sér á magann. I sömu svifum tókst óbreytta dátanum Serez að þræða eit- urslönguna upp á byssustinginn sinn. Hann var á báðum átt- um um, hvað hann ætti næst að gera við kvikyndið, og það varð úr, að hann þeytti því af byssustingnum út um glugg- ann, niður á markaðstorgið. Naðran kom niður á hálsinn á asna. Asninn tók óskaplegt viðbragð, setti undir sig hausinn og sló húsbónda sinn í mag- ann. Maðurinn féll til jarðar og engdist þar eins og ormur. Asninn tróð nöðruna undir fótum sér og tók síðan til fót- anna, og slátrarinn vaknaði úr rotinu og rak upp öskur, og allt varð hringlandi vitlaust á markaðstorginu. Allir virtust ^uHiumiumuHHHmiiimuiiuuuHuuitioiuutmiuuiiiututuuitiuiitiimiiimuutuHiiiiuiiimiutuiuimiHiimiimuui*^ s 5 3 3 1. 1 hvaða áttir snýr Súesskurðurinn ? 2. Hvað yrði um nælonsokkana, ef það kviknaði í fötunum á kvenmanni ? Mundu þeir springa, brenna, bráðna eða vera óskemmdir? 3. Hvoru megin er miltið? 4. Hver hlaut bókmenntaverðlaun Nobels 1948 ? 5. Hversu lengi liefur Tyrkland verið lýðveldi? 6. Hvað er Saint-Etienne ? 7. Hver er vindhraðinn, þegar talið er að sé ofviðri ? 8. Hver er eðlisþyngd jarðar? 9. Hvert var fyrsta skip Eimskipafélags ls- lands ? 10. Hver er harka marmara? Sjá svör á bls. llf. . | *4imimiumiuiHiumimiiiiimtHiiiiiiiiiiimuiiiiiiimiiiiiuiiuiiiiiiiiHmiiiiimimiiiHintimiiiiiiiiimiiiiiiHmiiiiimumv' 12 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.