Vikan - 13.06.1957, Qupperneq 14
Með hefnd í huga
Framhald af bls. 3.
skyldu sína að þurrka upp þessa mýri —
eins og hún lagði sig. Hann hélt hinum
ungu föngum sínum að vinnunni tólf stund-
ir á dag, og vei þeim, sem virtist draga
af sér.
Fyrir f jörutíu árum gat það gerst átölu-
laust, að fangar væru meðhöndlaðir eins
og dýr. Eftirlitsmenn heimsóttu hælið
einu sinni til tvisvar á ári, en enginn virt-
ist hafa neitt við það að athuga, þótt
fjórtán til átján ára unglingum væri refs-
að með gapastokknum, húðstrýkingu, járn-
um og myrkvastofum.
Barbara Watts var búin að vera ár á
hælinu, þegar hún reyndi að strjúka. Hún
skreið eftir skurðinum, sem hún var að
vinna í, burt frá félögum sínum, og tókst
að leynast fram í myrkur. Þá lagði hún af
stað og hugðist finna þjóðveginn. Tíu
klukkustundum seinna fann Grange hana
sjálfur.
Fyrir þetta var hún lokuð inni í myrkva-
stofu í sex vikur. Þegar hún nokkrum
vikum seinna gerðist ber að því að hafa
komist einhvernveginn inn í fatageymslu
stofnunarinnar og náð sér þar í nýja
sokka, var hún fyrst sett í gapastokkinn,
þar sem henni var haldið í 24 klukku-
stundir, og síðan í fótajárn.
Það mun hafa verið um þetta leyti sem
Barbara Watts ákvað að drepa Grange
jg£ hún fengi færi á. Og þegar hún var
17 ára, kom tækifærið. Hún var þá talin
einn forhertasti unglingurinn á hælinu.
Hún var búin að bera fótajám í meir en
ár, var að staðaldri geymd í myrkvaklefa
að lokinni vinnu og var látin vinna sunnu-
-daga sem aðra daga með ódælustu föng-
unum.
Tækifærið til að hefna harma sinna
fékk hún, þegar Grange kom í eftirlits-
ferð í mýrina. Þegar hann gekk fram hjá,
vó hún sig upp úr skurðinum, þreif haka
og keyrði hann af öllum kröftum í höf-
uðið á Grange. Hann steyptist niður í
skurðinn og var nærri samstundis örend-
ur.
Við krufningu kom í ljós, að hann hafði
ekki látist af höfuðhögginu sjálfu, heldur
862.
KROSSGÁTA
VIKUNNAR.
Lárétt skýring:
1 menningarstofnun, þgf. — 13
krydd — 14 hvílist ;— 15 venju -—
16 hjálparsögn — 18 gefur sig —
20 geðilla — 23 kaupfélag — 25
einkenni — 27 fengur — 29 skinn-
poka — 30 tunga — 31 kvendýr —
32 plantna — 34 næring ■— 36 bann-
helgur (tökuoi'ð) — 37 spyr — 39
bein — 41 áfengistegund — 42 byl-
ur — 44 vottur — 46 tal — 49 úr-
gangur — 51 mannsnafn — 53 hlunn-
indi — 55 mál — 56 ómegin, þgf.
57 afurðamagn — 58 óttast —
60 blása — 62 kvenmannsnafn —
63 útskagi — 65 í — 67 ferskur
— 68 megna — 70 andlitshlutarnir
72 meidd — 75 stöngullinn.
Lóðrétt skýring:
1 fyrirtæki — 2 eins — 3 mein-
dýrið — 4 þingmaður — 5 frá neðri
byggð 6 eins — 7 tónn —- 8 lipr-
ar —■ ,9 borðar — 10 líffæri — 11
ryk — 12 á fæti —■ 17 litarefni —
18 leikfang — 19 tekur — 20 frýs
—- 21 tímabil — 22 gosefni — 24 magur — 26
sigraður — 28 fangamark sambands útgerðar-
manna — 33 ilmir — 34 hæfileiki — 35 hundur
— 36 gengur — 38 egg — 40 flokkur — 43 mat-
ur 44 stórfljót —• 45 stórfljót — 46 líkams-
vökvi — 47 snjóa — 48 vegvisar — 50 tónverk
— 52 fugl — 54 ætt — 59 störf — 60 vinnur
— 61 ilmat — 62 taugar — 64 nota — 66 keis-
ari — 69 mynni —• 70 sk.st. — 71 samhljóðar
— 72 samstæðir —- 73 frumefni — 74 greinir.
Lausn á krossgátu nr. 861.
LÁRÉTT: 1 Tómas — 5 tolla — 9 Ýmir —
10 NATÓ — 12 Aden — 14 kuti — 16 orðan
18 kim — 20 runni — 22 tals — 23 vá — 24
ys — 26 snót — 27 ata — 28 forusta ■— 30
alt - 31 færi — 32 auðn — 34 lo. — 35 ós
— 37 karl — 40 slen — 43 rós — 45 feyskur.
46 tef — 48 álún — 50 ts — 51 an — 52
lína - 53 Mólók — 55 Týr — 57 Venus -— 58
drós — 60 Lena — 61 plús - 62 logi — 63
kraft — 64 tangi.
LÓÐRÉTT: 2 Mýdas — 3 amen — 4 sin —
5 tak — 6 otur — 7 lótus — 8 hrota — 11 meitt
— 12 aðla — 13 si — 15 inna — 17 rata — 18
kári - - 19 mysa —- 21 nóló — 23 vorhret — 25
sturlun — 28 fæ -- 29 að ■—■ 31 fok —- 33 nón
— 36 sóló — 38 af — 39 lyst — 40 skar — 41
er — 42 menu — 43 rámur — 44 súld — 46
tina - 47 fasta — 49 norpa — 52 Lenin — 54
kólf 56 ýt - 57 Vega 59 sút — 60
Lot.
af hjartaslagi. Það var mikið lán fyrir
Barböru. Ennfremur mildaði það mjög
dóminn yfir henni, hvernig með hana hafði
verið farið.
Hún fékk fimm ár og afplánaði þau í
venjulegu fangelsi. Blaðamanni, sem
ræddi þar við hana, tjáði hún: „Þetta er
himnaríki samanborið við hinn staðinn.“
Hún hafði kynnst vænum pilti á upp-
eldishælinu og hann tók á móti henni sem
fulltíða maður, þegar fangelsisdyrnar loks
lukust upp fyrir henni. Þau giftust.
Skömmu seinna fluttust þau til Alaska og
hófu búskap. Frumbyggjalífið átti vel við
þau. Þeim vegnaði vel og komu þremur
myndarlegum börnum á legg.
Svör við „Veiztu“ — á bls. 12:
1. Norður—suður. — 2. Bráðna. — 3. Vinstnv
megin, milli maga og þindar. — 4. T. S. Eliot.
— 5. 33 ár. — 6. Frönsk námuborg. — 7. 26—
30 m. á sek. — 8. 5,52.— 9. Gullfoss. — 10. 3,6.
Aumingja litla látna stúlkan »/«■
ingja og skrifaði heilmikið um hann. Þeir voru beztu vinir.
Mér finnst — mér finnst eins og ég þekki þá báða — vel, á
ég við.“
„Ég skil,“ sagði Doan.
„Og svo byrjaði ég að lesa um Mexiko nútímans — að kynna
mér, hvernig þetta land, sem þeir ferðuðust um fyrir fjórum
öjdum, lítur út núna. Þetta er — þetta er heillandi!"
„Samþykkt,“ sagði Doan.
Augu Janets leiftruðu. „Ég varð að koma og sjá það með
eígin augum! Ég varð! Ég hef aldrei á ævinni átt raunverulegt
frí, og ég sparaði og sparaði, og ég kom. Ég er komin! Þetta er
enginn draumur; ég er í Mexikó!“
„Alveg rétt,“ sagði Doan.
„Þú veist ekki hve lengi mig er búið að dreyma um þetta.
Öll þessi fegurð, allir þessir björtu, skæru litir og — öll þessi
rómantík! Eg var að missa vitið af óþreyju. Og þarna sat ég
lokuð inni í dimmri kennslustofu og kenndi hræðilegum,
heimskum, ríkum stelpuflónum að beygja franskar sagnir."
„Það er mun meira gaman að eltast við rómantíkina,“ sagði
Doan.
Janet kinnkaði kolli með alvörusvip. „Það er bókstaflega
réttur sérhverrar stúlku að kynnast rómantík og ævintýrum —
og öllu hinu, er það ekki ? Þetta er ekkert ljótur hugsunarháttur,
er það?“
„Auðvitað ekki,“ sagði Doan. „Ég vona bara að þú kafnir í
rómantík.“
Janet andvarpaði aftur. „Nú líður mér betur," sagði hún.
„Það er svo gott að eiga trúnaðarmann.“ Svo spurði hún allt í
einu: „En hverju ert þú að leita að?“
, ,Lögreglumanni. “
„Lögreglumanni ?“
„Já. Frá Bandaríkjunum."
„Nú, og hvað er hann að gera í Mexiko?“
„Hann er að fela sig.“
„Hversvegna? Framdi hann einhvern glæp?“
„Ætli það ekki,“ ansaði Doan kæruleysislega.
„Jæja, en ætlarðu semsagt að finna hann og skila honum í
hendur réttvísinnar ?“
„Ha?“ sagði Doan og brá sýnilega. „Ég? Nei! Ég ætla að
fá hann til að halda áfram að fela sig.“
„En hversvegna?"
„Vegna þess að það var ég ráðinn til að gera,“ sagði Doan
þolinmóður.
„Ég skil þetta ekki,“ sagði Janet. „Hversvegna varstu beð-
inn um að fá hann til að halda áfram að vera í felum?“
„Hann er ólíkur þér. Honum leiðist í Mexiko. Hann kann
ekki spænsku og honum finnst maturinn vondur og honum fell-
ur ekki við fólkið. Hann segist frekar vilja vera í Bandaríkjun-
um — jafnvel í tukthúsinu — en að dveljast héma stundinni
lengur.“
„Áttu við, að hann vilji hverfa heim og gefa sig fram og
svara til saka?“
„Já.“
„Og þú ætlar að reyna að fá hann til að hætta við það?“
„Ekki reyna,“ sagði Doan. „Ég ætla að fá hann til þess.“
„En þetta er rangt! Þetta varðar við lög!“
„Sennilega,“ ansaði Doan kæruleysislega.
Framhald í nœsta blaði.
14
YIKAdN