Vikan - 30.01.1958, Síða 14
Svör við „Veiztu — ?“ á bls. 11:
1. S|>urningin er alltof vitlaus til að svara
heiini. TiH þess að eiga ekkju, þarf maður að vera
dauður sjálfur. — 2. Norcg-ur. — 3.Amram 4.
Hámundarson. — 5. Somerset Maugham. — G.
Hann er fæddur í Kirriemuir í Skotlandi. — 7.
Bstanlnil, sem liggur bæði í Evrópu og Asíu. —
81 Samá og sund. Þetta er úr fyrsta nýyrða-
heftinu; — 9. Eucia. — 10. Eva.
Lausn á krossgátu nr. 890
Lárétt: 1 sori — 5 óféti — 8 Hess — 10 króna
— 14 Salka — 15 Iða — 16 kró — 18 net — 20
lög — 21 nu — 22 skýringar — 25 K.A. — 26
rólur — 28 grikk — 31 sár — 32 fum — 34 ata —-
36 lykt — 32 dárar — 39 tarot — 40 raus — 41
láta — 42 táta — 44 lénið — 46 NATO — 48
æra — 50 nár — 51 enn — 52 skaða — 54 urinn
— 56 sk. — 57 rafmagnið — 60 ei — 62 kar —
64 Lao — 65 lak — 66 sið — 67 ötull — 69 ar-
inn — 71 rata — 72 pilsi — 73 andi.
Lóðrétt: 1 skin — 2 orður — 3 róa — 4 in —
6 flór — 7 tónn — 8 ha! — 9 ell ■—- 10 sökk —- 11
Saga — 13 akkur — 14 stara — 17 rýr — 19 egg
— 22 slátrarar — 23 iður — 24 ritbannið — 27
ósk —■ 29 kar — 30 slota — 32 fásén -— 33 Malir
— 35 strok — 37 dul — 38 ráð — 43 tæk — 45
náða — 47 ann — 49 aðall — 51 Erika — 52 skata
— 53 afa — 54 una —• 55 neind —56 skör — 58
mosi — 59 glys — 61 iðni — 63 Rut — 66 sin —
68 la — 70 Ra.
SKÍÐASKÁLINN
Framháld af bls. 13.
una í hinni. Ég var mjög nálægt dyrunum. Ég
skreið hljóðlega í áttina til dyra og opnaði hurð-
ina. Hann sneri sér við og hleypti af, þegar ég
opnaði hana. Kúlan lenti í handleggnum á mér.
Ég staulaðist út og fann að ég féll við. Ég rann
niður bratta brekku og lenti loks í mjúkum skafli.
Ég hafði dottið niður sleðabrautina.
Ég skreið i skjól bak við tré. Skömmu síðar
kom sleðinn niður. Stelben höfuðsmaður ók hon-
um og tvö lík lágu einnig í vagninum. Nokkrum
mínútum seinna heyrði ég skothríð niðri við
enda togbrautarinnar. Síðan varð allt hljótt. Ég
fór út á sleðabrautina. En einhver var að koma
upp. Hann dró sig upp 4 tauginni. Hann fór fram
hjá mér mjög nálægt og ég sá, að það var
höfuðsmaðurinn.
Síðan hélt ég niður í skóginn. Neðst niðri
fann ég varðstjórann, sem hafði farið með höf-
uðsmanninum til þess að tala við yfirmann hans.
Hann lá á grúfu. Snjórinn var rauður undir
höfði hans. Hann var með sár eftir byssusting í
hálsinum. Skammt þar frá voru fleiri lík. Eitt
var löðrandi í blóði eftir byssusting, hin voru
með byssukúlur í sér. Annar var þjónn höfuðs-
mannsins, en hinn var maðurinn, sem ekið hafði
togsleðanum.
Ég varð mjög skefldur, þegar ég sá líkin, einnig
vegna atburðarins uppi í steinhúsinu. Ég var
hræddur um, að enginn myndi trúa sögu minni.
Ég batt um sár mitt sem var aðeins smávægi-
legt, 'og ég- var svo lánsamur, að fá far með
vörubíl suður til Italíu. Ég komst til Trieste og
síðar komst ég til Corfu.
Ég sver hérmeð, að ofangreint er heilagur sann-
leikur. Þetta er fyrsta yfirlýsingin, sem ég hef
gert um atburðina, og ég hef aldrei nefnt þetta
á nafn við neinn.
Undirr. Hans Holtz.
Salonika, 9-10-45.
Þar lauk yfirlýsingu liðþjálfans.
Þegar við höfðum lokið lestri yfirlýsingar-
innar, braut Engles blaðið vandlega saman
og rétti Keramikos. ,,Það er einkennilegt að sjá
þetta allt skrifað niður,“ sagði hann. ,,Ég var
næstum viss um, að einmitt eitthvað þessu líkt
hefði komið fyrir. En ég gat ekki sannað það.
Stelben hafði sagt að skömmu eftir að hann hafði
farið fram hjá Tre Croci gistihúsinu hefðu þeir
verið neyddir til þess að staðnæmast af mönn-
um í vörubíl, sem lagt hafði verið þvert yfir
veginn. Menn hans gerðu uppreisn og gengu í
lið með mönnunum í vörubílnum. Hann og þjónn
hans höfðu. reynt að koma i veg fyrir að þeir
891. krossgáta
VIKUNNAR
Lárétt skýring:
1 skylt hökunni — 5 sá sem brá
sér i höggormslíki — 9 þar sem
fundust blöð úr Skáldu — 10 þráður
— 12 þýzk þjóðsögupersóna — 14
hug — 16 til er eitt mikið úr járni
— 18 hegðun ■—■ 20 hnusar — 22
koma ekki alltaf öll til grafar — 23
ekki mörg — 24 fléttaði — 26 mann-
félagsheild —- 27 sagnfræðing — 28
launráð — 30 for -— 31 selur blíðu
sína — 32 karta — 34 gras — 35
söngl — 37 til stuðnings — 40 verzlun i Rvik —
43 hugur — 45 í dágóðum holdum — 46 af nál-
inni — 48 fjármálafyrirbrigði — 50 mók — 51
eins — 52 getur verið galdur — 53 þjáist sjaldan
af þorsta — 55 samneyti — 57 bezt að etja fíflinu
á það — 58 hálfeðalsteinn — 60 steyta sumir —
61 greinir — 62 mikill þungi — 63 versnað — 64
kvenpersóna.
Lóðrétt skýring:
1 einkenni borgarlífs — 3 ófrjó — 4 landslag
5 öflug samtök — 6 já, já, svo skal verða — 7
gengur — 8 framtíðarvon íslenzkra skóga — 11
segja allir ekki sléttar — 12 þyngd umbúða — 13
tvíhljóði — 15 álfa — 17 planta —- 18 reiðskjóta
— 19 draugsa — 21 þingmannsjörð — 23 löstur
— 25 helsjúk — 28 ull — 29 eins — 31 stórt
stöðuvatn — 33 rödd — 36 skófla------38 frum-
efni — 39 er saknæmt á prenti — 40 verða sumir
að láta sér nægja þótt hann sé óæðri — 41 sagn-
ending — 42 fnykur — 43 er stundum kennt við
kyn — 44 fela — 46 galdrakerling — 47 flokka
— 49 Æsir — 52 skáld — 54 kvikmyndadís —
56 þar skal á stemma — 57 snjór — 59 eldsneyti
—• 60 úr eldfjalli.
næðu í gullið. Einnig hefði varðliðssveitin reynt
að hjálpa þeim. Siðan höfðu þeir barizt. Varð-
mennirnir og þjónn hans voru drepnir. Honum
heppnaðist að sleppa undan og kl. sjö þrjátíu
um morguninn komst hann með naumindum til
Tre Croci gistihússins. Þessa yfirlýsingu gaf hann
yfirmanni loftvarnaliðsins í Tre Croci. Síðan hélt
hann áfram með afganginn af gullinu til Inns-
bruck, en þar gaf hann Gestapo svipaða yfir-
lýsingu."
,,Já, ég hef heyrt um þessa yfirlýsingu,“ sagði
Keramikos. „Einn minna manna hafði séð hana.
Tóku Gestapomenn hann til fanga?"
,,Nei. Það var mikill grundroði í hermálunum
þá, og þeir þurftu á honum að halda í Italíu til
þess að sporna við kommúnistauppþotum þar.
Ég yfirheyrði hann, þegar hann var fyrst tekinn
til fanga. Ég gat aldrei fengið hann til þess
að breyta framburði sínum. Veiki punkturinn í
frásögu hans var auðvitað, að þeir hefðu aldréi
haft fyrir því að fara með hann upp alla togbraut-
ina.“ Engles leit á Keramikos og gretti sig.
„Hversvegna sýnduð þér mér eiginlega yfirlýs-
ingu Holtz?"
„Ah, þér hugsið auðvitað, að það megi ráða
af henni hvar gullið er, er það ekki?“
„Þegar hann hafði drepið þessa menn og farið
með líkin niður og klifrað alla leið upp aftur,
hlýtur klukkan að hafa verið orðin um það bil
fjögur. Hann kom niður til Tre Croci klukkan
hálf átta. Þá hefur hann haft tæplega þrjá
klukkutíma til þess að grafa hin líkin og tutt-
ugu og einn kassa fulla af gulli. Hann hefði,
ekki haft tíma til þess að flytja kassana langt.“
Keramikos yppti öxlum. „Ef til vill hafið þér
rétt fyrir yður,“ sagði hann.
„En hversvegna sýnduð þér mér þá yfirlýs-
inguna?"
„Vegna þess, vinur minn, að hún segir aðeins
hvar gullið var. Það stendur ekkert um það hvar
það er nú niður komið. Gleymið ekki að Stelben
átti þennan skála einu sinni. Og tveir Þjóðverjar
unnu fyrir hann hérna. Þeir voru hérna í tvær
vikur, áður en þeir voru handteknir."
„Voru þeir einir hérna?"
„Já. Aldo og kona hans og Anna fengu mán-
aðar frí.“
„Einkennilegt að þessir tveir Þjóðverjar skyldu
vera drepnir í uppreisninni í Regina Coeli."
Keramikos brosti. „Já,“ sagði hann. „Einkar
þægilegt fyrir einhvern —■ en fyrir hvern ?“
í þessu kom Carla til okkar. „Eruð þið að
tala um einhver leyndarmál. Þið talið svo lágt.“
„Ekkert, sem þú ekki veizt, Carla," svaraði
Engles. „Við vorum að hugsa um það, hvað hann
Heinrich þinn hefði gert við lík hermannanna
fimm, sem hann gróf hérna."
„Hvað meinarðu?"
„Reyndu ekki að látast ekki vita neitt um það.
Hvar gróf hann þá -— og gullið?"
„Hverngi ætti ég að vita það?“ Hún var mjög
óróleg og fitlaði í sífellu við hnapp á skyrtu
sinni.
„Varst þú ekki hérna, þegar hann var með
þessa tvo Þjóðverja hérna?" spurði Engles.
„Nei. Ég var í Peneyjum."
„Hann treysti þér þá ekki?“ sagði Keramikos
brosandi.
Hún svaraði ekki.
Engles sneri sér að Valdini, sem hafði komið
hljóðlega að borði okkar. „Og hvar varst þú?“
spurði hann.
„Ég var líka í Peneyjum," svaraði Valdini.
Hann horfði á Cörlu, og djöfullegt glott lék um
varir hans.
„Þú varst í Cortina." Rödd Cörlu lýsti undrun.
„Nei," sagði hann og glotti enn. „Ég var í
Feneyjum."
„En ég sagði þér að fara til Cortina. Þú sagð-
ist vera í Cortina." Hún var mjög æst.
„Ég var í Peneyjum," endurtók hann og leit
kuldalega á hana.
„Ah.“ sagði Keramikos. „Þér var þá sagt að
hafa auga með Stelben og vinum hans tveim.
Samt varstu kyrr í Feneyjum. Hversvegna ætli
það hafi verið?"
„Það var engin ástæða til þess að fara til
Cortina. Þjóðverjarnir tveir voru vinir Maynes.
Þeir voru þar í hennar erindagjörðum og
Maynes."
Ég heyrði, að Mayne sló feilnótu og leit að
píanóinu. Hann horfði á okkur, hætti að leika
og stóð upp. Hinir höfðu ekki tekið eftir því,
þau voru að horfa á Valdini. Og litli Sikileyjar-
búinn horfði á Cörlu.
„Svo að þú varzt í Peneyjum?" sagði Kera-
mikos. „Hversvegna?"
Framhald í nœsta blaði.
14
VIKAN