Vikan


Vikan - 20.03.1958, Blaðsíða 2

Vikan - 20.03.1958, Blaðsíða 2
_______rpec[ '-fa'Cf/fÓ’/? Su_ IS/Á'L/ff'ip/ Gull HÉR er til að byrja með listi yfir tíu ríkustu kon- ur heims: Doris Duke — Erfði 107, 000,000 sterlingspunda eftir tóbakskónglnn föð- ur sinn árið 1933, þá 21 árs gömul. Frú Edsel Ford — Erfði bílakónginn manninn sinn og er hér um bil eins rík og Doris. kannski vitið og er metin á 35,000,000 punda. Takið eftir, að allar þessar konur eru bandarískar. Ef einhvern langar að vita, hvað þær eigi í íslenzkum krónum, er bara að marg- falda með 45,70. Meira gull BANKASTJÖRAR banka þess, sem kenndur er við Arkansas, Bandarikjun- um, vita ekki sitt rjúk- andi ráð. Svo er mál með vexti, að bankinn álpaðist til þess óviljandi að gefa hjónum nokkrum nærri þvi 185, 000 krónur. Hjónin lögðu 1850 krónur inn á bók í bankanum, Sfðustu skýrslur frá Bretlandi lierma, að þar búi nú um fimm milljónlr katta. Aætlað er, að þeir éti og drekki fyrir um 80.000.000 sterlingspund á ári. — Og þeim er sífellt að fjölga. Frú Horace Dodge — Ekkja Dodge-bílakóngsins. Hún er á níræðisaldri og á kringum 90,000,000 punda. Frú Merriweather Post — Matvælaframleiðandinn faðir hennar skildi eftir svipaða upphæð handa henni. Frú Frederick Guest — Á stáliðjuver báðumegin Atlantshafs. 70,000,000. HÆTTULEGASTA KONA EVRÓPU ER AÐ KOMA — HÆTTU- LEGASTA KONA EV- RÓPU VERÐUR I NÆSTU BLÖÐUM — HVER ER HÆTTU- LEGASTA KONA EV- RÓPU ? HVAÐ GERÐI HÆT'TULEGASTA KONA EVRÓPU ? — HÆTTULEGASTA KONA EVRÓPU ER AÐALPERSÓNAN 1 NÝRRI SANNRI FRAMHALDSSÖGU SEM HEFST í NÆSTA BLAÐI! Fi'ú Alfred du Pont, frú Charles Shipman Payson og Mary Roebling eiga frá 45,000,000 til 70,000, 000. Helena Rubinstein — Sú eina þessara kvenna, sem sjálf hefur grætt pening- ana sína. Hún er í snyrti- vörum, eins og þið en tvö núll bættust af misgáningi við upphæð- ina, þegar hún var bókuð. Og þá áttu hjónin — að nafninu til að minnsta kosti -— 185,000. Það sem meira var: þeim datt ekki hug að leið- rétta þetta. Hvað munar banka (munu þau hafa hugsað) um einar 183, 150 krónur? HJÓNIN keyptu sér meðal annars hús og flugvél, og þegar „aðeins" 45,000 krónur stóðu eftir á þess- ari dásamlegu bankabók, þá tóku þau peningana út svona til vonar og vara og lögðu þá inn á annan banka. Þegar bókin hjónanna varð ónýt, uppgötvuðu banka- mennirnir skekkjuna. Og nú er bankinn kominn í mál og heimtar pening- ana sína aftur. Dugði, en — KAUPAMAÐUR að nafni Harold Weber (segir í frétt frá Olney í Banda- ríkjunum) . varð svo þreyttur á bíflugunum, sem héldu til í hlöðu hús- bónda hans, að hann ákvað að svæla þær út. Herferðin tókst betur en hann hafði nokkurntíma órað fyrir. Eldurinn, sem hann kveikti til reykframleiðslunnar, „varð laus“ eins og þar stendur og gjöreyddi öll- um heybirgðum bóndans og korni, verkfæra- geymslu, bílskúr og þrem- ur tunnum af oliu. Jú, hlaðan brann líka. Spurningaþáttur KVAR baðstu konunnar þinnar ? Dr. Paul Popenoe, „sambúð- arsérfræðingur" (mar- riage consultant) í Dos Angeles, tilkynnir að hann og stai'fslið hans hafi unnið að því undan- farna mánuði að rann- saka hvar menn beri helst upp bónorðið. Tæplega 1200 giftir karlar voru spurðir. Helstu niðurstöður: Einn af hverjum fjórum bað konunnar I bíl. Tæplega einn af hverjum fjórum bar upp bónorðið á heimili þeirrar heitt- elskuðu. Einn af hverjum fimm bað stúlkuna að samsinna á götu, veitingahúsi eða öðrum opinberum stað. SUMARFRl eru ekki eins hættuleg og margir pip- arsveinar ætla: aðeins 13 af hundraði karlmann- anna báru upp bónorðið í sumarfríinu. Tíu af hundraði vörpuðu fram spurningunni i samkvæmi eða á dansleik. Sex af hundraði gerðu það bréflega eða með sím- skeyti; svo óttalega feimnir, garmærnir. Og aðeins þrír af hundr- aði gátu kallast frum- legir. MEÐAL þeirra var skemmtilegur náungi, sem bauð elskunni sinni á rúlluskauta og smeygði trú- lofunarhringn- um á fingui' hennar á með- an þau rúllu- skautuðu hlið við hlið. Og til þess að kóróna þetta, létu þau gefa sig saman á rúlluskautum -— og presturinn var á rúllu- skautum líka. Sú tíð er af, segpr dr. Pope- noe, þegar biðillinn knaup í beztu buxunum fyrir framan stúlkuna sina og bað hana með tárin í aug- unum að segja já. Nú er viðbúið að hann segi bara allt í einu: „Eigum við ekki að láta splæsa okkur saman, elskan?" Mjög órómantískt. Svar til gamállar konu: Þetta er ákaflega raunaleg saga, sem þú segir okkur. En okkur er ekki vel Ijóst hvort okkur er bannað að birta bréfið eða livort œski- legt er að við gerum það, svo að viðkomandi sjái það. Þetta er ákaflega við- kvœmt mál, og annað get- um við að sjálfsögðu ekki aðhafst. Hvað á maður að gera við háræðasliti í kinnum. Eg borða 'ekki mikið sælgæti, drekk ekki mikið kaffi, púðra mig ekki heldur, en þó ber talsvert á því að æðai-nar í kinnunum verði rauðar og sjáist i gegnum húðina. Smáœðar springa aðeins, þegar um viðkvœma húð er að rœða. Ástœðurnar geta verið margvíslegar — o/ mikil sólböð, of mikill kuldi, nístandi vindur, of mikil kaffidrykkja eða á- fengisneyzla, langvarandi slæm meðferð á húðinni, til áœmis skyndilegur kuldi. Of liár blóðþrýstingur get- ur einnig haft áhrif að þessu leyti, auk blóðrása- truflana og efnaskiptasjúk- dóma. Húðin er oft ákaf- lega viðkvœm, einkum á Ijósliœrðu fólki, og verður þa að fara mjög varlega með hana; bera á hana krem svo hún þorni ekki, forðast sápu og mjög heitt vatn o. s. frv. Mig langar til að leita til þín með spurningu um það hvort ekki starfi á Norður- löndum eða annarsstaðar sérskólar í blaðamennsku. Hvers er krafizt af nem- endum, hvað er námið langt . . . Nýlega er tekinn til starfa norrœnn blaðamannaskóli við Háskólann í Árósum, og cr hann œtlaður blaðamönn- um og blaðamannsefnum frá öllum Norðurlöndu/num. Þar á að halda tvenns kon- ar n ámskeið, annað fyrir byrjendur en hitt fyrir þá sem starfað hafa við blaða- mennsku um nokkurra ára skeið. Frekari upplýsingar geturðu fengið hjá Blaða- mannafélagi Islands, sem hcfur mUHgöngu um þetta. Formaður þess er Sigurður Bjarnason ritstjóri við Morgunblaðið. Getur þú sagt mér hvort nokkuð er til í því að Sal Mineo sé blindur. Mér var sagt að hann hafi orðið al- veg blindur. Og viltu svo gefa mér utanáskriftina hans ef þú getur. Við höfum ekki heyrt neitt um að þessi vinsceli leikari sé blindur. 1 haust kom á markaðinn mynd, sem liann hefur leikið í. Hún heitir „XJngir menn gráta ekki“ og er tekin af Columbia kvikmyndafélag- inu. Þú getur þvi sjálfsagt skrifað honum gegnum það félag. Jói! - Richard Conte og John Caroll leika líka hjá Columbia kvikmyndafélag- inu í Hollywood, Síðasta mynd Richards Conte var ,,Rico-brœðurnir“, en síð- asta mynd John Caroll var „Ákvörðun um sólarlag“. Fyrir Linu birtum við „Sof Lína“ eftir Loft Quðmunds- son, sem Erla Þorsteinsdótt- ir syngur. Hún Lína, hún Lína, hún Hna, er lúin og þreytt eftir dag. Hún Llna, hún Lina, hún Líiia, að launum fœr svefnkveðju i brag. Er hljóðnar og húmar að, Lina, þú heldur í draumalandsför, með bangsann og brúðuna þína, og brosið þitt saklaMsa á vör. Við skýjarof stjörnunnar skína, og skœrt Ijómatr máninn i nótt. Nú lokar þú augunum, Lína. Sof, Lína, og dreymi þig rótt. Sof, Lína. Hvað er John Saxon gam- all. Er hann kvæntur? John Saxon er 23 ára, og við höfum ekki heyrt að hann sé kvœntur. Þetta er hár, dökkhærður piltur af ítölskum uppruna, fœddur i Brooklyn. Hann stundar mikið íþróttir, er myndar- legur á velli og hefur svip- mikið andlit. Kvikmyndafé- lagið 20 Century-Fox „upp- dagaði“ hann framan á myndablaði, og vonar nú að í honum hafi það fundið nýjan Vdlentíno. Þetta er ekki aðeins myndarlegur piltur, heldur er hann líka sagður skynsamur og á- hugasamur um leiklist. Kvikmyndafélögin hafa þó ekki ennþá falið honum nein stór hlutverk, en hvetja hamn til að halda áfram að leika með áhuga- mönnum á sviði. Nýjasta myndin hans heitir „Sumar- ást“. Utgefandi VIKAN H.F, Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjarnargötu 4, sími 15004, pósthólf 149.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.