Vikan


Vikan - 20.03.1958, Blaðsíða 11

Vikan - 20.03.1958, Blaðsíða 11
SruUuii. sunffið ttff wnffrt ÞAÐ var mikið skrafað í þorpinu um lífið á Moat óðalssetrinu. Það leið naumast vika án þess að nýjar ólifnaðarsögur kæmust á kreik. Það var talað um vitfirrings- legar drykkjuveizlur, sem óðalseig- andinn, Sammy Dougal, efndi til, og það gekk fjöllunum hærra, að hann réði fagrar stúlkur til veizlanna og borgaði þeim stórfé fyrir að dansa naktar. Stundum, hermdu sögurnar líka, hélt allur herskarinn út í skóg( og þar var haldið áfram að drekka og dansa fram á morgun. Sammy Dougal skorti vissulega ekki peninga. Honum voru sífellt að berast peningabréf í póstinum. Eyðslusamur var hann líka að sama skapi; á óðalssetrinu, sögðu þorps- búar, runnu peningarnir ekki síður í stríðum straumum en kampavínið. Dougal stóð ekki einungis hjart- anlega á sama um þessar sögur, heldur notaði hann hvert tækifæri til þess að ögra héraðsbúum. Ein af skemmtunum hans var að aka um sýsluna í bíl sínum með fagra stúlku við hliðina á sér. Hann virtist eignast nýjar vinkonur næstum því daglega, og bílferðirnar fóru vissulega ekki fram hjá neinum, þar sem þetta var á þeim dögum þegar bílar voru fá- gætir og sjaldséðir. Samkvæmt sögunum, sem gengu ljósum logum um sveitina hafði kona Dougals hlaupið frá honum með öðrum manni. Skömmu seinna hafði stúlka að nafni Holland fluttst til óöalssetursins, en horfið þaðan mjög snögglega þremur vikum síðar. Svona gekk þetta á stundum . . . En það voru liðin nærri fjögur ár frá brottför Camille Hollands og nú var nýtt hneyksli komið til sögunn- ar. Ein. af blómarósum sveitarinnar uppgötvaði, að hún var með barni, og Dougal neitaði að gangast við þvf. Dougal hafði látið í veðri vaka, að hann hefði verið kapteinn í hernum. 1 málastappinu, sem nú hófst, kom hinsvegar á daginn, að hann hafði aðeins verið liðþjálfi og í þokkabót dæmdur til fangelsisvistar fyrir á- vísanafölsun. Þó hvarflaði ekki að neinum, að Dougal byggi yfir öðru og ægilegra leyndarmáli. Engir sjónarvottar höfðu verði viðstaddir hina hroða- legu nótt, þegar hann hafði vaknað við það, að hann stóð á náttskyrt- unni úti í skógi með skóflu í hendinni. Hann hafði verið að ganga í svefni. Dougal hafði orðið svo um þetta, að hann hafði látið setja hlið fyrir götuna; sem lá að þessum stað í skóginum. Hann lét hliðið vera læst og þegar búið var að setja það upp, var það málað mjallahvítt. Næstu nótt vaknaði hann óhultur í rúmi sinu — en hendur hans voru ataðar hvítri málningu. ’Hann byrjáði að dreklta eins og berserkur. Þær stundir sem hann var oinn í húsinu, þóttist hann heyra hljóð úr hverju skoti. Og þegar ein- hver hinna ótal vinstúlkna hans var stödd hjá honum, þá átti hann það tií að byrja allt i einu að skjálfa af hræðslu, og þó hélt hann sér eins og óttaslegið barn i stúlkuna og hugsaði um hið óttalega leyndarmál, sem enginn vissi nema hann og sem enginn nema hann mátti nokkurn- tima vita. Þótt einkennilegt sé, hafði póst- maðurinn aldrei neitt við það að at- huga, þó að Dougal tæki við bréfum tiJ hinnar löngu horfnu Camille Hol- land og kvittaði fyrir móttöku þeirra. Dougal hafði komist yfir ávisana- hefti frá banka hennar. Þegar hann þarfnaðist peninga, þurfti hann ekki annað en útfylla ávísun og falsa nafn stúlkrmnar á hana. Eitt sinn, þegar bankanum fannst undirskriftin eitthvað grunsamleg, skrifaði Dougal honum: „Ungfrú Holland meiddi sig á hendi og átti því bágt með að skrifa nafn sitt í þetta Skipti.“ Þetta var svo einfalt. Camille Hol- land hafði verið auðug. Og Sammy Dougal, eyðsluseggurinn á óðalssetr- inu, hafði gengið svo frá hnútunum, að hann gat sóað fjármunum henn- ar með því að falsa nokkur nöfn og nokkur skilríki. Engan renndi grun í, að óðalseigandinn, sem sjálf- ur átti að vera forrikur, væri þjóf- ur, svikari — og morðingi. En svo gerðist þetta, að honum var eignað barn og þverneitaði fað- erninu. Almenningsálitið snerist ein- dregið gegn honum. Pram að þessu, höfðu sögurnar um ólifnað hans fremur átt rætur sínar að rekja til venjulegrar forvitni en óvildar. Nú breyttist þetta á einni nóttu. Og það átti eftir að draga dilk á eftir sér. Jimmy Drew, lögregluþjónninn í þorpinu, var meðal þeirra, sem tóku að velta fyrir sér í alvöru öllu fram- ferði Sammys Dougal. Og að lokum settist lögregluþjónninn niður og skrifaði yfirboðurum sínum bréf: „Heiðruðu herrar: Ég leyfi mér að tilkynna yður, að hér í þorpinu ganga ýmsar sögur um herra Samuel Dou- gal og ungfrú Holland. Pólk segir að hann kunni að hafa myrt hana og falið líkið. Bóndi hér í nágrenn- inu segir, að kýrnar hans hafi farið inn fyrir girðingu óðalsins og að hann hafi séð nýlega þúst, sem líkt- ist leiði, á landareigninni.11 „Leiðið" var raunar nýtt blóma- beð, en lögreglan setti sig þegar í stað i samband við frændur Camille Hollands, banka hennar og lögfræð- inga. Bæði bankinn og lögfræðing- arnir höfðu undanfarin fjögur ár skrifað Camille á Moat óðalssetrinu og fengið svör í hennar nafni. Þó var hún gjörsamlega horfin. Sammy Dougal virtist þó undrandi fremur en hi’æddur, þegar Pryke lög- regluforingi heimsótti hann. Hann játaði, að hann og Camille Holland eftir BRIAN FELT hefðu orðið ósátt. En hann hafði ekki, sagði hann; heyrt orð frá henni, síðan hann hafði ekið henni og far- angri hennar á járnbrautastöðina. Þar sem fjögur ár voru nú liðin síðan þetta átti að hafa gerst, mundi enginn með vissu hvort hann hefði séð Camille á járnbrautastöðinni. En Dougal hafði verið svo óvarkár að tilgreina hinn meinta brottfarardag til London, og þar sem farseðlabók- in frá þeim degi árið 1899 var enn- þá til, var hægt að slá því föstu, að alls enginn farseðill hafði verið seldur þennan dag frá þorpinu til Lundúna. Meðan á þessu stóð, fór fram ná- kvæm rannsókn á fjárreiðum Doug- als og eigum Camille. Sú rannsókn sýndi, að Dougal hafði með ýmsum brögðum komist yfir þúsundir punda af peningum hennar. Hann var kominn í þá klípu, sem hann ekki gat logið sig út úr, og var þegar í stað handtekinn fyrir fjár- drátt. 1 London gerði hann tilraun til að strjúka frá gæslumönnum sínum, en var svo óheppinn að hlaupa inn í lokaða götu og náðist eftir stutt- an eltingarleik. En fjárdráttur og skjalafals eru ekki morð. Hvar var Camille Hol- land? Var hún grafin á óðalssetrinu ? Var þá hægt að finna likið? Lögreglan hóf mikla leit á landinu. LTm aldamótin voru ekki til vél- skóflur af neinu tagi, svo að upp- gröfturinn varð að ske með venju- legum handverkfærum. Eftir nokkra daga líktist landið þarna vígvelli. Og Dougal var ekki af baki dottinn, þótt hann væri kominn undir lás og slá. Hann hótaði að stefna lögregl- unni fyrir spjöll á landi sínu. Lögreglan lét það þó ekkert á sig fá og hélt áfram að rannsaka for- tíð hans. Kom þá ýmislegt grunsam- legt i ljós. Fyrsta kona Dougals hafði dáið mjög skyndilega. Svona VIKAN ORÐSENDING Með þessu blaði er að- eins ein mynd ókomin í vérðlamiaképpninni: Finn- ið happdrættisskuldabréf Flugfélags fslands. f næsta tbl. kemur 10. og síðasta myndin. Ætlar þú að taka þátt í keppninni? Þú getur það ennþá, ef þú nærð þér í undangengin tölublöð. Ög verðlaunin, sem sá hlut- skarpasti hreppir, eru FLUGFERÐ TIL KAUPMANNAHAFNAR OG HEIM AFTUR! eftir á að hyggja, bentu sjúkdóms- einkennin til eitrunar. Sex mánuðum síðar hafði önnur kona Dougals ltka dáið með mjög snöggum hætti. Enn önnur kona hafði tekið saman við hann, en hlaupið frá hönum og þannig kannski forðað lífi sínu. En Camille Holland hafði ekki lagt á flótta. Um það voru nú allir vissir. Enn var haldið áfram að grafa. Og réttum mánuði eftir að leitin hófst, fannst kvenstígvél nálægt hús- ir.u, á stað þar sem menn mundu nú að skurður hafði verið grafinn fyrir fjórum árum. 1 stígvélinu voru rotnaðar líkams- leifar. Og svo, fáeinum minútum seinna, fannst hauskúpa Camille' Holland og í henni byssukúia, sem passaði í byssu Sammy Dougals. Leyndarmálið var loks uppvíst. Þetta var staðurinn þar sem morð- inginn hafði vaknað eina nóttina með skóflu í heRdi og sem hann síð- an hafði látið loka með hliði. Eitthvað hafði samviskan þá þjáð hann. En vissulega ekki kvöldíð þeg- ar hann hafði tekið Camille Holland við hönd sér og leitt hana út í tungl- skinið, hvíslað að henni ástarorðum á skurðbakkanum og um leið seilst til marghleypu sinnai- og skotið hana í höfuðið. Og fyrir þennan glæp var Sammy Dougal hengdur. Hann stóð úti í skógi með skóflu í hend- iimi. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.